Tíminn - 03.04.1968, Page 5

Tíminn - 03.04.1968, Page 5
MTOVfKC»A€rDR 3. apríl 1968 TÍMINN I SPEGLITIMANS Hér sjáum við Patriok Lynd on Nu'gent, bamabarn John- sons forseta- Hann fékk fyrir skömmu sLæma vírusveiki og Main hiifca, s©m ekki stóð lengi. ★ The Supremes, svertingja- sfcúlkumar þrjár, sem getið hafa sér heimsfrægðar fyrir söng sinn, voru valdar sem listameron ársins. Það var bítill inn Paul MoCartney, sem gaf iþeim þessa útnefningu. Bítlamir eru sagðir hafa boð ið horbeyglunni Twiggy hlut- verk í pæstu kvikmynd sinmd. Twdggy 1 þáði auðvitað boðið með þökkum. Alfred Hdtehoock hefur allt- af með sér þrjár ferðatöskur, þegar hann ferðast. í þessum töskum eru föt og eru þau af mismunandi stærðum. Hann er nefnilega með þeim ósköpum gerður, að hann breytist mjög í vextinum með skömmu milli 'bili, eftir því í hvaða landi hann er. Þyngd hans getur átt það til að breytast úr níu- tíu og tveimur kilóum upp í hundrað og tuttugu kíló. Margréti krónprinsessa af Dammörku er farin að drekka rauðvdn með matnum síðan hún giftist hinum franska eig- inmanni sínum. Henrik prins fellur ekki að drekka öl með matnum, svo að nú er all'taf rauðvín á borðum hjá þeim hjónum. Beatrix ríkisarfi Hollands á von á öðru barni sínu að því er upplýsingar frá Haag herma. Er búizt við, að fæðing in eigi sér stað seint í sept- emiber. Beatrix prinsessa og hinn þýzkættaði edginmaður hennar eiga þegar eitt barn, Þessi mynd er tekin fyrir utan Hvít^ húsið, en þar dvaidist hann sér til heilsubótar eftir veikina. sem verður eins árs tuttugasta april næstkomandi. Annars er von á tveim barns fæðingum hjá hollenszku kon ungsættinni á þessu ári, því að innan skamms á Margriet prinsessa, systir Beatrix von á fyrsta barni sínu. Jacqueline Kennedy er um þessar mundir á ferðalagi. f fyrrasumar fór hún sem ku.n,n ugt er í opinibera heimsókn til Kamibódsíu og nú hefur hún brugðið sér tiil Mexikó til að skoða fornar rústir. Annars er sagt, að þessi ferð Jackáar sé síðasta ferðalag hennar nú í langan tíma, því að innan skamms muni hún fara að starfa við það að hjálpa mági sínum i baráttunni til þess að komiast í Hvíta húsið í haust. Danski leikarinn frægi Paul Reumert átti áttatíu og fimm ára afmæli fyrir nokkru. Börn hans, barnabörn og bamabarna börn gáfu honum áttatíu og fimm eikartré, sem á að gróð ursetja í lundi einum í Vestur skóginum. Lundurinn hefur hefur fengið nafnið Eikur Paul Reaumerts. Bandaríska negrasöngkonan Joan Baez, sem þekkt er fyrir ýmsar mótmælaaðgerðir hyggst ganga í hjónaband innan tíðar. Væntanlegur eiginmaður henn ar heitir Davis Harris og er tuttugu og tveggja ára gam- aiil og var eitt sinn fonmaður stúdentaféiags Stanford háskól ans í Kaliforníu. Nú stendur hann í mikium deilum, þar sem hann neitar að fara í her Paul McCartney, sem fram að þessu hefur verið eini pip- arsveinninn í hópi Bítlanna, hiefur tilkynnt, að innan skamms verði piparsveinaferli hans lokið, því að bann hygg ist ganga að eiga vinkonu sína Jane Asher mjög bráðiega. Þau Paul og Jane eru ný- komin til Londpn eftir dvöl í Indiandi og sagði Paui frá þessu í Theheran, þar sem þau dvöldu smátáma. Grant lenti sem bifreiðaslysi kunn- fyrir legið Gary ugt er noikkru síðan, og hefur síðan á sjúkrahúsi í New York, og segja læknarnir þar, að leik arinn muni þurfa að dveljast þar nokkurn tíma ennþá, til þess að hvílast. Gary Grant lifir