Alþýðublaðið - 13.07.1990, Page 3
Föstudagur 13. júlí 1990
INNLENDAR FRÉTTIR
3
FRÉTTIR
Í HNOTSKURN
MISHÁTT VERÐ Á KLIPPINGUNNI: Verðlagsstofn-
un gerði nýlega könnun á verði hárgreiðslu- og rakara-
stofa. Slík könnun er að sjálfsögðu erfið, — gæðin eru mis-
munandi eftir meisturum. Könnunin náði til 129 stofa og
reyndist verðið talsvert mismunandi. Búinn var til sérstak-
ur stuðull þannig að meðalverð fengi stuðulinn 100. í stuðl-
inum eru klippingar, karla, kvenna og barna, permanent,
hárlagning og fleira. Rakarastofan Hárflikk á Miklubraut
var með lægsta stuðulinn, 76. Rúmlega tvöfalt hærra verð
var hjá Hárgreiðslustofu Jóa og félaga við Rauðarárstíg,
154.
FJÖGUR PRESTAKÖLL AUGLÝST: Biskup íslands
hefur auglýst fjögur prestaköll laus. Þau eru Bústaða-
prestakall, sem sr. Pálmi Matthíasson hefur þjónað í eitt ár,
Tálknafjarðarprestakall, sem er nýtt prestakall, Holts-
prestakall, sem sr. Gunnar Björnsson hefur þjónaði í tæpt
ár, og Skagastrandarprestakall, sem sr. Ægir Frímann Sig-
urgeirsson hefur þjónað í 3 ár, en hann hefur nú verið skip-
aður sóknarprestur Kársnesprestakalls í Kópavogi. Þá er
laus staða fræðslufulltrúa með búsetu á Norðurlandi.
BÓK FYRIR VEIÐIFÍKLA: Fróði hf. hefur gefið út
Vatnaveiðibókina eftir Guðmund Guðjónsson. Er þetta
önnur útgáfa bókarinnar, sú fyrri seldist upp á skömmum
tíma í fyrra. Bókin er aukin og endurbætt og geymir upp-
lýsingar um flest silungsveiðivötn og silungsveiðiár lands-
ins.
FRAMHALD HAFSKIPSMÁLA: Dómsmálaráðherra,
Óli Þ. Guðbjartsson, tjáir blaðinu að verið sé að athuga
hvað gert verði í Hafskipsmálinu í framhaldi af dómi Saka-
dóms Reykjavíkur. ,,Það er verið að athuga þessi mál núna
næstu dagana. Jónatan Þórmundsson hefur beðið um að
verða leystur frá þessum störfum og við höfum enn ekki
svarað því. Nú er kannað hvort nýr maður verði skipaður."
Óli Þ. Guðbjartsson sagði að sér virtist sem flest benti til að
nýr maður yrði skipaður í stað Jónatans, enda tæki ráðu-
neytið ekki ákvörðun um áfrýjum málsins, né heldur ríkis-
saksóknari eða starfsmenn hans. Ráðherrann kvaðst ekki
getað svarað því hvort áfrýjun málsins væri óumflýjanleg
fordæmisgildis vegna. „Ég get ekki — og vil ekki — svara
þessu, það er allt annarra aðila að gera, sem betur fer,"
sagði Óli Þ. Guðbjartsson.
LANDSMOTIÐ A FULLU: í Mosfellsbæ stendur Lands-
mót ungmennafélaganna yfir og er komið á fullan skrið. I
dag hefst dagskrá með keppni í golfi kl. 8 að morgni og lýk-
ur kl. 3 í nótt í dunandi dansi á Alafossi og í Hlégarði. Setn-
ingarathöfn mótsins fer fram kl. 20 í kvöld á Varmárvelli,
hinum nýja og glæsilega leikvangi Mosfellinga. Keppt er í
ótal mörgum greinum í allan dag, — meðal annars pönnu-
kökubakstri, körfubolta, hestaíþróttum, skák, sundi, fót-
bolta, frjálsum íþróttum og fleiru og fleiru.
