Tíminn - 01.06.1968, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.06.1968, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 1. júnf 1968. TIMINN 11 KEISARASKURÐUR Fram'bald af bls. 5 sögnum á JúKus Cæsar að hafa komið í heiminn á sínum tíma á þennan hátt, og dregur aðgerðm nafn sitt af því. Hins vegar hafa sagnfræðingar fultyrt, að þessi sögn eigi við engin rök að styðj ast Fyrr á tímum, þegar hrein lætiskröturnar voru ekki sem mesfcar, létust langflestar konur, sem gengust undir keisaraskurði. Á okkar dögum eru keisaraskurð- ir ekki lengur neitt hættuspil, svo framarlega sem þeir eru fram- kvæmdir af læknum, sem vita, hvað þeir eru að gera. En Serifa Kadrija hafði ekki haft hugmynd um, hvað hún var að gera. Aldrei á ævi sinni hafði hún heyrt um keisaraskurð, en samt sem áður komust læknarQÍr á spítalanum í Orizren, að raun um, að hún hafði gert þetta meist aralega veL — Engin taug né heldur ein einasta æð hefur skaðazt við þessa aðgerð, sagði Dr. Krasnici, eftir að konan hafði verið rannsökuð gaumgæfilega á spítalanum. Hún fór alveg rétt að þessu. Skurðui- inn er að vísu dálitið óregluleg- ur og líkast því a'ð hann hafi verið gerður með sög, en það er auðvitað vegna þess, að hún þurfti að nota rakvélarblað til þessa, og það gamalt og sljótt. En a'ð öðru leyti er eins og hér hafi verið sérfræðingur að verki. Barnið var fullkomlega heiltorigt og vó við fæðingu kíló, en var 53 cm. á lengd. En ég vil bæta því við, að það er mjög vafasacnt hvont Serifa hefði haldið lífi, ef hún hefði eklki fljótlega verið flutt á spítalann, svo að hægt var að koma í veg fyrir að eitrun fcæmist í sárið. Vitað er um þrjú tilfelli, þar sem fæðandi konur hafa reynt að gera á sjálfum sér keisaraskurði, en allar dóu þær skömmu síðar. Serifa er eina kon an í heiminum, sem hefur gert á sér keisaraskurð og iifað af, a.m.k. svo áð vitað sé. Serifa komst aftur til meðvit- undar nokkrum klukkustund um eftir að hún var flutt á sjúkra húsið. Hún fann ekki til lengur, og hún svaraði fúslega öllum þeim spurningum, sem læknarnir toáru fram við hana. Hún var toýsna föl, en að öðru leyti virt- ist ekkert vera að hennl Við nánari athugun fundu lækn arnir reyndar stórt æxli í móður- lífinu, og það var það, sem kom- ið hafði í veg fyrir eðlilega fæ'ð- ingu. Æxlið reyndist góðkynjað, og var fj'arlægt, og þá var Serfia heiltorigð. Núna, tæpum 9 mánuðum eft- ir fæðinguna líður bæði móður ug barni prýðisvel. Serifa er drottn- ing þorpsins vegna hugrekkis síns og dugnaðar og litli drengurinn Agim, er yndislegt barn. fallegt og geðgott. Einhvern tímiann vill hann. sjálfsagt vifca, hvers vegna hann heitir „dagrenning" og þa fær hann í fyrsta siun að heyra hvernig móðir hans bjargaði lífi þeirra beggja með sljóu rakvéla- blaði í dagrenningu siðla í sept emtoermánuði. (Þýtt og endui-sagt.) H-ÖRYGGI Framhald af bls. 1. ir þykist færir í flestan sjó hægra megin á götunum þá eru margir gangandi vegfar- endur hvergi nærri búnir að átta sig á úr hvaða átt bíla er von, þegar þeir fara vfir götur. Verður því að virða hraðatakmörkin á meðan veg- farendur eru að venjast nýj- um ökureglum. Um síðustu helgi sýndu í- búar í þéttbýli víða um land að þeir gátu sýnt varúð og til- litsemi í umferðinni og mun óhætt að fuilyrða að þá hafi allir vegfarendur verið ákveðn ir í að fara að settum reglum og stóðust end’a þá prófraun með prýði, að skipta yfir úr vinstri umferð í hægri, þótt nokkur misbrestur hafi verið á hægri akstri síðan. En nú verða ökumenn að ganga gegn um aðra