Alþýðublaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.02.1991, Blaðsíða 3
i I Föstudagur 15. febrúar 1991 3 INNLENDAR FRÉTTIR FRÉTTIR Í HNOTSKURN FIATKYNNIRSIG: Eftir nokkra ládeyðu í markaðssókn heldur Fiat ótrauður að nýju inn á íslenskan bílamarkað, þar sem hann hefur átt marga aðdáendur. ítalska versl- unarfélagid hf. hefur tekið við umboði fyrir Fiat-bíla. Fyr- irtækið heldur sýningu á nýjustu Fiat-bílunum um helgina. Á laugardag verða bílarnir sýndir í Skeifunni 17 kl. 10—17 og á sunnudag frá hádegi til kl. 17. MINNI ÞORSKVEIÐAR í JANÚAR: Þorskaflinn í janúar var rýr — aðeins 17.093 tonn samkvæmt bráða- birgðatölum Fiskifélagsins. í janúar í fyrra bárust á land 21.163 lestir af þeim gula. Mestu munar þó um hrun loðn- unnar. í janúar í fyrra komu á land 203 þúsund lestir, en í janúar í ár aðeins tæp 14 þúsund tonn. Af ýmsum tegund- um veiddist þó meira í janúar í ár en í fyrra, t.d. ýsu, ufsa, karfa, steinbít, síld og rækju. Ffeildarveiðin var 56.697 tonn i síðasta mánuði, samanborið við 239.726 tonn í fyrra — og munar þar að sjálfsögðu mest um loðnuna. VANTAR LEKTOR í ÍSLENSKU: Óslóarháskóli aug- lýsir nýlega í norskum blöðum eftir starfskröftum, meðal annarra vantar þar sendilektor í íslensku og íslenskum bókmenntum næstu þrjú til sex árin. Sækja ber um fyrir 6. mars. HVERNIGÁ AÐSTJÓRNA FUNDI: Stjórnunarfélag- ið efnir til námskeiðs í stjórnun funda. Félagið fær til liðs við sig fimm valinkunna stjórnendur fyrirtækja, þá Gunn- ar M. Hansson hjá IBM á Islandi, Þórð Sverrisson fram- kvæmdastjóra hjá Eimskip, Jón Ásbergsson, fram- kvæmdastjóra Hagkaups, Hildi Petersen, framkvæmda- stjóra Hans Petersen hf., og Leif Eysteinsson, fram- kvæmdastjóra Hollustuverndar ríkisins. Eins og kunnugt er verja fyrirtæki ótrúlega miklum tíma í fundahöld, því er haldið fram að helmingur vinnutíma stjórnenda fari í fundi. Of oft er árangurinn rýr og óljós að fundi loknum. Hér getur verið gott að viðhafa rétta tækni. Fanný Jón- mundsdóttir hjá Stjórnunarfélaginu gefur allar upplýs- ingar. FIMM ERLENDIR BORÐTENNISKAPPAR.eorðt- enniskapparnir Milan Orlowsky frá Tékkóslóvakíu og Kínverjinn Liang Geliang verða meðal keppenda á Is- landsbankamótinu í borðtennis á laugardaginn. Þrír erlendir gestir til viðbótar mæta, allt hörkukarlar, Claus Junge, danskur landsliðsmaður, Þjóðverjinn Daniel Su- chanec og Daninn Morten Christensen. Mótið er haldið i íþróttahúsi Kennaraháskólans og hefst kl. 14. Bein út- sending í Ríkissjónvarpinu frá úrslitaleik. Ókeypis aðgang- ur. Borðtennissýning verður í kvöld í TBR-húsinu og sýna útlendingarnir þá listir sínar. SKÍÐAVARA STOPP — STUTTERMABOLIR SELJAST: Veðurfarið það sem af er ári hefur verið ótrúlega gott — átta stiga hiti og sólskin í Reykjavík í gær, meðan Evrópa frýs. Hjá henni Elísabetu í Sportvali við Laugaveg heyrðum við að skíðavaran seldist dræmt, þó væri allt- af einhver