Alþýðublaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 11. desember 1990 MMÐUBLMÐ Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskrifarsími er 681866 Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið BORGARSTJO.^ Davíð Oddsson borgarstjóri var guðfaðir ákvörðunar þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að greiða atkvæði gegn bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar á BHMR. Sú ákvörðun þótti afhjúpa pólitískt dómgreindarleysi og sambandsleysi við aðila vinnumarkaðarins svo og við fólkið í landinu. Hvaðanæva bárust mótmæli við að stefna þjóðarsáttinni í hættu. Pessi viðbrögð hafa síðan verið staðfest með skoðanakönnunum. Ekki er ein báran stök. í fyrri viku gerðist það hneyksli, að ráðist var í byggingu mikils neðanjarðar- húss í Öskjuhlíð án tilskilinna leyfa og vitundar stjórn- ar veitustofnana. Forsagan er sú, að gleymst hafði að gera ráð fyrir geymslum og aðstöðu fyrir það starfs- fólk sem mun vinna við veitingastaðinn í glerhýsinu á hitaveitutönkunum á Öskjuhlíð. Umrædd bygging er 333 fermetrar að stærð, og áætlaður kostnaður við hana um 50 milljónir króna en engar nánari upplýs- ingar liggja fyrir um bygginguna. Þegar er búið að steypa hálfa plötuna og byrjað að byggja kæli- geymslu, snyrtiaðstöðu, sturtur, víngeymslur og ann- að tilheyrandi. Samkvæmt byggingareglugerð má beita sektum í slíkum tilvikum og senda lögreglu á staðinn til að stöðva framkvæmdir. Stjórnarandstaðan í borgarstjórn spurðist fyrir um málið á borgarstjórnarfundi síðastliðinn fimmtudag. Þá virtist borgarstjóri koma af fjöllum en neyddist til að lofa að beita sér fyrir stöðvun framkvæmda uns leyfi væri fengið. Það hefur nú verið gert og stjórn veitustofnan:i komid saman í hasti og samþykkt leyf- ið. Togað heíu' verið í rétta spotta á mettíma. Fyrir ut- an nð mál þetta sýnir ótrúlega gerræðisleg vinnu- brög'ð borgarmeirihlutans, hlýtur það að vekja athygli aö borgarsljóri virðist gjörsamlega sambandslaus við framkvæmdir í borginni. Það hefur einnig vakið þjóðarathygli að borgarstjóri opinberaði fáfræði sína á málum sveitarfélaga, og Reykjavíkurborgar sérstaklega, þegar hann reiddist upplýsingum sem fram komu í sjónvarpsþætti með honum og sjávarútvegsráðherra fyrir viku. Ráðherr- ann minntist í þættinum á ráðagerðirnar um afnám aðstöðugjaldsins. Borgarstjóri kom enn af fjöllum; hafði ekkert heyrt minnst á slíkar ráðagerðir og var hinn argasti að slíkar upplýsingar skyldu vera settar fram í sjónvarpsþætti. Annað hvort er borgarstjóri einkar illa upplýstur maður af embættismönnum sín- um og sendimönnum, eða hann hefur hreinlega hlaupið á sig. Fyrirhugaðar ráðagerðir ríkisstjórnar um afnám aðstöðugjalds hafa verið víða til umfjöllun- ar. Afnám aðstöðugjaldsins er ein af tillögum nefndar sem starfað hefur á vegum fjármálaráðherra. Málið hefur margsinnis verið rætt við atvinnurekendur sem hafa sýnt málinu mikinn áhuga. Nefnd fjármálaráð- herra og atvinnurekendur eru sammála um, að að- stöðugjaldið er óréttlát skattlagning sem mismunar einstökum atvinnugreinum og heftir samkeppnis- getu þeirra, einkum við útlönd. Hér er stórmál á ferð- inni er varðar allt atvinnulíf á íslandi, einkum og sér í lagi með tilliti til útflutnings. Hinir stóru, alþjóðlegu markaðir taka miklum stakkaskiptum, ekki síst í Evr- ópu, og það er mikilvægt að íslendingar séu sam- keppnisfærir í þessum efnum og að ríkisvald og sv?i