Alþýðublaðið - 26.02.1985, Síða 2

Alþýðublaðið - 26.02.1985, Síða 2
2 Þriðjudagur 25. febrúar 1985 'RITSTJÓRNARGREIN ... Þörfin á ferskum vindum Ein af mörgum þversfæðum íslensks þjóðfé- lags liggur í þeirri staðreynd, að laun hérlendis eru með þeim lægstu í hinum vestræna heimi, en þjóðartekjur aftur á móti með þeim hæstu. Hverjar eru skýringarnar á þessu? spyr launa- fólk eðlilega. Hvar eru peningarnir? Og skýr- ingineraðeinsein. Verðmætunum ermisskipt. Það fásumirof mikið af þjóðarkökunni en aðrir alltof lítið. Sjálfstæðismenn viðurkenna þessa stað- reynd, en engu að síður hafa þeir hafnað því að breyta tekju- og eignaskiptingu í landinu til réttlætis og sanngirni. Sjálfstæðinmenn segja einfaldlega við launafólk: Við verðum að reyna aó stækka þjóðarkökuna og á meðan verðið þið að herða sultarólina og bíða. En hvaða launamaður getur beðið með hend- ur í skauti og horft þegjandi á óréttiætið; horft á það hvernig lítill hópur eignamanna og spekúlanta makar krókinn meðan hinn vinn- andi fjöldi hangir á horriminni. Það verður að breyta þessu. Það heyrir til grundvallarmannréttinda, að iaunamenn fái sanngjarnan hlut af þeim arði, sem þeirskapa með vinnu sinni. Það er hins vegar langur veg- ur frá þvi að þeirra grundvallaratriða sé gætt á Islandi í dag. Þjóðinni hefur verið skípt í tvo hópa; lúxuslið og launamenn. En hvers vegna hefur þetta orðið? Hver er ástæða þess að þeir sem hafa mikið fyrir fá sífellt meira? Og hvers vegna ber launafólk æ minna úr býtum þrátt fyrir meiri vinnu? Það eru margar samtvinnaðar skýringar á þessari öfugþróun. Fyrirþað fyrsta verðurekki annað séð en núverandi stjórnvöld láti sér þessa þróun vel líka. Það er engin pólitískur vilji finnanlegur meðal ráðamanna þjóðarinnar um að breyta þessu, þannig að þjóðarverö- mætum verði jafnað út á eðlilegan hátt. Gæti verið að ein skýringin væri sú, að for- ystumenn stjórnarf lokkanna hafi svo mjög fjar- lægst fóikið í landinu og aðstæður þess, að þeir átti sig ekki á hinu alvarlega ástandi sem er á fleiri þúsund heimilum í landinu? Eða er það svo, að stjórnarflokkarnirbáðireru pólitísk verkfæri öflugra hagsmunahópa, sem ráða stefnunni í helstu málaflokkum, eins og t. d. í landbúnaði, sjávarútvegi, þjónustu og verslun? Spurningarnar eru margar og svörin af ýms- um toga. Hitt er borðleggjandi, að núverandi ríkisstjórn hefur fremur ýtt undir misskiptingu í landinu en hitt. Og þrátt fyrirhrun heimilanna, þá hafa stjórnvöld ekki vaknaö. Ekki viljað horf- ast í augu við raunveruleikann. En launamenn sjálfir komast ekki undan raunveruleikanum. Þeir finna alltof vel fyrir honum. Dæmið hreinlega gengur ekki upp. Launin duga vart fyrir nauðþurftum. Vanskil hrúgast upp. Andvökunóttunum fjölgar. Von- leysið gerir vart við sig. Sálarkreppa. Fólk sér engar leiðir út úr erfiðleikunum. Sumir leggja hendur i skaut; gefast upp. Flestir reyna þó að þrauka. Enfólkerleitandi. Það vill áræði og þor hjá vaidhöfum. Nóg hefur verió talað. Það vill sjáhlutinagerast. En því miðurmun ekkert ger- ast í þessum efnum hjá núverandi stjórnvöld- um, það finnur launafólk og veit. Nýir vendir sópa best. Það er tími tii þess kominn fyrir löngu að hugsjónir og stefnumið jafnaðar- manna fái að njóta sín við stjórnmál hérlendis. Jafnaðarstefnan er lifsstefna. Hún byggir