Tíminn - 10.04.1968, Qupperneq 9

Tíminn - 10.04.1968, Qupperneq 9
9 MIPVIKUDAGUR 10. apríl 1968. Utgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Krlstján Benedlktsson Rltstjórar: Þórarton Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og todrið) G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjóraar: Tómag Karlsson Aag- lýsingastjórt: SteingrimuT Gislason Rítstj.skrifstofui i Eddu- búslnu. simai 18300—18305 Skrlfsofur: Bankastrætl 7 Af- greiSslusiml: 12323 Auglýsingasíml: 19523 Aðrar skrifstofur. sími 18300 Askriftargjald kr 120.00 á mán. tnnanlands — í lausasölu kr 7 00 eint. - Prentsmiðjan EDDA h. t. • • Ongjjveiti í skólamálum Undanfarin misseri hafa umræSur um sikólamál verið mjög miklar hér á landi, og hafa þar sagt álit sitt bæði lærðir og leikir. Það er samdæmi svo að segja allra þeirra, er til máls taka, að skólakerfið sé úrelt, kennsla ólífræn, aðstaða til náms og skólahalds víða alls ófull- nægjandi, námsefnið hæfi engan veginn kröfum líðandi stundar, hvað þá framtíðar. Allir kalla hátt á gerbreyt- ingar, endurskoðun löggjafar og vinnubragða. Hitt er og athyglisvert, hve fátt nýtt hefur í raun og veru komið fram um það, hvað gera skuli. Umræðurnar eru enn býsna neikvæðar, en þegar að ákveðnum tillögum kemur, verða skoðanir skiptar. Nemendur landsprófsdeilda í gagnfræðaskólum hafa nú farið kröfugöngu til þess að knýja á um úrbætur í kennsluháttum, borið kröfur á spjöldum og gengið á fund menntamálaráðherra. Þetta er nýlunda, meira að segja mjög ánægjuleg nýlunda, vegna þess, hve ungling- arnir sýndu yfirleitt mikla ábyrgðartilfinningu og glögg- an skilning. Þetta mætti verða mönnum ábending um það að hafa skólanemendurna sjálfa meira með í ráðum, þegar skólamálum og kennsluháttum er ráðið til lykta. Þó að reynsla unglinganna sé ekki mikil, er skilningur þeirra á því, sem að þeim snýr oft furðulega glöggur og umfram allt laus við fordóma. Fræðslulögin, sem sett voru fyrir rúrnum tveim áratugum, voru og eru býsna frjálslegur rammi, en til þess að hann nýttist til framfara í kennsluháttum, þurfti miklu meiri fannsóknar- og tilraunastarfsemi af opin- berri hálfu. Það er ekki hægt að aetlast til þess, að slíkt frumkvæði komi frá yfirfullum skólum og illa launaðri kennarastétt að nokkru ráði, einkum þegar draga verður hvern eyri til sliks með töngum út úr fjárveitingavaldinu. Dugandi kennarar og skólastjórar hafa þó oft hreyft við merkilegum nýjungum og beitt þeim í skólum sínum, en þá skortir stuðning af opinberri hálfu, svo að þessar umbætur falla alltof oft niður með þeim, sem hóf þær. Það er augljósara en um þurfi að tala, að skólalög- gjöf og kennsluhættir þurfa að vera í sífelldri endur- skoðun, og verður að stefna þar saman reynslunni í land- inu sjálfu og aðfenginni þekkingu. Þetta tvennt verður að haldast í hendur, ef vel á að fara. í stað þess að viður- kenna þespa skiðreynd, hefur núverandi ríkisstjólrn . gersamlega látið undir höfuð leggjast að efna til slíks endurmats á víðtækum og raunhæfum grunni. Hún hefur fellt hverja tillögu á Alþingi um að koma þessum vinnu- brögðum á. Þyngst er ábyrgðin af þessu sinnuleysi