Tíminn - 21.04.1968, Page 12

Tíminn - 21.04.1968, Page 12
í BLÓÐ f GÞE-Rvk, föstudag. 'i Fyrir svo sem eimim áratug \ar hestamennska lítt stunduð hér í höfuðborginni og ná- grenmi. Helzt voru það „gaml- ir sérvitringar“, sem einhverja ánægju virtust hafa af því að endasendast út um allar triss- ur á hestum í sínum tómstund újn, þegar aðriit notuðu tæki færið til að fara með fjölskyld una í gljáfægðum bifreiðum eitthvað út úr bænum, eftir okkar ágæta þjóðvegi. En þetta hefur nú breytzt talsvert, eins og dæmin sanna, og nú þykir það ekki lengur sénvizkulegt að spretta úr spori á góðum hesti, heldur þvert á móti. Sumum finnst jafnvel nóg um þennan eld- lega hestaáhuga, sem gripið hefur um sig meðal Reykvík- inga, ekki sízt þegar hann brýzt þannig út, að mestu máli skiptir, að hesthúsið sé úr harðviði og inniihaldi bar og dýrar veigar sturtuböð og önn ur fíniheit. Ekki er því heldur fyrir að syin.ja, að sumir nú- tiima hestamenn, vita vart, hvað snýr upp og hvað snýr niður á hesti, hvernig á að hirða hann, umgangast hann og ná samlbandi við hann, sem j varla þarf að taka fram að er ■ aðalatriðið við góða hesta- memnsku. Það er kannski ekki von á öðru, þar sem þeir eru flestir aldir upp í borg og'hafa ’ lítið sem ekkert haft af hest- um að segja til skamms tíma. Á hinn bóginn verður það aldrei nógsamlega brýnt fyrir þessu fólki, að góð hesta- mennska fer lítið eftir harð- ■ viði og bar og ef það ætlar sér að stunda hestamennsku á annað borð verður það að gera sér grein fyrir kjanna málsins. fejálfsagt er það með þessa kúnst eins og aðrar að mað- ur verður að nema undirstöðu atriðin, áður en hægt er að fara að stunda hana að ráði. Sveitabörn, sem hafa stöðugt hesta og hestamenn fyrir aug- um þurfa auðvitað ekki að læra þetta í neinum skóium, en þetta horfir allt öðruvisi við frá sjónarmiði borgar- barna, sem áhuga hafa á hesta mennsku. Fyrir þau og aðra borgarbúa, sem vilja læra að sitja hest hafa verið stofnaðir tveir reiðskólar hér í nágrenn inu, annars^ vegar Reiðskólinn á Bala á Álftanesi, sem frú Hedi Guðmundsson hefur rek- ið og við höfum áður sagt frá hér í blaðinu, en hins vegar Reiðskóli Fáks sem starfrækt- ur er við skeiðvöllin-n austur við Elliðaár. Hann er einmitt nýtekinn til starfa á ný eftir vetrarmánuðina, og við gerð- um okkur ferð þangað dag nokkurn í blíðskaparveðri til að spjalla við nokkrar upp- rannand.i hestakonur og kenn- ara þeirra frú Kolbrfinu Krist- jánsdóttur. Telpurnar, sem eru 5 tals- ins á aldrinum 10—13 ára eru að bisa við að koma hestun- um út úr húsunum og leggja á þá þegar okkur ber þar að. Þær láta okkur ekkert trufla sig við þessa skemmtilegu sýslu, og eru bara býsna mynd arlegar við að koma hnökkun um á, og girða hestana, og þetta virðist líka ósköp þægir og góðir klárar, og áreiðanlega vanir misjöfnum hamdtökum. Kolbi-ún segir okkur, að þess- ar teipur væru u.þ.b. að ljúka námstíma sínum, sem væru 10 tímar alls. — Þær eru auðvit- að alls ekki fulli la enniþá, en þeg'ar undii-staðan er feng- in, er hægur vandi að halda áfram upp á eigin spýtur. — Þessar stelpur eru sérlega dug legar, og eru meira að segja þegar farnar að ríða á stökki. —■ Skiptirðu nemendunum í flokka eftir kunniáttu? — Já, mikið til, en það er dálítið erfitt, vegna þess að krakkar eru í skóla á svo mis- jlöffnum tíma dags, og maður verður náttúrlega að fara eft- ir því. —• Hvernig er aðsóknin núna? — Iíún er alveg prýðileg en ég geri ráð fyrir því að hún fari eitthvað minnkandi