sala. „Fólk hefur ekki gefið upp alla von,“ sagði hún. Hins vegar hafa stuttermabolir á góðu verði rokið út núna á þorranum, líka sundskýlur og annað sem aö öllu jöfnu er sumarvara. UMFERÐARSTÝRÐ LJÓS Á BÆJARHÁLSI: Ný umferðarljós verða tekin í notkun á mótum Bæjarháls, Bæjarbrautar og Hálsabrautar í Árbæjarhverfi, en þar er mjög þung umferð, bæði innanbæjar og eins umferð á leið á Suðurland og frá Suðurlandi og hingað. Ljósin verða um- ferðarstýrð að hluta. Skynjarar eru á Bæjarbraut og Hálsa- braut. Ef engin þverumferð er, logar að jafnaði grænt fyrir umferð á Bæjarhálsi. Fótgangandi fólk getur fengið grænt Ijós með því aö ýta á hnapp. Ljósin blikka þessa dagana með gulu til að minna á sig. BÚNAÐARÞING Á MÁNUDAG: Búnaðarþing hefst í Búnaðarþingssal (við lilið Súlnasalar í Hótel Sögu) á mánu- dagsmorgun. Á þinginu eiga setu 25 fulltrúar 4500 bænda á 15 búnaðarsambandssvæðum. Hjörtur E. Þórarinsson er formaður Búnaðarfélags íslands og jafnframt forseti þingsins. Þingið stendur í 7—10 daga. Jón Sigurösson iönaöarráöherra eftir fund meö forsuarsmönnum Atlantsálfyrirtœkjanna Samnmgum Ijúki innan 3ja múnaða „Við vorum sammála um að það gæti tekið 6—10 mánuði að ljúka fjármögnun verkefnis- ins en jafnframt var því lýst yfir að stefnt væri að því að ljúka sjálfri samn- ingagerðinni innan næstu þriggja mánaða,“ sagði Jón Sigurðsson, sem er nú staddur í Bandaríkjunum og hefur átt viöræður við helstu forystumenn álfyrir- tækjanna þriggja sem hyggjast reisa álver hér á iandi. Jón sagði að í viðræðum við forsvarsmenn álfyrir- tækjanna hefði kom fram að þau hafa enn fullan hug á að reisa álver á Keilisnesi en málið tefðist eitthvað vegna utanaðkomandi að- stæðna, eins og stríðsins við Persaflóa. „Við munum halda áfram okkar störfum til að ná settu marki og leita eftir nauðsynlegum heim- ildum fyrir þessu verkefni. Það var sameiginlegt álit beggja aðila að nauðsyn- legt væri að fá samþykkt heimildarlög á Alþingi til að móta lagagjörð fyrir þetta verkefni," sagði iðn- aðarráðherra ennfremur. Jón sagði, að rætt hefði verið um alla meginþætti málsins og fram hefði kom- ið mjög ákveðinn vilji til að leysa þá þætti sem enn væru ekki fullfrágengnir. „Ég vil einnig láta það koma fram að okkur kom saman um að það tæki nokkuð lengri tíma en upp- haflega var ákveðið að fá lánsfé á heppilegum kjör- um fyrir Atlantsálfyrirtæk- in á alþjóðlegum lána- mörkuðum vegna önd- verðrar þróunar í alþjóð- legum fjármálum. Ekki síst vegna þess að nú ríkir óvenjulega mikil óvissa um þróun kostnaðar, verðlags og gengis, sem gerir matið á verkefninu vandasamara en ella,“ sagði Jón Sigurðs- son. En auk þess að tryggja fjármögnun á sanngjörnum kjörum voru samningsaðil- ar sammála um að nú væri mikilvægast að bæta arð- semi verksins þannig að fjárfesting allra samnings- aðilanna skili eðlilegri ávöxtun, kom fram í máli iðnaðarráðherra. Ríkisendurskoöandi um