á herð- um menntamálaráðherra, sem þykist vera að láta fara fram einhverja skrifstofuendurskoðun og.hefur ráðið til hennar einn mann, að vísu vel lærðan og til góðs líkleg- an í samstarfi yið menn, sem starfsreynslu hafa. Það er eins og ekki sé við það komandi að stefna saman til endurskoðunar fræðslulaga og skólamála mönnum með reynslu og þekkingu á því, sem er, og mönnum með nýja þekkingu á erlendum rannsóknum. Hér er um stórt og margþætt mál að ræða. Sof- andaháttur og sinnuleysi ríkisstjórnarinnar í þessum mál- um er svo áberandi. að jafnvel ungir Sjálfstæðismenn gerast eins konar ríki í ríkinu og efna til einhverra einka rannsókna og athugana. En öngþveitið heldur áfram að magnast í fræðslukerfi landsins, óánægjuraddirnar hækka, en ríkisstjórnin er ófær um að beita sér fyrir nokkrum skipulegum vinnubrögðum'til úrbóta. Þetta er sú ömurlega mynd, sem við blasir. TÍMINN ERLENT YFIRLIT Kanada fær sérstæöan for- sætisráðherra innan fárra daga Trudean hefur verið í Frjálslynda flokknum aðeins í 3 ár INNAN FÁRRA daga mun nýr maður taika við forsætisrað- herraembættinu í Kanada. Á ftókkslþin'gi, sem Frjá'Lsiyndi flokkurinn hélt í seinustu viku. sagði Lester Pearson af sér for- mennsku floikksins og tilkynnti jafnframt, að hann myndi láta hinn nýja fonmann taka við for- sáetisráðiherrastörfum innan tveggja vikna. Val hins nýja formanns kom ekki á óvart, því að sigri hans hafði verið spáð seinustu vikurnar. Hins vegar brýtur það nær allar ýfenjur í stjórnmiáluim Kanada oig þótt víðar sé leitað. Hann hefur t.d. ekki verið í flokknum nema 3 seinustu árin, en hafði oft áður verið harður gagnrýnandi hans. Hann hneygðist áður til sósíal- isma og var oft talinn hálf- kommúnisti vegna þess, að hann barðist svo ákaft um skeið gegn staðsetningu kjarnorku- vopna í Kanada, að honum var eitt sinn neitað um bandaríska vegabréfsáritun. Hann þótti þá ekki æskilegur gestur í Banda- ríkjununii. Hann er mikill heims maður í lifnaðarháttum, á dýra bíla og gengur í dýrum fötum, þótt hann eigi það til að vera stundum svo hirðuleysislegur í klæðaburði, að það hneyksli pólitíska félaga hans. Hann hef ur jafrivel mætt á þingfundum án hálsbindis og á sandöium. En þótt hann sé heimsmaður, er hann bindindismaður oæði á tóbak og áfengi og er enn ógiftur, þótt hann eigi miklu fylgi að fagna hjá hinu fagra kyni. ÞAÐ ERU ekki nema t.veir til þrír mánuðir síðan að farið var að ræða í alvöru um Pierre Elliot Trudeau, sem formanns efni í Frjálslynda flokknum. Það er hins vegar alllangt sið- an Pearson tilkynnti að hann myndi draga sig í hlé á áfiur- nefndu flokksþingi. Margir for ustumenn flokksins höfðu gefið kost á sér og voru búnir að reka þann áróður svo lengi, að menn voru orðnir þreyttir a þeim, enda höfðu allir þeirra takmarkað fylgi. Trudeau birt- ist sem nýr og óumdeildur á seinustu stundu. f alvöru var ekki farið að ræða um hann sem formannsefni fyrr en eftir að Pearson hélt ráðstefnu í byrjun feblyiar með forsætisráð herrum hinna ýmsu ríkja Kana da, en þar var rætt um frum- drög að nýrri stjórnarskrá íyrir. Kanada. Ýmsir óttuðust að til alvarlegs klofnings kynni að koma á þessari