Alþýðublaðið - 29.11.1989, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 29. nóv. 1989
3
FRÉTTASKÝRING
Fjármál sveitarfélaga:
Tekjur Reykjavíkur langmestar
Reykjavík og litlu hrepparnir standa best fjárhagslega
Tekjur Reykjavíkurborgar á íbúa eru 10—20 þúsund krón-
um hærri en gengur og gerist hjá öðrum sveitarfélögum. Ef
rekstrarkostnaður væri jafn mikill hjá sveitarfélögum al-
mennt og hjá Reykjavíkurborg ættu þau mörg hver ekki
krónu afgangs til framkvæmda og fjárfestingar. Þetta má
lesa úr samburðartölum sem birtast í Árbók sveitarfélaga
1989. Tölurnar taka til ársins 1988. Áberandi er hversu mikl-
ar tekjur Borgin hefur af aðstöðugjöldum og fasteigna-
gjöldum.
Annars ber að taka tölur þær
sem birtast í Arbók sveitarfélaga
með fyrirvara því einstök sveitar-
félög færa ársreikninga sína á mis-
munandi hátt. Þrátt fyrir að Sam-
band íslenskra sveitarfélaga hafi
unnið í því að samræma færslu
ársreikninga hjá sveitarfélögum
gætir enn allmikils ósamræmis
um þá hluti. Þannig færir Reykja-
víkurborg gatnagerðargjöld undir
liðnum tekjur í sínu bókhaldi en
önnur sveitarfélög færa þau undir
liðnum götur, vegir, holræsi og
umferðarmál og koma þá fram
þar sem tekjur á móti útgjöldum. I
Árbók sveitarfélaga 1989 kemur
fram að tekjur Reykjavíkur á íbúa
á árinu 1988 eru um 88.000. Séu
gatnagerðargjöldin hins vegar
dregin frá þeirri tölu reynast tekjur
Borgarinnar vera um 84.000 á
íbúa. Sú tala sýnir að tekjur
Reykjavíkurborgar eru þetta
10—20 þúsund krónum hærri en
gengur og gerist meðal annarra
sveitarfélaga almennt.
Fjármagnskostnaður
Eins virðist talsverður munur á
því hvernig einstök sveitarfélög
færa fjármagnstekjur og fjár-
magnsgjöld. Reykjavík og Hafnar-
fjörður færa t.d. fjármagnstekjur
af opinberum gjöldum beint inn í
tekjulið ársreiknings meðan mörg
önnur sveitarfélög draga fjár-
magnstekjur frá fjármagnsgjöld-
um undir sérstökum lið, fjár-
magnskostnaður. Þannig birtast
tölur um tekjur í Árbókinni hærri
í Reykjavík og Hafnarfirði í sam-
anburði við ýmis sveitarfélög en
reyndin er. Á sama hátt er fjár-
magnskostnaður þessara sveitar-
félaga mun minni en tölur í árbók-
inni segja til um. Þannig hefur
Reykjavíkurborg yfir 1.000 krón-
ur á íbúa i tékjur af fjármagns-
kostnaði, þ.e.a.s. í fjármagnstekjur
umfram fjármagnsgjöld í stað
kostnaðar upp á 2.000 eins og birt-
ist í Árbókinni.
Þá færir Hafnarfjarðarbær t.d.
vatnsskatt og holræsagjöld undir
tekjuliðnum, fasteignaskattur, en
almennt eru þeir liðir færðir undir
rekstrarliðum og reyndar eru
vatnsveitur sumstaðar reknar sem
sjálfstæð fyrirtæki. Af þessu má
ljóst vera að taka verður þær tölu
sem birtast í Árbók sveitarfélaga
með fullum fyrirvara og áður en
menn draga víðtækar ályktanir af
þeim er rétt að skoða ársreikninga
einstaka sveitarfélaga.
Stærstu og minnstu
sveitarfélögin standa best
Á fjármálaráðstefnu sveitarfé-
laganna í síðustu viku flutti Krist-
ófer Oliversson skipulagsfræðing-
ur hjá Byggðastofnun greinargerð
um könnun á fjárhag sveitarfélag-
anna. í máli hans kom fram að það
væru minnstu sveitarfélögin og
þau stærstu sem best væru stödd
fjárhagslega. Hann sagði m.a.:
„Stærð sveitarfélaganna hefur
áhrif á afkomu þeirra og getu til að
veita þá þjónustu sem þeim er ætl-
að. Álmennt gildir að minnstu
sveitarfélögin standa vel fjárhags-
lega, en jafnframt liggur fyrir að sá
hópur veitir minnstu þjónustuna.
Um leið og örlar á þéttbýli virðist
sem samhliða vaxi þjónustuþátt-
urinn sveitarfélögunum yfir höf-
uð. Einungis stærri þéttbýlissveit-
arfélögin virðast þannig búa við
jafnvægi í fjárhagslegri afkomu."
Það eru því minni og meðalstór-
ir kaupstaðir sem almennt standa
fjárhagslega verst en til þeirra er
gerð krafa um að veita svipaða
þjónustu og stærri kaupstaðirnir.
