Tíminn - 01.06.1968, Qupperneq 7

Tíminn - 01.06.1968, Qupperneq 7
LAUGARDAGUR 1. júní 1968. TIMINN . 7 —Wiwmm — Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Ang- lýsingastjóri: Steingrímur Gíslasou Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300. Askriftargjald kr. 120.00 á mán innanlands — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjna EDDA h. f. Það líður nú varla sá dagur, að ekki sé skýrt frá miklu tapi ýmissa helztu fyrirtækja landsins á síðastl. ári. í síðastliðinni viku, var skýrt frá hinum mikla rekstrar- halla, sem hafði orðið hjá Eimskipafélagi íslands, og hefur áður verið vikið að því hér í blaðinu. Síðastliðinn þriðjudag hófst svo aðalfundur Sölumiðstöðvar hraðfrysti húsanna og skýrði stjómarformaður hennar frá í útvarps þætti þá um kvöldið, að tap hraðfrystihúsanna hefði orð- ið helmingi meira á árinu 1967 en á árinu áður. Saman- lagt tap þeirra hraðfrystihúsa, sem eru innan Sölumið- stöðvarinnar, hafi orðið um 160 millj. króna á árinu 1967. í fyrradag var svo haldinn hér í borginni aðalfundur; Flugfélags íslands og var upplýst þar samkv. blaða- og útvarpsfréttum, að tap þess á árinu 1967 hefði orðið 22,8 millj. kr. í gær birtist svo í Morgunblaðinu grein eftir Svein Benediktsson, formann stjómar Síldarverksmiðja ríkis- ins. Þar skýrir Sveinn frá því, að tap þeirra á síðastliðnu ári hafi orðið 33,5 milij. kr. auk fyminga, en þær hafa numið tugum millj. kr. á undanförnum ámm. Tap Síldarverksmiðja ríkisins hefur því orðið miklu meira en hið bókfærða tap bendir tfl, þar sem engu er varið til fyrninga. _ Hið mikla tap framangreindra fyrirtækja stafar vitan- lega að nokkra leyti af óviðráðanlegum ytri orsökum, t. d. minni framleiðslu og lægra útflutningsverði. En ástæð umar era ekki síður aðrar, eins og hækkandi reksturs- kostnaður. Tap Flugfélagsins rekur t. d. rætur sínar að verulegu leyti til hækkunar á rekstrarkostnaði á 'sama tíma og fargjöld héldust óbreytt vegna verðstöðvunar- laganna. Þeirri ástæðu er hinsvegar yfirleitt ekki til að dreifa, að stjóm fyrirtækjanna hafi versnað, enda er hér að finna mörg bezt reknu fyrirtæki landsins. Allt þetta sýnir ,að það hefur verið meira en lítið bogið við rekstrargrandvöll íslenzks atvinnulífs á síðastl. ári, enda þótt forustumenn stjórnarflokkanna flyttu mönnum þann boðskap um þetta leyti árs í fyrra, að við- reisnargrundvöllurinn væri traustur og því þyrftu menn engu að kvíða, ef þeir aðeins styddu ríkisstjómina áfram. Nú dæma staðreyndirnar á eftirminnilegan hátt um réttmæti þess, sem þá var sagt. Sá dómur er augljós. En þótt staðreyndirnar séu slíkar, ber lítið á raunhæfri við- leitni ríkisstjórnarinnar til að bæta þann rekstrargrund- völl, sem ekki hefur gefið betri raun. Það er fylgt áfram stjórnarstefnunni, sem ekki hefur skilað glæsilegri árangri en þetta. Glöggt virðist það, að samúð Mbl. er með forastu- mönnum álbræðslunnar í tilraun þeirra til að kljúfa verkalýðssamtökin í Hafnarfirði. í fyrradag birti Mbl. stutta frásögn af deilunni á lítið áberandi stað í blaðinu. í gær birti það svo á áberandi stað yfirlýsingar um málið frá framkvæmdastjóra ÍSALs og stjórn Alþýðu- sambands íslands. Það birti yfirlýsingu framkvæmda- stjórans á undan yfirlýsingu Alþýðusambandsins, en báð- um yfirlýsingunum valdi það sameiginlega fyrirsögn: Æskilegt að starfsmenn í áliðnaði séu í sínu félagi. Allt þetta sýnir ótvirætt samúð Mbl. með klofningsstarfi álbræðslunnar. Sú afstaða Mbl. kemur ekki á óvart. ERLENT YFIRLIT Uppreisn stúdenta gegn kapital- isma, kommúnisma og þingræði En hugmyndir skortir um það, sem koma skal. UPPREISNARGJARNIR stúdentar setja nú mjög svip á þj óðmálabaráttun a víða um lönd. Þeir taka yfirleitt ekki þátt í starfsemi stjórnmóla- flokka, heldiur halda uppi margvíslegri mótmælastarf- semi til að lýsa andstöðu sinni við sitthvað það, sem þeim finnst miður fara. Þessi starf- semi stúdenta hófst í Banda- ríkjunum fyrir 4—5 árum, en segja má, að hún hafi fyrst fengið byr í seglinn eftir að Mao hinn kínverski tók aðal- lega að beita stúdentum í hinni svokölluðu menningarbyltingu. Mao sýndi með því, hvílíkt afl stúdientarnir geta verið. Þetta hefur ýtt undir uppreisnar- gjarna stúdenta annars staðar, þótt þeir séu annars ósammála honum um flest annað. Sá hópur stúdenta, sem hefur tekið þátt í mótmælastarfsemi þeirra að undanförnu, er mjög blandaður og ástæðurnar mis munandi, sem hvetja þá