Alþýðublaðið - 15.06.1990, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.06.1990, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 15. júní 1990 Pólska konan í máli viö íslenskan fyrrum eiginmann sinn: Skaðabótamál vegna loforða um gull og græna skóga Enn einar umræðurnar um kúgun kvenna eru komnar á skrið og nú í kjölfar þess að pólsk kona hefur kært íslenskan eiginmann sinn fyrir að hafa sví- virt sig andlega og misþyrmt sér líkamlega. Einnig að hann hafi komið í veg fyrir að hún kynntist öðru fólki og þar með komið í veg fyrir að hún lærði málið. Og það að hann hafi knúið hana til að skrifa undir kaupmála sem gerðu allar eignir að hans. En hún er aðeins ein af 40 konum frá 16 þjóðlöndum er leitað hafa til Kvennaathvarfsins undanfar- ið eitt og hálft ár. Lögfræðingur konunnar, Tryggvi Agnarsson, sagði það alls ekkert óeðlilegt að fólk gerði kaupmála sem þennan. Hann næði hins vegar sjaldnast svona langt, þ.e. að allar eignir yrðu annars aðilans. Hins vegar væri algengt að fófk héldi sín- um séreignum. Málið við þennan kaupmála væri að eiginmaður hennar gaf henni villandi upplýs- ingar um innihald hans, sagði að þessi pappír tryggði henni réttar- stöðu í hjúskap þeirra. Samningur- inn hafi verið á íslensku. „íslendingar myndu aldrei skrifa undir samning á pólsku sem þeir skildu hvorki upp né niður í,“ sagði Tryggvi. ,,Hún hefur treyst þeim upplýsingum sem hann gaf henni enda það eina sem hún gat gert. Hann hélt henni gjörsamlega fjötr- aðri innan heimilisins." Saga þessarar konu er þannig að hún kynnist þessum íslenska manni í Póllandi í ársbyrjun 1987. Síðan kemur hún til landsins oftar en einu sinni. í ágúst í fyrra eru þau gefin saman. Sambúðin áður hafði verið erfið. Maðurinn drakk mikið en lof- aði henni að hætta ósið sínum og bauð henni svo að segja gull og græna skóga ef hún settist hér að og gæfist honum. Hún trúði honum enda ekki mikil tækifæri fyrir hana í heimalandinu. Hún hefði t.d. þurft að bíða í mjög langan tíma eftir íbúð í Póllandi. Þegar hún svo fór frá manni sin- um í lok febrúar sl. komst hún í sam- band við Kvennaathvarfið eftir ýms- um leiðum. í Kvennaathvarfinu var síðan ákveðið að koma henni í sam- band við lögfræðing og styðja við bakið á henni. „Þetta er aðallega prófmál vegna þess að þarna er kona sem kemur í þessum erindagjörðum. Hún rís upp þrátt fyrir erfiðar aðstæður og gerir kröfur. Það er stórmálið í þessu. Það er ekki gefið fyrir fólk sem á ekki neitt að fara út í dýr málaferli. En í þessu tilfelli munu Samtök um Kvennaathvarf styðja fjárhagslega við bakið á henni.“ Málið er stórt lögræðilega. Það vegast á sjónarmið við skilnaðinn. Helmingaskiptareglan er aðalregl- an nema þegar kaupmálar eru gerð- ir. En þegar fólk er búið að búa sam- an í stuttan tíma er ekki víst að helmingaskiptareglunni verði beitt. f máli pólsku konunnar er Ijóst að eignirnar eru ekki komnar frá henni. Hennar veraldlegu verð- mæti á okkar mæiikvarða eru einskis virði hérna á íslandi. Það sem er áhugavert í málinu er ógild- ingin á kaupmálanum af því að hann er fenginn nánast með ólögmætum hætti. Það er einnig spurning hvort þessi kona eigi ekki rétt á skaðabót- um. Ef hún getur sannað það að hann hafi fengið sig hingað og lofað sér traustu heimili og fjárhagslegu öryggi sem hann stendur ekki við er spurning hvort hún eigi ekki bóta- kröfu á hann. Ef skaðabætur yrðu teknar fyrir væri það ekki einungis fyrir konur sem hingað flytjast held- ur og einnig alla aðila sem hafa ein- hvern fjárhagslegan ávinning af hjú- skap. Punkturinn i þessu máli er að „Ef við ætluðum að byggja okkur hús og færum til viðkom- andi yfirvalda og tilkynntum þeim að við myndum vonandi finna leið til að leggja frárennsli frá húsinu innan svo sem þrjátíu ára, þá fengjum við ekki bygg- ingarleyfi. Kjarnorkuiðnaður- inn hefur á hinn bóginn í raun aldrei þurft að gera grein fyrir því hvernig ætti að losna við eitr- aða úrganginn. Ég hef oft spurt hvers vegna, en aldrei fengið neitt svar.