Tíminn - 03.04.1968, Page 16
I
67. tbl. — Miðvrkudagttr 2. aprfl 1968. — 25. ár.
VORKABARETT TIL STYRKTAR TJALDANES-
HEIMILINU Á SÖGU, Á FÖSTUDAGSKVÖLD
SKÚLAHLJÚMSVEIT
KÚPAVOGS BYRJAR
MEÐ LÚÐRABLÆSTRI
GÞ'E-Eeykjavik, þriðjudag.
N.k. föstudagskvöld verður hald
inn fjölbreyttur Vorkabarett að
Hótel Sögu á veguim Lionsklúbbs-
NÝ HITA-
VEITA Á
FLÚÐUM
SGnMiðfelli, þriðjudag.
Fyrir helgina var tekin í notk-
un ný hitaveita að Flúðum í
Hrumamannahreppi. Byrjað var á
framkvæmdum við hana s.l. sum-
ar og er hún nú að mestu full-
gerð. Kostnaður við hitaveituna
er lauslega áætlaður um 900 þús-
und kr. og er það hlutafélag, sem
stendur að henni. Vatnið er tek-
ið úr nýlegri borholu sveitarimn-
ar, sem gefur yfir 20 sek.lítra af
98 stiga heitu vatni, svo ekki er
ar.nað fyrtrsjáanlegt en það nægi
í næstu framtíð, þvl ekki er not-
aður nema hluti þess nú. 14 heim-
ili fá vatn frá hitaveitunni auk
skóla og félagsheimilis sveitar-
innar. I
Kom það sér vel fyrir hlutað-
eigendur að fá vatnið núna í þessu
mikla kuldakasti, þótt flestir
hafi áður hitað upp með hvera-
vatni, en haft það af mjög skorn-
um skammti.
Færð er víð-
ast allgóð
FB-Eeykjavík, þriðjudag.
Færð mun vera með betra móti
víðast hvar um landið, í dag að-
stoðaði vegagerðiin bíla á Fróð-
árheiði og yfir Bröttubrekku og
fært er nú fyrir Strandir, sem
kallað er, þ.e. Klofning, Fells-
strönd og í Gilsfjörð. Þá 'voru
einnig aðstoðaðir bílar á leiðinni
milli Akureyrar og Eeykjavíkur
og opnaðist sú leið eftir hádegi
í dag. Mjög gott veðujr var á allri
þeirri leið.
f dag var unmið að því að
opna leiðina milli Akureyrar og
Húsavíkur. Á Austurlandi er mik
ill snjór á vegum. Hér fyrir sunn-
Framhald á bls. 14.
ins Þórs. Verður til hans vandað
í hvívetna og hafa kunnir menn
verið fcngnir til að sj'á um
skemmtiatriði. M. a. syngur Guð-
mundur Jónsson, Tómas Guð-
mundsson skáld flytur ávarp,
Sigfús Halldórsson tónskáld kynn
ir nokkur laga sinna með Jakobi
Hafstein, og himn þjóðkunni hag-
yrðingur og frásagnarsnillingur
Egill Jónsson frá Húsavík kemur
alla leið að norðan til að skemmta
gestum, sem að vomum munu fjöl-
menna á þessa ágætu skemmtun.
Helgi Sæmundsson ritstjóri
verður kaibarettstjóri og kynnir,
Magnús Helgason forstjóri og for
maður Þórs flytur ávarp. i>á verð
ur efnt til happdrætlis og fleira
verður til skemmtun’ar. Dansað
verður til klukkan 2 e. m.
Allur agóði af þessari skemmt-
un remnur til barnaheimilisins i
Tjaldanesi og Líknarsjóðs. Hefur
Þór að miklu leyti séð um fram-
kvæmdir og rekstur barnaheimiiis
ins, en það er fyrir vangefna
drengi á aldrinum 8—1S ára.
Barnaheimilið tók til starfa fyrir
um það bil tveimur og hálfu ári
og hýsir nú 10 drengi, en þegar
framkvæmdum er lokið, verða þar
að jafnaði 14 drengir.
Svo sem flestum mun kunnugt
ei gífurlegur skortur á vistheim
ilum fyrir börn og fullorðna, sem
eiga ekki samleið með öðru fólki
vegna andlegs vanþroska. Enda
þótt starf Lionsklúbbanna sé yfir-
leitt mjög víðtækt hefur Þór að
Framhald á bls. 14.
Fá dávænan físk upp um
ísinn á Akureyrarpolli!
■
khi
' - f -v , - '*/' 'i 's' v 'ÍJ á L
pinr
EHH-Akureyri, þriðjudag.
„Pollurinn" á Akureyri hef-
ur nú verið lagður mamnheld-
um Ls um nokkurt skeið. Þeg-
ar veður er stillt er jafnan
margt manna við dorg úti á
ísuum. Vakir eru höggnar í ís-
inn og svo dorgar hver sem
betur getur. Stuindum veiðist
þarna dávænn fiskur, og marg
ir gera miklu meira en að
veiða í soðið og hafa svolftið
uipp.
Þetta þýkir mikið sport,
enda eru fæstir, sem þama
dorga, fiskimenn að atvinnu.