úr þessu, því að nú fara próf- in að heflast. Þegar þeim er y lokið, og áður en krakkarnir fara í sveit má hins vegar bú- ast við mjög mikilli aðsókn. Við víkjum okkur að yngstu telpunni í hópnum. Hún heit- ir Þórumn Og er nokkuð víga- leg með hjálm á höfði og svipu í hendi. — Ertu nokkuð hrædd við hestana? En hún virðist heldur feimnari við okkur en hest- ana, og vill lítið út á þett'a geffa, en segir okkur þó loks, að hún sé Vön hestum, því' að afi sinn, sem búi á Blönduósi, eigi nokkra hesta, sem húm hafi oft farið á bak. Og svo segjr húm Þórunn okkur lika dálitið upp með sér, að hún fái kannski hest bráðum. Önn- ur dama, Hanna Eiríksdóttir, sem er dálitið eldri, segist einnig vera vön hestum, p>ví að hún sé á hverju sumri í sveit austur í Honnafirði og þar sé nóg um géða hesta. — Þú ert e^kert hrædd við að detta af ba!;i, spyrjum við? — Nei, nei, ég hef dottið af baki, en ég meiddi mig ekki neiitt, svo að ég þarf ekkert að vera hrædd. Áður en þær bregða sér á bak, innum við Kolíbrúnu dá- lítið eftir því, hverr$»g kennsl- unni sé háttað. Hún segir okk- ur, að aðalatí'iðið fyrir byrj- anda sé að Xæra að halda jafn- vægi á hestinum, og því sé hún með nokkrar jafnvægis- æfingar fyrir þá. Þær eru m. a. í því fólgnar að láta hest- inn hlaupa hring eftir hring, sjálf heldur hún í beizlisólina, en knapiinn verður að grípa tii hnakkkúlluinnar, ef hann er í þann vegtnn að missa jafn- vægið. Svo er auðvitað mikið atriði fyrir byrjanda að læra strax að stjórna hestinum og leitast við að má valdi yfir honum. Annars fer kennslan auðvitað eftir því, hvemig nem endumir eru á vegi staddir, Framhald á bls. 22. Þórunn og Hanna meö hestana sina. SUF efnir til ráðstefnu um STJÓRN- ARSKRÁNA Samhand ungra Framsóknar- manna efnir til ráðstefnn um stjómarskrá íslenzka lýðveldis ins dagana 26.—28. april. Ráð stefnan er haldin i framhaldi af Þingvallaráðstefnu um sama mál, sem fram fór í september 1965. Ráðstefnan verður haldin 1 Þjóðleikhúskjallaranum og hefst með ávarpi Baldurs Ósk arssonar, formanns SUF. að kvöldi föstudagsins 26. apríl. Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, flytur einnig ávarp og Tómas Árna- son, lögfræðingur, flytur erindi um endurskoðun stjórnarskrár innar og Már Pétusson, lög- fræðingur fjallar um tillögur. sem fram hafa komið til breyt- inga á stjórnarskránni. Laugardaginn 27 apríl verða flutt þrjú framsöguerindi: Ein ar Ágústsson, alþingismaður, um stjórnarskrána og lýðræðið: Ólafur Ragnar Grímsson, hag- fræðingur, um kjördæmabreyt ingar á íslandi og kjördæma skipun meðai annarra Evrópu þjóða og Áskeli Einarsson, fyrv. bæjarstjóri. um stjórnar- skrána og byggðastefnuna. Á laugardag fara einnig fram almennar umræður og starfshópar ræða einstaka efn isþætti ráðstefnunnar. Fram- hald umræðna i starfshópum og almennar umræður verða sunnudaginn 28. aprfl og áiits gerðir og tillögur afgreiddar Þeir einstaklingar, sem áhuga hafa á að takc. þátt í ráðstefn unni, eru beðnir um að hafa samband við formann SUF eða skrifstofu Framsóknar- flokksins. Verkalýðsráðstefnan verður í dag í Glaumbæ og hefst kl. 2 e. h. Þar talar Hannibal Valdimarsson for- seti ASÍ um „Verkalýðshreyf- inguna í dag og framtíð henn ar. Egill Sigurgeirsson hæsta réttarlögmaður talar um „Vinnulöggjöfina'. Þá verða fyrirspurnir og umræður, en Helgi Bergs ritari Framsókn arflokksins flytur lokaorð. Allt stuðningsfólk Framsókn- arflokksins er velkomið.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.