Alþýðublaðið - 23.02.1985, Síða 3
Laugardagur 23. febrúar 1985
3
HELGARGLENS
HEILBRICÐISEFTIRLIT
REYKJAVIKURSVÆÐIS
Hundahald —
árgjald 1985—86
Árgjald fyrir leyfi til að halda hund í Reykjavík fellur í
gjalddaga 1. mars nk. Hafi það eigi verið greitt innan
mánaðar (1. apríl) frá gjalddaga fellur leyfið úr gildi.
Ath. Um leið og gjaldið er greitt skal framvísa leyfis-
skírteini.
Gjaldið, sem er kr. 4800 fyrir hvern hund skal greiða hjá
heilbrigðiseftirlitinu I Heilsuverndarstöð Reykjavíkur,
Barónsstíg 47.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkursvæðis.
Snúum vörn 4
segja þessir sömu menn: Báknið
kjurrt.
Það er oft skringilegt efnahagslífið
á íslandi. En er þetta tilviljun, — er
þetta óumbreytanlegt?
Við mótmælum þessu kerfi. Við
viljum breyta þessu ástandi. Og vilji
fólksins, — sameiginlegur vilji
fólksins í sjávarútvegi, getur fram-
kallað breytingar, sem skipta sköp-
um.
Hér á Suðurnesjum'er sjávarút-
vegur enn undirstaða atvinnulífs-
ins, en sjávarútvegur á Suðurnesj-
um má muna fífil sinn fegri. Á síð-
ustu árum hefur hvert fyrirtækið
lagt upþ laupana. Bátarnir, togar-
arnir, atvinnutækin eru ekki lengur
andlit framsækni og framfara. Hér
er elliheimili íslenska fiskiskipa-
flotans með þeim afleiðingum sem
því fylgja.
Oft hafa Suðurnesjamenn látið í
sér heyra. Fyrir tæpum áratug, þeg-
ar erfiðleikar voru miklir, var oft og
mikið fundað. Þá börðust Suður-
nesjamenn gegn þeirri heimsku sem
þá viðgekkst, sem var í því fólgin að
dregin var lína frá Þorlákshöfn til
Akraness. Það var sérstök sam-
þykkt fyrir því hjá Framkvæmda-
stofnun að lána ekki á þetta svæði.
Á þeim tíma var fjármagn ókeypis,
— sá græddi mest sem mestu lánin
fékk. Verðbólgan geiddi lánin.
í skjóli þessarar vitleysu byggðu
aðrir landshlutar upp sinn sjávarút-
veg.
Fyrir tæpum áratug komu fisk-
verkendur og útvegsmenn saman og
ræddu málin. Þá var varað við
óhagstæðri þróun sjávarútvegs.
Allt það sem þá var sagt hefur kom-
ið fram. Viðbrögð ráðamanna voru
að tala um Grátkór Suðurnesja-
manna og gera lítið úr málflutningi
okkar manna.
Atvinnuöryggið brostið
Nú er svo komið að atvinnuör-
yggið er brostið. Fólkið í sjávarút-
vegi þarf nú ekki aðeins að búa við
skertan hlut, heldur líka atvinnu-
leysi. Á Suðurnesjum fór tala at-
vinnulausra um tíma í 530 manns.
Hverja einustu viku frá því um
mánaðamótin nóvember—desem-
ber hafa tugir, jafnvel hundruðir,
manna verið án atvinnu. Þetta er
óþolandi ástand. Við munum aldrei
una við slíkt. Það eru þessar stað-
reyndir sem hafa þjappað fundar-
boðendum saman. Það er svo kom-
ið að sameiginlegir hagsmunir eru
öðrum brýnni. Hagsmunir sjávar-
útvegsfólksins, sem sér fyrir sér, að
grundvöllurinn er að bresta.
Við teljum að ástand sjávarút-
vegsmála um land allt sé ekki sem
skyldi, en jafnframt teljum við að
hlutur okkar á Suðurnesjum sé
minni og nöturlegri en annars stað-
ar.
Á meðan hundruðir fiskvinnslu-
fólks eru atvinnulausir hér syðra
eru á þriðja hundrað útlendingar
með atvinnuleyfi til starfa í fisk-
iðnaði. Það er á stöðum sem svo
mikill afli berst á land að ekki hefst
undan að vinna hann.
Á undanförnum mánuðum hafa
útvegsmenn neyðst til að selja tog-
ara og báta sína. Auðvitað hefur
það viðgengist að bátar gangi kaup-
um og sölum, en nú bregður svo við
að skipin fara af Suðurnesjum.
Héðan streyma skipin. Aðrir en
Suðurnesjamenn hafa efni á að
kaupa. En hvers vegna teljum við
þetta alvarlega þróun?
Þessum skipum fylgja þúsundir
tonna í aflakvóta, — fiskveiði-
kvóta, sem ekki kemur aftur. Kerfi
miðstýringar og forsjár ríkisins sér
fyrir því. Eftir situr verkafólk og
sjómenn án atvinnu. Við krefjumst
þess að stjórnvöld taki þennan
vanda sérstökum tökum. Verði það
ekki gert er fyrirsjáanlegt vaxandi
atvinnuleysi á þessu ári.
