Alþýðublaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.08.1985, Blaðsíða 4
 1 alþýðu- Alþýöublaúiö, Ármúla 38, 3. hæð, 108 Reykjavík., Sími: 81866 Útgefandi: Blaö hf. Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson (ábm.) Askriftarsíminn er 81866 IH Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson, Halldóra Jónsdóttir og Eva Guömundsd. Setning og umbrot: Alprent hf., Ármóla 38. Fimmtudagur 8. ágúst 1985 Prentun: Blaðaprent hf, Síðumúla 12. TIL UMHUGSUNAR Einkaskólar og bónusgreiðsla Á síðustu vikum og mánuðum hafa skólamál í landinu verið mjög til umræðu bæði manna á meðal og í blöðum og útvarpi. Svo var og á Alþingi, og eins og gengur sýnist sitt hverjum. Þar hafa verið efst á baugi kjör kennara og flótti kenn- ara frá skólunum í önnur störf. En þrátt fyrir að umræða hafi verið mikil hefur mjög lítið verið gert sem til framfara horfir og má segja að frekar hafi þokað aftur á bak en fram á leið. Og öll hefur yfirstjórn menntamála verið með eindæmum rislág. Ekki verður þó annað sagt en nýjungar hafi skotið upp kollinúm i þessum umræðum, þó ekki sé mikils af að vænta og má þar til nefna hugmyndina um að greiða kennurum laun eftir fjölda nem- enda í bekkjadeildum og hinn svo- nefnda einkaskóla. í Morgunblaðinu þann 2. febrúar sl. birtist grein eftir Bessí Jóhanns- dóttur og var upphefð hennar sögð varaformaður fræðsluráðs Reykja- víkur. Þar segir m.a.: ”TiI þess að fá gott starfsfólk þarf að greiða góð laun og þá er um leið hægt að gera ákveðnar kröfur um afköst við- komandi starfsmanna. Spurning er hvort ekki eigi að borga sérstaka uppbót til kennara, sem treysta sér til að kenna fjölmennum bekkja- deildum t.d ef nemendafjöldi fer yfir 24 í bekk. Forvitnilegt að vita hversu mönnum líst þessi hug- mynd.“ Fáum sem eitthvað þekkja til stjórnunar skóla mun hafa litist vel á hugarfóstrið. Hins vegar mun að- stoðarráðherra menntamálaráð- herra talið það nokkurs virði. Víst má taka undir það að til þess að fá gott starfsfólk til vinnu og halda því, þarf yfirleitt að greiða mannsæmandi laun. En að afköst kennara í starfi hafi í einhverju tak- markast við laun held ég að erfitt sé þá um að saka. Almennt krefur starf kennara þess að hann leggi sig allan fram og það jafnt þótt umbun sé lítt við hæfi. Vissulega er það alltaf freistandi að greiða áhuga- sömum og duglegum starfsmönn- um aukalega en að fara að greiða kennslu eftir höfðatölu í bekkjum og að fara þar eftir hver treystir sér til að hafa marga í bekk er lítt gáfu- leg uppástunga. Það yrði sjálfsagt freistandi fyrir blanka kennara að fara til skólastjóra og segjast treysta sér til að taka nokkra nemendur til viðbótar í bekkinn sinn gefi það fleiri krónur í aðra hönd. Fjöldi nemenda í bekkjardeild ræðst jafn- an af ýmsum aðstæðum. En þar hlýtur ávallt að ráða mestu væntan- legur árangur og líðan nemenda án tillits til auraleysis kennara. Þá hljóta allir að vita sem eitthvað skyn bera á störf kennara að önn kennara við stjórnun, kennslu og handleiðslu bekkjar stendur ekki ætíð í réttu hlutfalli við tölu nem- enda. Það er hægt að flaka fisk eða múra vegg í ákvæðis- eða bónus- vinnu en uppeldi og fræðsla barna hlítir öðrum lögmálum. En Besí Jóhannsdóttir, enn titluð varaformaður fræðsluráðs Reykja- víkurborgar, lætur á ný ljós sitt skína í Morgunblaðinu 28. júlí