Alþýðublaðið - 28.08.1985, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.08.1985, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 28. ágúsí 1985 RITSTJÓRNARGREIN f oíðastliðinn föstudag hófust framkvæmdir við byggingu nýs hjúkrunarheimilis fyrir aidr- aða á lóö Hrafnistu í Laugarási í Reykjavík. Það er ný sjálfseignarstofnun, Skjól, sem stendur fyrir framkvæmdunum, en bakhjarl hennar er Öldrunarráð íslands, sem í reynd hefur haft ali- ap veg og vanda að undirbúningi þeirra. Þessar framkvæmdireru sannarlega fagnaðarefni, því að, eins og Guðjón B. Baldvinsson, stjórnarfor- maður Skjóls, benti réttilega á í ræðu sinni, hefuroft verið þörf en aldrei meiri nauðsyn en nú á því aö bæta úr húsnæðisneyð þeirri, sem aldraðir og sjúkir Reykvíkingar búa nú viö. Það hefur jafnan verið litið þannig á, að það segði nokkurn veginn tii um það menningarstig, sem þjóðfélögin eru á, hvernig þau búa að öldruð- um samborgurum sínum. Ef sá mælikvarði er notaður i Reykjavík, nú um stundir, er hætt við að Borg. Davíðs teldist ekki á háu menningar- stigi, svo mjög sem sigið hefur á ógæfuhliðina í þeim efnum síðustu árin. í ræðu þeirri, sem Guðjón B. Baldvinsson hélt er forseti ísiands tók fyrstu skóflustung- una við hið nýja hjúkrunarheimili, kom fram, að um 2500 manns eru nú á biðlistum aldraðra eftir góðu öldrunarhúsnæði á höfuðborgarsvæð- inu. Á liðnum vetri kom margsinnis fram, að á annað þúsund manns hafa skrifað sig á bið- lista hjá Reykjavíkurborg einni saman. Miðað við þörfina og þann styrk, sem Borg Davíðs ræðuryfir, hefur þó aðeins fátt eitt verið gert — og það seint og um síðir. Strax í upphafi kjör- timabilsins lágu fyrir fullgerðar teikningar af dvalarheimili aldraðra í Seljahverfi í Reykjavík. Sumarið 1982 áttu framkvæmdir að hefjast en hinn nýi meirihluti Sjálfstæðisflokksins í borg- arstjórninni bremsaði þær, lét minnka dvalar- heimilið um þriðjung og hóf ekki framkvæmdir fyrr en ári síðar. Engar líkur eru á, að það geti komist í notkun fyrr en á miðju næsta ári. Það er því ekki að furða að leiðtogar Sjálfstæðis- flokksins séu niðurlútir vegna frammistöðu sinnar á þessu sviði. ■ • Ollum borgarbúum erí fersku minni átök þau, sem meirihluti Sjálfstæðisflokksins stofnaði til um langlegudeild Borgarspítalans i Hafnar- búöum. Reyndar stofnaði hann ekki aðeins til þeirra átaka við starfslið Hafnarbúða, sjúkling- ana þar og aðstandendur þeirra, heldur lenti hann líka í handalögmálum innbyrðis út af van- hugsuðum fyrirætlunum þeirra Davíós Odds- sonar og Alberts Guðmundssonar. Allt reynd- ist máliö klúður, jafnt inn á við sem út á við, frá upphafi til enda. Óhætt erað staðhæfa, að sala Hafnarbúða úr eigu borgarbúa var ekki gerð í þágu þeirra eða aldraðra Reykvíkinga, heldur þvert á móti. Og braskið með þá hjúkrunar- stofnun verður aldrei fært á afrekaskrá sjálf- stæðismeirihlutans 1982—1986, svo fáskrúð- ug sem hún er að öllu leyti. En það skilur eftir sig mörg ógróin sár, víðs vegar í hugum Reyk- víkinga, sem seint munu gróa. Alþýðuflokksmenn hafa lengi barizt fyrir því í borgarstjórn Reykjavíkur, að borgin hefði miklu meira samstarf við samtök borgarbúa sjáifra um hin margvíslegustu viðfangsefni og , lausn þeirra. Öll sú tillögugerð fékk vægast sagt iitiar undirtektir hjáSjálfstæöisflokknum. Það