Alþýðublaðið - 23.02.1985, Qupperneq 4
alþýóu-
liIET.ITU
Laugardagur 23. febrúar 1985
Útgefandi: Blað h.f.
Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guðmundur Arni Stefánsson.
Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson og Siguröur Á. Friðþjófsson.
Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir.
Auglýsingar: Eva Guömundsdóttjr.
Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð.
Sími:81866.
Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent, Síöumúla 12.
Áskriftarsíminn
er 81866
Snúum vörn í sókn
Laugardaginn fyrir viku var haldinn almennur fundur í
Félagsbíói í Keflavík, sem hafði yfirskriftina „Vörn snú-
ið í sókn“. Til fundar þessa boðuðu verkalýðsfélögin á
Suðurnesjum og atvinnurekendur í sjávarútvegi. Þessir
aðilar, sem oft hafa eldað grátt silfur saman, sneru nú
bökum saman og ætla sér að snúa við öfugþróuninni,
sem átt hefur sér stað í málefnum sjávarútvegsins á Suð-
urnesjum. Á fundinum flutti Karl Steinar Guðnason, al-
þingismaður og formaður Verkalýðs- og sjómannafé-
lags Keflavíkur, eftirfarandi ræðu.
Það er nýlunda hér á landi að það
takist samstaða verkalýðsfélaga,
vinnuveitenda og útgerðarmanna.
Samstaða um fundarhöld til stuðn-
ings sjávarútvegi. Það spyr sjálfsagt
margur hvers vegna. Hvað kemur
til?
Um aidir hefur sjávarútvegur
verið höfuðatvinnugrein Suður-
nesjamanna. I annálum liðinna
alda er það helst tíðinda af þessu
svæði þegar skiptapar urðu, frá-
sagnir af sjávarútvegi og sjósókn.
Það þekkja allir stefið: „Fast þeir
sóttu sjóinn og sækja hann enn/
ekki er að spauga með þá útnesja-
menn“.
Menn muna gjarnan þá tíð að
leikvöllur barnanna var bryggjan.
Það þótti mesti auli sem ekki vissi
hvað bátarnir fengu í róðri. Það var
höfuðsynd að þekkja ekki fiskana;
ýsu frá þorski og steinbít frá blá-
gómu. Þannig var þetta um öll Suð-
urnes í heimi yngri borgaranna.
Hjá þeim eldri var sjávarútvegur
umræðuefni, viðfangsefni og
kappsmál. Það er ástæða fyrir okk-
ur að vera stolt af því framtaki sem
héðan kom við stofnun sölusam-
taka. Hér var vaxtarbroddur sjávar-
útvegsins á íslandi.
Héðan kom frumkvæði, sem
verður minnst meðan sjávarútvegur
þrifst á íslandi.
Það var einmitt á þeim dögum,
sem verkafólk og sjómenn sömdu
beint við þá sem stjórnuðu atvinnu-
tækjunum. Þessir aðilar töluðu
sama tungumálið.
Auðvitað var deilt og oft deilt
hart, en menn skildu hvor annan.
En þjóðfélagið breytist. Fortíðin
skiptir ekki öllu máli, heldur nútíð-
in og framtíðin. Það er þó ætíð
nokkurs virði að líta um öxl og að-
gæta hvar við erum stödd.
Sjávarútvegurinn er
undirstaðan
Á Suðurnesjum líkt og annars
staðar hafa orðið miklar breytingar.
íslendingar lifa enn á fiskveiðum og
vinnslu. Enn er undirstaðan sjávar-
útvegur.
Við sem boðum til þessa fundar
erum þeirrar skoðunar að sjávarút-
vegur hafi ekki lengur þann sess
sem honum ber. I þeim efnum hefur
margt færst afturábak. Þjóðfélagið
hefur skipst í tvær fylkingar. Ann-
ars vegar er sjávarútvegsfólkið, sem
vinnur á sama hátt og fyrr, hugsar
og framkvæmir, — vitandi það
hvers virði þeirra framlag er þjóðar-
búinu.
Hins vegar eru þeir sem líta á
sjávarútveg sem eitthvað fjarrænt
og sér óviðkomandi. Þeir sem í raun
skilja ekki hvers virði það er þjóðfé-
laginu að sjávarútvegurinn sé rek-
inn af þrótti og reisn.