um svokallaðan einkaskóla, Tjarnar- skóla. Telur hún stofnun hans mjög æskilega og óskar fleiri slíkra skóla. Eitt af því sem stofnendur skólans hafa talið honum til ágætis er það að þar verði ekki fleiri en 25 nem- endur í bekkjardeild, skólatími sé samfelldur í einsetnum skólastof- um og heimanám fari fram á staðn- um. Slík skal verða námsaðstaða þeirra barna, sem eiga foreldra sem vilja og geta greitt uppsett skóla- gjald. Önnur skulu sætta sig við yf- irfylltar skólastofur hjá bónus- greiddum kennara í tvísettum skóla, slitróttum skólatíma og að- staða til heimanáms eftir heimilis- ástæðum, húsrými o.fl. Þótt segja megi að hugmynd Bessíar Jóhannsdóttur hafi dáið i fæðingunni hefur annað og meira orðið uppi á teningnum með hinn svokallaða einkaskóla. Hann hefur fengið meiri mfjöllun en efni standa til. Rétt eins og tveir nýir spámenn hefðu upp risið í borg Davíðs. En fyrirbrigðið er ekki ann- að og meira en það, að tveir kennar- ar hafa lýst því yfir með nokkru yf- irlæti að þeir treysti sér til að reka betri og skemmtilegri skóla en starfsbræður þeirra. En til þess að svo megi verða þurfi betri aðstöðu og meiri peninga. Þar með allt talið. Engar nýjar hugmyndir, engin kennslufræðileg nýjung. Aðeins meiri peningar og dálítið yfirlæti. Um miðjan júlí sl. birtist í DV grein eftir Harald Blöndal hæsta- réttarlögmann. Nefnist greinin Við hvað eru kennarar hræddir? Greinin byrjar svo: „Tvær ungar kennslukonur hafa fengið leyfi til þess að reka skóla í Reykjavíkí* Og síðan segir: „Ýmsir aðilar hafa rekið einkaskóla í landinu á svipaðan hátt og fer þar mest fyrir Sam- vinnuskólanum Bifröst og Verslun- arskólanum í Reykjavík". Er ekki fullsnemmt að fara að líkja þessari skólastofnun kennslu- kvennanna við tvær af hinum merkustu menntastofnunum í land- inu? Og flest mundi ég telja ólíkt við tilurð þessara skóla. Haraldur heldur áfram: „En standa kennarar fjarska vel að vígi? Hefur kennsla þeirra reynst þannig að óeðlilegt sé að menn vilji Ieyta annað meðkennslu fyrirbörn sín?” Hér er höggvið stórt. Kennara- stéttin í landinu hefur fengið sinn dóm. Henni er ekki trúandi fyrir fræðslu barna. Rökstuðningur hæstaréttarmálaflutningsmannsins fyrir þessum dómi er sá, að kennar- ar hafi farið í mánaðar verkfall á síðasta skólaári. Foreldrar vilji ekki eiga á hættu að slíkt endurtaki sig. Því skal komið á einkarekstri skóla. Hefur lögmaðurinn nokkuð leitt hugann að því hve tíð verkföll eru í einkarekstri hér á Iandi og borið saman við tíðni kennaraverkfalla? Þá gerir Haraldur mikið úr því að kennarar hafi framið lögbrot er þeir fylgdu eftir uppsögnum sínum á sl. vetri. En getur það þá ekki hafa heyrt undir neyðarrétt eins og Val- hallarútvarpið. Flestir mundu telja þá neyð stærri að sjá eignir sínar lenda í klóm lögmanna og fara síð- an undir hamarinn en að þurfa að sitja útvarpslausir í nokkur kvöld. Þá ræðir höfundur nokkuð um hjálparkennslu sem margir foreldr- ar kaupa börnum sínum til handa sem hann í öðru orðinu telur eðli- lega en í hinu ekki. Til þess að for- eldrar kaupa einkakennslu fyrir börn sín eða kosta þau í sérskóla liggja aðallega tvær ástæður. Önn- ur er sú að börnum gengur misjafn- lega vel að tileinka sér viss fög og dragast sum sýnilega aftur úr. Til þess að bæta hér úr hefur á síðustu árum verið talið sjálfsagt að skól- arnir