Alþýðublaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 13. mars 1990 Stórveldaslagur í skák: Norrænu sveitina skortir breidd Áberandi betri árangur á efri bordunum. Noröur- löndin eru ná langnedst en ef aðeins uœri teflt á fimm bordum uœri norrœna sueitin í ödru sœti. Browne og Mestel í banastuði og uinna allar skákir. Nigel Short hefur hins uegar tapad öllum sínum skákum. Þeir hafa unnið allar sínar skákir Bandarikjamaðurinn Browne, Bretinn Bestel og Sovétmaðurinn Ivanchuk sem reyndar hvíldi sig í 1. umferð. Staðan í stórveldaslagnum í skák er nokkurn veginn í sam- ræmi við styrkleika liðanna á Elotöflunni eftir að þrjár um- ferðir hafa verið tefldar. Sovét- ríkin eru í efsta sæti með 17 'h vinning. Lið Bandaríkjamanna fylgir þó á hæla hins sovéska. Bretar eru nú í þriðja sæti og Norðurlandabúar reka lestina. Bandaríkjamennirnir komust reyndar upp að hlið Sovétmann- anna eftir aðra umferð á laugardag- inn þegar þeir gjörsigruðu norræna liðið með 71/2 vinningi gegn 21/2. Á sunnudaginn var hins vegar röðin komin að Bandaríkjamönnum að lúta í lægra haldi fyrir sovésku sveit- inni. Úrslit í þeim þremur umferðum sem nú er lokið urðu þessi: 1. umferð — föstudagur. Bandarikin — Bretland 4—51/2 Norðurlönd — Sovétríkin 4—5'h 2. umferð — laugardagur. Sovétríkin — Bretland 6—3'Æ Norðurlönd — Bandaríkin 2—1'Æ 3. umferð — sunnudagur. Bandaríkin — Sovétríkin 4—5 'h Bretland — Norðurlönd 5—4 'h Staðan að loknum þrem umferð- um er þessi: Sovétríkin 17 'h Bandaríkin 16 'h Bretland 14 'h Norðurlönd 11 'h Norðurlandabúarnir eru orðnir langneðstir og munar þar að sjálf- sögðu mest um hrakfarirnar gegn Bandaríkjamönnum á laugardag- inn. Þessi úrslit lyfta bandaríska lið- inu að sama skapi upp. Ef úrslit þessa móts verða á einhvern hátt óvænt, virðist nú einna liklegast að það gerðist með þeim hætti að Bandaríkjamenn sigruðu eða yrðu jafnir Sovétmönnum. Þetta gæti t.d, gerst þannig að norræna sveitin héldi í við sovéska liðið en tapaði aftur stórt fyrir því bandaríska. Það er reyndar athygli vert að tals- verður munur er á frammistöðu manna í norrænu sveitinni. Þeir sem tefla á efri borðunum standa sig mun betur. Þetta bendir til þess að Norðurlöndin skorti breidd. Við eig- um einfaldlega ekki nógu marga góða skákmenn til að tefla á svona mörgum borðum. Þetta sést mjög skýrt þegar töflunni er skipt í tvennt og neðri helmingurinn skorinn frá. Ef aðeins væri teflt á fimm efstu borðunum væri staðan í stórvelda- slagnum eftir fyrri helming keppn- innnar þannig: Sovétríkin 9‘/z Norðurlönd 8 Bandaríkin 6'h Bretland 6 Eins og gengur er það ákaflega misjafnt hvort einstakir skákmenn eru í ham eða ekki. Af íslendingu- um hefur Jóhann Hjartarson staðið sig best. Hann hefur unnið tvo sigra og gert eitt jafntefli. Sömu sögu er að segja um Norðmanninn Siemen Agdestein sem teflir á fyrsta borði. Þessir tveir hafa greinilega sérstöðu í norrænu sveitinni. Flesta vinninga fram að þessu hafa Bandaríkjamaðurinn Walter Browne og Bretinn Jonathan Mest- el. Báðir hafa unnið allar þrjár skák- ir sínar fram að þessu. Vassily Ivanc- huk sem teflir á öðru borði fyrir Sov- étmenn hefur einnig fullt hús stiga en hann hvíldi sig í fyrstu umferð- inni og hefur því aðeins tvo vinn- inga. Bretinn Nigel Short hefur oft stað- ið sig betur en á þessu móti. Hann hefur tapað öllum þremur skákum sínumá 1. borði. ífyrstuumferðtap- aði hann fyrir