Tíminn - 10.04.1968, Qupperneq 7

Tíminn - 10.04.1968, Qupperneq 7
! MIÐVIKUDAGUR 10. apríl 1068. ÞINGFRÉTTIR TlMINN Frumvarp um nýjar lántökur ríkissjóðs tii 1. umræðu ONKUNUM GERT OKLEIFT AD LEYSA VAXANDIREKSTURS- FJÁRSKORTIATVINNUVEGA Magnús Jónsson, fjármála- ráSherra, mælti í neSri deild í gær fyrir stjórnarfrumvarpi um heimild fyrir ríkisstjórij- ina til að taka lán innan lands og utan, þar af 275 milljónir kr. erlendis, en allt að 300 milljónum innanlands, úr bankakerfinu og með sölu verðtryggðra skuldabréfa rík- issjóðs upp á 75 milljónir, sem gengur úr bankakerfinu að sjálfsögðu líka, eins og reynsl an sannar. Fé þetta á að renna til framkvæi?idaáætlun ar 1968 til að jífna þann halla sem á henni er og greiðslu skulda. Magnús Jónsson gerði grein fyr ir ákvæ'ðum frumvarpsins en mál ið er allfflóki® og frumvar.pið óljóst í m'örgum greinum og þurftu þingmenn að óska niánnri skýriinga á ýmsum liðum, t. d. (hvað rnikiið færd a:f þesisu til greiðslu skulda, afborg-ana og vaxta af því, sem búið er , að vinna fyrir tánsfé, hve mikið væri um nýjar framkvæmdir og hvað af þessu, sem gera ætti, hefði áður verið samiþykkt og lánsiheimildir veittar. Kvaðst ráð- herrann mundu veita allar slíikar upplýsingar við meðferð miálsins í fjárhagsniefnd deiidarinnar. Eysteinn Jónsson ræddi í þessu sambáihdi efnahagsstefnu ríkis- stj órn'arinn'ar og peningapóiita'k. Rikisstjórnin hefði ætlað að hafa stjórn á eínaihagslífiinu með ráð- stöfunum í peningamálum einvörð ungu, vega á móti S'íldaruppgrip- unuim með inndrætti fjérmagns og minnkuðum stuðningi Seðla- rankans við endurkaup afurðavíxla. Þessi stefna hefði lamað fyrirtæk- in og væri rekstursfjiárskorturinn orðinn geigvæinlegur. Á árinu 1959 hefði Seðlabank- inn lagt bankakerfin'U til 920 milljónir nettó en nú léti hanin bankakerfið leggja sér til n-ettó 300 miiljónir króna. Málum hefði verið snúið við að þessu leyti og munaði 1200 milljónum króna miðað við það, sem áður var en í raun miklu meira vegna hinnar vaxandi þarfár. í stað þess að leggja bankakerfiniu til 'verulegan stuðning, dregur Seðlabankimn nú stórlega t:l sín fjármagn úr rekstr arllán'a'kenfinu. Ofan á það eru svo rek'Strarlánaibankarnir látnir leggja til fé í fjárfestingu ríkis- ins og á að gera svo áfraan og þar við bætist útboð ríkisiinsl á verðtryggðum skuldabréfum, sem sýgur1 einn.ig tiil sín fé fná við- ski’P'tabönkunufm, sem eiga að sjá atvinmuvegunum fyrir rekstrarfé og með þesisu fruimvarpi á enn að vega í þaran kniérunn. Með þessu er viðsk'i'ptato'öinikunum gert með öllu óviðráðanlegt að sinna rekstr arfjánþörf atvinnuveganna. Þessi peningamála'stefna er óÆraimkværn- anleg, leiðir í hreinar ógöngur eins og reynslan hefur sannað. Um það geta þeir bezt vitnað, setn frammi fyrir þessurn vanda standa daglega og sjá óviðráðan- leg og hættulega illkynjuð vanda- mál hlaðast upp af þessum sökum. Menn m-ega ekki verða svo blindir, að þeir neiti þessum stað reynduim algerlega og stingi höfð- iinu í sandinn. Því verður ekki neitað, að hér hefur alveg skipt um í