Tíminn - 10.04.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.04.1968, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 10. april 1908. 8 TÍMINN Quiller skýrslan Quiller skýrslan á frummálinu Quiller memorandum Leikstjóri: Michael Anderson, Tóniist: Jom Barry. Kvikmyndari: Edwin Hiller, kvik- myndahandrit: Harold Pinter byggt" á bók Adams Hall, Berlin meniorandum. fslenzkur texti: sýningarstaður: Háskólahíó. Til þess að liald'a athygli áhorf- andams vakaindi í njósnakvik- jnynd þarf í fyrsta lagi, ungan laglegan mann (Georges Segal, ef hann stæði ekki og gemgi alltaf eins og h'ann væri með ok á herð- unum) uinga fallega stúlku sem kemur honum úr og í klípu (mest í Senta Berger) algjörlega sam- vizkulausan fant sem hefur fjöida manns með sama hugarfar á sín- uim snærum (Max von Sydov) á- kaflega sérstæða „Typu“ í þetta skipti dæmigerður Breti (Alec Guinmess) og mikla spemnu. Jæja þarna er þetta allt sarnan ásamt frekar vandaðri kvikmynda töku en þ’ar sem hún er falleg- ust og skemmtilegust er tónlistin hækkuð upipúr öllu valdi, eins og saigit væri „tókst mér ekki bæri- lega þarna“, eða „það má líta á þetta eða hvað? og er frefcar ó- smelkklegit að beita tónlistinni svona ]>ar sem hún er ágæt að öðru leyti. Atburðirnir exga að ske í Berlín og fjailar um leiit sýnd er hér á landi það er Phara- oh (Faraój og eins og nafnið ber riieð sér á að gerast í Egiftalandi þegar þeir háu herrar réðu þar ríkjum. Jerzy Zelnik leikur aðal- hlutverkið, Kawalerowiczs er einn hinna þiriggja Pólsku leik- stjóra sem borið hafa hróður kvik / Á myndinni sjást þau George Segal í hlutverki Quillers og Senta Berger í hlutverki Inge Lindt I kvikmyndinni Quiller skýrslan. Brezku leyniþjónustunnar . að ný- nazisitum. Myndin er tekin í mjög faitegum litum, vel leikin og frek- , ar spennandi en ristir aldrei 1 djúpt, eins og herzlumuninin I vanti, en er í skárra lagi af njósna j myndum að vera. ! Háskólaibiíó ó von á fyr-stu mynd Jerzy Kawalerowiczs sém myndaUstarininar um heiminn hinir tveir eru Andrzej Wajda (Aska og demantar) og Andrzej Munik’(Erioea) og þeir sem muna eftir Nunnan og djöfullinn sem sýnd var í Filmíu hlakka áreið- anlega til þess að sjá þessa mynd Kawalerowicz. P.L. Sigurður Vilhjáimsson Hánefsstöðum F. 7. m'arz 1,892. D. 25. febrúar 11908. Sigurður andaðist heima á Há- nefsstöðum og var jarðsettur á Seyðisfirði 2. marz s. 1. Hann var fæddur 7. marz 1892 á Hánefsstöðum við Seyðisfjörð. Foreldrar hans voru Vilhjálmur Ámason, bóndi og útgerðarmaður og Björg Sigurðardóttir kona hans. Bjuggu þau stórbúi á Kánefsstöð- um um langa hríð. SigurðurX.var elztur sjö systkina. Snemma Var hann fróðleiksfúis. Varð að ráði, að hann fór til náms í Gagnfræða- skólann á Akureyri og lauk það- an ágætu prófi vorið 191,1. Næistu árin vanu harrn að um- fangsmiklu búi föður sínis, aðallega þó landbúnaðarstörf. Haustið 1918 lagði hann land undir fót og sigldi til Danmerkur til náms í félags- og búnaðarfræð- um. Heim kom hann snemma sum- ars 1917 og vanm heima um sinn. Haustið 1919 gerðist hann starfs maður Landsverzlunarinnar í Reykjavík, en hvarf alkominn til átthaganna árið 1920. Sigurður var sanntrúaður sam- virmumaður og einn af forgöngu- mönnum að stofnnn Kauipfélags Austfjarða og fyrsti kaupfélags- stjóri þeiss á árunum 1920—1927. Þá hvarf hann að búi föður sín,s á , Hánefsstöðum. Nokkrum árum síðar tók hann við jörðinni og bjó þar um þrjá áratugi. Jafnhliða búskapnum fékfest Sigurður nokkuð við útgerð og sjósófcn. Hann var t. d. meðal stofnenda og stjórnenda fiskveiða- hl.utafélagsims Fróm, sem gerði út ba$i Rán og Faxa, sem voru all- stórir fiskibátar á þeirri tíð. Á stríðsárunum versnaði öll að- staða til atvinnurekstrar í Seyðis- fjarðarhreppi. Þá tók Sigurður að stunda sikrifstofustörf að nýju, jafnframt bús'kapnum. Var hann sýsluskrifari að hálfu á skrifstofu sýslumanns N.