Alþýðublaðið - 13.07.1990, Síða 1

Alþýðublaðið - 13.07.1990, Síða 1
MÞYMIBLMB Aktu ekki út i óvissuna aktu ó Ingvar 1 | | I Helgasonhf. Sævarhofða2 Simi 91-67 4000 103. TÖLUBLAÐ 71. ARGANGUR FÖSTUDAGUR 13. JULI 1990 EYÐNI: Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins hafa tveir ís- lendingar látist af völdum alnæmisveirunnar þaö sem af er þessu ári. Einn hefur greinst með smit og einn hefur bæst í hóp þeirra sem eru með sjúkdóminn á lokastigi. ÞILPLÖTUVERKSMIÐJA: Forráðamenn Reykjavíkur- borgar hafa boðið svæði við Sundahöfn sem athafnasvæði fyrir nýja þilplötuverksmiðju. Að sögn Ríkisútvarpsins mun kostnaður við hafnargerð og frágang á svæðinu vera áætlaður um 270 milljónir króna. FORNHYSI '. Jarðhýsi frá því um árið níuhundruð hefur fundist við fornleifauppgröft í Eyjafirði. Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins um málið er talið að jarðhýsi þetta sé sennilega fyrsti bústaður landnámsmanna sem hafa notað jarðhýsið til bráðabirgða. Jarðhýsið er við bæinn Grana- staði. JÓHANN SIGRAR: jó- hann Hjartarson sigraði norska skákmanninn Agdestein á skákmóti því sem nú fer fram á Filipps- eyjum. Jóhann er í 13.-18. sæti með sjö vinninga þeg- ar ein umferð er eftir á mót- inu. Sovétmaðurinn Ivant- sjúk er efstur á mótinu með átta og hálfan vinning. PRENTVÉLADRAUGAR: Tvö prentsmiðjuóhöpp hafa átt sér stað undanfarnar nætur og orðið þess valdandi að miðvikudagsútgáfa Alþýðublaðsins tafðist til hádegis og PRESSAN tafðist síðan einnig daginn eftir og kom þá út einungis í tveimur litum. Að sögn Hákonar Hákonarsonar var þarna um tvær alls óskyldar bilanir að ræða. Allt á nú að vera komið í lag. Sjö, níu, þrettán, bank, bank, bank. HRAÐAHROTTUM FÆKKAR: Síendurteknar fréttir af ofsaakstri bifhjólamanna valda lögregluyfirvöldum og Umferðaráði áhyggjum. Mörg alvarleg slys virðast ekki verða til að bifhjólamenn — margir hverjir — hægi á ferð- inni. Umferðarráð segir þó að hvatningar til ökumanna um að draga úr hraða í umferðinni hafi borið greinilegan árangur í sumar. Hraðahrottunum í umferðinni hefur fækkað og er það vel. STUÐLAFOSS Á STRÖNDINNI: Eimskipafélagið hefur tekið upp aukna þjónustu í strandflutningum sínum. Stuðlafoss, áður Isberg, annast siglingar þessar. Meiningin er að styrkja flutninga til og frá Vestfjörðum og Austfjörð- um. Stuðlafoss mun hafa vikulega viðkomu á 7 höfnum og siglir hálfsmánaðarlega eða sjaldnar á 14 hafnir. Stuðlafoss bætist við þá þjónustu sem Mánafoss hefur gegnt í strand- flutningum félagsins. LEIÐARINN Í DAG í blaðinu í dag er lagt út af viðtali Alþýðublaðs- ins við eiginkonu afbrotamanns. í fangelsinu að Litla-Hrauni eru vistaðir í einni bendu: Síbrota- menn, geðveikir, og unglingar sem forherðast í þessu umhverfi. Sem betur fer bæta margir ráð sitt, þrátt fyrir umhverfið, en ríkisvaldið hef- ur setið eftir. Þar eru fangelsisimálin smánar- blettur, segir í leiðara. Stöð 2 tapar enn „Eru þetta góðir bissness- menn?" Stöð 2 í úttekt. Landsmót í blíðskaparveðri Tuttugasta landsmót