Alþýðublaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 26. febrúar 1985 3 Fullkomnasta steypuverksmiðja konar mannvirki, þar sem nota má forsteyptar einingar. Risinn í Garðabœnum: Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, var meðal gesta við opnun Steypuverksmiðjunnar Óss hf, í Garðabœ, hinnar fullkomn- ustu sinnar tegunda íEvrópu. Hátt á átiunda hundrað gesta voru viðstadd- ir opnunarathöfnina. Með Jóni Baldvin á myndinni eru f. u Ólafur Björns- son, stjórnarformaður verksmiðjunnar, og Einar Þ. Vilhjálmsson fram- k vœm dastjóri. Mynd-GVA. Ós hf. hóf nýlega rekstur steypu- verksmiðju að Suðurhrauni 2 í Garðabæ. Þessi verksmiðja er hin fullkomnasta sinnar tegundar í Evrópu og nær alsjálfvirk, segir í frétt frá félaginu. Tölvusamstæða stýrir framleiðslunni, sem er steypa og forsteyptar einingar. Verksmiðjan rnarkar þáttaskil á þessu sviði hérlendis, því að nú er hægt að framleiða hér hvers konar forsteyptar einingar með nýjustu og bestu tækni sem völ er á, og auka þannig notkun slíkrar vöru, auka hagræðingu og framkvæmdahraða og draga úr kostnaði við margs í upphafi veróur lögð áhersla á að stórauka úrval af hellum og steinum af mörgum gerðum og stærðum og í ýmsum litum, auk framleiðslu steyptra röra, brunna og fittings til hvers konar lagna. Einnig framleiðir verksmiðjan milliveggjaplötur, húseiningar og steypu til húsbygginga og annarra mannvirkja. Afkastagetan er slík, að hin nýja verksmiðja annar allri eftirspurn eftir þessum vörum suð- vestanlands. Auk vandaðrar og fjölbreyttrar vöru býður Ós hf. viðskiptavinum sínum margvíslega þjónustu, svo sem sundurliðaðar tölvuútskrifað- ar nótur, sérútbúna flutningabíla sem tryggja rétta meðferð vörunn- ar, leiðbeiningar um hleðslur og lagningu stíga og stétta og ráðgjaf- arþjónustu í sambandi við skipu- lagningu. Auk þessa verður sveitar- félögum veitt nýstárleg þjónusta varðandi birgðir af rörum, hellum og öðrum steypuvörum. Nýmæli er fólgið í því að birgðirnar verða á at- hafnasvæði viðkomandi sveitarfé- lags en í eigu verksmiðjunnar, sem einnig sér um að bæta við þær eftir þörfum. Stjórnarformaður verksmiðj- unnar er Ólafur Björnsson en fram- kvæmdastjóri Einar Þ. Vilhjálms- son. í upphafi munu um 30 manns starfa í þessari nýju og fullkomnu verksmiðju við framleiðslu, flutn- inga og sölu. Mannleg 4 sýnir fólkið reisn í neyð sinni. Að tiltaka ákveðnar myndir úr þessum myndaröðum þjónar litlum til- gangi, því heildaráhrifin eru það sterk. Þó er rétt að minnast á mynd nr. 16, „Andlit frá Georgíu". í and- Iiti þessarar öldnu konu hefur lífið skráð sína sögu, sem áhorfandinn verður ósjálfrátt að túlka. Myndir frá Tékkóslóvakíu 1938 koma næst og þegar mynd nr. 35 „Frjálsborinn Tékki“, er borin sam- an við f yrrgreinda my nd af konunni verður okkur Ijóst að öll gistum við sama heiminn. Bæði horfa djörf í linsuna og á bak við þessi augnaráð býr reynsla mannkynsins. Þe.ssa reynslu opinberar Bourke- White okkur með myndum sinum úr stríðshrjáðri Evrópu þó hvergi verði hún jafn átakanleg og í mynd- um hennar frá útrýmingarbúðun- Gandhi við spunahjólið sitt (mynd nr. 57) um í Buchenwald. Myndin „Og lík- in hlóðust upp“, nr. 47 er þess eðlis að áhorfandinn, þó hann sé orðinn ýmsu vanur úr fjölmiðlum, lítur ósjálfrátt undan og verður að beita sig valdi til að horfa aftur á þennan hryllilega raunveruleika, sem þarna opinberast okkur. Of langt mál yrði að fara ná- kvæmilega í gegnum alla sýning- una, en auk þessa, sem áður er nefnt eru meðal annars myndir frá Indlandi á lokaskeiði sjálfstæðis- baráttu þeirra, myndir af kynþátta- misréttinu í S-Afríku, frá Kóreu- stríðinu og N-Ameríku. Allar þessar myndir sýna okkur ljós og skugga þeirra örlagatíma, sem tuttugasta öldin hefur verið. Þær segja okkur líka það að jörðin er ein heild og að atburðir í Asíu, Afríku eða hvar sem er á kringl- unni, skipta okkur öll máli. Við er- um ein fjölskylda. — Sáf. AUGLÝSING UM INNLAUSNAFVERÐ VERÐTRVGGÐRA SRARISKÍRTEINA RÍKISSJÓDS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*> 1.000 KR. SKÍRTEINI 1982 -1.fl. 01.03.1985 -01.03.1986 kr. 3.699,70 *> Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, febrúar 1985 SEÐLABANKI ÍSLANDS FELAGSMALASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Dagvist á einkaheimilum Tilkynning til þeirrasem hafahug áað gerast dagmæð- ur. Athygli skal vakin á þvl að veitingu leyfa verður hætt ( bili 15. mars nk. Leyfi verða aftur veitt frá 1. ágúst til 31. okt. nk. Umsjónarfóstrur Simi 22360. Laus staöa Hlutastaða lektors (37%) í sjúkraþjálfun við námsbraut í sjúkraþjálfun í Háskóla íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rlkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vlsindastörf um- sækjenda, ritsmíðarog rannsóknir, svoog námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneýtinu, Hverfis- götu 6,101 Reykjavík, og skulu þær hafa borist fyrir 20. mars nk. Menntamálaráðuneytið, 20. febrúar 1985. Starf sveitarstjóra Hreppsnefnd Búlandshrepps Djúpavogi auglýsir laust til umsóknar starf sveitarstjóra. Umsóknarfrestur til 24. mars nk. Upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 97-8834. Hreppsnefnd Búlandshrepps. í SAMvmnu við fólkið tryggjum viö betri vörur á lægra veröi í verslunum okkar KAUPFÉLÖQIM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.