Rétturinn til atvinnu eru mann-
réttindi, sem við krefjumst öll. Það
er mikil kvöl hverri manneskju að
vera atvinnulaus. Það er niðurlæg-
ing, sem fáir gera sér grein fyrir ut-
an þeir sem það hafa reynt. Það er
líka óþolandi að fólkið sem ber
uppi þjóðfélagið skuli fyrst lenda í
slíku, en aðrir hafi allt sitt á þurru.
Við erum ekki að biðja um for-
réttindi. Við erum ekki að biðja um
ölmusur og bráðabirgðareddingar
stjórnmálamanna. Við erum að
biðja um mannréttindi, um jafn-
rétti. Við krefjumst okkar hlutar í
þjóðarkökunni. Við erum að krefj-
ast þess að myrk hönd ríkisins drepi
ekki útgerð á Suðurnesjum.
Við teljum að atvinnuleysi í fisk-
iðnaði og óhagstæð kjör sjávarút-
vegsfólksins sé afleiðing þess, að
stjórnvöld hafa brugðist þeirri
skyldu sinni að skapa sjávarútveg-
inum rekstrargrundvöll og tryggja
samkeppnishæfni greinarinnar.
Við teljum að þann grundvöll fáum
við með réttari gengisskráningu —
og
— lækkun olíukostnaðar,
— lækkun fjármagnskostnaðar,
— lækkun á frakt og innflutnings-
verði aðfanga,
— miðlun afla milli staða,
— skipulagningu nýrra verkefna i
fiskvinnslu,
— breyttum starfsháttum sölu-
samtaka.
Snúa vörn í sókn
Við ætlum okkur ekki hlutverk
grátkerlinga. Við ætlum að berjast.
Við ætlum okkur að berjast fyrir
því að sjávarútvegurinn njóti eðli-
legra skilyrða til þróttmikils rekstr-
ar.
Við trúum því að skilji ráðamenn
hlutverk sjávarútvegs og gildi hans
fyrir þjóðfélagið þá blasi framtíðin
við okkur og sjávarútvegsfólki um
land allt. Sé sjávarútvegurinn rek-
inn af reisn. Hafi sjávarútvegurinn
aðlilegan rekstrargrundvöll verður
ekkert atvinnuleysi hér.
Þessi fundur er upphafið af því'
að snúa vörn í sókn. Við sem stönd-
um að þessum fundi höfum rætt
vandamál sjávarútvegsins í miklu
bróðerni. Auðvitað deilum við um
skiptingu kökunnar — en sú stað-
reynd að okkar hlutur í þjóðarkök-
unni fer sífellt minnkandi hefur
komið okkur til þess að snúa bök-
um saman. Við eigum sameigin-
legra hagsmuna að gæta. Þeirra
hagsmuna að krefjast viðunandi
rekstrargrundvallar fyrir sjávarút-
veginn — fyrir sjávarútvegsfólkið.
Við ætlum okkur að róa lífróður
að þessu markmiði. Sá róður þýðir
það að áralagið þurfa allir að
kunna — allir verða að taka fast og
öflugt í árina. Þá mun baráttan
skila okkur heilum í höfn. Þá tekst
okkur að snúa vörn í sókn.
Rauði kross Islands
efnir til námskeiðs fyrir fólk sem hefur hug á að
taka að sér hjálparstörf erlendis á vegum félags-
ins.
Námskeiðið verður haldið I Munaðarnesi dagana
8.—14. apríl nk.
Umsækjendur þurfa að uppfylla skilyrði sem sett
eru af Alþjóðarauðakrossinum og RKÍ og eru
m. a.:
1. Lágmarksaldur 25 ár.
2. Góð menntun.
3. Góð enskukunnátta.
4. Gott heilsufar.
5. Reglusemi.
6. Nauðsynlegt er að geta farið til starfa með
stuttum fyrirvara ef til kemur.
Leiðbeinendur á námskeiðinu verða frá Alþjóða-
sambandi rauða kross félaga, Alþjóðaráði rauða
krossins og Rauða krossi íslands. Kennsla fer
fram á ensku.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu RKÍ að Nóa-
túni 21. Þar eru einnig gefnar nánari upplýsingar,
sími 26722.
Námskeiðiö er ókeypis en fæðis- og húsnæðis-
kostnaður er kr. 3000 sem þátttakendur greiða
sjálfir.
Umsóknum ber að skila fyrir 8. mars nk.
Rauöi Kross íslands
Hvað er virðisaukaskattur?
Magnús L. Sveinsson
Árni Kolbeinsson
Fyrir Alþingi liggur frumvarp um virðisaukaskatt.
Ef frumvarpið verður að lögum:
Hækka na uðsynja vörur?
Hefurþað áhrif á kjör launafólks?
Verður afkoma heimilanna verri?
O_______________________
Leiðir það tii betri skattskiia?
Þessum spurningum og fleiri svara framsögu-
mennimir Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ
og Árni Kolbeinsson skrifstofustjóri í fjár-
málaráðuneytinu á almennum fundi Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur á Hótel Sögu,
Súlnasal, mánudaginn 25. febr. kl. 20.30.
Fundurinn er öllum opinn.
Fundarstjóri: Magnús L. Sveinsson.
Verzlunarmannafélag ReyRjavíkur