Tíminn - 15.05.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.05.1968, Blaðsíða 5
M3ÐVIKUDAGUR 15. maí 1968. TIMINN I SPEGLITÍMANS Hér sj'áuni við bítlana Paul McCartney og Jotin Lennon. Myndin er tekin á Lundýna- flugvelli, þegar þeir eru i þann að fóru veginn að stíga um borð í flug- ferð. vél til Bandaríkjanna, en þang þeir í smáviðskipta- Meðan Margaret Englands- prinsessa sinnir opinberum skyldum sínum í Bretlandi ferð ast eiginmaður hennar, Snow- don lávarður um. Fyrir nokkru síðan var hann í Bandaríkjun- um ásamt sjónvarpsmanninum fræga, D'avid Frost, sem mn- ast mjög vinsælan sjónvarps- þátt í brezka sjónvarpinu. Kvöld nokkurt komu þeir fé- lagar í veitingahús í New York, sem heitir The Runnimg Foot- man, en fengu ekki inngöngu þar sem þeir voru ekki klædd ir á viðeigandi hátt. Báðir voru í rúllukragapeysum í stað skyrtu, en það kvað vera nýj- asta karlmannatízkan frá París. Skipun er skipun, sagði dyravörðurinn og var gallharð ur í þvi að veita þessum tveim Bretum ekki inngöngu og hion- um tii aðstoðar í þessu máli var eigandi veitingastaðarins, sem er brezkur, og heitir Michael Pearman. Hann lýsti þvi yfir, að þeir hefðu þegar í stað þekkt liávarðinn, en hann vildi ekki að reglur staðarins' væru brotnar, jafnvel þótt það hefði verið hertoginn af Edin- borg, sem hefði komið þarna án hálsbindis. Þeir David Frost og lávarðurinn skemmtu sér prýðilega yfir þessu atviki og ventu sínu kvæði í kross ,og fóru í næsta veitingahús. Bandarísk skattayfirvöld trúðu ekki Hollywood-leikkon- unni Joy Wilkerson, þegar hún taldi fram fimm þúsund doll- ara til frádrags á skattskýrslu sinni. Þessir fimm þúsund doll arar höfðu farið í frímerki að því er hún sagði. Til allrar hamingju hafði hún kvittanir fyrir öllum þessum frímerkja- kaupum og gat gefið viðunandi skýringu á þeim. Fyrir einu ári síðan var hún í Vietnam og var kjörin þar uppáhald Vietnamhermanna. Þegar heim kom þurfti hún svo að senda aðdiáendum sínum í Vietnam bróf og myndir með eiginhand arskrift. Auk þessa frádráttar lagði hún fram læknisvottorð um það, að hún hefði fengið krampa í handlegginn við það að skrifa svo mörg bréf. Um þessar mundir er Joy svo að leika í kvikmyndinni Hell’s Outcasts. Þar leikur hún ljóshærða kynbombu og hefur hún látið svo um mælt, að hún eigi sér enga ósk heitari en að verða ný Jayne Mansfieid. ísafjörður Bæjarstjórn ísafjarðar hefur samiþykkt að nota heimild í 2. málsl. síðustu málsgreinar 31. gr. laga nr. 51, 10. júní 1964, um tekjustofna sveitarfélaga, samanber breyting frá 10. apríl 1968. Samkvæmt þessu verða útsvör þessa árs því aðeins dregin frá hreinum tekjum við álagningu útsvara á árinu 1969, að gerð hafi verið full skil á fyrir- framgreiðslum eigi síðar en 15. september í ár, og útsvör ársins einnig að fullu greidd fyrir n.k. áramót. Sé eigi staðið í skilum með fyrirfram- greiðslur, samkv. framanrituðu, en full skil þó gerð á útsvörum fyrir áramót, á gjaldandi aðeinjs rétt á frádrætti