Þessa sér víðs vegar stað. Það er
í dag mikill fjöldi manna sem lifir i
þeirri trú að íslenskur sjávarútvegur
lifi á styrkjum og sjóðakerfi ríkis-
ins. í þessum efnum hefur mistekist
að koma því til skila að íslendingar
eru eina þjóðin í veröldinni sem
heldur uppi menningarþjóðfélagi
án ríkisstyrkja til sjávarútvegs.
Engri annarri þjóð hefur tekist að
lifa menningarlífi á fiskveiðum líkt
og við gerum. Það hefur líka mörg-
um sést yfir að það fer ekki ein ein-
asta króna frá ríkinu til sjávarút-
vegs. Allir sjóðir — og er nú sjóða-
ófreskjan vissulega stór — allir
sjóðir, sem sjávarútvegurinn sækir
í, eru eigin sjóðir. Sjóðir myndaðir
af framlagi frá þessum sama útvegi.
Það er líka eftirtektarvert að nú
er svo komið að fólkið sem vinnur
í fiski er á lægstu launum sem fyrir-
finnast. Sjómenn sem reyndar
standa nú í kjarabaráttu hafa dreg-
ist aftur úr í launaþróun. Sjómenn-
irnir, sem á hátíðis- og tyllidögunt'
eru nefndir „hetjur hafsins" og
hvers konar skrautyrðum, — krefj-
ast þess nú að ná stærri hlut kök-
unnar. Ná svipuðu hlutfalli og ger-
ist meðal þeirra, sem ætíð eru hjá
fjölskyldum sínum og ástvinum.
Þeir sem geta gengið til öruggra
starfa í hlýju og huggulegu um-
hverfi.
Viðhorf þjóðarinnar hefur svo
sannarlega breyst. Fólkið sem knýr
efnahagshjól þjóðarinnar áfram er
oft metið sem undirmálsfólk, bæði
hvað mannréttindi, félagsleg rétt-
indi og kaupgjald snertir.
Tropikana- og steypu-
framleiðendur viðsemj-
endur
Við sem höfum lengi staðið í
samningagerð fyrir hönd verka-
lýðsfélaganna höfum einnig fundið
breytinguna í samningagerðinni.
Þar drýpur ekki lengur sjávarseltan
af viðsemjendum. Nú eru það eink-
um tropikana- og steypuframleið-
endur, sem hafa vit fyrir sjávarút-
vegsmönnunum. Þeir fá hvergi að
koma nálægt sem standa fyrir út-
gerð og fiskvinnslu. Okkar megin er
oft spurt af fólki sem alla tíð hefur
unnið við sjávarútveginn: Er þetta
annar heimur? Hvaðan er þessi fína
stétt? Hvers vegna fáum við ekki að
tala við okkar menn?
Þetta er ekki af meinsemi sagt,
heldur til að sýna þróunina. Ég á
von á því að útvegsmenn hér syðra
finni breytinguna. Áður fyrr var
þungi Vinnuveitendasambandsins
hjá sjávarútveginum. Að ég tali nú
ekki um sjómannasamningana en
nú er þetta allt breytt. Þar er hún
Snorrabúð stekkur.
Það er líka ástæða til að rifja það
upp að við samningagerðina í
haust, sem endaði með mikilli efna-
hagslegri kollsteypu var annað við-
horf til samninga en hjá öllum öðr-
um stéttum. Hjá þeim samtökum
launþega, sem þekkja til sjávarút-
vegs vita, að útflutningsframleiðsl-
an ein þarf að miða sína greiðslu-
getu við seldar afurðir á erlendum
mörkuðum, var skilningur á þvi að
fara nýjar leiðir í samningagerð-
inni.
Það var raunverulegur vilji til
þess að hverfa frá hinni gömlu og
slitnu leið óðaverðbólgu og koll-
steypa. Hjá þeim sem höfðu allt sitt
á þurru var enginn áhugi á svokall-
aðri skattalækkunarleið. Að lokum
voru það ráðvilltir stjórnmálamenn
sem réðu ferðinni. Sjónarmið sjáv-
arútvegsfólksins varð undir. Stöð-
ugleiki og minnkandi verðbólga átti
sér vart formælendur annars staðar
en hjá sjávarútvegsfólkinu.