kostuðu slíka kennslu. Og hefur þar nokkuð verið að gert með hjálparkennslu í skólunum, en í stað þess að auka þessa aðstoð við börn sem erfitt eiga með nám hefur heldur verið stigið spor til baka í tíð núverandi menntamálaráðherra. Hin ástæðan fyrir því að foreldrar kosta aukakennslu fyrir börn sín er áhugi fyrir auknu námi í vissum námsgreinum t.d. íþróttum, erlend- um málum, tónmennt o.fl. Við þessu er ekkert að segja. En einka- skólar munu ekki breyta þessu frek- ar. Um þessa aukakennslu kemst höfundur þannig að orði: „Þar fyr- ir utan hafa fjölmargir kennarar af því drjúgar tekjur að kenna börn- um í einkatímum og taka hátt tíma- kaup, en vafalaust sanngjamt" Um tekjur kennara af einkakennslu og hátt tímakaup er hér nokkuð of- sagt. Og vart mun það tímakaup kennara standast samanburð við tímakaup lögmanna. Að síðustu er það hin snjalla hug- mynd sem greinarhöfundur setur fram: „Það mætti vitanlega af- henda foreldrum ávísun til greiðslu námskostnaðar barna sinna og væri eðlilegra!1 Þetta er óska- draumur frjálshyggjumannsins. Mætti þá ekki haga því svo til að ávísunin gæti einnig gilt til sólar- landaferða sem talsmönnum Tjarn- arskóla virðist svo tamt að tala um. Þá gætu foreldrar valið um hvort þeir kjósa heldur að njóta lífsins á sólarströnd eða púkka upp á það að láta kenna krökkunum að stauta. Eigi að svara spurningunni: Við hvað eru kennarar hræddir, er þar fljótsvarað að það eru ekki einka- skólarnir, hvorki Tjarnarskóli né aðrir sem upp kunna koma. Þeirra er örugglega ekki framtíðin. Meira að segja í Bandaríkjunum, drauma- landi frjálshyggjunnar, víkja þeir stöðugt fyrir ríkisreknum skólum. Hinsvegar bera kennarar og ekki síður foreldrar ugg í brjósti. Vegna aðgerða íhaldssamrar ríkisstjórnar hverfa stöðugt fleiri kennarar frá störfum í skólum landsins. Það er ekki Iítið áfall fyrir skóla, sérstak- lega í hinum dreifðu byggðum er vanir og dugmiklir skólamenn láta af störfum. Þá er einnig stöðugt verið að þrengja kost skólanna fjár- hagslega. Um þessi mál mætti gjarna vera meiri umræða í stað þess að þyrla upp moldviðri í kring- um ómerkilega tilraun til stofnunar svokallaðs einkaskóla, sem þó er að mestu kostaður af ríki og borg, en hefur engan sjáanlegan tilgang í skólakerfi landsins. S.H. MOLAR Reagan Hood T-Shirt 5 color design on white t shirt of 100% cotton. U S made All adult sizes available s. m. Ig. xl $7.95 ea r postage & fundhng mcluded Wholesale inQumes welcome Banners. Flags. Sweatshirts. T Shirts Please send check or money order to Libre Silk Screen Printing Inc. 82 Wall St . Suite 1105MJ. New York. NY 10005 (212) bUy 2611 from the needy to the greedy | WARD OFF GLOOM and DOOM with this amazing littlerSoqí luck charm! porceiain talísman ® 14.95 p.pd OLVERO ' PRODUCTtONS PO. Box 14265 Portland. OR 97214 Lukkumenið Á meðfylgjandi mynd má sjá men nokkurt sem til sölu er hjá fyrir- tæki í Portland í Oregon-fylki í Bandaríkjunum. Um er að ræða postulíns-lukkumen þar sem fyr- irmyndin er Ronald Reagan og segir í auglýsingunni að menið dugi til að halda burtu drunga, þunglyndi og dómsdagseyðilegg- ingu! Þá er hér önnur auglýsing um freistandi bol þar sem Reagan er aftur fyrirmyndin: Reagan Hött- ur, frá hinum þurfandi til hinna gráðugu! Kjarnorkuvopn — nei Fremstir í röðinni i baráttunni gegn kjarnorkuvopnum