á jöfnuði og réttlæti. Hún grundvallast á þeim þáttum, sem hvað helst skortir um þessar mundir. Leyfum ferskum og róttækum vindum jafnaðarstefnunnar að leika um íslenskt þjóð- félag. Oft hefurverið áþví þörf. Nú er það nauð- syn. _ GÁS. Samtök kvenha á vinnumarkaði:_ Mótmæla réttindaleysi fiskverkunarfólks Hæstiréitur hefur kveðið upp þann dóni, að fiskvinnslufólk skuli réttlaust háð geðþóttaákvörðun at- vinnurekenda. Lög og samningar varðandi vinnurétt fiskvinnslufólks hafa reynst haldlausir. Tveir dómar hafa fallið, sem staðfesta að arðsemi fyrirtækis skuli sitja í fyrirrúmi, en vinnuréttur að engu hafður. Annað málið var rekið fyrir Fé- lagsdómi af Alþýðusambandi ís- lands gegn Heimaskaga hf. á Akra- nesi, vegna uppsagna með viku fyrirvara í frystihúsi fyrirtækisins. Vinnuhlé stóð í fjóra mánuði, á meðan hráefni fyrirtækisins var selt í burtu, vegna þess að fyrirtækið græddi meira á því. Hitt málið var rekið vegna verka- kvenna á Seyðisfirði, þar sem þeim var sagt upp með sömu formerkj- Enn hœkka 4 hækkuðu þeir í 2,75% og ekki er lengra síðan en 1. febrúar að þeir hækkuðu í 3,75%. Nú, mánifði síð- ar fara þeir síðan í 4% og hefur enda verið ákveðið að þeir endur- skoðist mánaðalega í samræmi við breytingar á skpldabréfavöxtum Ekki verða hins vegar breytingar meðferð dráttarvaxta og því t. d. heimilt að beita vöxtum heils mán- aðar, þótt vanskil hafi aðeins staðið í brot úr mánuði. Það er nú sem sagt 60% dýrara að lenda í vanskilum en fyrir ári síð- an. um, en togararnir látnir sigla með aflann. Síðara málið vannst fyrir undir- rétti, fyrir hönd verkakvenna en nú hefur Hæstiréttur hnekkt þeim úr- skurði. Það er óyggjandi komið í Ijós, að fiskvinnslufólk er gjörsam- lega varnarlaust. Samtök kvenna á vinnumarkaði fordæma harðlega að þeir sem vinna hin þýðingarmiklu störf við sjávarútveginn, undirstöðuat- vinnuveg þjóðarinnar, skuli rétt- indalausir, á lægstu launum fyrir mestan þrældóm. í ljósi þessa fagna Samtök kvenna á vinnumarkaði fram- komnu frumvarpi Guðmundar J. Guðmundssonar, Jóhönnu Sigurð- ardóttur o. fl., sem nú liggur fyrir Alþingi, um breytingu á lögum nr. 19/1979 um rétt verkafólks til upp- sagnarfrests. í frumvarpinu er kveðið á um, að atvinnurekendur megi ekki halda starfsfólki í launalausu starfshléi lengur en 160 stundir á ári eða fjór- ar vikur, og aldrei lengur en 80 stundir í einu, eða tvær vikur, ef um hráefnisskort er að ræða. Samtökin telja að frumvarpið sé spor í þá átt að leiðrétta hið misk- unnarlausa réttindaleysi sem fisk- vinnslufólk á við að búa og beinist sérstaklega gegn konum. Samtök kvenna á vinnumarkaði hefðu viljað sjá skrefið stigið til fulls nú, og reyndar er það ekki of seint þannig, að fiskvinnslufólk hafi sömu réttindi og annað vinn- andi fólk í landinu til vinnu og upp- sagnarfrests. Frá Ljósmæöraskóla íslands Kennsla hefst I Ljósmæðraskóla íslands 2. sep- tember 1985. Inntökuskilyrði eru próf I hjúkrunarfræði. Umsóknir sendist skólastjóra Ljósmæðraskóla íslands fyrir 1. júní nk. ásamt prófskírteinum og heilbrigðisvottorði. Umsóknareyðublöð fást í skólanum. Nánari upplýsingareru veittar (skólanum ámánu- dögum frá kl. 9.00—16.00 og fimmtudögum ki. 13.00—16.00. Reykjavík, 15. febrúar 1985. Skólastjóri. Ný Vera komin út Eru konur sjúkar? Hvernig liti heimurinn