útl'ánaistefnuinni og afleiðimg ar sjá a'llir, sem vilja kynna sér. Það er efckert algilt lögmál til uim það, hvaða peningamagn skuli vera í umferð í peningakerfinu og hver útlán bankakerfisins Skuli vera. Það er matsatriði, hvert pen ingamaginið skuli vera á hverjum tíma og koma þar ótal þættir efna hagslífsi'n’S til athugunar í því samtoandi. Áður fyrr voru n'kisframkvæmd ir greiddar með tollum og skött- um. Þá voru rekstrarlán banka- kerfisins til atvinnuveganna meiri og endunkaup á afurðavúxlum fram'leiðslunnar meiri. Nú þarf að greiða ríkisframkvæmdir í sí- vaxandi mæl.i með lántökuim, sem þrengja að rekstrarlánamarkaðin- um. Þessi efnahags- og peninga- mála'Stefna er röng. Hún hefur verkað ei.ns og seigdrepandi eitur á íslenzkt átvinnuilíf. Þessi stefna var sögð meðal annars réttlætanleg, því að með henini væri byggðiur upp gj aldeyr isvarasjóður. E'kki skal því neit- að, að gjaldeyri'ss'taðan batinaði í góðærumum, en þessi stefna geng ur of langt, þegar þannig er kom ið á fjármagnssviðinu af hennar völdum, að fyrirtækin eru lömuð vegna rekstrarfjárskorts. Það er ekki hægt að reka fyrirtæki skyn saimlega, sem eiga við sífelldan og vaxamdi rekstursfjárskort að giíma. Við skuilum ekki vera að þrátta um það. sem ldðið er, heldur líta raunsæjum augum á ástandið eins og það blasir við núna.'Hér verð- ★ Fundir hafa verið langir og strangir á Alþingi undanfarna daga. Fundir voru í báðum deildum þingsins í gærkvledi og boðað var til þingfúnda kl. 10 í morgun. Ætlunin munvera lað rcyna að slíta þinginu laugardaginn eftir páska. Fjöldi mála hefur verið til um- ræðu og afgreiðslu og hefur ekki verið unnt að greina frá ncma örfáum helztu málunum. ur að breyta um stefnu. Annað hvort verður að hætta við að láta viðskiptatoankana leggja af hinu takmarkaða ráðstöfunarfé sínu til fjárfestingar ríkisins og gera þeim kleift að leysa úi' rekst- ursfjársfcorti fyrirtækjanna eða láta Seðilaibamkann leggja banfca- kerfinu medra fé en hann hef-ur gert. Magnús Jónsson, fjiánmiálaráð- herra, svaraði ræðu Eysteins því einu, að Eysteinm Jónsson vildi láta prenta seðla þegar ekki væri nóg af lánsfé. Væri stefna ríkis- stjórnarinnar seigdrepandi eitur, þá væri stefna Eysteims bráðdrep andi. Eysteinn Jómsson sagði það ósæmilegt af fjármálanáðherra að tala með slíiku götustrákaorðbragði um mikilsverðustu efnahagsmál. Itrekaði hann, að það væri mats- atriði hverju sinni, hvert 'peminga magnið í umferð skuli vera. H’var er það lögmál skráð, að þetta skuli vera eins og ástandið er núna? Fyrirtæki hérLendis eru háðari lánsfjármagni í rekstri sín um en í nágrannalöndum vegna þess að hér er einkafjármagn lít- ið í uimferð og fyrirtæiki'n hafa lítið eigið fé til ráðstöfunar. ALLTGENGUR (hvar sem er og hvenær sem er - við leik og störf - úti og inni og á góðra vina fundum -) BETUR MEÐ COCACOLA drykkurinn sem hressir bezt, léttir skapið og gerir lífið ánægjulegra. FRAMLEITT AF VERKSMIÐJUNNI VÍFILFELL I UMBQÐI THE CaCA-COLA EXPPRT CORPCRATICN

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.