FLEIRI BILAR SELJAST: Blómatími bílaumboðanna
var árið 1987 þegar seldir voru 23.459 nýir bílar af ýmsum
gerðum. Árið eftir seldust 15.078 bílar, en í fyrra, þegar
fjárhagur fólks þrengdist og markaður var orðinn mettaö-
ur, seldust 7.476 bílar alls, samkvæmt upplýsingum Bíl-
greinasambandsins. Á þessu ári hefur sala bifreiða glæðst
eilítið miðað við sama tíma í fyrra. Selst hafa 4.192 bílar,
langmest fólksbílar. Japanskir bílar frá MMC, Colt og Lanc-
er, eru vinsælustu bílarnir með um 19% sölunnar að und-
anförnu. Salan núna samsvarar sölu á 25-30 nýjum bílum
á hverjum degi sem sýningarsalir umboðanna eru opnir.
TVEIR UM HVERN FÓLKSBÍL: Bílaeign íslendinga
er með ólíkindum glæsileg, — um síðustu áramót var bíla-
eign 250 þúsund íslendinga 137.772 bílar. Þar af voru rúm-
lega 125 þúsund fólksbílar, það er 2 íslendingar um hvern
fólksbíl, en 1.85 ef allir bílar eru teknir með í dæmið.
ÓPRÚTTNIR VEIÐIMENN: Hafbeitarlax hjá Óslaxi í
Ólafsfirði hefur skilað sér vel, segir í Degi. Og það þrátt fyr-
ir að nokkrir óprúttnir veiðimenn hafi staðið við Ólafs-
fjarðarós og beðið eftir hinum langþráðu gestum og veitt
þá á stöng. Þetta hefur gerst þrátt fyrir stanslausar vaktir
félaga í Veiðifélagi Ólafsfjarðarvatns og lögreglu, segir
Dagur. Fjórir veiðimenn voru þó gripnir aðfararnótt laug-
ardags. Formaður veiðifélagsins, Kristján Jónsson, segir
ekkert annað að gera en láta veiðiþjófana svara til saka.
Ný skýrsla frá Jafnréttisráöi:
Könur sækja á
Konurnar sœkja á þótt karlmenn skipi
enn flestar betur launaðar ábyrgðarstöður
i Stjórnarráði íslands og konurnar vinni enn
að meirihluta þau störf sem lakar eru laun-
uð. Þetta er i sem stystu máli niðurstaðan af
úrvinnslu Jafnréttisráðs á þeim tölum yfir
ástandið sem fram komu i svari félags-
málaráðherra við fyrirspurn Kvennalistans
á Alþingi i vetur.
Ef titillinn á skrifstofu-
hurðinni er ráðuneytis-
stjóri, skrifstofustjóri, fram-
kvæmdastjóri eða annað
þvílíkt, megum við fastlega
gera ráð fyrir að hitta fyrir
karlmann bak við skrif-
borðið í því herbergi.
Starfsheiti kvennanna í
stjórnarráðinu eru önnur.
Konur eru þar stjórnarráðs-
fulltrúar eða bara óbreyttir
fulltrúar og skrifstofu-
menn. Launin sem þessum
starfsheitum fylgja eru líka
önnur — og lægri.
Þetta er þó ekki lengur
án undantekninga. Kon-
urnar sækja á hér sem ann-
arsstaðar og um þriðjungur
deildarstjóra í ráðuneytun-
um eru konur. Fyrir tveim-
ur árum kannaði Jafnréttis-
ráð ástandið í ráðuneytum
og nokkrum opinberum
stofnunum. Þá kom í ljós
aukin sókn kvenna í æðri
og betur launaðar stöður.
Niðurstöðurnar nú virðast
staðfesta þetta.
Stefanía Traustadóttir, fé-
lagsfræðingur hjá Jafnrétt-
isráði, vann þessa skýrslu.
Hún sagði í samtali við Al-
þýðublaðið í gær að konur
hefðu á undanförnum ár-
um stóraukið hlut sinn í
stjórnunar- og ábyrgðar-
stöðum innan ráðuneyt-
anna. Stefanía nefndi sem
dæmi um þetta að 1985
hefði engin kona verið
flokkuð sem BHM-sérfræð-
ingur og aðeins fimm sem
deildarsérfræðingar. 1988
voru átta konur flokkaðar
sem BHM-sérfræðingar og
kvenkyns deildarsérfræð-
ingum hafði fjölgað upp í
ellefu. í báðum tilvikum
voru konurnar komnar upp
í 40% innan þessara stétta.
