Tíminn - 22.06.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.06.1968, Blaðsíða 8
I HEIMSFRÉTTUM TÍMINN LAUGARDAGUR 22. júní 1968. KOSNINGAR I FRAKKLANDI Fyrri uimferð í frönsku þing bosningunum verður háð á morgun, sunnudag, en sú síð- ari að viku liðinni, sunnudag- inn 30. júní. Kosningabaráftan er á lokastigi, og bendir flest til þess að andstæðurnar í frönskum stjórnmálum — stuðningmenn Gharles de Gaulle annars vegar og komm únistar hins vegar — muni efl ast að fylgi á kostnað þeirra, sem teljast vera þeirra á milli stjórnmiálalega. Jafnframt er talið sennilegt, að Gaullistar muni hljóta starfshæfan þing meirihluta á ný. Ef bilið milli þessara tveggja andstæðna í frönskum stjórn- málum hefur lengzt, er það ekki sízt verk de Gauille sjálfs, enda beinist áróður hans, og stuðningsmanna hans, gegn kommúnistum sem hættuleg- um Fimmta lýðveldinu. Hefur hann lagt á það megináherzlu, að einungis flokkur Gaullista geti varið lýðveldið; kommúnist ar muni eyðileggja það. Hefur jafnvel nafni floikks de Gaulle verið breytt í samræmi við þetta, og heitir nú „Varnar- bandalag lýðveldisins". OAS-leiðtogar sleppa úr haldi Lausn de Gaulle á Alsírstyrj öldinni vann honum óstjórnlegt hatur öfgamanna þeirra, er vildu halda Alsír sem óaðskilj- anlegum hluta Frakklands hvað sem það kostaði. Þessir menn mynduðu leynisamtökin „OAS“, sem með hryðjuverkum og morðum reyndu að nó máli sínu fram. Gerðu hryðjuverka menn þessara samtaka m. a. fjölmargar tilraunir til að ráða forsetann, de Gaulle, af dögum. Eitt sinn munaði ein- ungis tveimur þumlungum, að það tækist. Fjöldi OSA-mannanna — og þar á meðal nokkrir leiðtogar hreyfingarinnar — voru hand- teknir og dæmdir, sumir til dauða en aðrir í langa fangelsis vist, fyrir glæpi sína gegn frönskum yfirvöldum. En í þeirri baráttu, er de Gaulle heyr nú, virðist þetta gleymt, o,g OAS-menn hafa verið náð- aðir í stórum stíl. Fyrstur var George Bidault, fyrrum ráðherra í mörgum frönskum ríkisstjórnum Fjórða lýðveldisins, en hann átti mik- inn þátt í því á sínum tíma að de Gaulle komst til valda. Laugardaginn 8. júní s. 1. hélt hann til Parísar frá Belgíu eff- ir sex ára útlegð í mörgum löndum Var hann látinn frjáls ferða sinna, enda þótt hand- tökuskipun á hendur honum væri fyrir hendi. Bidault studdi OAS-samtökin á sínum tíma. Brátt kom í ljós, að Bidault var einungis sá fyrsti af mörg um OAS-leiðtogum — og und- irmönnum — er de Gaulle hafði ákveðið að láta -lausa fyr ir kosningarnar. Og náðunun- um linnti loks, er Raoul Salan — leiðtogi uppreisnar herfor- ingjanna í Alsír 1961 og síðan OAS — var sleppt sl. laugar dag. Samtímis var Antoine Ar- goud, sem var leiðtogi OAS í Frakklandi, einnig sleppt, og fjölmörgum valdaminni mönn- Charles de Gaulle, forseti um í þessari hryðjuverkahreyf- ingu. Ljós er tilgangurinn með þessum náðunum hryðjuverka- mannanna. Eða, með orðum „The Times“ í vikunni: „De Gaulle, hershöfðingi, sem nú er í pólitískum vanda, gerir allt sem hann getur til þess að kljúfa Frakkland að nýju í tvær fylkingar, aðra Gaullíska en hina kom'múnistíska, og hann þarf því einnig á atkvæð um gömlu /jandmanna sinna, hinna öfgafuliu hægrimanna, að halda.‘ í forsetakosningunum 1965 reyndist atkvæðamagn þessara Francois Mitterand, leiðtogi Vinstrasambandsins öfgamanna um 5% greiddra at- kvæða. Þegar litið er til þess, að í síðustu þingkosningum í Frakklandi, í marz 1967, skiptu innan við 1000 atkvæði úr- slitum í 52 kjördæmum. verð ur ljóst hversu miklu það kann að skipta fyrir Gaullista að hljóta stuðning þessara hægrimanna Það getur ráðið úrslitum í mörgum kiördæmum á sunnudaginn, de Gaulle í vil En önnur ástæða kann einnig Waldeck-Rochet, leiðtogi kommúnista að liggja þarna að baki. Um síðustu mánaðamót — þegar 10 milljónir Frakka voru i verk- falli ,og stúdentar aðsópsmestir í mótmælaaðgerðum sínum — ^kvað de Gaulle að setja hart á móti hörðu. Áður en hann gæti tekið slíka stefnu opinber lega, þurfti hann þó að hafa að baki sér öruggan stuðning þeirra, sem valdið hafa — hers ins. Þvi var það, að 29. maí hitti hann leynilega ýmsa æðstu hershöfðingja Frakk- lands og leitaði eftir stuðningi þeirra, ef beita þyrfti valdi. Þann stuðning fékk de Gaulle, sem síðan