Alþýðublaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 27.04.1990, Blaðsíða 6
6 rv 12.000 sniglar frelsaðir (LUNUON, Keuler) Dýraverndunarmenn réðust inn á býli og frelsuðu 12 þúsund ætisnigla. Sniglarnir sem frels- aðir voru, höfðu verið í fitun og ætlaðir vaxandi eftirspurn breskra veitingahúsa eftir þess- um franska sælkerarétti, sem oftast er framreiddur í höfugri hvítlaukssósu. En sniglanna tólf þúsund beið annað en hvítlaukssósudauði, — Föstudagur 27. apríl 1990 þeir eru vanir sérstöku hitastigi og ekki taldir eiga sér lífs von í köldu loftslagi enskra sveita í dag. Eða eins og Peter Van Poortvliet bóndi sagði: Það er útilokað að þeir lifi þetta af. Leiðrétting í grein í Alþýðublaðinu síðastlið- inn miðvikudag, þar sem fjallað var um gjaldþrot og rekstrarerfiðleika fyrirtækja í kjölfar stórra fjárfest- inga í húsnæði. Þar var sagt að Volvo umboðið hefði orðið gjald- þrota í kjölfar byggingar á nýju hús- næði. Þetta er ekki rétt. Fyrirtækið var aldrei tekið til gjaldþrotaskipta. Alþýðublaðið biður hlutaðeigandi afsökunar á rangherminu. Ritstj. Sendiherrar frá ólíkum slóðum Aðalfundur Samvinnubankans Aöalfundar Samvinnubanka íslands h.f., veröur haldinn aö Hótel Sögu, Súlnasal, föstudaginn 27. apríl 1990 kl. 13.30. Dagskrá: 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans fyrir sl. starfsár. 2. Lagöir fram endurskoöaöir reikningar bankans fyrir sl. reikningsár. 3. Lögö fram tillaga um kvittun til bankastjóra og bankaráös fyrir reikningsskil. 4. Önnur mál sem tilkynnt hafa veriö bankaráöi meö löglegum fyrirvara, sbr. 69. gr. hlutafélagalaga. 5. Kosning bankaráös. 6. Kosning endurskoðenda. 7. Ákvöröun um þóknun til bankaráös og endurskoöenda. 8. Ákvörðun um greiöslu arös. 9. Önnur mál. Gert er ráö fyrir að lögö veröi fram tillaga um sameiningu Samvinnubanka íslands hf. viö Landsbanka íslands, samanber 4. dagskrárliö hér aö framan. Veröi tillagan samþykkt falla dagsskrárliöir 5 - 8 sjálfkrafa niöur. Aðgöngumiðar og atkvæöaseölar til fundaríns veröa afhentir á fundarstaö. Bankaráð Samvinnubanka íslands hf Forseti íslands tók nýlega við trúnaðarbréfum tveggja sendi- herra, sem koma frá þjóðum á ólíkum slóðum, frá Danmörku og Botswana. Viðstaddur athöfnina var Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra og kona hans, Bryndís Schram. Sendiherrarnir eru þeir Villads Villadsen og Alfr- ed Majaye Dube GETRAUNIR Þrátt fyrir að við á Alþýðublaðinu værum með flesta rétta í síðustu leikviku og unnum tvö stig á Stöð 2 er samt enn á brattann að sækja. Stöð 2 er ennþá með afgerandi forystu í fjölmiðlakeppninni eða 91 stig og 5 stigum meira en næstu fjölmiðlar sem eru Alþýðublaðið og Bylgj- an með 86 stig. Aðeins þrjá leikvikur eru eftir af keppninni svo ekki verður hlaupið að því að ná Stöð 2 í stigum. Seðill næstu viku er óvenju léttur og ótrúlegt hvað fjölmiðlarnir eru ósamstíga í spám sínum. Allir veðja þeir þó á að Arsenal vinni Millwall og að Liverpool vinni Q.P.R. Baráttan á toppnum stendur enn á milli Liv- erpool og Áston Villa og reyndar spá allir fjölmiðlar því að Villa sigri nema fiminn en vegir hans eru órannsakanlegir. Okkar spá hljóðar svo: 111/X1X/X1X/X11 FJÖLMIÐLASPÁ LEIKIR 28. APRÍL ’90 J m Z > o TlMINN Z z 3 > s 2 DAGUR I RÍKISÚTVARPIÐ I BYLGJAN I STÖÐ2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LUKKULfNA SAMTALS 1 X 2 Arsenal - Millwall 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 Aston Villa - Norwich 1 1 X 1 1 1 1 1 1 1 9 1 0 Charlton - Sheff. Wed. X 2 2 1 X 1 X X 1 2 3 4 3 Chelsea-Everton 1 X 2 1 X 2 2 1 X X 3 4 3 Liverpool-Q.P.R. 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 Luton - C. Palace 1 1 1 1 1 1 1 2 X X 7 2 1 Man. City - Derby 2 X X X 1 1 1 2 X X 3 5 2 Southampton - Coventry 1 1 2 1 1 1 1 1 1 2 8 0 2 Wimbledon - Tottenham 1 2 X 2 2 2 2 1 X 1 3 2 5 Ipswich - Blackburn 1 1 1 2 X X 1 1 X 1 6 3 1 Newcastle - West Ham 2 1 1 1 1 X 1 1 1 1 8 1 1 Wolves-Sunderland 1 1 1 1 1 X 1 1 1 X 8 2 0 RAÐAUGLÝSINGAR |P \r ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁO Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Til sölu eru eftirtalin tæki fyrir þvottahús: Taurúlla með 2 völsum fyrir gufu, tegund G.E.M. valsabreidd 2 m. Þvermál á völsum 25 sm. Þeytivindur, 2 stk., tegund G.E.M. 12—15 kg og 6—8 kg. Þurrkari fyrir gufu, tegund Cissell, 22 kg. Snúningspressa fyrir gufu, tegund Baker Perk- ins Jaxons. Fatapressa fyrir gufu, tegund G.EM. Nánari upplýsingar veita Jakob Jónasson eða Guð mann Jóhannsson, í síma 96-2210Q Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ Hjá íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur eru laus- ar tvær stöður forstöðumanns við félagsmiðstöðv- ar. Staða forstöðumanns Tónabæjar og staða for- stöðumanns Þróttheima. Menntun á sviði æskulýðs- og félagsmála æskileg og jafnframt reynsla af stjórnarstörfum. Laun skv. kjarasamningi borgarstarfsmanna. Upplýsingar veitir æskulýðs- og tómstundafulltrúi, Fríkirkjuveg 11, sím'i 622215. Umsóknum ber að skila til skrifstofu íþrótta- og tómstundaráðs, Fríkirkjuvegi 11, á sérstökum eyðu- blöðum sem þar fást, fyrir kl. 15.00 miðvikudaginn 9. maí 1990. Lokað vegna jarðarfarar Mánudaginn 30. apríl verður skrifstofa Alþýðu- flokksins lokuðfrá kl. 12.00 á hádegi, vegna jarðar- farar Garðars Sveins Árnasonar. Stjórnin. .Flokksstarfíð Opinn fundur SUJ heldur opinn fund, laugardaginn 21. apríl kl. 10.00, Hverfisgötu 8—10. Stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.