Eftir situr fólk með minni kaup-
mátt en fyrr og óstöðugra efna-
hagslíf.
■ Sjómaðurinn og verkamaðurinn
veltir þvi fyrir sér hvernig á því
standi að félagar þeirra í sömu
störfum í Færeyjum og Danmörku
skuli hafa helmingi, jafnvel 100°/o
hærri laun en tíðkast hér heima.
Hvernig á því standi, þar sem ís-
lendingar sjá um sölu á fiski þeirra
Færeyinga. Hvers vegna allar nauð-
Karl Steinar
synjar eru hér dýrari. Jú, við sjáum
fleira. Hér er yfirbyggingin ótrúleg.
Hér eru byggðar hallir, bankahallir,
verslunarhallir og olíuhallir.
En eftir situr spurningin: Fyrir
hvaða fé eru þessar hallir byggðar?
Sjómönnum og verkafólki þykja
það skrýtnar sögur þegar það frétt-
ist að hinum megin Atlantsála er
olía margfalt ódýrari en hér.
Þegar frá því er sagt að ostar,
mjólkurvörur og kjöt er gefið eða
selt til útlanda fyrir sama og ekki
neitt í stað þess að láta fólk njóta
þess hér heima.
Báknið stýrir
Það er báknið sem þessu stýrir.
Milljónir — hundruðir milljóna —
fara í útflutningsbætur og styrki frá
ríkinu. Þessir fjármunir eru fluttir
frá uppruna sínum, sjávarútvegin-
um, til annarra greina. En báknið
lætur ekki að sér hæða. Útvegs-
menn og fiskvinnslumenn hér syðra
hafa undrast, reyndar ekki skilið,
.þá ráðstöfun að taka gengismun af
afurð sem ekki selst. Hér hefur
skreiðin um langt skeið verið mikið
söluvandamál. Hér á Suðurnesjum
er mikið um skreiðarframleiðslu.
Framleiðendur hafa ekki skilið þá
ráðstöfun eftir gengisfellingar að
taka gengismun af skreið, sem
sannanlega er rekin með tapi.
Rök Suðurnesjamanna og ann-
arra hafa ekkert dugað. Þessi eigna-
upptaka á bara að eiga sér stað. Það
var ætlunin að láta kné fylgja kviði.
Við síðustu gengisfellingu var að
vísu öðruvísi farið að en eftir sitja
þessar furðulegu ráðstafanir.
Báknið sem tröllriður sjávarút-
veginum og keyrir niður Iífskjör á
íslandi er sjávarútveginum erfitt.
Kannski er þó andstyggilegast þeg-
ar fólki eru gefnar vonir með slag-
orðunum báknið burt. En síðan
þegar tækifærið gefst til breytinga
Framh. á bls. 3
MOLAR
Eiríkur Albertsson?
Nokkrir frjálshyggjugaurar birtu
heilsíðuauglýsingu í málgagni
sínu til höfuðs fjármálaráðherra
vorum, þar sem hann var skamm-
aður fyrir að sýna örlitla viðleitni
til að vekja upp umræður um
skattsvik í þjóðfélaginu. Sem sé
með auglýsingum sinum um hann
Eirík (sem Viglundur segir að sé
bakari).
Sagan segir að auglýsing frjáls-
hyggjumannanna sé ættuð úr
innstu innviðum sjálfstæðis-
manna. Það hlýtur að teljast
ósanngjarnt að fara illa með fé
skattgreiðenda — samneyslunni
þarf að stilla í hóf, segir i henni og
birtur listi þar sem skorað er á
stjórnvöld að fara betur með al-
mannafé, að draga úr skattheimt-
unni, að setja einfaldari og réttlát-
ari skattareglur og fleira. Nú er
það spurningin: Hverjar eru til-
lögur frjálshyggjumannanna í
þessu efni. Vilja þeir fara betur
með almannafé með því t. d. að
draga úr framleiðslustyrkjum og
öðrum fjárútlátum til einkaaðila
eða vilja þeir skera niður félags-
lega þjónustu enn meir? Vilja þeir
draga úr skattheimtu með því að
veita stórfyrirtækjum énn meiri
skattaivilnanir eða er þeim um-
hugað um hina venjulegu fjöl-
skyldu eins og Steini formaður?
