Alþýðublaðið - 15.02.1991, Síða 2

Alþýðublaðið - 15.02.1991, Síða 2
2 Föstudagur 15. febrúar 1991 Fólk Þoir oru möppudýr Ragnar Á. Ragnar á Skattstofu Reykjavíkur lýsir vinnustað sín- um á léttan og skemmtilegan hátt í Félagstíöindum SFR. Hann segir m.a.: „Eigi nokkrir ríkis- starfsmenn það skilið að vera kallaðir möppudýr þá eru það starfsmenn skattstofanna. Þeirra hlutverk er meðal annars fólgið í því að opna möppur, blaða í þeim, loka og koma þeim á rétt- an stað. Þannig tekur ein mapp- an við af annarri þar til starfi lýk- ur, hvort sem er að kvöldi eða af- lokinni starfsævi". Ragnar segir að líklega virðist stofnunin í meira lagi undarleg fyrir að- komumenn. Þarna ægi saman pappírum hvert sem litið er, auk þess sem skrifstofan sé þannig innréttuð að ókunnugir eigi oft erfitt með að komast út úr henni, hafi þeir á annað borð vogað sér lengra en að afgreiðsluborðinu. Minningarsjóður um vísindakonu Ákveðið hefur verið að stofna minningarsjóð um Katrínu Friö- jónsdóttur féiagsfræðing sem lést 2. desember síðastliðinn. Hún nam fræði sín í Lundi og við háskólann þar starfaði hún sem sérfræðingur og auk þess við Sænsku rannsóknastofnunina í félagsvísindum í Uppsölum. Katrín varð doktorsritgerð sína 1983, hún heitir Vísindi og stjórnmál. Eftirlifandi maður Katrínar er Bo Gustafsson, pró- fessor í hagsögu víð Háskólann í Uppsölum, þekktur maður jafnt heima fyrir sem á alþjóðavett- vangi. Framlög til minningar- sjóðs Katrínar Friðjónsdóttur má senda á póstgíróreikning nr. 310409-7336 og merkja fylgiseð- il „Fonden". Hlutverk sjóðsins verður að hvetja norræna vís- indamenn, einkum þá yngri, til dáða í félagsvísindum. Lára Björnsdóttir (s.623178), Sigrún Júlíusdóttir(s.2l428), Unnsteinn Stefánsson (s.42145) og Þor- steinn Vilhjálmsson (s.694806) gefa nánari upplýsingar. FKÉTTASKÝKING Hoilgómar oh körlum Það kemur fram í könnun tann- læknanna Guöjóns Axelssonar, Einars Ragnarssonar og Sigur- geirs Steingrímssonar, sem birt er í Tannlœknablaöinu, að 80,5% af 400 vistmönnum dval- ar- og elliheimila og langlegu- sjúklinga í Reykjavík árið 1984 voru með heilgóma í báðum gómum, 7,5% voru með heil- góm í neðri góm og 0,5% í efri góm. í ljós kom að heilgómar eru algengari hjá konum en körlum og að hlutfall þeirra sem eru með heilgóma var lægra hjá þeim sem bjuggu í sveit en íbú- um þéttbýlis. Tíðni heilgóma hér á landi er hærri en á hinum Norðurlöndunum. Góð mannleg samskipti eru fyrir öllu á vinnustað. Forstjórar gefa ekki nægan gaum að aðbúnaði, þó að viðhorf séu á brevtast. Þiónustan tekur við af framleiðslunni. AFKÖST EINS OO ÁSTIN Einstaklingar leggja jmeira upp úr vinnustaðnum en kaupi einu saman. Langur vinnutimi á íslandi hefur ekki beinlínis bcett efnahag þjóðarinnar. Þeg- ar BSRB-fólk var i y f irvinnuverkf alli hór um árið juk- ust afköst — jsrátt fyrir mun styttri vinnutima en áð- ur. Engar tölur eru til um f jarvistir frá vinnu á lands- visu. Í fyrra töldust unnin ársverk i landinu 127.985, en 2.255 voru skráðir atvinnulausir. ÞORLÁKUR HELGASON SKRIFAR Á forsendum okkar sjálfra Skúli Johnsen borgarlæknir seg- ir að mismunandi vinnuafköst ein- staklinga stafi fyrst og fremst af heilsufarslegum ástæðum og mis- munandi aðbúnaði. í dag séu áberandi meiri félagsleg og geð- ræn vandamál en áður. Það komi í veg fyrir að þjóðinni vegni betur. „Við eigum að fá að njóta okkar á forsendum okkar sjálfra." Borgar- læknir telur of mikið rýnt í hag- vöxt frá þröngu sjónarhorni. Paula Liukkonen, finnskur pró- fessor, er á svipaðri skoðun. Hún segir norræna forstjóra einblína á efnahag í fyrirtækjum. Þeir beiti hagstjórn í fyrirtækjum án þess að vita út á hvað hún gangi. Helmingur_______________________ vinnutimaw wýtUt________________ Fjarvistir frá vinnu eru taldar minni á íslandi en í nágrannalönd- um okkar. í Svíþjóð nýtist 57% vinnutímans. Næstum helmingur vinnutírnans, eða 43%, er veik- indafrí, sumarfrí, löglegar fjarvist- ir og „aðrar fjarvistir." Hér á landi hafa ámóta rannsóknir ekki farið fram fyrir allar starfsstéttir. Vilhjálmur Rafnsson, yfirlæknir hjá Vinnueftirliti ríkisins, telur að fjarvistir frá vinnu séu ekki jafn- miklar á íslandi og á öðrum Norð- urlöndum. Erfitt sé að mæla ná- kvæmlega