Aðstöðugjöldin mishá —
Jöfnunarsjóður til hvers?
Eins og að framan er greint vega
aðstöðugjöld miklu mun meira í
tekjum Reykjavíkurborgar en
annarra kaupstaða. Á árinu 1988
er það einungis Njarðvík sem nær
svipuðum tekjum af aðstöðugjöld-
um og Borgin eða yfir 17.000 kr. á
íbúa. Akureyrarbær er á sama
tíma með um 12.500 kr. í tekjur af
aðstöðugjöldum á íbúa, Kópavog-
ur með tæp 9.800 kr. og Hafnar-
fjörður með aðeins um 7.500 kr,
eða um 10.000 minna en Reykja-
vík. Algengast er að sömu tekjur
annarra kaupstaða séu í kringum
10.000 kr. á íbúa en þó skera sig úr
Seltjarnarnes með rúm 3.400 kr. á
íbúa og Garðabær með tæpar
5.000 kr. á íbúa og hafa þeir bæir
lang minnstar tekjur af aðstöðu-
gjöldum.
Með nýjum tekju- og verkaskip-
ingarlögum ríkis og sveitarfélaga
stendur til að breyta úthlutunar-
reglum fyrir Jöfnunarsjóð sveitar-
félaga enda hafa margir gagnrýnt
sjóðinn harðlega fyrir að gegna
ekki því hlutverki að jafna að-
stöðu sveitarfélaga. Það kemur
hins vegar á óvart að á síðasta ári
fékk Reykjavík meira úr Jöfnunar-
sjóðinum á íbúa en nokkurt annað
bæjarfélag á höfuðborgarsvæðinu
og Reykjanesi. Það er því ekki
ástæðulaust að ýmsir hafi sett
spurningarmerki við jöfnunar-
hlutverk sjóðsins eins og hann hef-
ur verið.
Myndi Reykjavík muna
um 2 milljarða?
I Árbók sveitarfélaga kemur
fram að rekstrarkostnaður ein-
stakra kaupstaða er mjög mismun-
andi hár. Hjá einstaka bæjum fara
rekstrargjöld talsvert umfram
rekstrartekjur. Nokkuð misjafnt
virðist hversu vel einstöku bæjar-
félögum hefur tekist að sníða sér
stakk eftir vexti. Sjálfsagt er það
nokkuð misjafnt hversu viðamik-
illi þjónustu einstök bæjarfélög
halda úti og hvaða tök íbúar þess
eiga að sækja þjónustu til ná-
grannasveitarfélaganna. Eins
verða seint metin gæði og magn
þeirrar þjónustu sem veitt er á
hverjum stað fyrir sig. Það er held-
ur engan veginn sjálfgefið að
meiri tilkostnaður við einstaka
þjónustuliði sé það sama og meiri
eða betri þjónusta.
Þó er til að mynda sláandi að ef
Reykjavík hefði sömu tekjur á íbúa
og Hafnarfjörður þá yrði ekkert
afgangs til framkvæmda og fjár-
festingar því rekstrargjöld Reykja-
víkur eru nánast jafn há og saman-
lagðar rekstrartekjur Hafnarfjarð-
arbæjar. Ef Reykjavík væri með
svipaðar tekjur á íbúa og Hafnar-
fjörður myndu tekjur hennar
lækka um hátt í tvo milljarða eða
úr rúmum 8 milljörðum kr. í um
6,2 milljarða króna. Hafnarfjörður
er að vísu í lægri kantinum hvað
tekjur varðar en Reykjavík trónir á
toppnum.
Reykjavík vel rekin
eða bara goðsögn?
Af framansögðu má ljóst vera að
sveitarfélög almennt sitja ekki við
sama borð hvað tekjur varðar og
höfuðborgin. Engu að síður er
mönnum tamt að bera saman fjár-
hag Borgarinnar, framkvæmdir
og þjónustu við sveitarfélög sem
eru langan veg frá því að hafa
sambærilegar tekjur. Goösögnina
um góðan rekstur Reykjavíkur-
borgar ber að skoða í Ijósi þeirra
miklu tekna sem hún hefur um-
fram önnur sveitarfélög. Hag-
kvæmni stærðar Reykjavíkur
virðist til að mynda ekki skila sér
í lægri rekstrarkostnaði á íbúa
eins og ætla mætti. Þó ber að hafa
í huga að sú þjónusta sem einstök
sveitarfélög veita er eitthvað mis-
munandi og samanburður oft
vandmeðfarinn. Hins vegar ber að
horfa til þess að þegar til að gera
smá sveitarfélög eru að myndast
við að bjóða upp á sömu eða svip-
aða þjónustu og stærri sveitarfé-
lögin reynist það þeim oft hlut-
fallslega mun dýrara vegna smæö-
ar þeirra.
Aö búa til ósköp
Ekki er það saklaus almenn-
ingur sem býr til fréttamat-
ið. Það gera frétta- og
blaðamenn einfaldlega með því
að gera eitthvað merkilegt með
því að segja frá því nógu oft og á
þann hátt að sá sem les eða heyrir
eða sér, byrjar að æsast upp og
neyðist loks til að mynda sér skoð-
un og þá mjög eftir því hvar í
vondri pólitískri brekku hann
stendur.