fullyrdingar fjármálaráöherra: Staðlausir stafir „Fjármálaráðherra hef- ur hvergi sýnt fram á að Ríkisendurskoðun hafi ekki unnið faglega og af kunnáttu né að hægt sé að panta niðurstöður,“ segir Halldór Sigurðsson ríkis- Öskjuhlíðarhús fyrir 1200 miljónir: Hljóðkerfi fyrir 37 milljónir Það mun kosta á milli 36 og 37 milljónir að koma upp hljóðkerfi fyrir útsýn- ishúsið á Öskjuhlíð, segir Gunnar Kristinsson for- stjóri Hitaveitu Reykjavík- ur. „Aðeins það besta er nógu gott fyrir Öskjuhlíð- arhúsið“ segir Jóhannes Zoéga um stefnu borgaryf- irvalda varðandi smíði Öskjuhlíðarhússins. Alþýðublaðið hafði sam- band við Jóhannes Zoéga, umsjónarmann með smíði hússins. Hann segir að í þess- um búnaði sem til umræðu er, sé verið að ræða um meira en bara hljóðbúnað. Þetta er líka að hluta búnaður sem tengist brunavörnum, útsýn- isljósum, og almennu örygg- iskerfi hússins. Jóhannes sagði að vegarnestið sem komi úr borgarstjórn sé að þetta eigi allt að vera sem ný- tískulegast, vandað, ending- argott, og alltaf megi deila um hvað sé dýrt og hvað ekki. Gunnar Kristinsson, for- stjóri Hitaveitu Reykjavíkur, segir að 36—37 milljónir fyrir hljóðkerfi í eitt hús séu óneit- anlega há tala en hann segist ekki vilja leggja mat á hvort þetta sé of dýrt. Jóhannes sagði að menn gerðu sér vonir um að húsið yrði vígt í lok maí og heildar- kostnaður væri áætlaður um 1200 miljónir. endurskoðandi við Al- þýðublaðið vegna um- mæla fjármálarádherra um ófagleg vinnubrögð Ríkisendurskoðunar við mal á útgerðarfyrirtæk- inu Þormóði ramma á Siglufirði. I gær gerðist Árni Gunnars- son, forseti neðri deildar Al- þingis, talsmaður Ríkisendur- skoðunar. Flutti hann þing- heimi athugasemdir Ríkis- endurskoðunar við harðri gagnrýni fjármálaráðherra á vinnubrögð Ríkisendurskoð- unar í máli Þormóðs ramma á Siglufirði. Minnti Árni á lagalegan grunn stofnunarinnar, sem fælist í alþjóðasamningum kenndum við Limasamþykkt. Þar er meðal annars kveðið á um að ríkisendurskoðanir allra landa skuli vera óháðar þeim aðilum sem endurskoða ber hjá. Þeirra á að vera getið í stjórnarskrám viðkomandi lands og þar á að koma fram hver réttarstaða viðkomandi ríkisendurskoðunar er. Sem kunnugt er er ekki stafkrók að finna um Ríkisendurskoð- un í íslensku stjórnarskránni. Fjármálaráðherra hefur vænt forráðamenn Ríkisend- urskoðunar um að taka við „pöntunum" á úttektir. Sömuleiðis hefur Ólafur Ragnar sakað stofnunina um fúsk. í athugasemdum Ríkis- endurskoðanda, sem forseti neðri deildar las upp í gær, er m.a. sagt að ráðherra verði að finna þeim orðum sínum stað að Ríkisendurskoðun starfi ekki af heiðarleika. Halldór Sigurðsson ríkis- endurskoðandi segir í samtali við Alþýðublaðið að i skýrslu Rikisendurskoðunar vegna söiu á Þormóði ramma sé fundið að aðferðum fjármála- ráðherra en um endanlegt mat megi endalaust deila.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.