Alþýðublaðið - 27.04.1990, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 27.04.1990, Qupperneq 1
Kvótafrumvarpid: Forkaupsréttur til útgerðar- aðila en ekki sveitarfélaga — segir í tillögum frá Alþýöuflokknum. Stefnt aö því aö Ijúka afgreiðslu málsins fyrir þinglok „Það er ekki meðai verkefna sveitarfélaga að kaupa og reka fiski- skip. Sveitarfélög hafa lagt fram fé til útgerðar- fyrirtækja í því skyni að styrkja atvinnulífið en mjög vafasamt er að ákveða forkaupsrétt þeirra á skipum,“ segir í hugmynd sem Jón Sig- urðsson iðnaðarráð- herra hefur lagt fram varðandi forkaupsrétt sveitarfélaga á skipum. Mjög hefur verið um það rætt í sambandi við nýtt frumvarp um stjórn fisk- veiða að gefa sveitarfélög- um forkaupsrétt á skipum sem seljast eiga úr viðkom- andi sveitarfélagi. í tillög- unni sem Jón Sigurðsson lagði fram er þess. í stað lagt til að það mætti veita sveitarstjórnum 4 vikna frest til þess að finna út- gerðaraðila í heimabyggð sem notfæra vildi sér for- kaupsréttinn. Þó svo að náðst hafi sam- komu lag um að afgreiða kvótafrumvarpið úr nefnd í dag er ekki ennþá útséð um að það verði afgreitt fyrir þinglok. Ljóst er að ein- hverjir stjórnarþingmenn vilja helst fresta afgreiðslu frumvarpsins fram á haust. Telja þeir að í frumvarpinu felist það róttækar breyt- ingar að það sé ekki for- svaranlegt að afgreiða það í hasti. I þeim frumvörpum sem snúa að fiskveiðum og fyr- irhugað er að afgreiða fyrir þinglok er þau helstu ný- mælin að opnað verður fyr- ir sölu eða leigu veiðiheim- ilda og sérstaklega er gert ráð fyrir byggðakvóta. Þótt allverulega mismundandi hugmyndir séu um það milli stjórnarflokkanna og innan þeirra um hvernig skuli stjórna fiskveiðum fallast flestir stuðnings- menn stjórnarflokanna á þá málamiðlun sem fyrir liggur enda verði frum- varpið endurskoðað fljót- lega. Sjá nánar fréttaskýr- ingu bls. 5 Moröiö á bensínafgreiöslumanninum: Sökudólgur eða -dólgar ófundnir Morðingi, eða morðingj- ar, afgreiðsiumanns á bensínstöð Olíufélagsins hf. við Stóragerði ganga enn lausir. Að sögn Heiga Daníelssonar, yfirlög- regluþjóns í Rannsóknar- lögreglu ríkisins hefur rannsókninni ekki miðað Fyrirsjáanlegur skortur aðstodarlœkna: Fleirum hleypt gegnum læknadeild? Mjög mikill skortur á að- stoðarlæknum er fyrirsjá- anlegur á næstu árum. Er takmörkunum, svokölluð- um Numerus Clausus, inn á annað ár í læknadeild Háskóla íslands kennt um. Aðeins útskrifast nú um 30 til 35 kandídatar árlega vegna þessara takmark- ana, en stöður aðstoðar- lækna eru áætlaðar 100 og er því Ijóst að þessi fjöldi nægir hvergi til. Ólafur Ólafssonar, land- læknir sagði í samtali við Al- þýðublaðið í gær svo geta far- ið að rýmka verði reglur um takmarkanir inn í læknadeild til að mæta fyrirsjáanlegum skorti á aðstoðarlæknum á næstu árum. Vandi dreifbýlisins er mikill að sögn landlæknis en að meðaltali er þar einn læknir á hverja 1307 íbúa. Allt annað er uppi á teningnum þegar lit- ið er til höfuðborgarsvæðis- ins en það er að meðaltali einn læknir á hverja 223 íbúa. mikið. Aðspurður sagði Helgi að ef til vill mætti segja að lögreglan væri engu nær en í upphafi. Hann bætti þó við að þetta væri spurning um orðalag. „A.m.k. má segja að málið er ekki upplýst ennþá,“ sagði Helgi við Alþýðu- blaðið í gær. Helgi sagði að rannsóknar- lögreglan hefði fengið mjög mikil viðbrögð frá almenn- ingi og fólk hefði hringt til að gefa upplýsingar sem það teldi koma að gagni. En ekki væru þær upplýsingar allar fullkannaðar enn sem komið er. Alþýðublaðinu er kunnugt um að lögreglan yfirheyrði íbúa í nærliggjandi blokkum við bensínstöðina í gær og fyrradag en það bar engan árangur. Afgreiðslumaðurinn var myrtur á áttunda tímanum á miðvikudagsmorguninn. Morðinginn, eða morðingj- arnir höfðu á brott með sér umtalsverða fjárhæð sem geymd var í bensínstöðinni. Eftir að hann, eða þeir, höfðu framið ódæðið tók hann bíl hins látna og ók vestur í bæ þar sem bíllinn fannst um kl. 09.00. Lögreglan rakti slóð mis- yndismannsins eða -mann- anna, með aðstoð sporhunds, um vesturbæinn en það bar ekki árangur. Lögreglan vill engar upplýsingar gefa um það hvort rannsókn á bíinum hefur leitt til einhverrar nið- urstöðu. Hinn látni hét Þorsteinn Guðnason, til heimilis að Skaftahlíð 26 í Reykjavík. Hann var fæddur 1942 og lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. Úli að hjóla á ísleasku sumri Það ætlar seint að sumra hér á landi þetta árið. Þessi mynd er tekin í Reykjavík, þar sem greinilega er allra veðra von reyndar. Ástandið er þó mun verra annars staðar á landinu, norðan- og vestanlands geisaði ofsaveður í fyrradag og norðurleiðin mjlli I Akureyrar og Reykjavíkur var ófær lengst af dagsins í gær. Sumarið hefur enn eina ferðina leikið illilega á almanakið. A-mynd: E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.