Alþýðublaðið - 21.02.1991, Side 3

Alþýðublaðið - 21.02.1991, Side 3
Fimmtudagur 21. febrúar 1991 INNLENDAR FRÉTTIR 3 FRÉTTIR Í HNOTSKURN ALLT UNDIR MALBIK Á HVAMMSTANGA: Þeir á Hvammstanga eiga von á góðum gestum næsta sumar — þá koma malbikunarmenn Króksverks með vélar sínar og leggja malbik á götur. Sumarið 1992 er ætlunin að allar götur bæjarins verði fullgerðar, að sögn Bjarna Einars- sonar, sveitarstjóra á Hvammstanga í blaðinu Feyki. BURTU MEÐ STRESSIÐ: Læknafélag Reykjavíkur efnir til „Stresshátíðar", eins og læknarnir kalla það, al- menns fundar um það landlæga böl sem streitan er. Fund- urinn verður haldinn á laugardaginn kl. 13 í Háskólabíói og þangað eru allir velkomnir sem fræðast vilja. Kunnir fyrirlesarar ræða um efnið, stress. M.a. verður fjallað um slökunaræfingar, jákvæðar hugsanir og neikvæðar, gildi gönguferða, hreyfingu og mataræði. Fróðlegt efni, sem ætti að sprengja salinn í Háskólabíói. LISTAHATÍÐ UNGLINGA: Fellahellir, félagsmiðstöð unglinga í Breiðholti, efnir til listahátíðar unglinga þessa dagana og stendur hún fram á helgi. Unglingarnir hafa lagt dag við nótt í undirbúning, málað á veggi, búið til lág- myndir og skúlptúra, æft leikrit, tónlist og margt fleira. Það er mikið um að vera — og sýnu mest á laugardaginn, loka- dag hátíðarinnar, þá hefst dagskráin kl. 14 en um kvöldið verða rokktónleikar og heill tugur hljómsveita treður upp. „Útvarp Fruman" hljómar þessa dagana frá Fellahelli með fjölbreytt, menningarlegt efni. ÆTTARMÓTIÐ Á AK- UREYRI: Um helgina eru fjórar sýningar á gleði- leiknum „Ættarmótinu", eftir Böðvar Guðmunds- son hjá Leikfélagi Akureyr- ar. Nú er búið að sýna leik- inn 29 sinnum og alltaf fyrir fullu húsi. Hafa þá 6.200 manns skoðað gleðileik- inn. Brátt verður að hætta sýningum til að rýma fyrir leiknum „Kysstu mig Kata“, sem verður frumsýndur 15. mars. Myndin er úr Ættarmótinu. ALLRA MEINA BÓT, EÐA HVAÐ?: Á auglýsinga- markaði er mikið um hverskonar allra-meina-bætur. Var- legt að treysta slíkum auglýsingum. Oft á tíðum eru menn að kaupa köttinn í sekknum í heilsubúðunum. í tímariti lyfjafræðinema sáum við t.d. lærða grein Kristínar Ing- ólfsdóttur um hvítlauk. Þar er því velt upp hvort hvítlauk- sát og notkun lyktarlausra hvítlaukshylkja sé sú mikla heilsubót sem auglýsingar lofa fólki. Niðurstaðan er sú að svo sé ekki endilega. Hvítlaukur hefur nefnilega ekki enn verið rannsakaður nógu gaumgæfilega — og allt er á huldu um efnainnihald hvítlaukshylkjanna lyktarlausu. REYKT 0G DRUKKIÐ í FRAMHALDSSKÓLA: Það kemur fram í könnun skólayfirlæknis að reyking- ar meðal skólanema í fram- haldsskóla tvöfaldast frá byrjun til loka náms við skólana, áfengisneyslan þrefaldast á sama tíma- skeiði. „Frábær árangur í reykingavörnum í grunn- skólum verður að engu er í framhaldsskóla er komið," segir skólayfirlæknir. Hann segir ennfremur: „Áfengisneysla og sérstaklega tíðni ölv- unardrykkju í efri bekkjum grunnskóla er mikið áhyggju- efni". FRÁ NÁMSGAGNASTOFNUN: Komnar eru út hjá Námsgagnastofnun tvær kennslubækur, Mál til komið, Grunnbók 1 og Verkefnabók 1A, sem ætluð er til notkunar með grunnbókinni. Höfundar bókanna eru Kolbrún Sig- urdardóttir og Þóra Kristinsdóttir, myndir eftir Önnu Cynthíu Leplar og