-Múlasýslu um 10 ára skeið. Einnig endurskoðandi hrepipareikttinganna og yfirsfcatta- nefndarmaður um áratug. Sigurður var tvíkvæntur. Fyrri kona hams var Ragnhildur Vil- híáimsdóttir frá Brekfcu í Mjóa- firði. Giftust þau 30. júli árið 11921. Missti hanm hana eftir stutta sambúð, en hún lézt 2. nóv. 1921. Átta árum síðar eða 18. marz 1929 gekk hann að eiga alsystur Ragnhildar, Guðnýju Svanþrúði Vilhjólmsdóttur, bónda og hrepp- stjóra, Hj'álmarssoiniar og lifir hún mann sinn. Ég þekikti ekki Ragnhildi, en Svanþrúður er mikil mannkosta- kona og var hjónaband þeirra bæði ástrikt og hamingjusamt. Dóttir þeirra er Svanbjörg, hús- freyja á Hánefsstöðum, gift Jóni Sigurðs'syni, oddvita, Sigurðssonar Gunnarssonar frá Ljótsstöðum í I Vopnafirði. Þ^að var Sigurði miikil hamingja að sjá Svanbjörgu gift- ast dugandi bónda og fylgjast með bættum hag heiimilisims frá ári til árs. Þær eru ótaidar hamingju- stundirnar, sem hann átti með fjórum dótturso'ttuim sínurn sein- uistu árin. Sigurður gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit og sýslu. Sat hann í hreppsnefnd um fjölda ára og var lengi oddviti. Sáttam'aður frá 1938. Úttektarmað- ur frá 1937 m. m. Endurskoðandi Kaupfélags Austfjarða og Síldar- bræðslunnar h.f. um langa hríð. Formaður í stjórn Fisksölusamlagis Seyðisfjarðar urn mörg ár og einn af stofnendum þess félags 1930. Sigurður starfaði mikið í Fram- sóknarftlokknum og átti m. a. sætd á Aiiþingi sem varamaður. Hann ritaði mikið^ um stjórnmál í blö'5 og fylgdist^ af áhuga með lands- málum til dauðadags. Sigurður var um margt hæfi- leikamaður. Hann var listhneigð- ur. Góður söngmaður og organisti. Hamn stofnaði karlakórinn Bræður í Seýðisfjarðarhreppi og stjórnaði honum uim mörg ár. Var það mikil tilbreyting í fábreyttu félagslífi sveitarinntar. Hann fékkst eitthvað við tré'smíð’ar og var auk þess vel hagmæiltur. Sigurður var mj’ög sögufróður maður. Hann var þaulkunnur ís- lendimgas'ögum. Stúderaði þær hei'nlínis og skrifaði mikið um efni þeirra, m. a. í blöð og tímarit. Seinast þegar ég kom í Hánefs- staði, á s. 1. ári, lás hann fyrir mig ágæta grein um Snoira Sturlu son, sem hann hafði nýlega skrif- að. Sigurður var ekki aðeþis vel að sér í íslenzkri sög;u, heldur Fraukhaid á bls 12. Berta Ágústa Sveinsdóttir Lækjarhvammi Þótt útfararda.gur fnú Bertu í Lækjarhvammi sé liðinn, bjart- ur ,og ljúfur eins og hún var sjálf, þá vil ég fyrir hönd ofckar hjóna minnast okkar elskuiegu vinbonu með nokkrum orðam. Frú Berta var Ifædd í Hafnar- firði 21. ágúst 1896. Foreldrar hennar voru hjónin Þórunn Guð- mundsdóttir frá Nýjabæ í Garða- hreppi og Sveinn Steindórsson, sfcipstjóri frtá Óttarstöðum í sömu sVeit, mikill atonku og dugnaðar- maður í sinni stöðu og stétt. Ekki kann ég þessar ættir að rekja, en það held ég að vist sé, að Sveins nafnið hafi verið í föðurætt frú Bertji um aldaraðir og sé aið sama og föðurnafn Brynjólfs biskups. Frú Berta fluttist meC foreldr- um sínum, tveggja ára gömúl að Hvassahrauni í Vatnsleysu- strandarhreppi og varð dvöl henn ar þar 10 ár, en þá fluttust for- eldrar hennar að Stapakoti í Niarð víkum, og bjuggu þar til ársins 1917, er þau hjónin keyptu jörð- ina Lækjarhvamm í Reykjavik og fluttust þangað ,og þar var heim- ili frú Bertu í fulla hálfa öid. Skömmú eftir komuna í Lækjar hvamm lágðist dimmur skuggi yfir