prófraun. Um hvíta- sunnuna munu þúsundir bíla streyma út á þjóðvegina og langflestir bílstjórar verða þá byrjendur í hægri umferð úti á vegum. Oft hefur verið bent á þá staöreynd að hætturnar samfara umferðarbreyting unni eru meiri úti á vegum en í þéttbýli. Er þvi mjög mikilvægt að ökumenn sýni sömu tillitsemi og varúð í akstri úti á vegum og þeir gerðu á H-dag í þétfcbýli. Á vegunum skapast vandamál í samtoandi við hægri umferð sem ekki er hætta á í þétt- býli. Ef ökumenn aka lengi án þess að þeir hafi önnur öku- tæki fyrir augunum, en þau sem þeir eru í sjálfir, er hætt við að þeir hafi ekki stöðugt í huga að aka á hægra vegar- helmingi. Flestir þjóðvegir eru ekki breiðari en svo að tæp- ast er hægt að segja, að þeir séu nema ein akrein þótt bíl- ar geti mætzt þar. Aka því flestir bílar að meira eða minna leyti eftir miðjum veg- inum. Er ávallt hætta á að þeg ar bílar mætast á slíkurn veg- um að viðbrögð bílstj óra séu ekki rétt og að þeir víki t’-i vinstri, eins og þeir eru van- astir en ekki til hægri og nú ber að gera. Þá er framúrakst ur nú sérstaklega hættulegur. Aka verður fram úr toílum vinstra megin við þá og þótt það hafi gengið blessunarlega vel í þéttbýli er það sýnu hættulegra að treysta á rétt viðtorögð úti á vegum. Vegirn- ir eru yfirleitt mjórri. Hætt er við aö ökumenn haldi sig ekki nægilega vel úti í hægra kanti og vegabrúnir eru oft lausar í sér og lítið svigrúm á þjóð- vegum. Við umferðarbreytinguna var löggæzla úti á þjóðvegum allt að því fjórfölduð frá því sem verið hafði. Tólf bifreiðar ríkislögreglunnar hafa verið við eftirlits- og löggæzlustörf úti á þjóðvegum, og auk þess var löggæzla í kaupstöðum og kaupfcúnum landsins stóraukin. Þessari löggæzlu verður haldið áfram. Um hvítasunnuhelgina verð ur þjóðvegalöggæzla enn stór aukin, einkum á Suðvestur landi. svo og út af Akureyri, þar sem búast má við mestri umferð. Aðalverkefni þjóð- vegalöggæzlunnar verður að fylgjast með að reglur um há markshraða verði virtar og ^ökumenn hagi akstri sínum í samræmi við a'ðstæður og stað setji ökutæki sin rétt á veg- unum. Auk þessarar löggæzlu verða til staðar flokkar löggæzlu- manna, sem unnt verður að senda til þeirra staða, sem þörf verður á. Upplýsinga- og fjarskipta stöð lögreglunnar verður starfrækt með svipuðu sniði og var um síðustu helgi, er breytt var yfir í hægri umferð, í náinni samvinnu við Ríkisút varpið. Verður áminningum og leiðbeini.ngum til ökumanna útvarpað við og við alla helg- ina. Sjö vegaþjónustubifreið- ar frá Félagi isienzkra bif- reiðaeigenda verða úti á þjóð vegum. aðallega nér á Suö- vesturlandi. vegfarendum til aðstoðar. — Leggjumst öll á eitt um að skapa farsæla og slysalausa hvítasunnuumferð --- þá verð- ur neimkoman ánægjuleg. HVEE AF ÞESSUM ÞREM KAFFITE6UNDUM ER BEZT? Það er smekksatriði - hitt er staðreynd að allt er þetta úrvalskaffi. Þess vegna eru allar tegundirnar svona hressandi. * 0. JOHHSON &KAABEB /EUUtt Islenzkt(Jc|)islenzkan IDNÁD STUÐNINGSMENN GUNNARS THORODDSENS efna til almenns fundar í Stykkishólmsbíói, STYKKISHÓLMI, þriðjudaginn 4. júní kl. 20,30. Gunnar Thoroddsen og kona hans koma á fundinn. STUÐNINGSMENN GUNNARS THORODDSENS efna til almenns fundar í Röst, HELLISSANDI, miðvikudag- inn 5. júní kl. 20,30. Gunnar Thoroddsen og kona hans koma á fundinn. STUÐNINGSMENN GUNNARS THORODDSENS í VESTMANNAEYJUM efna til almenns fundar í samkomuhúsinu, fimmtudaginn 6. júní kl. 21,00. Gunnar Thoroddsen og kona hans koma á fundinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.