Eiga einfaldari skattareglur að
felast t. d. í afnámi eignarskatts-
ins?
„Hið opinbera hefur Iíkt skatt-
greiðendum við innbrotsþjófaþ
segir í auglýsingunni. Þvert á móti
segja Molar: Skattgreiðendur
greiða sitt og það tvöfalt. Það eru
skattsvikararnir sem eru inn-
brotsþjófarnir — ekki skattgreið-
endurnir.
Fyrir hálfri öld, 1935
— marseruðu „íslenskirþjóðern-
issinar", nasistar, gráklæddir um
borgina 1. maí og lentu um það
leyti í kosningassamstarfi við
Sjálfstæðisflokkinn.
— Var Hermann Jónasson,
pabbi Steingríms, sýknaður í
„Kollumálinu", var ákærður fyrir
að skjóta kollu og brjóta þar með
fuglafriðunarlögin.
— Kom Friedmann til íslands.
Ekki hagfræðingurinn alræmdi
sem „frelsaði“ Chile, heldur einn
snjallasti píanóleikari sem þá var
uppi, Pólverjinn Ignaz Friedman.
Hann sérhæfði sig í Chopin.
— Létust tveir af mestu stjórn-
málaskörungum íslands, Jón
Þorláksson og Tryggvi Þórhalls-
son.
— Var samþykkt ný áfengislög-
gjöf og hóf þá Áfengisverslun Is-
lands að selja sterkt vín. Verður
breyting á löggjöfinni í ár?
— Var opnað talsamband við
útlönd. Fyrstir til að blaðra voru
konungurinn og Hermann Jónas-
son, áðurnefnd kolluskytta, sem
þá var forsætisráðherra í stjórn
hinna vinnandi stétta.
— Gaus Geysir eftir 20 ára hlé.
Bjögun
Það er mikið talað um skattsvik.
í Bandaríkjunum eru vaxandi
áhyggjur yfir því að lögleg jafnt
sem ólöleg göt og undanþágur
ýmsar hafi í æ auknu mæli leitt til
efnahagslegs ójafnvægis: Fjár-
magn hefur streymt úr tilteknum
atvinnugreinum í aðrar og afleið-
ingin er að efnahagsgrunnurinn
er smámsaman að umturnast á
þann hátt sem getur haft alvarleg-
ar afleiðingar fyrir hagvöxtinn er
til lengri tíma er litið.
Þingið hefur verið að reyna að
bæta úr þessu með því að loka fyr-
ir óheppilegustu götin, en um-.
svifalaust er eins og ný opnist.
Sérstakt átak skattaeftirlitsins þar
1983 leiddi til þess að fyrirtækjum
var gert að greiða hærri gjöld og
nam heildarupphæðin hátt í 9
milljarða dollara, en það myndi
samsvara því að (miðað við
höfðatöluna frægu) kæmi til
skattahækkun upp á 300—400
milljónir króna hér á landi. Og
væru þá einstaklingar eftir . . .
•
Bessíarjafna
Tillaga Bessíar Jóhannsdóttur
um bónuskerfi í skólana, hefur að
vonum vakið mikla athygli. í ný-
útkomnu Félagsblaði Bandalags
kennarafélaga er birt útreiknings-
aðferð fyrir launadeildina, sem
nokkrir stærðfræðikennarar hafa
komist að niðurstöðu um að reyn-
ast muni vel. Aðferðin er byggð á
eftirfarandi formúlu:
(n-24) • grv.k. • hr. m/sek , M
grv.n
n-24 er einsog liggur í augum
uppi, nemendafjöldi fram yfir 24
nemendur. hr. m/sek merkir hraði
kennarans frá einum nemanda til
annars mælt í metrum á sekúnd-
um. gr.v. er meðaltal greindarvísi-
tölu nemendahópsins og M merk-
ir mánaðalaun kennara, sem
kennir aðeins 24 nemendum I
einu, samanber kjarasamninga
BSRB og fjármálaráðuneytisins.