Alþýðublaðið - 15.03.1989, Side 4
4
Miðvikudagur 15. mars 1989
í MIÐBI VIKU
Ingólfur Margeirsson skrifar:
AÐ SAMEINA DAGBLÖÐ EÐA SKAPA DAGBLÖÐ
Dagblöö sem pólitísk málgögn flokka eru liöin tíö. Ekki
síst vegna þess að stjórnmálamennirnir hafa svikið mál-
gögn sin og leita á náðir sterkustu fjölmiðlanna. Þetta hef-
ur hægripressan á íslandi skilið og fjarlægst Sjálfstæðis-
flokkinn, opnað siður sínar fyrir nytsömum félagshyggju-
sakleysingjum og náð undirtökum á markaði. Hinir óeðli-
legu yfirburðir hægripressunnar eru engan veginn í sam-
ræmi við pólitískar skoðanir meirihluta landsmanna.
Stofnun öflugs dagblaðs vinstra megin við miðju er þvi
brýnna en nokkru sinni fyrr — en sameining Alþýðublaðs-
ins, Tímans og Þjóðviljans er ekki liklegasta lausnin.
fen dagblöð geta sokkið ef ekki er
haldið rétt á spilunum.
Þessi þrjú blöð hafa því teflt
varlega, gert út á ríkisauglýsingar
að mestu og höfðað til sérhópa.
Slíkur rekstur er einnig varhuga-
verður, því um leið og yfirbygg-
ingin fer yfir ákveðin mörk er
blaðið komið í rekstrarhættu, líkt
og hefur gerst með Þjóðviljann á
nokkrum árum. Og með því að
sigla ávallt undir áhættumörkum,
nær blaðið aldrei þeim fjárfest-
ingum til að búa til stórt og vand-
að blað sem gæti höfðað til al-
mennings vítt og breitt. Þessi blöð
eiga þess kost að halda rekstrin-
um réttu megin við núllið og færa
út kvíarnar smátt og smátt með
því að halda almennum gæðum
blaðsins uppi sem tryggir sölu og
auglýsingatekjur og skilar Iítils-
háttar rekstrarafgangi sem jafn-
óðum fer í minniháttar fjárfest-
ingar. En þetta er tímafrek leið
sem auðveldlega getur rúliað aft-
ur á bak.
, Ingólfur Margeirsson
stæðisflokksins, Morgunblaðið
og DV, um 90% af dagblaða-
markaðnum. Auðvitað er þetta
óeðlilegt ástand í lýðræðisþjóðfé-
lagi.
Eðlilegt væri að á íslandi
kæmu út 3- 4 dagblöð. Tvö árdeg-
Talsverð umræða um samein-
ingu svonefndra Blaðprentsblaða
hefur átt sér stað í kjölfar núver-
andi rekstrarerfiðleika Þjóðvilj-
ans. Þeirri hugmynd hefur verið
varpað fram (og reyndar ekki í
fyrsta skipti) að Alþýðublaðið,
Tíminn og Þjóðviljinn sameinist í
öflugt málgagn félagshyggju sem
veitti Morgunblaðinu verðuga
samkeppni.
Af viðbrögðum almennings að
dæma, virðist þessi hugmynd eiga
fylgi að fagna. Nýju, vönduðu og
efnismiklu dagblaði sem stæði
vinstra megin við Morgunblaðið
yrði efalítið fagnað. En áður en til
útgáfu slíks blaðs kemur, er þó að
mörgu að hyggja.
Dagblöð sem verða ofan á
og þau sem verða undir
Útgáfa dagblaða á íslandi er að
mörgu leyti sérstæð. í flestum ná-
grannalöndum okkar hafa ákveð-
in dagblöð vissa forystu; hafa náð
undirtökum í útbreiðslu á lands-
vísu og velta sér upp úr auðæfum
sem þau nota til að fjárfesta í nýj-
um fjölmiðlum, tækjabúnaði og
mannafla. Á Norðurlöndunum
höfum við dæmin Aftenposten í
Noregi, Dagens Nyheter í Svíþjóð
og Berlinske Tidende í Dan-
mörku.
Næst stóru dagblöðunum kem-
ur stór hópur millistórra blaða.
Þetta er til dæmis raunin á Norð-
urlöndum. Ýmis kratablöð og
málgögn miðflokka hafa náð sér
vel á strik eftir rekstrarerfiðieika á
síðasta áratug og halda sæmilega
velli; eru víðlesin og í þau vitnað.