arstjórnir íþyngi atvinnuvegunum ekki of mikið jg eyðileggi þannig samkeppnisgetu þeirra á erlerdum mörkuðum. Að sjálfsögðu er einnig mikilvægt aó finna leiðir til að bæta sveitarfélögum upp fyrirsjáan- legan tekjumissi af aðstöðugjöldunum. Þetta mál hefur verið mikið til umræðu. Fjallað hefur verið um ýmsar tillögur ríkisstjórnarinnar til að bæta tekjumissi sveitarfélaga af aðstöðugjöldum, svo sem tryggingaiðgjald, launaskatt, lífeyristryggjagjald, slysatryggingagjald og iðgjald til Atvinnutryggingar- sjóðs og vinnueftirlitsgjald. Stjórn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga hefur haft þessar tillögur til um- fjöllunar og m.a. mótmælt hugmyndinni um trygg- ingaiðgjald á fundi þ. 26. október sl. Samráðsfundur ríkis og sveitarstjórna fjallaði ítarlega um málið þ. 23. nóvember sl. þar sem m.a. fjármálaráðherra og fé- lagsmálaráðherra gerðu grein fyrir viðhorfum sínum. Enn hefur málið ekki verið útrætt á Alþingi og frum- varp um tekjuöflun sveitarfélaga hefur ekki verið lagt fram. Það er hins vegar með ólíkindum að borgarstjóri Reykjavíkur fullyrðir fyrir framan alþjóð að hann hafi ekkert heyrt á málið minnst. að er því ekki nema von að almenningur sé furðu lostinn á því sambandsleysi sem virðist einkenna við- skipti forystu Sjálfstæðisflokksins við þjóðina og mál- efni hennar. IONNUR SJONARMIDI Hannes H. Gissurarson ríkis- lektor skrifar sérstæða grein í DV í gær. Hún fjall- ar um vonda blaðamenn á stærstu fjölmiðlunum. Ríkislektorinn skammar nefnilega blaðamenn á Ríkisjónvarpinu, DV og Morgun- blaðinu fyrir að hafa sett sjálfstæð- ismenn í óhagstætt ljós vegna hinnar kostulegu þingflokkssam- þykktar gegn bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar. Að sjálfsögðu er ekkert sjálf- stæðismönnum að kenna, að mati ríkislektorsins. Kjarni málsins er að sjálfstæðismenn komu sjálfum sér í klípu með eindæma vitlausri þingflokkssamþykkt. En það get- ur ríkislektorinn ekki skilið: Hann vill þvert á móti halda því fram, að þetta sé allt blaðamönnum að kenna. (Tilviljun að allir blaða- menn á öllum miðlum skyldu vera jafnvitlausir þennan sama dag.) HANNES Hólmsteinn skrifar: „En mikil sök liggur líka hjá fréttamönnum, sérstaklega á Rikissjónvarpinu, Morgun- blaðinu og DV. Ég hef satt að segja ekki séð annað eins dæmi um heimsku og vanþekk- ingu fréttamanna (og yfir- manna þeirra) og illgirni í garð Sjáifstæðisflokksins og for- ystu hans, frá því að Ríkisút- varpið reytti nokkur þúsund atkvæði af flokknum í Alberts- málinu vorið 1987. Skal ég hér rökstyðja þennan harða dóm.“ Mikill er máttur Ríkissjónvarps- ins. OG áfram skrifar Hannes Hólm- steinn ríkislektor: „Fréttatími Ríkissjónvarps- ins fimmtudagskvöldið 29. nóvember síðastliðinn verður lengi í minnum bafður. Þar var allt málið lagt fyrir á forsend- um stjórnarflokkanna. Sér- stakur fréttamaður var sendur til Flateyrar til þess að tala þar við formann Vinnuveitenda- sambandsins. Auðvitað talaði Einar Oddur Kristjánsson gegn launahækkunum. Það er blátt áfram starf hans og hlut- verk. Árás hans á Sjálfstæðis- flokkinn fyrir að vinna ekki að skammtímahagsmunum vinnuveitenda var síðan fyrsta frétt kvöldsins. Skyndilega var fréttin orðin sú, að Sjálfstæðisflokkurinn væri andvígur friði á vinnu- markaði og jafnvægi í hagkerf- inu! En var hin raunverulega frétt ekki, að sumir stjórnar- þingmenn treysta sér ekki til að styðja frumvarp stjórnar- innar? Brestirnir voru í stjórn- arliðinu. Til þess að berja enn frekar á Sjálfstæðisflokknum var sama kvöld leikinn langur kafli frá umræðum á Alþingi, þar sem einn þingmaður flokksins, Halldór Blöndal, var sýndur í afar óhagstæðu ljósi.