Alþýðublaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.02.1991, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 21. febrúar 1991 Ashkenazy og fílabeinið Vladimir Ashkenazy er eftirsótt- ur listamaður. Um hann má með góðri samvisku segja að hann er heimsfrægur. í gær bárust okkur á ritstjórn tvö blöð þar sem stór viðtöl eru við þennan nafntog- aða „tengdason íslands". Annað er í Sunday Times, í listauka blaðsins, og þar er hann á fyrstu þrem síðum blaðsins. Þá er stór grein um listamanninn í hinu vandaða timariti SAS-flugfélags- ins, Scanorama. Þar er ekki síð- ur skemmfiíegt viðtal og Ashk- encizy opinskár eins og fyrri dag- inn. Hann segist vera náttúru- unnandi — en vegna aðgerða þeirra er lífsins ómögulegt að fá fílabein í nótnaborð alvöru- flygla, en þannig vilja fagmenn að hljóðfærin séu útbúin. 2000 pósikort iil fjármálaráðherra Líklega hefur enginn íslending- ur fengið annað eins af jólakort- um um síðustu jól og fjármála- ráðherra, Ólafur Ragnar Gríms- son. Fyrir utan kort frá vinum, vandamönnum og aðdáendum fékk Ólafur Ragnar 2000 kort frá háskólastúdentum. Á kortunum var texti þar sem lýst var áhyggj- um yfir þróun mála í kjaradeilu stundakennara við ríkið. Var ráðherra hvattur til að leggja sitt af mörkum til að leysa deiluna. Deilan er enn óleyst. í Stúdenta- fréttum segir að ástandið í sum- um deildum, ög þá sérstaklega í sjúkraþjálfun og hjúkrunarfræð- um, sé mjög alvarlegt. Blaðið segir þó að jólakortin hafi haft sitt að segja að skriður komst á málið. Sýslumaður fær græni Ijós á Hæstaréti Sýslumaðurinn í Dalasýslu, Frid- jón Þórdarson, hefur fengið leyfi dómsmálaráðherra til málflutn- ings fyrir Hæstarétti, segir í Lög- birtingabladinu. Samfélagsþjón usta í staö fangelsisvistar: „GETUR SNÚIÐ MÖNNUM TIL BETRI VEGAR" * — segir Oli P. Guöbjartsson dómsmálaráöherra Andlega vanheilt fólk hefur orðið uppvist að voðaverkum i Reykjavík að undanförnu. í kjölfarið hefur fylgt hef ðbundin umræða um nauðsyn þess að koma hér á fót aðstöðu ffyrir fólk sem er úrskurðað ósakhæft en dæmt til vistunar ó „viðeigandi stofn- un" vegna afbrota. Nú hillir loks undir að slik stofn- un verði að veruleika i tengslum við geðdeildir sjúkrahúsa i Reykjavik eða ó Akureyri. Um 20 millj- ónir eru ó fjórlögum þessa órs til að opna stofnun fyrir geðsjúka afbrotamenn og búið að auglýsa stöðu yfirlæknis. Það virðist því loks sjó ffyrir end- ann ó áratuga vanrækslu hins opinbera hvað þetta varðar. Nú er einnig rætt um að brotamenn verði i vissum tilvikum látnir starfa við samfélagsþjónustu i stað þess að loka þá inni i fangelsi. SÆMUNDUR GUÐVINSSON SKRIFAR Samfélagsþjónusta getur komið í stað 15—20 refsivistardóma a ári. Timabundin tilraun Óli Þ. Guðbjartsson dómsmála- ráðherra hefur lagt fram stjórnar- frumvarp á Alþingi um viðauka við almenn hegningarlög þar sem lagt er til að tilraun verði gerð með samféiagsþjónustu hér á landi. Gert er ráð fyrir að lögin öðlist gildi 1. maí 1992 og gildi til 31. desember 1995. Tilraunin með samfélagsþjónustu á grundvelli ákvæða frumvarpsins á þvi að standa í liðlega þrjú og hálft ár. Miðað við reynslu erlendis er talið að ekki fáist marktæk reynsla á skemmri tíma. í 1. grein frumvarpsins segir að hafi maður verið dæmdur í allt að 10 mánaða óskilorðsbundna refsi- vist, er heimilt, ef almannahags- munir mæla ekki gegn því, að