Dæmi frá Norðurlöndum: Arbe-
tet í Svíþjóð, Arbeiderbladet í
Noregi og Det Fri Aktuelt í Dan-
mörku. (Það síðastnefnda á
reyndar við talsverða rekstra-
rörðuleika að stríða þessa dag-
ana.) Útgáfa þessara meðalstóru
dagblaða hefur verið endurreist
með ódýrari útgáfutækni, sam-
vinnu og samruna jaðarblaða og
ýmissi hagkvæmni beitt í rekstri.
Neðst á útgáfulista dagblaða
erlendis koma þau blöð sem
hanga á horriminni og eru við
dauðamörk. Þau sem enn tóra í
þessumsíðasta hópi, höfða til sér-
hópa eða sérþarfa og vekja athygli
ákveðinna auglýsingahópa. Sem
áhrifavaldar og upplýsingamiðlar
hafa þau hins vegar lítið á vogar-
skálar þjóðfélagsins að leggja.
Máttlaus_____________________
félagshyggjupressa___________
Sé litið til íslands blasir önnur
mynd við. Hér eru tvö dagblöð
með yfirburðastöðu á markaði;
Morgunblaðið og DV. Hópur
millistórra dagblaða er ekki til, en
þrjú dagblöð á dauðasvæðinu;
Alþýðublaðið, Tíminn og Þjóð-
viljinn. Dagur á Akureyri hefur
sérstöðu þar sem það er svæðis-
blað.
Vandi þessarra þriggja blaða er
fyrst og fremst sá, að þau hafa
ekki náð upp yfir þau útbreiðslu-
mörk sem þarf til endurnýjunar
og uppbyggingar. Með öðrum
orðum: Blöðin eru of veik til að
fjárfesta í mannafla og tækjum
sem skila stærra blaði og betra
sem aftur skilar áskrifendum,
lausasölu og auglýsingatekjum.
Auðvitað gætu blöðin farið í fjár-
hættuspil, tekið stórlán og sett allt
undir. En það er varasöm Ieið og
NT- ævintýrið sýnir glöggt í hvaða
Vilja flokkarnir_____________
sameiningu blaðanna
Það er ekki tilhlökkunarefni
fyrir stjórnmálaflokkana þrjá
sem að útgáfu blaðanna standa að
leggja niður málgagn sitt sem
þrátt fyrir sveiflukennda útgáfu,
hefur komið út í sex eða sjö ára-
tugi.
í öðru lagi er pólitísk samsetn-
ing slíks blaðs erfið við fyrstu sýn.
Verður slíkt blað einhver bastarð-
ur alþýðuflokksmanna, fram-
sóknarmanna og alþýðubanda-
lagsfólks? Og síðast en ekki síst:
Verður ekki slík samsuða vonlaus
vara á markaði?
Snúum dæminu við: Aðstand-
endur hinna þriggja blaða ákveða
að búa til alvörudagblað og leggja
pólitíkina til hliðar. Sérstakt
hlutafélag er stofnað um útgáfu
nýs dagblaðs, ráðinn ritstjóri eða
ritstjórar að blaðinu og starfs-
menn. Atvinnumennskan er höfð
í hávegi, þungi lagður á hlutlaus-
an fréttaflutning, ekki tekið tillit
til þrýstings frá umræddum
stjórnmálaflokkum en lögð meg-
ináhersla að gera úr garði mark-
aðshæft blað sem laðar til sín les-
endur og auglýsendur. Þetta er að
sjálfsögðu eina rétta afstaðan. En
þá vaknar spurningin: Hafa þá
þessir þrír stjórnmálaflokkar ein-
hvern áhuga á að leggja peninga í
biað sem þeir hafa í raun engin
pólitísk not af? Er ekki hag-
kvæmara að flokkarnir noti pen-
ingana sína í rekstur flokksskrif-
stofa og kosningasjóða? Og birta
áróðursgreinarnar í Morgunblað-
inu og DV, eins og allflestir stjórn-
málamenn allra flokka gera í dag?
Þarna stendur hnífurinn í
kúnni.
Nútimaleg dagblðð____________
flytja ekki áróður___________
Á sama tíma og stjórmála-
flokkarnir þrír tvístíga í samein-
ingu Alþýðublaðsins, Tímans og
Þjóðviljans og velta vöngum yfir
framtíð kraftlítilla málgagna
sinna, sölsar hægripressan undir
sig blaðamarkaðinn með aðstoð
allra flokka.
Auðvitað er þetta óeðlilegt
ástand. Síðustu skoðanakannanir
sýna um 60 % fylgi við félags-
hyggjuflokka en um 40 % fylgi
við Sjálfstæðisflokkinn. Engu að
síður eiga hin tvö málgögn Sjálf-
„Hlutverk dagblaðs er likt
og allra fjölmiðla að upp-
lýsa almenning, vera
verndari og málsvari
almennings og tryggja lýð-
ræði i landinu. Það er hlut-
verk hinnar frjálsu pressu.