“ Sú er svo mælir er Rose Young. Hún er stödd hér á landi þessa dagana í annað sinn á þessu ári, að þessu sinni í þeim tilgangi að reyna að hafa áhrif á gang mála á fundi Parísar-nefnd- arinnar, auk þess sem hún hyggst hitta Júlíus Sólnes um- hverfisráðherra að máli. Rose Young er hér á ferð ásamt Chris Bunyan, en þau eru starfs- menn NENIG, samstarfshóps sem starfar einkum á Hjaltlandseyjum og berst m.a. gegn mengun sjávar af þjóðfélagið komi eitthvað til móts við þessar konur svo þær viti hvert eigi að leita, séu ekki einangraðar inni á heimilinum og jafnvel að þær séu skyldaðar til að læra málið. Það eru auðvitað siðir og menning hvers lands sem búa að baki. Það má t.d. vera að það þyki ekki ósiðlegt að berja konur sínar í sumum löndum. Þegar er búið að rétta í skilnaðar- málinu og það verður afgreitt upp í ráðuneyti vegna þess hvernig það er lagt fram. En eignarskiptaágreining- urinn er skiptaréttarmál sem getur tekið töluverðan tíma að komast í völdum kjarnorkuúrgangs. Um þessar mundir beinist barátta þeirra að stórum hluta gegn endurvinnslu- verinu í Dounreay í Skotlandi og nú- verandi áformum stjórnvalda í London um að koma geislavirkum úrgangi frá verinu fyrir undir sjávar- botni úti fyrir ströndum Skotlands. Samtökin NENIG njóta fjárstuðn- ings frá stjórnvöldum í Færeyjum og á Hjaltlandi auk ýmissa annarra, m.a. fá samtökin iítilsháttar fjár- stuðning frá Greenpeace. NENIG vinnur einkum að upplýsingaöflun og miðlun upplýsinga til ríkisstjórna og stjórnmálasamtaka, auk þess sem samtökin reyna að hafa bein áhrif á afstöðu stjórnmálamanna. Þegar Rose Young og Chris Buny- an voru hér á ferð í febrúar var til- gangurinn sá að hafa áhrif á afstöðu norrænna ráðherra sem á þeim tíma sátu hér Norðurlandaráðsþing. Rose Young sagði í samtali við Al- þýðublaðið að sú ferð hefði orðið mjög árangursrík og hún kvaðst vilja lýsa ánægju sinni með ein- gegnum réttarkerfið. En alltaf er möguleiki á því að samið verði í máliriu. Annar stór punktur í málinu er sá að verið er að vara menn við að mis- nota þetta fólk sem hingað flyst. Þeir geti átt von á því að tekið verði harkalega á þeim. Með þessu er einnig verið að fordæma alit of- beldi. Að fólk leysi sín mál á annan hátt en með hnefunum og svívirð- ingum. Þó er mikil áhersla lögð á það að þessu máli verði ekki snúið upp í krossferð gegn þeim mönnum sem kvænast erlendum konum. dregna afstöðu Norðurlandanna gegn vinnslu kjarnorkuúrgangs í Dounreay. Þau Rose Young og Chris Bunyan eru einu föstu starfsmenn samtak- anna og talsverður hluti af tíma þeirra fer til ferðalaga. Héðan far þau til Grænlands þar sem þau ætla að ræða við forsætisráherrann og ýmsa stjórnmálamenn aðra. Þaðan heldur Rose Young heim til Hjalt- lands en Chris Bunyan fer til Vest- ur-Þýskalands þar sem hann mun m.a. halda ræðu á fundi sem hald- inn verður rétt hjá einu af þeim kjarnorkuverum sem nú á að fara að endurvinna úrgang frá í Do- unreay. „Bretar hyggjast nú auka endur- vinnslu kjarnorkuúrgangs í Do- unreay," segir Rose Young. „Þessi aukning hefur í för með sér aukna hættu fyrir öll mannleg samfélög við Norðursjó og reyndar við norð- anvert Atlantshaf. Það má því ekki láta neitt tækifæri ónotað til að berj- ast gegn þessari fyrirhuguðu út- þenslu starfseminnar í Dounreay." Útþenslan i Dounreay RAÐAUGLÝSINGAR Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Staða Framkvæmdastjóra við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna til 4 ára. Gerð er krafa um reynslu af stjórn- un, gjarnan innan heilbrigðisgeirans. Á F.S.A. er rekin fjölbreytt starfsemi. Þar starfa yfir 500 manns og fjöldi sjúkrarúma er 170. Nánari upplýsingar veitir formaður stjórnar, Jón Sigurðsson í síma 91-29066 á daginn og síma 91-621316 á kvöldin. Umsóknarfrestur er til 20. júní 1990. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist til stjórnar F.S.A., pósthólf 380, 602 Akureyri. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. MÞBVMJIÐID PROFARKARLESARI Alþýðublaðið óskar að ráða prófarkalesara í fullt starf frá og með 1. júlí nk. Skriflegar umsóknir sendist til, Alþýðublaðsins, Ár- múla 36, 108 Reykjavík. SETJARI Óska eftir góðum setjara sem getur byrjað 1. júlí, þarf helst að vera vanur Compugraphic-setningar- tölvum, þó ekki skilyrði. Vinnutími frá kl. 15—22. Upplýsingar í síma 33840 eftir kl. 15.00. Leturval sf. Drögum úr hraða -ökum af skynsemi! iIíz™ Þórsmerkurferð Alþýðuflokksfélögin í Reykjavík, Reykjanesi,Suður- landi og Vesturlandi fara í árlega sumarferð 23. og 24. júní nk. Að þessu sinni er áfangastaðurinn ÞÓRSMÖRK. Boðið er upp á, annars vegar dagsferð sem kostar 1.000 kr. (500 kr. fyrir börn) og hins vegar tveggja daga ferð sem kostar 1.500 kr. (750 kr. fyrir börn) auk þess kostar gisting í skála kr. 600 á mann og cjaldstæði 300 kr. á mann. Nesti er alfarið í höndum þátttakenda. Margt verður sér til gamans gert, s.s. gönguferðir, leikir, söngur og trall. Fararstjórar verða auglýstir síðar. Skráning fer fram á skrifstofu Alþýðuflokksins í síma 91-29244. Allir velkomnir. Alþýðuflokksfélögin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.