á helming útsvarsins við álagn- ingu á næsta ári. 14. maí 1968 Bæjarstjórinn á ísafirði. Starfsstúlknaféiagið Sókn ■ ■ 0RL0FSDV0L Þær félagskonur, sem hafa hug á að dvelja i orlofshúsi' félagsins í Ölfusborgum í sumar, hafi samband við skrifstofu félagsins, Hverfisgötu 8—10, sími 16438 í síðasta lagi 21. þ.m. Félagskonur, sem ekki hafa áður dvalið í orlofs- húsi félagsins ganga fyrir. Starfsstúlknafélagið Sókn. Á VÍÐAVANGI Innflutningur fiski- skipa Dagur birti nýlega athyglis- verða forustugrein um iðnaðar framleiðsluna í landinu og inn flutning iðnaðarvara. Þar segir á þessa Ieið: »1 sambandi við hina svo- nefndu iðnkynningu hefur Dag ur verið að kynna sér hinar ýmsu tölur varðandi iðnaðar- framleiðslu hér á landi og inn flutning iðnaðarvara undan- farið. Nefna má það til dæmis, að á tímabilinu 1963—1967, að báðum árum íneðtöldum, voru aö því er virðist, flutt til lands ins 110 fiskiskip og var saman lagður rúmlcstafjöldi þeirra um 26500. Þetta eru yfirleitt stór fiskiskip, en þó ekki stærri en svo, að hægt væri að smíða þau hér. Innanlands voru á sama tíma smíðaðir nálægt 50 fiskibátar um 2000 rúmlestír að stærð samanlagt. Auk þess hefur svo mikið af öðrum skip- um verið tekið í notkun á þessu tímabili eða um 25 talsins og mikill meirihluti þeirra smíðað ur erlendis." Ymis iðnaður og útflutmngur Þá víkur Dagur gð öðrum iðnaði og segir: „Varðandi árið 1965 hefur blaðið m.a. undir höndum eftir farandi upplýsingar, sem fehgn ar eru hjá opinberum aðilum, sumpart áætlaðar: Það ár kom á markaðinn 2140 tonn af hreinlætisvörum. Það er: þvottadufti, þvottaefn- um, handsápum, blautsápum, sápuspónum, skóáburði, hrein- gcrningarsápum, bóni o.s.frv., þar af 640 tonn innflutt. Ýmsar tegundir fatnaðar á markaðinum var sem hér segir: Alfatnaðir karlmanna 36000, þar af 10000 innfluttir. Karl- mannafrakkar 14000, þar af 8000 framl. innanlands. Kven- kápur 36000, þar af 25000 inn- fluttar. Vinnuföt 125 þús. sett, að mestu innflutt. Skyrtur ýmiskonar 75000, þar af 42 þús. innfluttar. Kvenkjólar 19000, þar af 15000 innfluttir. Inn- flutningur prjónafatnaðar var mjög mikill. Skófatnaður á markaðnum innanlands var þetta sama ár sein hér segir: Karlmannaskór 89000 pör, þar af 70000 inn- flutt. Kvenskór 93000, þar af 80000 innflutt. Skófatnaður barna og unglinga 159000 og þar af 140 þús. iqnflutt. Á markaðinum voru líka þetta ár húsgögn fyrir 163 millj. kr., þar af innflutt fyrir 26 millj. kr., og gólfteppi og veggteppi fyrir 107 millj. kr., þar af innflutt fyrir 38 millj. króna." Brpvtt hlutfsll Að lokum scgir Dagur: „Þetta eru nokkur sýnishorn af því hvað útlend og innlend iðnaðarfyrirtæki framleiða fyr ir íslenzkan markað. Fiski- skipaframleiðslan tekur hér, eins og fyrr var sagt, yfir fimm ára tímabil, en önnur fram- leiðsla til ársins 1965 og er trúlegt, að hlutfallið milli inn lendrar og erlendrar fram- leiðslu hafi breytzt síðan.“ ti'ramnaid a Dis 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.