Dagblöð eiga ekki að vera
eiðbundnir málsvarar
flokka en það er eðlilegt að
þau séu i afstöðu sinni og
hugmyndafræði tengd lifs-
skoðunum stjórnmála-
flokka. Þessi lifsskoðun
eða hugmyndafræði kemur
fram i leiðurum en ekki
fréttum. Fréttir eru og eiga
ailtaf að vera hlutlausar
upplýsingar, ekki áróður.
Það blað sem ætlar að falsa
fréttir og misnota sem áróð-
ur, er dæmt tíl að deyja i
dag,“ segir Ingólfur Mar-
geirsson ritstjóri Alþýðu-
blaðsins m.a. i grein sinni
um hugsanlega sameiningu
Blaðaprentsblaöanna og
útgáfu nýs dagblaðs á fs-
landi.
isblöð, annað hægri frjálslynt
eins og Morgunblaðið og hitt
vinstra frjálslynt. Á síðdegis-
markaði gæti eitt, e.t.v. tvö dag-
blöð þrifist í eðlilegri samkeppni
með sömu pólitísku formerkjum.
Þegar talað er um pólitísk for-
merki á dagblöðum, ber að hafa í
huga að ekkert dagblað sem vill
ná stærð, útbreiðslu og trúverðug-
leika, getur einhæft sig við stefnu-
skrá eins stjórnmálaflokks. Það
er Iöngu liðinn tími að dagblað
geti náð undirtökum á markaði
sem málgagn eins flokks. í dag er
fjölmiðlamyndin allt önnur.
Vel menntað, upplýst nútíma-
fólk vill ekki pólitíska skömmtun-
arseðla. Það vill upplýsingu og
þjónustu. Hlutverk dagblaðs er
líkt og allra fjölmiðla að upplýsa
almenning, vera verndari og mál-
svari almenuings og tryggja lýð-
ræði í landinu. Það er hlutverk
hinnar frjálsu pressu. Dagblöð
eiga ekki að vera eiðbundnir mál-
svarar flokka en það er eðlilegt að
þau séu í afstöðu sinni og hug-
myndafræði tengd lífsskoðunum
stjórnmálaflokka. Þessi lífsskoð-
pn eða hugmyndafræði kemur
fram í leiðurum en ekki fréttum.
Fréttir eru og eiga alltaf að vera
hlutlausar upplýsingar, ekki áróð-
ur. Það blað sem ætlar að falsa
fréttir og misnota sem áróður, er
dæmt til að deyja í dag. Kannski
er skýringin á sorgarsögu Þjóð-
viljans að hluta til þessi. Almenn-
ingur snýr sér einfaldlega að öðr-
um fjölmiðlum sem það getur
treyst. Dagblað sem afsalar sér
prentfrelsi sínu með því að fylgja
múlbundið öllum ákvörðunum
eins stjórnmálaflokks, missir
einnig Iesendur. Slíkt blað er ekki
trúverðugt sem sjálfstæður að-
haldsaðili.
Morgunblaðið: flokksblað
allra landsmanna
Það er því eðlilegt, að það blað
sem hefur best skilið þessa hugs-
un, hefur vegnað best. Morgun-
blaðið hefur á undanförnum ár-
um siglt frá móðurskipinu Sjálf-
stæðisflokknum og grætt á því.
Blaðið hefur opnað síður sínar
fyrir öðrum skoðunum og við-
horfum og lokkað til sín forystu-
menn og talsmenna annarra
flokka sem einfaldlega hafa fallið
fyrir freistingunni að skrifa í stórt
og víðlesið blað. Auðvitað eru
rætur Morgunblaðsins í stórkap-
ítalinu og það hefur ávallt haft
stærsta stjórnmálaflokk Iandsins
sem bakhjarl og þannig öðlast gíf-
urlegt forskot á önnur dagblöð.
Eftir sameiningu Dagblaðsins og
Vísis náði síðdegisblaðið DV við-
líka undirtökum á síðdegismark-
aði og situr eitt og áhyggjulaust að
markaði.
Hefði Morgunblaðið valið
þann veg að loka blaðinu fyrir öll-
um öðrum greinarhöfundum en
sjálfstæðismönnum, fylgt Sjálf-
stæðisflokknum gegnum þykkt
og þunnt, falsað fréttir og sett á
þær flokksstimpil, væri Morgun-
blaðið tiltölulega Iitið blað í dag.