Kolbein Árnason. „Þorsteinn Pálsson á ekki annars úrkosti en að berjast ef Davíð fer fram gegn honum." Á síðasta landsfundi velti Davíð Friðriki Sophus- syni úr stóli varafor- manns. Er nú komið að formanninum? Guggnar Davíð? „Farinn aö gera sér grein fyrir því aö hann á ekki þann hljómgrunn sem hann hélt,“ segir sjálfstœðismaður af landsbyggðinni Ýmsir þeir sem vel þekkja til í Sjálfstæðis- flokknum telja að Davíð Oddsson borgarstjóri muni ekki leggja til at- lögu við formannssæti Þorsteins Pálssonar. Hann hafi fundið að framboð hans á sér mjög takmarkaðan hljóm- grunn og þá sérstaklega úti á landsbyggðinni. Davíð eigi því að draga sig sem allra fyrst til baka og lýsa yf ir að hann sækist ekki eftir að verða formaður Sjálf- stæðisflokksins. Hugsanlegt framboð Davíðs Oddssonar til for- manns Sjálfstæðisflokksins gegn Þorsteini Pálssyni virðist mælast illa fyrir meðal sjálfstæðismanna á landsbyggðinni. Alþýðu- blaðið ræddi m.a. við ýmsa forystumenn flokksins úti á landi í gær og voru þeir sammála um að ekki væri tímabært að skipta um for- mann á landsfundinum í næsta mánuði. Auk þess kæmi vart til greina að standa í formannslag nokkrum vikum fyrir kjör- dag. Davíð virðist hins veg- ar eiga sér dygga stuðn- ingsmenn á SV-horni lands- ins. Þorsteinn fái ad prófa aftur „Davíð á eftir að verða formaður flokksins, en honum liggur ekkert á að verða það núna. Mér finnst eðlilegast að Þorsteinn fái að prófa aftur og verði for- maður enn um sinn," sagði Þráinn Jónsson fram- kvæmdastjóri á Egilsstöð- um. Hann sagðist hafa heyrt ofan í sjálfstæðis- menn víða á landinu og væru þeir á sömu skoðun. ,.Það eru margir sem sjá sterkari foringja í Davíð, en telja að nú sé ekki rétti tím- inn til að skipta um for- mann," sagði Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjar- stjórnar Akureyrar. Hann sagði þetta vera þverskurð af því sem hann hefði heyrt frá flokksmönnum í bæn- um. Kunnur sjálfstæðismaður á landsbyggðinni sem ekki vildi láta nafns síns getið sagði meðal annars eftirfar- andi: „Það er mikil andstaða við framboð Davíðs og ég held að hann sé farinn að gera sér grein fyrir því að hann á ekki þann hljóm- grunn sem hann hélt. Landsfundarfulltrúar eru 1200 talsins og langflestir þeirra eru mjög flokkshollir og þeir kæra sig ekki um neinn slag á fundinum um forystuna. Menn fengu al- veg nóg af því á síðasta landsfundi þegar Davíð fór fram gegn Friðriki í vara- formannsstöðuna. Friðrik bakkaði út úr þessu með heiðri og sóma, en Þor- steinn Pálsson á ekki ann- ars úrkosti en að berjast ef Davíð fer fram gegn hon- um. Ég hef trú á að Þor- steinn færi með sigur af hólmi. Flokkurinn klofnaði við síðustu kosningar en er nú að koma saman aftur og þar hefur Þorsteinn náð góðum árangri sem hann á að fá að njóta." Sorglegar____________ uppókomur____________ „Ég tek undir orð Einars Odds Kristjánssonar for- manns Vinnuveitendasam- bandins í sjónvarpsfréttum og finnst mjög slæmt sem flokksbundnum sjálfstæðis- manni ef þarf að taka þetta fyrir á landsfundi rétt fyrir kosningar. Af því hlytist pólitískur óvinafagnaður og sá sem tapaði mest á for- mannslag væri flokkurinn sjálfur. Mér finnst sorglegt ef alltaf þarf einhverjar uppákomur í flokknum rétt fyrir kosningar