breyta refsivistinni þannig við fulinustu, að í stað hennar komi ólaunuð samfélagsþjónusta, minnst 40 klukkustundir og mest 200 klukkustundir. Þegar refsivist er breytt í samfélagsþjónustu verður fyrri refsing vararefsing. í 2. grein kemur fram, að skilyrði þess að refsivist verði breytt í sam- félagsþjónustu eru að dómþoli hafi óskað eftir því skriflega við Fangelsismálastofnun eigi síðar en þrem mánuðum eftir að hann var upphaflega boðaður til að hefja afplánun. Einnig að afplán- un sé ekki hafin, að ekki sé ódæmt í máli þar sem dómþoli er kærður fyrir refisverðan verknað og að dómþoli teljist hæfur til samfélags- þjónustu. Hvað er samfélagsþjónusta? Þessari spurningu er leitast við að svara í athugasemdum sem fylgja fyrrgreindu lagafrumvarpi. Skilgreina má samfélagsþjón- ustu með þeim hætti að hún sé ein tegund viðurlaga við afbrotum sem felst í því, að á brotamann er lögð sú skylda að vinna ákveðinn tímafjölda, launalaust og í frítíma sínum, að verkefnum sem koma þjóðfélaginu að gagni. Vinnan skal innt af hendi á nán- ar tilgreindu tímabili. Með þessum hætti hafa viðurlögin einkenni af- plánunar. Vinnuskyldan er á viss- an hátt frjálsræðisskerðing. Kostir samfélagsþjónustu eru að brota- maður getur haldið virku sam- bandi við fjölskyldu og vini og þar sem vinnuskyldan er innt af hendi í frítíma getur viðkomandi stund- að sína vinnu eða nám meðan hann „afplánar" refsinguna. Dóm- þoli tekur út refsingu sína á já- kvæðan hátt og má líta á hana sem bætur hans til samfélagsins fyrir misgjörðir. Auk þess hafa störfin, sem oftast eru einhvers konar aðstoðar- eða hjálparstörf, gildi fyrir þjóðfélagið og stuðla að uppeldisgildi þessa úrræðis. Pragq úr refsivist__________ Staða refsivistar í viðurlagakerf- inu hefur mikið verið til umræðu á Norðurlöndum og í Vestur-Evrópu síðustu tvo áratugi. Sú stefna hefur verið ríkjandi að draga beri úr notkun óskilorðsbundinnar refsi- vistar eins og mögulegt er. Þá þarf að finna önnur úrræði í staðinn. Einkum hefur verið bent á þrjár leiðir. 1 fyrsta lagi að beita í ríkari mæli úrræðum svo sem sektum, ákærufrestun og skilorðsdómum. í öðru lagi að draga úr lengd refsi- vistar, til dæmis með því að nota reynslulausn meira og stytta refsi- vistardóma. í þriðja lagi hefur at- hyglin beinst að ýmsum nýjum tegundum viðurlaga sem gætu komið í stað óskilorðsbundinnar refsivistar. Má þar nefna helgar- fangelsi, næturfangelsi, eftirlits- og tilkynningarskyldu og síðast en ekki síst samfélagsþjónustu, en það er eina nýja viðurlagategund- in sem náð hefur almennri út- breiðslu. Algengt i Vestur-Evrópu Á áttunda áratugnum varð fyrsti alvarlegi samdrátturinn í efna- hagslífi Vestur-Evrópu frá stríðs- lokum. Yfirfull fangelsi í mörgum löndum ýttu undir leit að nýjum leiðum í viðurlögum við afbrot- um. Stjórnvöld leituðu ódýrari lausna. Mannúðarsjónarmið og sparnaður urðu tvær hliðar á sama máli. Leitað var leiða þar sem brotamaður var undir eftirliti samfélagsins, en gæti jafnframt bætt fyrir misgjörðir sínar. Samfé- lagsþjónusta var úrræði sem talið var fullnægja þessum forsendum og hefur víða verið tekin upp sem viðurlög við afbrotum en með til- vísun til mismunandi forsendna. í Bretlandi var samfélagsþjón- usta tekin upp sem viðurlög 1. janúar 1973. Eftirþað hafastöðugt fleiri lönd í Vestur-Evrópu tekið þetta viðurlagaform í notkun. í