ástæður fjarvista. Ljóst sé þó að einhæfni í vinnu og ýms- ar óheppilegar aðstæður á vinnu- stað eins og harðstjórn og einelti valdi fjarvistum. Misnotkun áfeng-, is sé vandamál. Auk raunveru- legra veikinda vitaskuld. Fyrir- tækjalæknar hafi ekki tök á að komast að raun um alla kvilla, en þeir reyni að koma með tillögur um bætur á vinnuumhverfi sé ljóst að fjarvistir stafi fremur af aðstæð- um á vinnustað en raunverulegum veikindum. Oóö samskipti fyrir öllu Vinnustaðir á íslandi eru flestir mjög litlir. Það hefur mikil áhrif á fjarvistir starfsfólks. Læknar telja fólk harka frekar af sér, því að mæti það ekki til vinnu komi það beint niður á vinnufélögunum. Enn erfiðara er ástandið á vinnustöðum sem eru undirmann- aðir. Á undirmönnuðum sjúkra- deildum hér á landi reynir fólk í lengstu lög að mæta til vinnu, því að ella verður hreinlega öng- þveiti. Góð samskipti skipta hvað mestu um vinnu og heilsufar. Vil- hjálmur Rafnsson segir mannleg samskipti endurspeglast í fjarvist- unum. Fyrirtæki hafa í æ ríkari mæli boðið upp á námskeið til að bæta umhverfi, draga úr fjarvistum og auka afköst í fyrirtækjunum. í ál- verinu í Straumsvík, þar sem starfsmenn eru um sex hundruð, hefur verið boðið upp á sérstakt samskiptanámskeið og hefur fjöldi starfsmanna gengið í gegn- um það. Ekki er talið auðvelt að mæla beinan árangur en þó telja menn sig skynja betri árangur. Starfsfólk temji sér jákvæðari við- horf til samstarfsfélaga. Þá hefur aðbúnaður og vinnu- umhverfi í Álverinu í Straumsvík verið bætt. Sérstakt átak hefur verið í gangi í 2 ár. Dregið hefur verið úr hávaða á vinnustaðnum, hreinlætisaðstaða verið Iöguð, það hefur verið málað og sitthvað annað gert til að starfsfólki megi líða betur. Álverið í Straumsvík er mjög stór vinnustaður á íslenskan mælikvarða, en í fjölmörgum öðr- um fyrirtækjum er jafnt og þétt unnið að endurbótum. Þó má enn bæta um betur. Afköst ein« og á»Hw Fleiri og fleiri gera sér ljóst að þjónustuþjóðfélagið krefst annars en hið hefðbundna þjóðfélag sem hvíldi á beinni framleiðslu. Sam- vinna í hópum leysir hina hefð- bundnu færibandavinnu af hólmi. Þetta er þó ekki nóg. Það eru við- horfin sem verða líka að breytast. Paula, finnski hagfræðiprófess- orinn sem kennir við Stokkhólms- háskóla, messaði á dögunum yfir norskum framkvæmdastjórum. Hún sagði þeim að afköst og ást ættu sitthvað sameiginlegt: „Það er með afköst eins og ástina. Mað- ur veit ekki hvers maður fer á mis við fyrr en maöur hetur Kynnst þeim í raunveruleikanum,“ sagði Paula. Hún segir að flestir forstjór- ar hafi ekki hugmynd um hvernig þeir eigi að betrumbæta umhverf- ið, vegna þess að þeir hafi aldrei mælt afköst á þann hátt. „Væri hugað að umhverfi fyrir- tækja liti öðru vísi út,“ segir Paula. Reksturinn verði allur i molum þegar illa ári, vegna þess að ekki sé litið á vinnustaðinn sem heila einingu. Afköst séu mæld út frá þröngum efnahagslegum forsend- um í stað þess að taka vinnuum- hverfið allt inn í myndina. Samstarfsfólk ekki verkafólk ~ „Mikilvægt er," segir sú finnska, „að líta á alla starfsmenn sem samstarfsfólk." Þar sem gengið sé út frá að allir starfi saman og þar sem einnig sé hugað meira að aðbúnaði, lækki starfsmanna- kostnaður vegna minni veikinda. Þjónustusamfélagið krefst breyttra viðhorfa. Ekki síst hjá þeim sem eru á leiðinni út á vinnu- markaðinn. Velmegunin er ekki einvörðungu mæld í peningum í launaumslagi. í nýlegri könnun meðal ungmenna í Svíþjóð voru óskir þeirra um vinnu þessar í for- gangsröð: 1) Skapandi umhverfi. 2) Há laun. 3) Störf erlendis. Meðal hjúkrunarfólks var mest óánægja með að: 1) Hafa ekki áhrif. 2) Álag var of mikið. 3) Möguleikar til persónulegs þroska voru takmarkaðir. 4) Launin voru ófullnægjandi. Þessi viðhorf benda eindregið til þess að forvígismenn fyrirtækja þurfi að hyggja meira að aðbúnaði á vinnustað — einkum að því sem hægt væri að fella undir mannleg samskipti. Afköst og árangur í fyrirtæki eru beinum tengslum við líðan starfsfólks. Gott fjöl- skyldulíf og heilbrigð samskipti á vinnustað eru fyrir öllu að mati sérfræðinga. Og þarf væntanlega ekki sérfræðiálit til. Fólk þekkir þetta af eigin reynslu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.