Bandaríkjamannin- um Boris Gulko, í annarri umferð fyrir sovéska varamanninum Ver- eslav Eingorn og í þríðju umferðinni á sunnudaginn varð hann að játa sig sigraðan af Simen Agdestein. En víkjum nú sögunni að skákun- um sjálfum. í hrakfaraumferðinni miklu gegn Bandaríkjamönnum á laugardaginn, kom það í hlut Agde- steins að bjarga því sem bjargað varð með sigri á Boris Gulko á 1. borði. Þetta var eini norræni sigur- inn í annarri umferð. Hvítt: Simen Agdestein Svart: Boris Gulko 1. d4 - Rf6 2. c4 - c5 3. d5 - g6 4. g3 - Bg7 5. Bg2 — e6 6. dxe6 — fxe6 7. Rc3 - Rc6 8. Rh3 - Re5 9. b3 - Da5 10. Bd2 - a6 11. 0-0 - Dc7 12. f4 - Rf7 13. e4 - d6 14. Rf2 - 0-0 15. Rd3 - Bd7 16. De2 - Bc6 17. Hael - b5 18. g4 - Rd7 19. g5 - Rb6 20. Rf2 - b4 21. Rdl — a5 22. Rg4 - Rd7 23. h4 a4 24. Bcl - axb3 25. axb3 — Hal 26. Bb2 - Ha2 27. e5 - Bxg2 28. Dxg2 — dxe5 29. fxe5 - Rfxe5 30. Hxf8+ - Kxf8 31. Dg3 - Hxb2 32. Rxb2 - Dd6 33. Hdl - Dc6 34. Hfl+ - Ke7 35. Rd3 - De4 36. Rdxe5 — Rxe5 37. Rf6 — Bxf6 38. Hxf6 — Dd4 + 39. Kg2 - De4 + 40. Kgl — Dd4 + 41. Kfl - De4 42. Hf4 - Dbl + 43. Kg2 - Rd3 44. Hfl - Dc2 + 45. Khl - e5 46. De3 - Kd6 47. Df3 - Rf4 48. Hal — Ke6 49. Ha6+ — gefið í þriðju umferðinni sem tefld var á sunnudaginn, sigraði Sovétmaður- inn Vassily Ivanchuk Bandaríkja- manninn Yasser Seirawan á öðru borði í viðureign þessara liða. Við- ureign risaveldanna við skákborðið lauk með naumum sigri Sovét- mannanna. Hvítt: Vassily Ivanchuk Svart: Yasser Seirawan 1. d4 - Rf6 2. c4 — c5 3. d5 - e5 4. Rc3 - d6 5. e4 - Be7 6. h3 - 0-0 7. Rf3 - Rbd7 8. g4 - Re8 9. Bd3 - g6 10. Be3 - Rg7 11. Hgl - Rf6 12. De2 - h5 13. Rd2 - Dd7 14. f3 - Rh7 15. 0—0—0 — Bg5 16. Bxg5 — Rxg5 17. Dg2 - De7 18. h4 - Rh7 19. Dg3 - a6 20. g5 - f6 21. gxf6 — Hxf6 22. Hdfl - Bd7 23. f4 - exf4 24. Hxf4 - Hxf4 25. Dxf4 - Hf8 26. Dh6 - Be8 27. e5 — Dxe5 28. Bxg6 — Bxg6 29. Dxg6 - Kh8 30. Rce4 - Rf5 31. Dxh5 - Rd4 32. Dxe5+ — dxe5 33. Hg6 - Hf4 34. Hb6 - Hxh4 35. b3 - Hhl + 36. Kb2 - Hh2 37. Hxb7 - Rg5 38. Ka3 - Rxe4 39. Rxe4 - 1-0 Breska undrabarnið og núverandi Bretlandsmeistari, Michael Adams, mátti bíta í það súra epli á sunnu- daginn að tapa fyrir Jóhanni Hjart- arsyni í stuttri skák. Þetta er fyrsta tap Adams í þessu móti. Hann vann bandaríska stórmeistarann Larry Christiansen í fyrstu umferð og hélt síðan jöfnu gegn Sovétmanninum Gurevich. Gegn Jóhanni varð hann hins vegar að játa uppgjöf sína eftir aðeins 24 leiki. Hvítt: Michael Adams Svart: Jóhann Hjartarson 1. e4 — c5 2. Rf3 - d6 3. d4 — cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 — a6 6. Be3 — e6 7. Dd2 - Rbd7 8. f3 - b5 9. 0-0-0 — Bb7 10. g4 - h6 11. h4 - b4 12. Rce2 - d5 13. exd5 — Rxd5 14. Rf4 - Rxe3 15. Dxe3 - Db6 16. Del - 0-0-0 17. Rfe2 - Bc5 18. Bg2 - Rf6 19. Rb3 - Be3 + 20. Kbl - Hxdl + 21. Dxdl - Rxg4 22. Dfl - Rf2 23. Hh2 - Hd8 24. Recl — Bf4 og þar með gafst hvítur upp. Skákmennirnir fengu að hvíla sig í gær en kl. 17 í dag setjast þeir aftur að tafli í hinu nýja húsnæði Skák- sambands íslands að Faxafeni 12. Þá mæta Norðurlandabúar Sovét- mönnum öðru sinni og Bandaríkja- menn tefla aftur við Breta. í flestum tilvikum eigast við sömu menn og áður en að þessu sinni hafa þeir hvítt sem tefldu á svart í fyrra skipt- ið. Skil á staðgreiðslufé 1990: EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15. hvers mán- aðar. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.