Alþýðublaðið - 13.10.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.10.1989, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 13. okt. 1989 GETRAUNIR SMÁFRÉTTIR EINVIGI ALÞÝÐUBLAÐS OG BYLGJU Þá eru fimm umferöir yfirstaðnar í fjölmiölakeppninni, þar sem 11 taka þátt. Alþýöublaöiö hefur forystu ásamt Bylgjunni meö 33 rétta eöa 6,6 rétta aö meðaltali, sem er all góöur árangur miöaö viö einfalda spá. Næsti keppandi er ekki meö nema 30 rétta, Stöö 2, og skera topparnir tveir sig því mjög úr. í neösta sæti er Timinn með 19 rétta eöa 3,8 aö meðaltali. Fjölmiðlaspámenn 6. umferðar viröast nokkuö öruggir um aö Ar- senal vinni M. City, aö Derby vinni C. Palace, aö Everton vinni Mill- wall, að Luton vinni Aston Villa og aö Liverpool vinni Wimbledon á útivelli. Enn fremur viröast menn hafa tröllatrú á Coventry gegn N. Forest. Aöalspá Alþýöublaösins er: 1 -2-1/1-1-1/1-1-2/1 -1-1. Hófsöm kerfisspá: 1-X2-1/1-1-1/1X-1X-2/1X-12-1X. a Fjölmiölaspá: £ LEIKVIKA NR. Arsenal 41 Manch City . 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 2 Charlton Tottenham 2 1 X 2 2 X 2 X 2 2 X Coventry . . Nott.Forest , 1 1 1 1 1 2 1 X X 1 1 Derby C.Palace 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 Everton Millwall .... 1 1 X 1 1 1* 1 1 1 1 1 L.iton Aston Villa 1 1 1 X 1 1 1 1 1 1 2 Norwich Chelsea ... 1 X 1 1 1 X 1 X X 1 X Q.P.R Southampton. . 1 1 2 X 1 1 1 X 1 1 2 Wimbledon Liverpooi 2 2 2 2 2 2 X 2 2 2 2 Brighton Watford . . 1 1 2 2 1 1 1 1 X 1 X Portsmouth Blackburn ..... X 1 2 1 2 2 2 2 1 1 1 Sheff.Utd West Ham 1 X X X X 2 X 1 2 1 X Árangur eftir 5 haustvikur 26 28 19 23 28 33 28 23 30 33 27 FRÉTTALJÓSMYNDIR WORLD PRESS PH0T0 '89 Sýning í Listasafni ASÍ14. október til 29. október 1989 Opið virka daga frá kl. 16 til 20 Opið um helgarfrá kl. 14 til 20 c o .ro 25 cn ■§ > cm 3 n _ *o •o > X ■o .2, 55 < x Kennsla í ung- barnanuddi Elínborg Lárusdóttir félagsráö- gjafi veröur á næstunni meö kennslu í ungbarnanuddi fyrir verðandi og nýbakaöa foreldra ungbarna, allt að 9 mánaöa gamalla. „Ungbarnanudd er aldagömul aðferð til aö viðhalda heilsu og velferö barnsins, bæði líkamlega, tilfinningalega og andlega. Nuddiö styrkir ónæmiskerfi lík- amans, blóðrás og öndun. Það hjálpar barninu aö slaka á, losar um spennu og streitu og stuðlar aö betri svefni. Þaö hefur reynzt ómetanlegt börnum, sem þjást af magakveisu, og þeim börn- um, sem hafa gengið í gegnum erfiöa fæöingu, t.d. tangarfæð- ingu. En umfram allt er nuddiö börnunum og foreldrum þeirra tilfinningaleg næring og gleði," segir í fréttatilkynningu. Upplýsingar um námskeiðið veitir Elínborg Lárusdóttir félags- ráögjafi, í símum 22275 og 27101. Til að yfir- vinna flug- hræðslu Flugleiðir hafa ákveðið aö efna til námskeiös fyrir farþega sem vilja yfirvinna fíughræöslu. Ýmis erlend stórflugfélög hafa boðið uppá þessa þjónustu meö góö- um árangri. Námskeiöið er undir- búiö af Eiríki Erni Arnarssyni sál- fræöingi, en auk hans veröur Gunnar H. Guöjónsson, flugstjóri hjá Flugleiðum, leiöbeinandi á námskeiðunum. Fyrsta námskeiöiö hefst 10. október næstkomandi og verður haldiö á þriðjudagskvöldum og auk þess einn laugardag. Nám- skeiðiö stendur samtals í 20 klukkustundir og þátttökugjald er 15.000 krónur. Innifalið í verö- inu er flugferð til einhvers áætl- unarstaöar félagsins erlendis. Kannanir benda til þess aö flughræðsla þjái um 18% lands- manna, í litlum hópi kveður svo rammt aö þessu aö fólk hefur leitaö til sérfræðinga eftir hjálp. Flugfélög víöa um heim hafa brugðist viö þessu með því að skipuleggja námskeiö af þeim toga sem Flugleiðir hleypa nú af stokkunum. 