Það væri auðvitað stórt sem
stærsta málgagn stærsta flokks-
ins. En það væri ekki blað allra
landsmanna. Það er víst.
En auðvitað syndgar Morgun-
blaðið dálítið í skjóli yfirburðar-
aðstöðu. Fréttaval Morgunblaðs-
ins er oft pólitískt; hvað fær upp-
slátt og hvað ekki. Það hefur verið
sagt að styrkur Morgunblaðsins
felist ekki í hvaða fréttir blaðið
birtir, heldur í því, hvaða fréttir
blaðið birtir ekki. Og enn er
Morgunblaðið á Volgubökkum;
hallærislega gamaldags í kalda-
stríðsskrifum í mestu þíðu milli
vesturs og austurs frá styrjaldar-
lokum. Og auðvitað fá pennar
Sjálfstæðisflokksins og einvalalið
íhaldsins betri síður og meiri upp-
slátt og félagshyggjupennarnir
sem feimnir rétta fram greinar sín-
ar til ritstjóra Morgunblaðsins.
Auðvitað vita forystumenn Morg-
unblaðsins að félagshyggjuliðið
eru nytsamir sakleysingjar sem
þrá útbreiðslu á skrifunt sínum og
nýtast Morgunblaðinu vel sem
pólitisk fjarvistarsönnun. Og
skaffa nýja lesendur vinstra meg-
in við miðju. En félagshyggju-
pennarnir fá ekki sama uppslátt
og hægripennarnir. Nema að þeir
hafi ráðherrastöðu eða álíka. Það
sér hver maður sem flettir Morg-
unblaðinu.
Styrkur Morgunblaðsins sem
pólitísks málgagns Sjálfstæðis-
flokksins felst einkum í því að
blaðið flytur ekki beinan áróður,
heldur andar lífsskoðunum sjálf-
stæðismanna. Þanniger Morgun-
blaðið gegnsýrt af skoðunum og
lífssýn Sjálfstæðisflokksins. Og
sem slíkt fer það inn á heimili nær
allra landsmanna og breiðir boð-
skap Sjálfstæðisflokksins á ób-
einan hátt, falinn innan um þjón-
ustusíður, fréttir og minningar-
greinar.
Þetta verða menn að vita og
skilja.
Einnig þeir félagshyggjumenn
sem hjálpa Morgunblaðinu á degi
hverjum að verða öflugra og
sterkara blað með því að skrifa í
það.
Aðrar leiðir____________________
Við þessar staðreyndir eru þeir
félagshyggjumenn að berjast sem
dreymir um öflugt, nútímalegt
dagblað vinstra megin við miðju.
Málgagn launþega sem ekki teng-
ist neinum stjórnmálaflokki en
ber í sér hugarþel félagshyggju og
mannúðar. Það er ólíklegt að Al-
þýðuflokkurinn, Framsóknar-
flokkurinn og Álþýðubandalagið
nái saman pólitískum endum svo
þessi draumur megi verða að veru-
leika. Útgáfumál þessara þriggja
flokka hafa verið svo brokkgeng
gegnum tíðina að stjórnmála-
flokkarnir telja sig góða ef mál-
gögnin standa nokkurn veginn
réttum megin við núllið. Frekari
ævintýri í útgáfu freista ekki, sér-
staklega eftir að það var ljóst að
miklu sterkari fjölmiðlar eins og
sjónvarp standa stjórnmála-
mönnum opnir ef mikið liggur
við. Sömu flokkar eru heldur ekki
á því að ieggja niður málgögn sín,
því enginn vill verða til þess að
stöðva söguna og það er ennfrem-
ur staðreynd, að málgögnin hafa
gert sitt til að viðhalda fjór-
flokkakerfinu og festa skoðanir
flokkanna í sessi á prenti.
Draumurinn um hið öfluga og
nútímalega dagblað félagshyggju-
manna verður því að rætast á ein-
hvern annan veg.
t
Faðir okkar
Þorgrímur Maríusson
Höfðabrekku 10, Húsavík
Andaðist á sjúkrahúsi Húsavfkur 12. mars sl.-
Brynja Þorgrimsdóttir Guðrún Þorgrímsdóttir
Skjöldur Þorgrímsson Maria Þorgrímsdóttir
Helga Þorgrímsdóttir Jónína Þorgrímsdóttir
Sigurbjörn Þorgrimsson Steinunn Þorgrímsdóttir
Sigrún Þorgrímsdóttir
Alúðarþakkir fceri ég þeim sem heimsóttu mig
og glöddu á annan hátt með kveðjum og gjöf-
um á 90 ára afmæli mínu.
Jörgen Holm
Siglufirði