UMFÍ er hafið í Mosfellsbæ. Fagrar myndir af upphafsdegi, þann 12. júlí. Kvennalistinn IGuðmundur Einarsson ráð- leggur mönnum sem hyggjast lesa ákveðna grein eftir Krist- ínu Einarsdóttur að fá sér tvær valíum. Vegabréfaskoðun við Árnastofnun? Vegabréfaskoðun við dyr Árnastofnunar og prófborð fyrir útlendinga þar við hliðina, eru meðal þeirra „öryggisverkefna* sem Félag íslenskra fræða stakk upp á í gær þegar stjórn félagsins sendi frá sér gamansama yfirlýs- ingu þar sem farið er háðulegum orðum um þá afstöðu Þjóðminjaráðs að neita Bandaríkjamannin- um McGovern um leyfi til áframhaldandi fornleifa- rannsókna. Rök Þjóð- minjaráðs eru bull að áliti stjórnar Félags íslenskra fræða sem mótmælir þess- ari ákvörðun. Svo virðist sem Þjóðminja- ráð sé tiltölulega eingangrað í þeirri afstöðu sinni að meina bandaríska fornleifafræð- ingnum áframhaldandi ösku- haugarannsóknir hérlendis. Islenskir fornleifafræðingar munu almennt þeirrar skoð- unar að ekkert sé athugavert við starfsemi hans. Svein- björn Rafnsson sagnfræði- prófessor sem helst er í for- svari fyrir bannsinna, hefur sagt að hér sé um „prinsipp- mál“ að ræða og ekki eigi að hleypa útlendingum í forn- leifarannsóknir hérlendis nema í undantekningatilvik- um. Stjórn Félags íslenskra fræða fer hinum háðulegustu orðum um þessa „prinsipp-afstöðu" í yfirlýs- ingu sinni og segir þar m.a. að ef þetta eigi að verða „prinsipp-samþykkt" um af- Sýn hf: Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins munu for- ráðamenn Frjálsrar Fjöl- miðlunar, sem gefur út DV, nú reiðubúnir að auka hlutafé sitt í Sýn hf. til sam- ræmis við það sem til stóð í vetur. Þeir drógu úr fyrir- huguðum hlutafjárkaup- skipti erlendra manna af ís- lenskum fræðum séu næg verkefni framundan á sviði öryggisgæslu. Við gefum stjórn Félags íslenskra fræða orðið: „Byrja mætti á því að setja upp vegabréfaskoðun við dyr Árnastofnunar og prófborð við hliðina, þar sem erlendir fræðimenn yrðu látnir sanna færni sína í íslensku máli og læsi á íslenska menningar- sögu. Einnig mætti hugsa sér um á sínum tíma án þess að gefa haldbæra skýr- ingu á því. Vitað er að DV-menn voru allan tímann andsnúnir sam- einingunni við Stöð 2 og þeg- ar til stóð að Stöð 2 keypti Sýn, vildu þeir neyta for- kaupsréttar. að innkalla allar íslenskar bækur og bækur um íslenskt efni úr erlendum bókasöfn- um og lána þær síðan aðeins til þeirra sem sérskipað þjóð- menningarráð veitir heimild til að lesa slíkar bækur. Við leyfisveitinguna yrði vita- skuld að taka tillit til þess að kenningar og hugmyndir hinna útlendu lesenda og fræðimanna stönguðust í engu á við ríkjandi skoðanir í Háskóla íslands." Nú þegar ljóst virðist að ekki verði af sameiningunni, hyggjast forsvarsmenn Frjálsrar Fjölmiðlunar koma inn í Sýn hf. af fullum krafti að því er heimildir Alþýðu- blaðsins herma. DV eykur hlutafé RITSTJÓRN (C 681866 — 83320 • FAX 82019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR ('C 681866

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.