og fyrir kjarnorkuvopnalausum svæðum eru íbúar Kyrrahafseyjunnar Belau. íslendingar og Nýja-Sjá- landsbúar eru búnir að afþakka pent kjarnorkuvopn í sína lög- sögu, en löngu á undan þessum þjóðum höfðu Belau-búar greitt um það atkvæði að eyjan væri kjarnorkuvopnalaus. Þetta er Bandaríkjamönnum talsverður þyrnir í augum, því fyr- ir hendi voru bjartsýnar áætlanir um að reisa þarna herstöð og bækistöð fyrir kafbáta og haft í huga að það gæti komið að því að þeir misstu aðstöðu sína á Filipps- eyjum ef Marcos hrökklast frá. Belaubúar muna vel eftir mar- tröðum seinni-heimsstyrjaldar- innar og sjá enn fyrir sér afleið- ingar kjarnorkuvopnatilrauna bandaríkjahers 1940—1960: Enn fæðast hræðilega vansköpuð börn sem að vísu anda nokkrar klukkustundir, en líkjast að öðru leyti pokum af hlaupi! Bandaríkin hafa útistandandi tilboð upp á milljarð dollara ef eyjaskeggjar leyfa herbæki'stöðv- ar á eyjunni — en firr.m sinnum hafa hinir innfæddu gengið að kjörborðinu og hafnað tilboðinu, þrátt fyrir skipulagðan áróður og ýmsar „gjafir“ fyrir hverja kosn- ingu. Ekki einu sínni dugði til að sjálfur Reagan mætti á staðinn og talaði hlýlega til innfæddra! Bandarikjamenn eru því pirr- aðri sem í ljós hefur komið að „belau-sÝkin“ er farin að smita út frá sér. í þessum mánuði er búist við því að 14 ríkja bandalag Suð- ur-Kyrrahafseyja samþykki til- lögu um bann við tilraunum og uppsöfnun á kjarnorkuvopnum á sínu svæði, sem og banni við að sökkva kjarnorkuúrgangi á haf- svæðunum í kring. Olíufélögin Okkur blöskraði jafn mikið þegar bensínið hækkar og þó þykjumst við vita að mótmæli hafa lítið sem ekkert að segja því alltaf geta olíu- félögin vísað á einhvern dularfull- an „innkaupajöfnunarreikning" og allt situr fast. í þessu sambandi getum við öf- undað Bandaríkjamenn — olíu- notendur þar — því stærsta olíu- fyrirtæki landsins og heimsins eftir því — hefur verið gert að greiða til baka tvo milljarða doll- ara eða um 82 milljarða íslenskar krónur og geti sú tala reyndar hækkað talsvert. Jú, það er þann- ig sko, að sérstakur dómstóll hef- ur tekið undir rök samtaka neyt- enda um að Exxon hafi látið kaupendur borga allt of mikið í sölu á olíu 1975—1979 (þegar olíukreppan var í hámarki). Mörg önnur slík mál eru í gangi en úr- skurði dómstólsins frá 1. júlí hef- ur verið áfrýjað. Ef úrskurðurinn fæst staðfestur og hin málin vinn- ast gætu endurgreiðslurnar farið alla leið upp í 8 milljarða dollara eða um 330 milljarða króna auk vaxta. Endurgreiðslurnar fara til sjóða hinna einstöku ríkja innan Bandaríkjanna. Bensínsparnaður Hvernig væri að draga úr bensín- notkuninni til að koma til móts við hækkun á bensínverði? Ekki endilega með því að hætta að keyra, heldur með því að hægja á ferðinni. Það vinnst fleira en auk- ið öryggi þegar við hægjum á ferðinni, sérfræðingar hafa enda reiknað út að bíllinn eyði 12% meira bensíni ef þú keyrir á 96 kílómetra hraða en á 80 kílómetra hraða á klukkustund og svo vænt- anlega má spara enn meir með því að draga enn meir úr hraðanum, hætta að rykkja af stað eða stoppa snögglega. Fyrir mann sem kaupir 25 lítra af bensíni á viku eða að meðaltali um 1300 lítra á ári gæti því á nú- verandi verði, bensíreikningurinn lækkað úr 40 þúsundum króna allt níður í 34—35 þúsund kr.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.