út ef karlmennirnir færu á túr? Svör við þessu er að finna í nýjasta hefti kvennablaðsins Veru. Það er fyrsta tölublað þessa árs, 40 síður alls og hefur að geyma greinar um fjölbreytt efni, viðtöl o. m. fl. Eru konur sjúkar? t. d. er fyrir sögn greinar um viðhorf til kvenlíka- mans. Þá er í Veru viðtal við ein- stæða móður þar sem hún segir frá reynslu sinni af nýju skattalögunum sem urðu henni martröð, viðtal við kennara um kjör þeirrar stéttar. Álfrún Gunnlaugsdóttir segir frá ritstörfum sínum í viðtali og fjallar m. a. um aðstæður karla og kvenna til þeirra starfa. í tilefni þess að nú eru tíu ár liðin síðan kvennaáratug- urinn hófst, byrjar nú í Veru röð viðtala við konur, sem tengdar hafa verið kvenfrelsisbaráttunni og kall- ar Vera þessa viðtalaröð „Samtalið endalausa". Fyrst viðmælandanna er Ingibjörg Hafstað. Einnig segir Vera frá því helsta, sem á döfinni er á árinu, minnist 10 ára afmælis Kvennasögusafnsins og kynnir bandarísku myndlistarkonuna Alice Neal. Og síðast en ekki síst hafa borgarmálin og þingmálin sitt sæti í Veru, en að þessu sinni er m. a. fjallað um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og friðar- og af- vopnunarmál. Er þá enn ekki allt upp talið, svo sem bókadómar, ljóð, myndasaga og tíðadagatal fyrir árið 1985 — ómissandi konum! Vera kostar 130 krónur í lausasölu og fæst á öllum betri blaðsölustöð- um. Áskriftarsíminn er 22188. Útgefendur Veru eru Kvenna- framboðið í Reykjavík og Samtök um Kvennalista. Oskar 1 stöðu, sem hefur skapast nú meðal þeirra. Nú hafa útgerðarmenn jafnvel hótað að lögsækja þá sjómenn sem sigldu í land. Hver eru viðbrögð ykkar við því? „Við blásum á allt slíkt. Ef á að vega og meta hvar upþtökin á þess- ari hörku er, þá eru þau ekki hjá okkur. Þetta hefur hinsvegar sýnt að samstaða sjómanna hefur aldrei verið rneiri!* En hvernig er verkfallssjóður ykkar í stakk búinn núna? „Hann er alls ekki nógur. Ég á ekki von á öðru en að sjómenn séu tilbúnir að þrengja að sér ólina, að viljinn til að leiðrétta kjörin lyfti þeim yfir það versta!‘ Óskar sagði að ef verkfallið drægist á Ianginn, þá myndu þeir leita til alþjóðasamtaka, sem Sjó- mannasambandið er aðili að, um stuðning. Það er Alþjóða flutnings- og verkamannasambandið IFT. Einnig sagði hann að sjómanna- samtök á Norðurlöndunum hefðu lýst yfir fullum stuðningi við að- gerðir íslenskra sjómanna og lofað stuðningi. Slíkt væri ákveðin kjöl- festa fyrir íslenska sjómenn. Að lokum spurðum við Óskar Vigfússon hvort hann héldi að þetta verkfall gæti dregist á langinn. „Ef ekki gerist eitthvað nú strax er hætta á að verkfallið geti dregist mjög á langinn, jafnvel fram yfir páska.“ Rúrí sýnir Um þessar mundir stendur yfir kynning á verkum Rún (Þuríðar Fannberg) á Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins. Þessi sýning er liður í kynningu á starfandi listamönnum á höfuðborgarsvæðinu og viðurkenning á mikil- vægi þeirra við mótun daglegs umhverfis. Sýningin er opin á vinnudögum frá kl. 9—12 og 13—17 að Hamraborg 7, Kópavogi. FÉLAGSSTARF ALÞÝÐUFLOKKSINS Kvennfélaga Alþýðuflokksins í Hafnarfirði Heldur félagsfund miðvikudaginn 27. feb. kl. 20.30. í Alþýðuhúsinu við Strandgötu. Gestur fundarins verður Jóhanna Sigurðardóttir. Konur fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.