til at- hafna. Enn er ekki hægt að segja að um neina skipulagða hreyfingu sé að ræða. Sé hins vegar miðað við starfshætti og málflutning þeirra stúdentaleið toga, sem hefur borið mest á að undanförnu, eins og Rudi Dutchke í Vestur-Þýzkalandi og Daniel Cohn-Bendit, sem mest hefur komið við sögu í Prakk- landi, að undanfömu, verður vart vissrar meginstefnu, sem getur átt eftir að mótazt meira og hafa verulega vaxandi áhrif. Þess vegna er tímabært að gera sér Ijóst, hvernig sú stefna sé lífcleg til að verða. í STUTTU MÁLI mætti kannske segja, að hún sé upp reisn gegn því, sem er. Hún er jöfnuim höndum uppreisn gegn hinu verðandi tækniþjóð félagi, gegn kapitalisma, gegn kommúnista og gegn þingræð- inu Uppreisnarstúdentarnir halda því fram, að þetta sé að þvi leyti ailt sama tébakið, að það leiði til Ófrelsis og and- legrar og félagslegrar kyrr- stöðu. >eir benda á ófrelsið f kommúnistaiöndunum, en telja ástandið í þingræðislöndunum lítið betra. Innan stjómmála- flokkanna þar drottni öflugar kllkur, sem komi í veg fyrir, að minnihluti fái notið sín. Flokkamir berjist síðan um sama fylgið og aðalbaráttan snú ist um ópólitíska fólkið, sem ;é áhugalaust og fhaldssamt, og niðurstaðan verði því sú, að allir verði flokkamir kyrr- stæðir og íhaldssamir. Hinir róttæku minnihlutar, hvort heldur eru til hægri eða vinstri, fái ekki notið sín. Þannig hindri þingræðisskipu- lagið allar róttækar breytingar, alveg eins og einræðisskipulag kommúnismans. Við þetta bætist svo, að tækn in og velmegunin geri menn sljóa og hugsunarlaus — að einskonar þrælum. Cohn-Bendit heldur ræðu á fnndi stúdenta í París. TIL AÐ RÁÐA bót á þessu ástandi, þykjast hinir uppreisn arsömu stúdentar ekki sjá nema eina leið. I stað þess að koma skoðunum sínum á fram færi eftir þingnæðisleiðum, verði að vinna þeim fylgi hjá þingi götunnar. Það verði að efna til mótmælaaðgerða og uppþota og vekja athygli á þvi máli, sem er barist fyrir á þann hátt. Fyrst eigi að beina þessum mótmælum gegn auig- ljósu annmörkum hins ríkjandi skipulags, en síðan eigi að beina henni að því að steypa því alveg úr stóli. Hér dugi nefnilega engin vettlingatök, heldur verði að gerast raunveru leg bylting. Það verði að steypa ríkjandi skipulagi og ríkjandi hugmyndum úr stóli EN HVAÐ á svo að koma, þegaæ byltingin er afstaðin. Hér vandiast málið meira en lítið. Við þessari epurningin hafa hinir uppreisnargjömu stúdentar yfirleitt ekki nema loðin svör. Svar sumra þeirra er það, að þetta eigi ekki að á- kveða fyrirfram, því að allar byltingar eyðileggi þá stefnu, sem verið er aS berjast fýrir. Þetta er m. ö. o. gamla kenn ingin, að byltingin éti börn sfn, Rudi Dutchke þess vegna á fyrst að ákveða það að byltingunni afstaðinni, hvað taki við. Vel má vera, að það reynist ekki nothæft, og þá verður að gera nýja byltingu. Margt bendir ein- mitt til þess, að það þurfi að gera margar byltingar áður en lokamarkinu sé náð. En loka- markið, sem ýmsir hinna upp- reisnargjörnu tala um, virðist helzt vera einskonar stjórnleys- isástand, sem tryggi hið full- komma frelsi. ÞÓTT barátta hinna uppreisn argjörnu stúdenta beinist mjög gegn þingræði og ríkjandi stjómarháttum í lýðræðislönd- unum, hafa kommúnistar eikki sdður i'IIan bifur á kenningum þeirra. Kommúnistar stimpla þser ævintýramennsku og hug myndir úrættaðra borgara- drengja. Reyndin virðist Mka sú, að hinir uppreisnargjömu stúdentar eru hættulegir keppi nautar þeirra um fylgi nýstúd enta. Sumir blaðamenn segja, a'ð valdhafar Rússa llíti mál- flutniug þessara uppreisnarstúd enta líklegri til að geta fund ið hljómgrunn hjá stúdentum í Sovétríkíunum en „gamal- dags“ kenningar um þingræði og frelsL Á þessu stigi er erfitt að spá því, hvort þessi nýja hreyfing meðal stúdenta, verð ur aðeins stundarfyrirbrigði eða kemur til að festa rætur. Margir stjórnmálamenn virð ast hafa tilhneigingu til að gera Mtið úr faenni. Af frönsk um stjórnmálamönnum hefur Mendes-France sýnt henni mestan áfauga. Þótt hann játi sig engan veginn sammála stúd entunum, segist hann viður- kenna að margt sé réttmætt í gagnrýni þeirra og þingræðis- skipulagið eða lýðræðisskipu- lagið megi gæta þess að standa ekki of mikið í stað. >að verði alltaf einhver ný- sköpun að koma til sögu. Vissu- lega sé margt í lýðræðisþjóðfé LagL sem þarfnist endurbóta, engu síður en þar sem ein ræðið drottnar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.