og frábið mér sem flokksráðsmaður og miðstjórnarmaður í 10 ár að taka þátt í slíku," sagði Sigurður Oskarsson verka- lýðsleiðtogi á Hellu. „Núverandi forysta flokksins með Þorstein Pálsson sem formann og Davíð Oddsson sem vara- formann er farsæl og sterk. Vonandi mun forystan, þannig skipuð, leiða flokk- inn til sigurs í komandi kosningum," sagði Einar K. Guðfinnsson framkvæmda- stjóri í Bolungarvík og varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins. Áhrifamaður innan Sjálf- stæðisflokksins á SV-horni landsins hélt að ekki myndi koma til formannskosning- ar á landsfundi flokksins. Sá þeirra sem legði meiri áherslu á heill og hagsmuni flokksins og minni á per- sónulegan frama myndi gefa eftir. Samkomulag myndi nást fyrir helgi næð- ist samkomulag á annað borð. Hann sagði jafnfram að það hefði verið Þor- steinn sem hafi boðið upp á þessa stöðu nú með þeirri ákvörðun að flýta lands- fundinum sem undir eðli- legum kringumstæðum hefði átt að verða næsta haust. Hann kvaðst nokkuð viss um að Davíð yrði ofan á í formannskosningum kæmi til þeirra á annað borð. Pavid betri foringi Borgarfulltrúi úr Reykja- vík sagði við Alþýðublaðið að menn væru almennt sammála um að Davíð væri betur til forystu fallinn en Þorsteinn. Hins vegar væri þetta mjög viðkvæmt til- finningamál hjá mörgum og vildi því sem minnst segja að svo stöddu. Hann taldi þó að Davíð myndi vinna yrði kosið milli hans og Þorsteins en Davið hefði yfirgnæfandi fylgi meðal yngra fólksins í flokknum. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins af Austurlandi hvað framboð Davíðs nú gegn Þorsteini aðeins eyði- leggja fyrir flokknum auk þess sem Davíð myndi eyði- leggja mest fyrir sjálfum sér með slíku. Davíð væri framtíðarleiðtogi flokksins en það væri alls ekki tíma- bært að hann færi fram núna enda lægi honum ekkert á. Kæmi til kosninga núna myndi það viðhalda þeirri forystutogstreitu sem flokkurinn hefði fengið nóg af og sagði að margir fyrir austan væru allt að því hneiksaðir á þessu brölti í Davíð nú. Gœtum boðið betur en erlendir aðilar í veiði á íslandsmiðum: Rcmgar hugmyndir Þjóðhagsstofnunar — segir Kristján Ragnarsson Án styrkja og verndaðra heimamarkaða er fátt sem bendir til þess að erlendir aðilar geti boðið betur en ísiensk fyrirtæki í veiði- heimildir við Isiand. Þetta er mat Þjóðhagsstofnunar. Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir þetta rangar hug- myndir. „Erlend milljarðafyrirtæki gætu fórnað tímabundnum hagsmunum og yfirboðið ís- lensk fyrirtæki í krafti síns fjármagns," segir Kristján Ragnarsson. „Þetta eru því rangar hugmyndir." Kristján segist hins vegar vera sammála því sjónarmiði Þjóðhagsstofnunar að íslensk útgerðarfyrirtæki gætu keypt veiðiheimildir við strendur annarra landa, ef veiðiheimildirnar gengju kaupum og sölum í heimin- um. „Við eigum bestu skipin og hæfustu sjómennina," seg- ir Kristján Ragnarsson. Þjóðhagsstofnun hefur metið áhrif samninga EFTA- ríkja og EB um hið Evrópska efnahagssvæði á ísland og telur að ábati íslands verði minni en annarra þjóða inn- an EFTA. Verði það svo vegna þess að ekki sé samið um frelsi í viðskiptum með fisk eins og iðnaðarvöru og þjónustu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.