Alþýðublaðið - 23.02.1985, Page 1

Alþýðublaðið - 23.02.1985, Page 1
Davíðssálmur Laugardagur 23. febrúar 1985 38. tbl. 66. árg. „Ef ríkisstjórnin tekur sig ekki á og byrjar að framkvæma hlutina, í stað þess að tala stöðugt um að þetta og hitt verði að gera, þá á hún hiklaust að segja af sér og boða til kosninga" Einhvernveginn þannig fórust Borgarstjórnarmeirihlutinn: Útsalan heldur áfram Útsala borgarstjórnarmeirihlut- ans á eignum borgarinnar heldur áfram. Á fimmtudaginn samþykkti meirihluti sjálfstæðismanna að selja Skíðaskálann í Hveradölum fyrir 4,4 milljónir sem eiga að greið- ast á 15 árum. Þessi sala skálans á gjafverði kemur í kjölfar sölu tveggja togara BÚR á spottprís. Á borgarstjórnar- Lánskjaravísitalan: 35,6% árshraði Seðlabankinn hefur gjört heyrin- kunnugt að lánskjaravísitala 1077 gildi fyrir marsmánuð 1985. Lánskjaravísitalan fyrir febrúar var 1050 og nemur því hækkunin milli mánaða nú 2,57%, en það jafngildir 35,6% hækkun á einu ári. Vísitalan fyrir desember var hins vegar 959 og hefur hún því hækkað um 12,3% síðustu þrjá mánúði, en það svarar til 54,5% hækkunar á einu ári. Hækkun lánskjaravísitölunnar nú er mun hærri en hækkun bygg- ingarvísitölunnar fyrir skemmstu, en sem kunnugt er samanstendur lánskjaravísitalan að tveimur þriðju hlutum af framfærsluvísitöl- unni en að einum þriðja af bygging- arvísitölunni. Hefur mjög verið gagnrýnt að framfærsluvísitalan skuli vega svo þungt þegar um láns- kjör er að ræða þannig, að t. d. þeg- ar matvörur og drykkjarvörur hækka, þá eykst greiðslubyrði lán- takenda. fundinum á fimmtudag tjáði Sig- urður E. Guðmundsson borgarfull- trúi Alþýðuflokksins sig alls ekki mótfallinn sölu á skálanum, úr því að það hefði sýnt sig að borgin gæti ekki rekið hann með sóma. Hins vegar væri verðið of lágt og auk þess studdi hann tillögur framsókn- arfulltrúa um frest á sölunni meðan leitað væri álits húsfriðunarnefnd- ar og um að skálinn fengi B-friðun, þ. e. útlitið að utan yrði óbreytt. Þessar tillögur voru felldar og því sá Sigurður ekki ástæðu til að ljá söl- unni atkvæði, en sat hjá. Á fundinum kom einnig til af- greiðslu tillaga alþýðubandalags- manna um að kannaður yrði mögu- leiki á byggingu nýs flugvallar í ná- grenni Reykjavíkur. í tillögunni var gert ráð fyrir því að fram færi rann- sókn á því hvar unnt væri að stað- setja slíkan flugvöll, að leitað yrði samstarfs við samgönguráðuneytið Framh. á bls. 2 Davíð Oddssyni, borgarstjóra, orð í þættinum „Þriðji maðurinn", sem þeir Ingólfur Margeirsson og Árni Þórarinsson, voru með á rás tvö sl. fimmtudagskvöld. Þetta var hinn Iíflegasti þáttur og var víða komið við. Davíð sagði frá því þegar þeir Þorsteinn Pálsson voru kornabörn saman í leikgrind í héraðslæknisbústaðnum á Sel- fossi. Þorsteinn mun hafa tekið Davíð vel og launaði borgarstjórinn félaga sínum það seinna, með að kenna honum á strætisvagnakerfi Reykjavíkur. Þó Davíð segði að for- maðurinn væri sá sem kenndi nú, gat hann ekki setið á sér að víta for- manninn fyrir stólaævintýrið. Davíð sagði að það fyrsta sem hann hefði gert, ef hann hefði verið kos- inn formaður, hefði verið að tryggja sér ráðherrastól. Stólaævin- týrið sagði hann að hefði skaðað Sjálfstæðisflokkinn. Þegar Davíð var inntur að þvi hvernig ríkisstjórnarmunstur hann viidi helst að væri við völd, sagði hann að þó málefnin hefðu vissu- lega mikið að segja, þá væri ekki síður mikilvægt að ríkisstjórnin væriskipuð hæfum einstaklingum. Merkustu ríkisstjórn landsins taldi hann Viðreisnina hafa verið. Þar hefði verið valinn maður í hverju sæti. Helst vildi hann að Alþýðu- Framh. á bls. 2 Til umhugsunar „Sjálfstæðisflokkurinn stóð ekki gegn gegndarlausri opin- berri fjárfestingu í síðustu rikis- stjórn. Öðru nær. Hann stóð að henní. Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér ekki fyrir samdrætti ríkisbáknsins. Öðru nær. Nefnd var skipuð til að svæfa þetta baráttumál ungra sjálfstæðis- manna . . .Sjálfstæðisfólk í Reykjavik lagði á það áherslu í skoðanakönnun, að það vildi frjálst útvarp. Enginn forystu- maður Sjálfstæðisflokksins gerði það mál að sínu. Öðru nær. . . . Allir þekkja svik sjálf- stæðismanna i Framkvæmda- stofnunarmálinu á siðasta kjör- tímubili. Allir þekkja glóru- lausa fjárfestingu viö Kröflu undir stjórn sjálfstæðismanna. Menn muna, að á fyrstu dögum síðustu ríkisstjórnar var sam- þykkt jarðlagafruinvarp, sem er í algjörri andstöðu við megin- stefnu Sjálfstæðisflokksins.“ Svo mælti Davíð Oddsson 1978 eftir hraklega útreið Sjálf- stæöisflokksins í kjölfar falls 'ríkisstjórnar sjálfstæðismanna og framsóknarmanna. Davíð getur fariö að dusta rykið af ræðunni og gcrt smávægilegar orðabreytingar . . . Fundaherferðin: 50 manns á Blönduósi Á fimmtudagskvöldið voru þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sæmundur Sigurjónsson með fund i Félagsheimilinu á Blönduósi.. Þetta sama kvöld voru tveir aðrir fundir á Blöndu- ósi auk þess sem bíóið á staðnum var með sýningu, sem venja er á fimmtudagskvöldum. Þrátt fyrir það mættu 50 manns á fundinn og spunnust mjög fjörugar umræður eftir framsöguerindi þeirra Jóns Sæmundar og Jóns Baldvins. Stóð fundurinn fram yfir mið- nætti. I gærkvöld voru þeir Jón Bald- vin og Jón Sæmundur með fund í Félagsheimilinu á Hvammstanda, en í dag kl. 14 er fundur í Félags- heimilinu á Skagaströnd. Verður hann með svipuðu sniði og aðrir fundir formanns Alþýðuflokks- ins. Fyrst eru framsöguerindi og siðan er fundargestum gefinn kostur á að bera fram fyrirspurn- ir. Á sunnudaginn verða svo fund- ir á Norðurlandi-eystra. Sá fyrri á Ólafsfirði kl. 13:30 og sá seinni á Dalvík kl. 17. Moggavaldið og vandræðaafkvæmi Morgunblaðið taldi ekki ástæðu til að bregða fæti fyrir útvarpslaga- frumvarpið. Svo segir í leiðara Morgunblaðsins í gær og er helst á leiðaranum að sjá að Mogginn telji sig geta ráðið því hvort og hvernig ríkisstjórnarfrumvörp ná fram. Leiðari þessi fjallar um tilurð og fæðingu þessa vandræðaafkvæmis ríkisstjórnarinnar. Þar er greint frá því hversvegna Ragnhildi Helga- dóttur lá svona mikið á að fá frum- varpið samþykkt helst fyrir jól. Ástæða þess var auðvitað málaferl- in gegn „frjálsu“ útvarpsstöðvun- um, sem komið var á laggirnar í verkfalli BSRB. En svo var sem skyndilega rynni upp ljós fyrir Sjálfstæðisflokknum, að þeir væru ekki einráðir. Þeir urðu að ná sam- komulagi við Framsókn, og það var nú hægara sagt en gert. Og nú er sem opnist fyrir allar gáttir hjá leið- arahöfundi, því restin af skrifunum eru skammir á Framsókn. „ . . . afturhaldsmennirnir í Framsóknarflokki" fengu að ráða Framh. á bls. 2 ■RITSTJORNARGREIN- Stjórnvöld brugðist sjávarútveginum Þróunin í sjávarútvegi landsmanna í tíð núver- landsmanna fengið að veslast upp. Hingað til andi ríkisstjórnar, vekur upp þá spurningu, hvort verið sé að f remja líknarmorð á dauðvona sjúklingi. Nú ætti vetrarvertíð að vera í fullum gangi, gott verð fæst fyrir frysta loðnu á Japansmarkaði og þó nokkuö eftir af kvótan- um og jafnvel útlit fyrir að kvótinn verði aukinn. Samt liggur allur flotinn bundinn í höfn. Smám