þarna eins og blóm í eggi, enda þótt hann segi sjálfur, að á hverjum morgni, þegar hann vaknar, uppgötvi hann fleiri og fleiri marbletti, gula og bláa. Fram að þessu hefur hann fengið 601 bréf frá aðdáendum og þrjá- tíu og eitt símskeyti. Meðal þeirra er skeyti frá Grace Kelly furstafrú af Mónakó og eiginmanni hennar og söng- konunni Maria Cadas. Á meðan hann dvelst þarna hafa ýmsir veitingastaðir í New York sent honum mat á sjúkrabeðið, en aðrir hafa lút- ið sér nægija, að segja honum að hann sé velkominn að koma og borða þegar hann kemur úr sjiúkrahúsinu. Það er ekki oft sem okkur berast myndirr af kvikmynda- stjömum frá Viet Nam, en hér sjáum við þó eina, sem heitir Mee Ohen, og er nítján ára gömul og myndin er tekin úr nýjustu kvikmyndinni hennar ,,Luana, drottning frumskóg- anna.“ Á VÍÐAVANGI „Óheillakrákan" Austri, blað Framsóknar- manna á Austurlandi, biríir ný- lega smágrehr undir þessari yf- irskrift, og er þar rakinn í nokkrum stórum dráttum ferill óheillakrákunnar í íslenzku stjómarfari síðustu átta árin — ríkisstjómarinnar okkar. Austri segir: „í nærri tvö heil kjörtímabil var rakið góðæri í útflutnings- framleiðslu íslendinga. Vinstri stjórnin hafði búið í haginn með því m. a. að hefja uppbyggingu síldariðnaðar á nýjum slóðum og leggja drög að byggingu nýrra veiðiskipa. Sú stjóm náði ekki samstöðu um rauinhæfar aðgerðir í efna- hagsmálum og sagði því af sér. Ný ríkisstjóm ákvað að fara nýjar leiðir. Erlendar liagfræðikenningar skyldu notaðar hér eftirleiðis. Örva skyldi eyðslu og inn- flutning eftir föngum. Ekkert skipulag mátti hafa á fjárfestingu. Þarflaust taldisí að hlynna sérstaklega að innlendum iðn- aði. Vaxtabyrði framleiðslunnar var aukin að því m'arki að rýmka þurfti stórlega ákvæði laga um bann við okri. Rekstrarlán til atvinnuveg- anna fylgdu í engu almennum verðhækkunium. Stofnlán til margra þýðingar- mikilla atvinnugreina voru num in við nögl. — Heimatilbúin lánsfjárkreppa olli því, að mörg ainnars vænleg fyrirtæki kom- ust í þrot þegar er dró úr afla- mokstri á síld og verð á heims- markaði tók að lækka. Margur sá frá upphafi að efnahags og atvinnumálastefna ríkisstjórnarinnar bar dauðann í sér frá upphafi. Nú æpa ótal staðreyndir um úrræðalausa ríkisstjórn, misheppnaða stjórn- arstefnu. Á alla vegu er svo ótal önnur dæmi um óstjórnina. Á átta veltiárum er ekkert vatnsorkuver reist, en aukinni orkuþörf mætt með nýjum dísU stöðvum. Margháttuð þjónustustarfsemi önnur drabbast niður á sama tíma, s. s. strandsiglingar og ' viðhald og endurbætur vega- kerfisins. Undirbúningur að frekari út- færslu fiskveiðilögsögu fslend- iiniga er vanræktur, en þess í stað bundnar hendur okkar í málinu með hinu alræmda ákvæði í samningnum við Breta. Ýmis önnur samskipti við er- lendar þjóðir hafa verið á sömu bókima lærð. Hér verður ekki lengra rakið að sinni. Ríkisstjórn Bjama Benedikts sonar hefur reynzt þjóðinni sönm óheillakráka, sem losna þarf við hið fjTsta. Ekkert minna en almenn sam staða stétta og stjómmálaflokka um allsherjar uppgjör getur leyst til frambúðar þau gífur- legu vandamál, sem hlaðizt hafa að þjóðinni undir óstjóm „viðreisnar“. 1 Máttug orð Morgunblaðið finnur töluvert til sín í gær, og hefur sjaldan haft gildari ástæðu til þess. Leiðarinn er auðvitað um ákvörfjun Johnsons forseta um Framhald ð bls. 15.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.