“ Sem sagt: Einar Oddur hefur enga sjálfstæða skoðun og fær borgað fyrir að tala gegn launa- hækkunum. (Hvað með verka- lýðshreyfinguna sem var á sama máli og Einar Oddur ásamt obban- um af þjóðinni?) Og auðvitað varð Halldór Blöndal sér ekkert til skammar á Alþingi. Það var bara Ríkissjónvarpið sem varð sér tii skammar að sýna Halldór þegar hann varð sér til skammar. Það er eins gott að ríkið hafi lektora á launum til að hugsa. Og sem birta hinar kláru hugsanir sín- ar í blöðum. DAGFINNUR } Jólin eru komin lenn einu sinni) í*á eru jólin brostin á. Yfirleitt miða ég komu jólanna við það þegar norska jólatréð er tendrað í grenjandi rigningu á Austurvelli og jólasveinarnir gretta sig i framan og eru með hundakúnstir á þaki Bókabúðar ísafoldar. Jólin komu sem sagt með öllu til- heyrandi um helgina. Dagarnir fram að aðfangadagskvöldi eru svo venjulegir verslunardagar. Þetta var eins og alltaf. Það er að segja helgin þegar jólin komu. Norski sendiherrann afhenti tréð frá Norðurmörk fyrir ofan Os- lóarborg og hélt hjartnæma ræðu um tengsl Noregs og íslands. Síðan tendruðust Ijósin á trénu við til- heyrandi lúðrablástur. íslensku börnin horfðu á allar perurnar og fannst ekkert sérstakt til koma enda orðin vön öllu ljósastandi auglýsingajólanna. Síðan ók sendiherra Noregs ásamt fjölskyldu í burtu á fallegum bíl með litlum norska fána og Is- lendingarnir sneru sér að þjóð- legri skemmtun. Jólasveinarnir birtust á þaki Isa- foldarbúðarinnar og fóru að haga sér eins og íslenskir skemmtikraft- ar hafa haldið í nokkra áratugi að íslenskir jólasveinar hagi sér. Það er að segja eins og fávitar. íslensku börnin horfðu fremur þreytt og döpur á þessa idjóta í rauðu fötunum og vildu fara heim að horfa á sjónvarpið með erlendu barnaefni. Eg rakst á kunningja minn með krakkakríli á herðunum. Hann sagði: „Þeir eru á vitlausu þaki. Það væri nær að þeir stæðu á svöl- unum á húsinu á móti.“ Og átti við Alþingishúsið. Ég spurði: „Væri bara ekki best að notast við atvinnuskemmti- kraftana á þingi?“ Og kunningi minn svaraði: „Alla vega þingflokk Sjálfstæðis- flokksins." Þegar skemmtikraftarnir og grín- istarnir í rauðu fötunum voru bún- ir að syngja öll lögin sem þeir kunnu og geifla sig og hrista eins og Parkinsons-sjúklingar framan í ungviðið, var skemmtuninni lokið. Enda komin norðanstrekkingur með slyddu og leiðindaregni. Sjónvarpsstöðvarnar voru búnir að fá nóg myndefni til að geta sagt síðar um kvöldið að tendrað hefði verið á jólatrénu við Austurvöll að viðstöddu miklu fjölmenni. Ég hugsaði með sjálfum mér: „Aldrei breytist þetta. Svona var þetta þegar ég var ungur. Og enn er það eins." Við nánari umhugsun verð ég þó að skipta um skoðun. Eitt hefur breyst. Það hefði engum dottið í hug fyrir 30—40 árum að stinga upp á því að jólasveinarnir héldu skemmtun sína á svölum Alþingis- hússins. Og engum hefði dottið í hug að þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins hefði verið til þess eins brúklegur að skemmta fólki sem enn hefur ekki fengið dómgreind- ina og trúir á jólasveina. Kannski er það síðastnefnda dæmi um að tíðin er batnandi í landinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.