saman tæmast fiskiðjuverin af hrá- efni og þá er starfsfólkið sent heim, í launa- laust frí. Réttur þeirra, sem vinna aö því að breytasilfri hafsins ídýrmætaútflutningsvöru, er enginn. Samt er það þetta fólk, sem stendur undir því að hér á landi er menningarþjóðfélag. Þetta sama fólk ber svo úr býtum lægstu laun sem fyrirfinnast í landinu. Það sama má segja um sjómennina, sem á tyllidögum eru kallaðir „hetjur hafsins". Laun þeirra hafa dregist aftur úr miðað við iaun þeirra, sem í landi vinna og geta dvalið hjá fjöl- skyldum sínum, að vinnudegi loknum. Til að gera samningsstöðu sjómanna og útvegs- mannaenn erfiðari leyfir nú rikisstjórnin oliu- hækkun, sem mun auka kostnað útgerðarinnar um 160 milljónir króna á ári. Þjónusta og milliliðastarfsemi hefur ætíð blómstrað þegar Sjálfstæðisflokkurinn situr að kjötkötlunum, en undirstööuatvinnugreinar hefur Sjálfstæðisflokkurinn manna hæst hrópað gegn miðstýringunni en i stjórnartið þeirra með Framsóknarflokknum hefur mið- stýring aukist til mikilla muna i sjávarútvegin- um. Það er miðstýring eins manns, í einu ráðu- neyti, yfir öllum sjávarútvegi landsmanna. í sjávarútvegsráðuneytinu heidur Halldór í alla spotta og deilir út kvóta til útgerðarinnar. Ekki skal hér lagður neinn dómur á kvótaskipting- una, en svo er að sjá, sem sjálfstæðismenn séu manna fegnastir að þurfa hvergi að koma þar nærri. En verra er og ætti að snerta Sjálf- stæðisfiokkinn illa, aó svo virðist sem Sam- bandiö sé að gleypa einkaframtakið. w A Suðurnesjum hefur hvert skipið á fætur öðru verið selt út á land, vegna erfiðleika út- gerðarinnaráSuðurnesjum. Á svæðinu ereng- inn nógu fjársterkur til að kaupa þessi skip. Aft- ur á móti eru til aðilar, sem geta fjármagnaö kaupin. Það eru Kaupfélögin út á landi með ailsherjar ábyrgð Sambandsins. Nú er svo komið að SÍS vakir einsog hýena yfir hverju einasta sjávarútvegsfyrirtæki, sem á við erfið- leika að stríða. Og Sjálfstæðisflokkurinn horfir aðgerðalaus á. Suðurnesjamenn spyrja sig nú: Ætlar Sjálf- stæðisflokkurinn að drepa einstakiingsfram- takið I sjávarútveginum? Þannig spyr fólk, sem hefur afkomu sína af sjávarútveginum um allt land. í ræðu sem Karl Steinar Guðnasaon, hélt á almennum fundi sjávarútvegsfólks í Keflavík fyrir viku síðan, segir m. a.: ,jÞað er ( dag mikiil fjöldi manns sem lifir í þeirri trú að íslenskur sjávarútvegur lifi á styrkjum og sjóðakerfi rikisins. í þessum efn- um hefur mistekist að koma því til skila að ís- lendingareru eina þjóðin í veröldinni sem held- ur uppi menningarþjóðfélagi án ríkisstyrkja til sjávarútvegs. Engri annarri þjóð hefurtekist að lifa menningarlifi á fiskveiðum llkt og við ger- um.“ Karl Steinar segir llka að allir sjóðir, sem sjávarútvegurinn sækir í, séu þeirra eigin sjóð- ir. Sjóðir myndaðir af framlagi frá þessum sama útvegi. Hann bendir líka á að hundruöir milljóna séu fluttir frá sjávarútveginum til annarra greina. Siöan segir hann orðrétt: „v,ð erum ekki að biðja um forréttindi. Við erum ekki að biðja um ölmusur og bráðabirgð- areddingar stjórnmálamanna. Við erum að biðja um mannréttindi, um jafnrétti. Við erum að krefjast okkar hlutar i þjóðarkökunni. Við erum að krefjast þess að myrk hönd rikisins drepiekki útgerðáSuðurnesjum. Viðteijum að atvinnuleysi í fiskiðnaði og óhagstæð kjör sjávarútvegsfólks sé afleiðing þess, aö stjórn- völd hafa brugðist þeirri skyldu sinni, að skapa sjávarútveginum rekstrargrundvöll og tryggja samkeppnishæfni greinarinnar." Sáf.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.