Auðvitað er pólitík á bak við
flest mál og stundum er henni
blandað saman við hugsjónir, sem
er eitthvað sem menn leggja af
stað með en týnist oft á leiðinni
eða þurrkast út með pólitískum
strokleðrum.
Pólitíski vegurinn er háll og
brattur og hver flokkur sandber
sinn vegapart svo að þeirra menn
geti farið upp án þess að renna og
sá sem ekki veit hvar flokksrákin
er, á það til að súrra niður með
harmkvælum. Er þá stundum
hlegið hátt í björgunum þeim þar
sem pólitísku tröllin búa. Hlátur-
inn bergmálar misfallega, eftir því
hvar í berginu hlægjandinn býr.
Tröll þessi eru ómennsk.
Eitt sinn sagði fyrrverandi al-
þingismaður við mig:
„Ef það er spurning um að láta
flokkinn eða landið róa, velja þeir
að bjarga flokknum!"
Stundum ræðst fréttamatið
einfaidlega af þörfinni að
fylla blaðsíður eða frétta-
tíma, því hver vill borga fyrir auð-
ar síður eða hlémerki?
Á mínum sokkabandsárum hjá
útvarpinu var ég fréttamaður og
annaðist meðal annars innlendar
fréttir á sunnudögum á móti ágæt-
um og reyndum manni, séra Emil
Björnssyni. Dag nokkurn skrifaði
ég dramatíska og langa frétt um
dauða strokukindar sem féll fyrir
byssukúlum eftir mikinn eltingar-
leik.
Ég er farinn að ryðga í raunveru-
leikanum en man þó að ég var í
vandræðum með að fylla frétta-
tímann þennan dag þegar inn á
fréttastofu komu þrír menn og
þannig á svip að auðséð var að
þeir vissu eitthvað sem ég vissi
ekki.
Frásögn þeirra var um mikinn
eltingarleik við þessa kind; þotið
um fjöll og firnindi, háski í hverju
spori en ekkert gefið eftir því
kindin var með frelsið í brjóstinu
og ætlaði að selja það dýrt ef
nokkuð, en mennirnir með rétt-
lætið, fannst þeim.
Eftir því sem ég skrifaði meira
fékk ég meiri gæsahúð og spennu-
hroll niður eftir bakinu.
Ég hélt með kindinni. Hún var
nefnilega óvopnuð þegar hún var
felld.
Daginn eftir fékk ég viðbrögð.
Páll ísólfsson sagði t.d. við mig að
fréttin heföi verið mjög átakanleg.
Ég heyrði á honum að hann hélt
með kindinni og hún var honum
harmdauði.
Sjálfum finnst mér frétta-
mennska mín hafa náð hámarki
þennan dag. Ég hefði getað sagt í
nokkrum línum að ærin Surtla,
sem lengi var leitað og fé lagt til
höfuðs, hefði verið unnin í gær-
kveldi eftir nokkurn eltingaleik.
Sögulok.
En nei, ég trekkti mig upp til að
segja langa harmsögu um hetju-
legan flótta kindar undan ofurefli
liðs miskunnarlausra byssu-
manna, því mig bráðvantaði frétt
þennan dag í ágúst, þeim mánuði
þegar litagleði Guðs er hvað mest,
líka á fjallinu þar sem bættist við
rautt, lifandi blóð saklausrar kind-
ar.
egar ég nú fletti Öldinni, sé
ég heilmikiö skrifað um
Surtlu sem var talin eign
Hlínar í Herdísarvík. Ærin setti
fjárskiptayfirvöld í vanda því von
var á nýju fé á fjárlausa svæðið frá
Hvalfirði að Rangá og Surtla átti
að vera dauð fyrir löngu. Loks var
lagt fé til höfuðs henni eins og
Gretti forðum.
Fjórir menn vopnaðir fundu
Surtlu og tókst að koma henni
fram á hamrabrún ofan við Her-
dísarvík. Þá bar þar að þrjá menn
vopnaða (þá sem komu til mín á
fréttastofuna, geri ég ráð fyrir) og
féll Surtla fyrir skotum þeirra.
Æjá! Kannski var þetta rosafrétt
eftir allt saman, en miklu mest
vantaði mig langa frétt þennan
dag fyrir 37 árum. Hún mátti svo
sem líka vera góð! Ég var frétta-
maður með göfugt og mikilvægt
hlutverk: fylla fréttatímann og
upplýsa hlustendur. I þessari röð.
Þá vaknar spurning: Hvað hefði
ég gert ef Surtla hefði ekki verið
skotin á fæti í Herdísarfjalli? Ég er
voða feginn að þurfa ekki að svara
þessu, en — Guði sé lof fyrir það
að Surtla var kind en ekki mann-
eskja.
Fréttamenn eru ekki öfunds-
verðir.
Þeir kunna að hafa einfaldan
smekk á fötum, en það gildir ekki
alltaf um fréttir.
Jónas Jónasson
Jónas Jónasson