ráðstefnu milli forsætisráðherra hins fransk- sinnaða Quebec-ríkis annars vegar og forsætisráðherra hinna ensku-sinnuðu ríkja hins vegar. Traudeau er talinn hafa átt mikinn þátt í því að afstýra slíkum klofningi, en fyrir at- beipa hans og Pearson, var sam þykkt sú grundvállarregla. að frans|a skyldi skipa sama sess Pierre Elliot Trudeau «c og enska hvarvetna í Kanada, þar sem eitthvað væri af frönskumælandi fólki. Pearson er talin hafa fengið það áiit á Trudeau eftir þetta, að hann væri rétti maðurinn til að við halda einingu Kanada, þar sem hann er líka kominn af frönsk um ættufii. Sennilega hefur Pearson stutt hann óbeint eftir þetta, þótt hann teldi sig hlut- lausan í formannskeppmnni. Það hjálpaði svo Traudeau, að hann er um þessar mundir meira eftirlæti blaðamanna, hljóðvarpsmanna og sjónvarps- manna en nokkur annar kana- dís-kur stjórnmálamaður. PIERRE ELLfOTT TRUDEAU er fæddur I Montreal í Kanada 18. okt. 1921. Faðir hans var franskur en móðir skozk. Hann lauk lögfræðiprófi við háskól- ann í Montreal, en stundaði siðan framhaldsnám við Har- vardlháskóla, við háskólann í París og við London School of Economics. Hann stundaði um skeið lögfræðistörf og blaða- mennsku, en var fljótlega ráð- inn prófessor við háskólann í Montreal. Á þessum árum var hann mjög róttækur í skoðun- um, eins og áður segir. Eftir að hafa verið allharður gagn- rýnandi Frjálslynda flokksins og Pearsons, gekk hann f flokk inn fyrir þremur árum. tlann taldi sig geta komið skoð- unum sínum á framfæri á þann hátt. Hann var kosinn á þing skömmu síðar. f ársbyrjun 1966 gerði Pearson hann að sérstök- um fulltrúa sínum og í ársbyr.j- un 1967,- sklpaði hann Trudeau dórnsniálaráðherra. Fram að þeim tírna hafði Trudeau verið nær óþekktur í Kanada utan Quebec-ríkis. Trudeau er mikill ferðalang- ur og íþróttamaður. Hann hef- ur ferðast gangandi um Kína og lært júdó í Japan. í seinni tíð hefur hann lagt mikla stund á hraðakstur, enda hefur hann eytt miklu fé í bíla. Það hefur þvi komið sér vel fyrir hann, að hann er kominn af auðugu fólki og er því vel efnum búin. í ýmsum efnum berst hann þó lítið á og býr t.d. í fremur lítilli íbúð. TRUDEAU hefur lýst yfir því, að hann hugsi sér ekki að efna til þingkosninga að sinni, en kjörtímabilið er til haustsins 1970. Ríkisstjórn Frjálslynda flokksins er minnihlutastjórn og vofa því kosningar stöðugt yfir henni. Flokkurinn hefur 131 þingmann, fhaldsflokkur- inn 96, Jafnaðarmenn 21, Social-Credit flokkurinn 14 og 3 eru óháðir. Það eru smáflokk- arnir sem hafa stutt stjórnina á víxl. Síðastl. haust urðu for- mannaskipti í íhaldsflokknum. þegar Stanfield, forsætisráð- herra í Nova Scotia. var valinn formaður hans í stað Deafen- bakers. Það verða þeir Trudeau og Stanfield, sem munu setja svipinn á næstu bosningabar-' áttu í Kanada. Trudeau hefur sagt, að hann ■vilji breyta utanríkismálastefnu Kanada. Hann mun vera stór- um minni NATO-sinni en Pear- son, enda telja, líkt og de Gaulle, að Evrópa sé orðin ein- fær um að annast mál sín sjálf. Annars mun aðalmál hans verða að treysta einingu Kánada. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.