„Mér sýnast niðurstöðurn-
ar nú staðfesta þessa þró-
un,” sagði Stefanía.
Starfsmenn hins opin-
bera eiga einkum aðild að
tveim launþegahreyfing-
um. Háskólamenntað fólk
er í BHMR en flestir aðrir
opinberir starfsmenn í
BSRB og fá lægri laun. í
niðurstöðum Jafnréttisráðs
kemur fram mjög ákveðin
skipting kynjanna milli
þessara tveggja samtaka.
El ■
& £
7T 7C
i %
* *
róSunegt1*sLJ6r
ikrlfstofustjór
gf1rsórfr®8lngu
d»11d«rstjór
d*11d«rs4rfrc»8l
fr*mk v œmdarst jó
sirh. fulltrú
stjórnarróftsful
fulltrúl
skrifstofumaóur
annaó
Þessi mynd er tekin úr skýrslu Jafnréttisráðs. Hér sést grein-
lega munurinn á hinum heföbundnu kvenna- og karlastörf-
um. Súlan sem merkt er annað táknar m.a. húsverði og bíl-
stjóra. Þessi störf eru að vísu lágt launuð en engu að síður
skipuð karlmönnum.
Aðeins fjórðungur þeirra
starfsmanna ráðuneytanna
sem eiga aðild að BSRB eru
karlmenn en meðal félaga í
BHMR eru hlutföllin nánast
öfug. Tæpur þriðjungur
BHMR-félaganna eru kon-
ur.
Þessar tölur segja þó ekki
alla söguna, því sé skipting
þessa starfsfólks á launa-
flokka athuguð nánar, kem-
ur í ljós að hiutfallslega
mun fleiri karlmenn fá
greidd laun samkvæmt
efstu launaflokkum hvors
félags.
Niöurstööur Kjararannsóknarnefndar:
Kaupmáttur rýrnar um 10%
Kaupmáttur launa rýrn-
aði nálægt einum tíunda
hluta á síðasta ári, sam-
kvæmt niðurstöðum
Kjararannsóknarnefndar.
Nánar tiltekið er hér um
að ræða samanburð á
tímakaupi landverkafólks
innan Alþýðusambands-
ins milli fyrsta ársfjórð-
ungs 1989 og 1990. Laun
hækkuðu að vísu á þessu
tímabili um 10% en það
dugði þó skammt til að
halda í við verðbólguna
sem á viðmiðunartímabil-
inu mældist 22%.
Niðurstöður Kjararann-
sóknarnefndar eru mjög
svipaðar hvort heldur er mið-
að við tímakaup samkvæmt
töxtum eða heildarmánaðar-
laun. I báðum tilvikum mæl-
ist kaupmáttarrýrnun laun-
Dimgeymsla gegnt Þjóðleikhúsinu
Þetta bílageymsluhús mun væntanlega rísa á næstunni við Hverfisgötu í Reykjavík, andspænis Þjóðleikhúsinu. Þetta er út-
koman úr þriggja ára þrefi milii borgaryfirvalda í Reykjavík og Hagvirkis sem keypti lóðina 1987. I húsinu verða auk bíla-
geymslurýmis, smáverslanir og þjónustuaðstaða.
anna um 10%.
Þessar upplýsingar er að
finna í nýútkomnu fréttabréfi
Kjararannsóknanefndar. Þar
er einnig að finna samantekt
nefndarinnar á vinnutíma og
launum ýmissa starfsstétta.
Að því er fram kemur í frétta-
bréfinu virðast ekki hafa orð-
ið verulegar breytingar á
vinnutíma fólks milli ára.
Kjararýrnunin er nokkuð
misjöfn eftir starfsstéttum.
Langverst hafa skrifstofukon-
ur farið út úr launaþróuninni.
Kaupmáttur launa þeirra hef-
ur samkvæmt niðurstöðum
nefndarinnar minnkað um
nær 18%.