varð Alþýðuflokknum því fagnaðarefni þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékkst loks til þess, áþessu kjörtímabili, að gangatii nokkurs samstarfs við aðila á borð við Samtök aldraðra og Verzlunarmannafélag Reykjavíkur um bygg- ingu íbúðarhúsnæðis fyrir aldraða. Borgar- sjóður kemur til með að eiga þjónustukjarna þessara bygginga og má það ekki minna vera. Á þessum sviðum hefur Borg Davíðs ekkert frumkvæði haft, heldur aðeins drattazt með undir forystu fyrrgreindra samtaka. r I upphafi þessarar greinar var farið nokkrum orðum um hið stórmyndarlega og bráðnauð- synlega framtak sjálfseignarstofnunarinnar Skjóls við byggingu nýs hjúkrunarheimilis aldr- aðra í Laugarási í Reykjavík. En það er jafn- framt Ijóst, að ólíklegt er að það hefði komið til sögunnar hefði verið nógu vel aö málum staðið af hálfu borgarinnar sjálfrar. Augljóst er, að neyðarástand í húsnæðismálum aldraðra í Borg Davíðs og lágmarksframkvæmdir af hennar hálfu, til úrbóta á því sviði, hefur orðið til þess, að óbreyttir borgarar sáu, að við svo búið mátti ekki iengur standa og tóku höndum saman um aðgerðir. Engin vafi erá því, að það hörmungarástand, sem á annað þúsund aldraðir Reykvíkingar búa við í húsnæðismálum sínum og þeir hafa gert sér vonir um að Reykjavlkurborg mundi leysa, er svartasti bletturinn á því velferðarþjóðfélagi, sem íslendingar hafa til skamms tima talið sig búavið, enernúekki nemasvipurhjásjón. Það er Sjáifstæðisflokkurinn sem er ábyrgur fyrir því. Reykvíkingar ættu að hafa þá staðreynd í huga. Norrœnar auglýsingastofur: Aðalfundur á Samband norrænna auglýsinga- stofa (Nordiske Reklamebureauers Forening — NRF) eru samtök með aðild sambanda auglýsingastofa í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Dan- mörku og á íslandi. Samband íslenskra auglýsinga- stofa — SÍA, sem stofnað var 1978, gerðist aðili að norrænu samtökun- um árið 1982. Árlega er haldinn að- alfundur NRF, og sækja hann for- menn (oft einnig varaformenn) og framkvæmdastjórar auglýsinga- sambandanna á Norðurlöndum. Dagana 28.—30. ágúst nk. verð- ur ársfundur NRF haldinn á íslandi í fyrsta sinn. Meðal þess sem fjallað verður um á fundinum er: 1. Ástand og horfur varðandi út- varps- og sjónvarpsauglýsingar á Norðurlöndum. Svo sem kunnugt er eru nú aðeins leyfðar slíkar auglýsingar á íslandi og í Finnlandi. Búist er við að Dan- mörk og Noregur bætist í hópinn innan tíðar en um Svíþjóð er meiri vafi og getur framvindan þar m.a. ráðist af úrslitum þingkosninganna r Islandi þar í haust. í Finnlandi hefur verið auglýst í sjónvarpi frá því 1956, en nú er verið að gera þar tilraunir með staðbundnar útvarpsstöðvar með auglýsingum. í Danmörku geta þeir sem ná þýska sjónvarpinu horft á auglýsingar og í umræðum um nýja sjónvarpsstöð — TV 2 hefur verið mikið rætt um að leyfa auglýsingar. Einnig má minna á, að hér á landi ganga ný útvarpslög í gildi um næstu áramót og eykst þá sam- keppnin um auglýsingar mjög. 2. Norræn samvinna á sviði mennt- unar starfsfólks auglýsingastofa. í kjölfar mikilla breytinga í fjöl- miðlaheiminum eykst þörfin fyrir endurmenntun og símenntun starfsfólks á auglýsingastofum. Verður um það rætt á fundinum, Steingrímur erlendis: Minnesota og Mexíkó Steingrímur Flermannsson, forsætisráðherra, fór til Banda- ríkjanna á fimmtudaginn í boði ríkisstjóra Minnesota, til að vera viðstaddur opnun íslands- kynningar í Minneapolis. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu mun Stein- grímur síðan halda til Mexíkó, þar sem honum hefur verið boð- ið að sitja alþjóðlegan fund um framtíðarspár og kannanir. Dagsetning heimkomunnar hefur ekki verið endanlega ákveðin, en búist er við forsætis- ráðherranum heim aftur um mánaðamótin. hvort æskilegt sé að vinna að þess- um málum sameiginlega að ein- hverju leyti. 3. Er æskilegt að kynna Norður- lönd sem einn markað gagnvart fjarlægum löndum eða heimshlut- um? Hvernig verður það best gert? í alþjóðasamhengi er gjarna litið á Evrópu sem einn markað (Pan- European Market) og þá einkum löndin í Efnahagsbandalagi Evrópu vegna styrkleika þeirra út á við. Hverfa þá einstök lönd inn í þessa heildarmynd eða jafnvel al- veg. Þetta ástand hlýtur að vera um- hugsunarefni fyrir norrænar þjóðir og mikil spurning hvort þær geta sameiginlega brugðist við á ein- hvern hátt. 4. Fyrirsjáanlegar breytingar í fjöl- miðlaheiminum í náinni framtið og áhrif þeirra á Norðurlöndum. í þessu sambandi má nefna, að það er ekki einungis á sviði útvarps og sjónvarps sem ný tækni hefur haft mikil áhrif, heldur á það einnig við um prentfjölmiðla. Þannig geta ýmis stórblöð í heiminum nú sent efni í gegnum gervihnetti og látið prenta efni víða um heim þótt það sé að mestu unnið á einum stað. Þetta hlýtur óhjákvæmilega að hafa áhrif á Norðurlöndum sem annars staðar. Auk framanritaðs verður skipst á upplýsingum og fróðleik um ýmis önnur hagsmunamál auglýsinga- iðnaðarins á Norðurlöndum. ísafjarðarkaupstaður HALLÓ! Hvað ætlar þú að gera í vetur? Langar þig að beyta um umhverfi, langar þig að skiþta um vinnu, langar þig að kenna við nýjan skóla? Ef svo er þá talaðu við okkur, við bjóðum þér kennslustarf við grunnskólann á ísafirði, sem er nýr skóli byggður á gömlum merg. Við höf- um nú sameinað allt grunnskólakerfið undir eina yfirstjórn og okkur vantar nokkra kennara. Þér gefst því tækifæri sem kennara að taka þátt í upp- byggingu nýs skóla með okkur. Við getum ekki boðið uppá gull og græna skóga en flutningur til okkar verður þér að kostnaðarlausu. Við höfum líka húsnæði fyrir þig og fjölskyldu þína fyrir utan góða vinnuaðstöðu við skólann. Á ísafirði er stór- brotið sögulegt umhverfi auðgað af menningar- og viðskiptalífi. Hér er líka glænýtt dagheimili. Formaður skólanefndar Lára G. Oddsdóttir í síma 94-3580 og skólastjóri Jón Baldvin Hannesson í síma 94-3146 og 94-4294 eru fús til að veita frekari upplýsingar. Lausar stöður Heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytið auglýsir lausar stöður heilsugæslulækna á eftirfarandi stöðum: 1. Hl Þórshöfn laus nú þegar 2. Hl Þingeyri laus nú þegar 3. Hl Grundarfjörður laus nú þegar 4. Hl Grindavík laus nú þegar 5. Hl Kirkjubæjarkl. laus 1. desember 1985. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 23. ágúst 1985. FÉLAGSSTARF Alþýðuflokksfólk Norðurlandskjördæmi eystra Kjördæmisþing í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið að Stóru-Tjarnarskóla dagana 31. ágúst og 1. september. Þingið hefst laugardag kl. 13.30 stundvíslega. Mætum öll. Stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.