í kringum vakinnar á ísnum
má sjá ýmsa broddborgara Ak
ureyrar, svo sem forstjóra, lax
'veiðimenn og aðra stórlaxa,
sem ekki eru þrælbundnir við
• skriifborðið allan daginn. Kann
ski eru þeir bara, á þessum
síðustu og verstu tómum, að
reyna að bjarga við fyrirtækjia
rekstriinum, en hiér er allt á
hausnum eins og annars stað-
ar. Hér um árið efndu Lions-
klúibbarnir á Afcureyri til ný-
stárlegrar keppni í dorgi úti
ísnum og væri nú tilvalið að
emdurtaka þá ágætu skemmt-
un.
Lagísinn er skautamönnum
hér auðfúsugestur, en hingað
/ Framihald á bls. 14.
NYBREYTNi / FJ0LSKYLDU-
FERÐUM MEÐ GULLFOSSi
AK-Eeykjavík, þriðjudag.
Eimskipafélag íslands hefur nú
ákveðið sumaráætlun Gullfoss að
mestu, og er þar um að ræðá
ýn.sa nýbreytni og meiri hagræð-
ingu í þá átt að gera fjölskyldum
eða litlum hópum ferðafélaga færi
á að ferðast með skipinu og i sum
arleyfið þannig saman, ekki sízt
hjónum með börn. í því skyni eru
boðin lág flutningsgjöld á bifreið-
um.
Einnig verður það nú.tekið upp
að gefa farþegum kost á að búa
í skipinu, meðan staðið er við
erlendis, og einnig verða skipu-
lagð’ar sérstakar skoðunarferðir í
landi, og í sumum tilvikum séð
fyrir gistihúsi, t. d. í Ediniborg.
Gullfoss fer eina vorferð, er
hefst 18. maí, til Londón, Amster-
dam, Hamborgar, Kaupmannahafn
ar og Leith, og tekur ferðin 20
daga, og mun þátttaka þegar vera
orðim mikii í þessari ferð.
Eins og undanfarin sumur verð
ur Gullfoss í föstum áætlunar-
ferðum milli Eeykjavlkur, LeáfSh
og Kaupmannaihafnar, og verður
í þeim ferðum bætt við ýmissi
þjónustu, eins og fyrr segir. Bif-
reiðar verða fluttar í þessum ferð
um fýrir mjög lágt gjald, þegar
fjórir farþegar fylgja henini, og
gerir þetta fært að ferðast með
ódýrum og frjálsum hætti erlend
is og jafnvél hafa með sér við
legubúnað.
Þá mun gert ráð fyrir þvi. að
Gullfoss fari sérstaka skemmti-
Framhald a bls 14
Ís rekur hratt suður með Austf jörðum
OÓ-Eeykjavík, þriðjudag.
Hafísinn er í dag á svipuð-
um slóðum og í gær fyrir
Norðurlandi og Vestfjörðum,
en hefur rckið nokkuð suður
með Austfjörðum. Vindur er
liægur fyrir norðan og vestan,
svo að ísinn hefur lítið hreyfzt
nema með straumum, fyrir aust
an er norðan strekkingur og
rekur ísinn hratt suður. Sam-
kvæmt upplýsingum Veðurstof
unnar er enga verulega breyt-
ingu að sjá á veðurfari og má
búast við áframhaldandi norð
anátt næstu sólarhringa.
Sam.feMdur ís er út af Horni,
eins tengt og eygir. Hefur eng-
in breyting orðið á ísnum fyrir
Horni nema að smávakir mynd
ast með landinu og eru breyti
legar eftir sjávarföílum. Við
Siglunes hefur ísinn verið að
þcttast í dag og er samfelldur
ís fyrir mynni Eyjafjarðar og
nær langt inn á fjörðinn, en
var heldur að reka út með
kvöldinu. Siglufjörður er full-
ur af ís. Við Grimsey er ísinn
heldur dreifðari en í gær. Axar
fjörður er alveg fullur af ís.
Frá Melrakkasléttu sér hvergi
í auðan sjó.
Höfnin í Eaufarhöfn er full
af krapi og lögð lagís. en hafn
armynninu hefur verið lokað
með stálvír til varnar gegn,
ísreki inn í höfnina. Við Langa
nes er landfastur ís en utar
áér i auðan sjó.
Frá Datetanga sér næstum
samfellda ísspöng og er hún
landföst við Breiðuv og sjást
fleiri spangir fyrir utan, og er
ísinn á hraðri ferð suður. Langá
var á siglingu úti fyrir Gerpi
síðari hluta dags og tilkynnti
að frá skipinu sæist ísspöng
sem ekki sæi út fyrir og lá
hún í norður og suður.
ísinn fyrir Norðurlandi er
svipaður og árið 1965, en þá
lá ís við land í rúma tvo
mánuði, en það var mesta ís-
Framhalö á bls 14
Framsóknarvi$tin er annað kvöld
Þriðja kvöldið í fjögurra
kvölda spilakeppni Framsóknar
félags Reykjavíkur verður að
Hótel Sögu fimmtudaginn 4.
aprfl n. k. og hefst kl. 8.30 síð-
degis. Að spilunum loknum flyt
ur Eysteinn Jónsson ávarp, en
vistinni stjórnar Markús Stef-
ánsson. Afhending verðlauna
fer fram. Aðgöngumiða þarf að
panta í síma 2 44 80.
(