heimilið, þegar húsbóndinn andaðist. Þetta þunga áfaii hafði þó engin ábrif á búsetu þeirra mæðgna, því að frú Þórunn hélt áfram búskap með aðstoð dóttur sinnar. Mun hvort tveggja hiafa verið, að þeim hafi sýnzt að gott mvndi að húa á þessum fallega stað. og að þær ættu nóg þrek, vilja otg bjartsýni til þess að fram fylgiia þessari viturlegu akvörð- un, sem leiddi þær báðar mæðg- urnar og þó ekki sízt hina ungu, glæsilegu heimasætu í Lækjar- hvarnmi út mikla hamingjubraut. En táp heirra Lækjarhvamms- tnæðgna kom fram í fleiru en búskapnum. Fyrir 50 árum V3r í rauninni önnur öld hér á iandi, hvað snerti aðstöðu æsku þeirra tíma til skólagöngu. Þá stóðu ekki ótal skóladyr opnar ungu fólki eins og nú, þegar því er þrýst til náms, hvort sem það vill eða ekki. f þá daga þótti það vel af sér viikið og mikið í ráðizt, þegar tápmiklir ungir menn ruddu sér braut til skólagöngu, en færi ung stúlka út á slíka braut, þótti það frábært, og að sumra áliti fráleitt. Berta í Lækjarhvammi undi ekki við barnlærdóminn einan. Árið 1919 gerir hún ferð sína að heiman til 2ja ára náms í Dan- mörku. Það var mikið í ráðizt á þeim tímum. Þegar til Danmerk ur kom, fór Berta í lýðbáskólann í Askov, en sá skóli var mörgum Wlemlittgum „hið fyi’irbeitna land“, bæði fyrr og seinna. Að loknu námi þar fór hún í hann- yrðaskóla i Kaupmannahöfn, en hélt þaðan til Noregs og kynnti sér norska sveitamenningu sumar- langt. Þegar heim kom, hélt hún smá- barnaskóla í Lækjarbvammi nokkra vetur og kenndi ungum stúlkum hannyrðir. Hinn 19. júní 1925 var mi'kill bamingjudagur í Lækjarhvammi- Þann dag giftist Berta Einari Ólafssyni frá Flekkudal í Kjós. Árið eftir hófu þau búskap í Lækjarhvammi og bjuggu þar í bartnær 40 ár. Að sjálfsögðu dvaldi gaimla bús- freyjan í Lækjarhvammi, frú Þórunn, hjá dióttur sinni og tengdaisyni, umvafin ástúð þeirra og umihyggjusemi, þar til hún andaðist í hárri elli fyrir réttum áratug. Uppskar hún góð laun og ríkuleg, fyrir áræði sitt, dugn- að otg framsýni, að festa búsetu sína í Lækjarthvammi, þrátt fyrir að þá skyggði mjög í lífsins ál. — Eftir margra áratuga búsetu þeirra frú Bertu og Einars í Lækj arhvammi, var svo komið sögu þar, að þetta fiallega og vinalega býli var orðið „Þróndur í Götu“ skipulagningar höfuðlborgarinnar. Jötunefldar vélar muldu Lækjar- hvammistúnið undir malhik og steinsteypu, og snotra 100 ára húsið þar, jafnað við jörðu. Og þegar allt þetta var horfið, missti hvammurinn við lit.la lækinn, sinn sældarsvip, og varð fátæklegri, þrátt fyrir öll stórhýsin allt í kring. En þegar Lækjarbvamms- hjónin sáu að hverju fór um jörð ina þeirra, byggðu þau sér stóra og yndislega íbúð í stórhýsi, byggðu á Lækjarbvammstúninu. Og þegar inn er komið þar, blasir Lækjarhvammur við gestum í aHri sinni dýrð (á stórri sandblásinni rúðu fyrir ofan eldhúsdyrnar, á- samt gömlu góðu dráttarhestunum, spenntum fyrir sláttuvélina, sem á hásumardögum fyrr á árum fletti grænum felldinum af Lækj arhvammstúninu. Einar sagði okkur vinum sín- um, er við komum í fyrsta sinn í hinn nýja Lækjarhvamm, að Berta ætti fyrst og frernst heiður- inn af gerð þessarar nýju fbúðar, og mun hún þó þá ekki frekar en endnanær, hafa beitt aeinu einræðisvaldi, en forsjá bennar í þessu, sem öðru, var jafnan t:l góðra heilla. Þau hjónin í Lækjarhvammi ráku þar stórbú í hart nær tvo áratugi, eingöngu á þessu reyk- víska höfuðbóli, en höfðu þó stuðn ing af allmiklum lendum annars staðar í austurhluta borgarinnar. En þegar sýnt var, að smat* og smátt myndu búskaparski.yrðin Framhald á bls- 12. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.