8000 titlar á Ameríska bókasafninu Opnunartími Ameríska bóka- safnsins aö Neshaga 16, Reykja- vík, var lengdur þann 1. október sl. Safnið er nú opiö frá klukkan 11.30 til 18.00 alla virka daga, eða klukkutíma lengur en veriö hefur í sumar. Hlutverk Ameríska bókasafnsins er fyrst og fremst aö veita íslenskum almenningi aðgang að hvers kyns upplýs- ingum um Bandaríkin. Safniö tel- ur 8.000 titla sem spanna félags- vísindi, stjórnmál, utanríkismál, bókmenntir, listir, efnahagsmál, ferðalög og sögu, svo eitthvað sé nefnt. Einnig eru á boðstólum bandarísk dagblöð, fjölbreytt úr- val tímarita (um 140 talsins) og myndbandasafn sem telur 500 eintök. Allir eru velkomnir aö nýta sér þá þjónustu sem safnið hefur upp á að bjóða. Iðnnemar lýsa yfir stuðningi við Rafiðnað- arsambandið Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á sambandsstjórnarfundi Iðnnemasambands Islands laugar- daginn 7. október 1989: „Sambandsstjórn Iðnnemasam- bands Islands mótmælir harðlega þeim verðhækkunum sem átt hafa sér stað á undanförnum misserum og sérstaklega frá gerð síðustu samninga og ganga í berhögg við gefin loforð ríkisstjórnarinnar. Jafnframt lýsir sambandsstjórn INSI yfir fullum stuðningi við verkfall Rafiðnaðarsambands ís- lands og harmar það að ríkisstjórn sem kennir sig við félagshyggju skuli láta það viðgangast að reynt sé að berja verkfall fólks niður með vinnubrögðum sem ekki hafa áður þekkst í íslenskri verkalýðs- sögu. Sambandsstjórn Iðnnemasam- bands íslands gerir þá kröfu að ríkisstjórnin afneiti fráleitri túlkun Ríkislögmanns á réttmæti verk- fallsins og tryggi að forstöðumenn allra ríkisstofnana virði verkfallið." • Krossgátan □ i 2^ 3 4 5 : • •. •1 6 j □ 7 r~ 9 10 □ 11 □ 12 13 □ Lárétt: 1 stig, 5 feiti, 6 höfuö- borg, 7 öslaði, 8 karlmannsnafn, 10 lærdómstitill, 11 mánuöur, 12 blót, 13 skar. Lóörétt: 1 Ijós, 2 áfengi, 3 borö- aði, 4 gæfan, 5 framúrskarandi, 7 vanbúni, 9 steintegund, 12 sam- stæöir. Lausn á siöustu krossgátu. Lárétt: 1 svert, 5 utar, 6 nag, 7 ha, 8 dundar, 10 rr, 11org, 12 ella, 13 nikka. Lóörétt: 1 staur, 2 vagn, 3 er, 4 tjarga, 5 undrun, 7 harla, 9 dolk, 12 ek. RAÐAUGLÝSINGAR Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launaskatts fyrir mánuðina júlí og ágúst er 16. október nk. Sé launaskattur greiddur eftir ein- daga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavtk tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Listahátíð í Reykjavík Verðlaunasamkeppni á sviði lista — meðal ungs fólks Listahátíð í Reykjavík efnir til verðlaunasamkeppni á sviði lista — meðal ungs fólks. Mega þátttakend- ur kjósa sér listform: hvort sem væri á sviði ritaðs máls, myndmáls, á sviði danslistar, leikhúss eða tónlistar (Ijóðlistar), sviði formlistar eða umhverfis- listar — má vera á enn öðru sviði, jaf nvel fleiri en eitt form saman. Keppnin tekur til frumsköpunar í list fyrst og fremst. Þátttakendur séu 19 ára eða yngri (miðað við skila- dag). Skilafrestur er til 1. mars 1990. Verki sé skilað á skrifstofu Listahátíðar, Gimli v/Lækjargötu, 101 Reykjavík — svo fullbúnu sem kostu r er, ellegar ítar- legri lýsingu á hugmynd þess. Listahátíð lýsir sérstökum áhuga á verkum unnum út frá grunnhugmyndinni „íslendingur og haf" en verk út frá öðrum hugmyndum hafa þó fuilan rétt í keppninni. Verðlaunafé verður alls 400 þúsund kr. og hefur dómnefnd sjálfdæmi um deilingu þess. Dómnefnd setur sér vinnureglur sjálf. Verðlaun verða afhent við opnun Listahátíðar 1990. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands er heiðurs- formaðurdómnefndar. Dómnefnd er skipuð í sam- ráði við stjórn Bandalags íslenskra listamanna og er formaður dómnefndar Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri (forseti B.Í.L.). Dómnefnd skal heimilt að kalla sér til fulltingis listfróða menn. Áformuð er kynning valinna verka úr samkeppn- inni á Listahátíð og/eða síðar svo sem tök verða á. Listsamkeppni þessi er kostuð af íslandsbanka hf. 12. október 1989 Listahátíð í Reykjavík & Flokksstarfíð Samband ungra jafnaðarmanna Opinn stjórnarfundur SUJ verður haldinn á laug- ardag kl. 12 í Félagsmiðstöð jafnaðarmanna að Hverfisgötu 8—10. Á dagskrá verða ýmis mál og önnur mál. Stjórnin Hvert sumar er jC margt fólk í sumarleyfi v'\' tekið ölvað við stýrið. UMFERÐAR RÁÐ Þú vilt ekki missa þann stóra - ekki ökuskírtemið heldur!,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.