upphafi tiunda áratugarins eru einungis fjögur lönd í Vestur-Evr- ópu, auk íslands, sem ekki hafa tekið upp samfélagsþjónustu í ein- hverju formi, en það eru Finnland, Grikkland, Spánn og Malta. í sum- um löndum var þessi þjónusta tek- in upp á grundvelli sérstakrar lög- gjafar, en í öðrum löndum var það gert án sérstakrar lagasetningar. í öllum löndum sem hafa tekið þetta form upp hefur fyrst verið gerð tilraun með samfélagsþjón- ustu um skemmri eða lengri tíma áður en ákveðið hefur verið að festa hana í sessi. Annað sameiginlegt atriði í þessum löndum snýr að tilgangin- um með samfélagsþjónustu. Segja má að tilgangurinn hafi verið að finna viðurlög sem komi í staðinn fyrir styttri óskilorðsbundna refsi- vistardóma. Þetta er þó svolítið mismunandi eftir löndum. í Bret- landi er samfélagsþjónustu ætlað að koma í stað refsivistar sem bæði getur verið skilorðsbundin og óskilorðsbundin og hún kemur þar einnig í stað fésektar. í Vest- ur-Þýskalandi virðist samfélags- þjónusta helst hafa verið notuð sem vararefsing vegna fésekta. í öllum löndunum er krafist samþykkis frá brotamanni til að unnt sé að beita samfélagsþjón- ustu. Ástæðan er meðal annars sú að nauðungarvinna er bönnuð samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu. Framkvæmd___________________ þjónustunnar Lagafrumvarpið sem nú er til meðferðar Alþingis er að mörgu leyti sniðið eftir reynslu Dana, Norðmanna og Svía í þessum efn- um. Þegar ákveðið er að dæma í samfélagsþjónustu fer fram heild- armat á grófleika brota og per- sónulegum aðstæðum brota- manns, þar sem meðal annars er tekið tillit til vilja hans og mögu- leika á því að inna þjónustuna af hendi og hvaða uppeldisleg áhrif það geti haft á hann. Ekki er ætl- ast til að samfélagsþjónusta verði dæmd þar sem brot eru svo alvar- leg eða umfangsmikil að sam- kvæmt gildandi venjum væri dæmd löng refsivist. Samfélagsþjónusta er einkum talin heppilegt úrræði þegar um er að ræða viðurlög gegn (ungum) brotamönnum sem framið hafa auðgunarbrot, skjalafals eða nytjastuld. Ekki er talið útilokað að dæma í samfélagsþjónustu fyr- ir ofbeldi, skemmdarverk eða fíkniefnabrot, en í slíkum tilfellum er ráðið til mikillar varfærni. Við það er miðað að þau störf sem komi til greina séu fyrst og fremst aðstoðarmannsstörf hjá op- inberum stofnunum eða stofnun- um sem njóta opinberra styrkja. í Danmörku og Noregi hafa flest störf verið hjá íþróttafélögum, stofnunum reknum af trúfélögum eða aðstoðarstörf við félagslega þjónustu. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að skilorðseftirlitið ákveði vinnustað og á hvaða viku- dögum vinnan skuli innt af hendi og á hvaða tímum sólarhrings. Gert er ráð fyrir að fulltrúi þess komi á vinnustaði til eftirlits án þess að gera boð á undan sér eða hringi þangað þegar dómþoli á að vera við vinnu. Þegar Óli Þ. Guðbjartsson dóms- málaráðherra mælti fyrir frum- varpinu á Alþingi sagði hann með- al annars: „Samfélagsþjónusta er ekki úr- ræði sem leysir fangelsi af hólmi. Að ná því markmiði að hún geti komið í stað 5—7% refsidóma vegna hegningarlagabrota er góð- ur árangur. Margir brotamenn vilja og geta hætt á afbrotabraut- inni. Það eftirlit og aðhald og sú aðstoð sem veitt er meðan samfé- lagsþjónustan er innt af hendi get- ur snúið mönnum til betri vegar".

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.