tilkynnti ákvörðun Plerre Mendes-France fyrrum forsaetisráðherra sína um þingrof og nýjar kosn ingar. Vitað er, að meðal þessara hershöfðingja eru OAS-leiðtog arnir I heiðri hafðir, enda sum ir- hverjir fremstu hernaðarséi fræðingar Frakklands Og einn æðsti hershöfðingi franska hersins. Jacques Massu, stóð að uppreisninni gegn frönsku rík isstjórninni 1958 i Alsír, og er þvi vel kunnugur Salan og öðrum háttsettum OAS-leiðtog um. Er talið sennilegt, að náð un Salan, Argoud og fleiri fé- laga þeirra hafi verið verð hershöfðingjanna fyrir stuðn- ing þeirra. Áróður Gaullista Gaullistar hafa lofað verka mönnum kjarabótum og auk- inni „þátttöku" í fyrirtækjum þeim, er þeir vinna við — þó án nánari útlistunar um hversu djúpstæð slík þátttaka á að vera. Jafnframt hafa þeir lofað stúdentum umbótum í skólamál um, en enn án þess að farið sé út í einstök atriði. Þetta er hið jákvæða í á- róðri Gaullista í kosningabar- áttunni. Það, sem mest áherzla er aftur á móti lögð á, er að æsa upp ótta manna við komm únista. George Pompidou, for- sætisráðherra, talar t. d. mjög alvöruþrungið um nauðsyn á yfirburðasigri Gaullista, „því víð þurfum að verja lýðveldið, ekki eftir 10 ár, heldur eftir þrjá mánuði”. Stöðugur and- kommúnistískur áróður er bar- áttutækið. Þvi er beitt í þvi skyni að reyna að sameina alia, er andvígir eru kommúnisma. til stuðnings við frambjóðendur Gaullista. Það skiptir þá litlu máli í þessu sambandi, að „kom ið var í \?eg fyrir borgarastyrj öld í síðasta mánuði svo til jafmt vegna stillingar kommún- ista eins og staðfesti hershöfð ingjans" svo notuð séu orð brezka blaðsins „Sunday Tim- es“. f áróðri Gaullista er komm únisminn hinn ógnvekjandi ó- vinur franska lýðveldisins. Áróður kommúnista Á móti þessum áróðri Gaull ista koma síðan kommúnistarn- ir með síendurteknar fullyrð ingar um það, hversu góðir lýð ræðissinnar þeir séu, og það sé de Gaulle sem sé einræðis- George Bldault, frjáls ferða sinna herrann. Og rétt er það, að í á tökunum síðustu vikurnar sýndi flokkurinn, að hann er byltinga flokkur einungis i orði, en í verki „borgaralegur" flokkur, sem hræðist byltingarástand eins ’jg heitan eldinn Kommúnistar leggja áherzlu á, að þeir vilji lýðræði. raun- verulegt pólitískt og efnahags- legt lýðræði. Og þeir segjast jafnvel ekki vilja ráða einir; — „Andstætt Gaullistaflokknum, sem er einræðisflokkui og krefst valdsins í sínar eigin hendur, krefjumst við kommún istar ekki alls valds í hendur okkar eigin flokks. . . . Myndun raunverulegs lýðræðisþjóðfé- lags í Frakklandi er ekki verk efni eins manns, eða eins flokks, þótt það sé okkar flokik ur, heldur verkefni allrar þjóð arinnar.“ Þessi orð „Waldeck-Rocshet, framkvæmdastjóra flokksins, eru nokkuð dæmigerð um áróð- ur kommúnista. Ánnars vegar að stjórn de Gaulle sé einræði. Hins vegar að kommúnistar séu góðir lýðræðissinnar, er vilja stjórna með öðrum og .hafa lýð ræði í heiðri. Hvað með aðra flokka? Nokkrir aðrir flokkar bjóða fram í þessum kosningum — en samtals eru 2.298 frambjóðend ur sem berjast um þingsætiri 470. Stærstir þessara flokka eru Vinstrasambandið, undir forustu F. Mitterand, Miðsam- bandið, undir stíórn Jean Le- canuet, Lýðveldissinnarnir, sem starfa með Gaullistum eftir kosningar að öllum líkindum, undir stjórn Valéry Giscar d‘ Estaing, og Sameinaði sósíalista flokkurinn undir stjórn þeirra Mendés-France, fyrr forsætis- ráðherra, og eins mesta þimg- skörungs Frakklands. Hvað verður um fylgi þessara flotkka, sem lenda á milli hinna stóni fylkinga? Um það er erfitt að spá, þótt flestir telji sennilegt, að þeir muni nokk- uð tapa fylgi — ef áróður tveggja höfuðfylkingamna ná einhverjum árangri. Þvi er talin hætta á, að Vinstrisamband Mitterands bíði nokkurt fylgistap vegna hinna skörpu átaka forystumanna Gaullista og kommúnista, Mitt Roaul Salan, OAS-foringinn erand hefur verið hlynntur sam starfi við kommúnista, en í kosningabaráttunni nú hefur hann einnig gefið til kynna, að samstarf við Miðsamband Le- canuet. Veruleg athygli beinist að flokkj Mendes-France, sem er af ýmsum talinn rótækari en kommúnistgílokkurinn. Er tal- ið, að fylgi þess flokks, P.S.U., Framhald a bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.