Alþýðublaðið - 21.02.1991, Síða 6

Alþýðublaðið - 21.02.1991, Síða 6
6 Fimmtudagur 21. febrúar 1991 Hús fyrir heimilis- lausa unglinga Nýr vettvangur Ieggur til ad 2 hús verði keypt undir heimilis- lausa unglinga. Um 15 ung- menni eru talin heimilislaus í Reykjavík. Borgarfulltrúar Nýs vettvangs munu gera grein fyrir breytingartil- lögum sínum við fjárhagsáætlun borgarinnar á fundi í dag. Nauðsyn- legt sé að borgaryfirvöld bregðist við því að árlega flosni unglingar af heimilum, allt niður í 13—14 ára ald- ur. Reynsla af því fjölskylduheimili sem sé í rekstri sé góð en þar hafi frá árinu 1983 búið 31 unglingur. Gunnlaugur Stefánsson sóknarprestur, Heydölum Hermann Níelsson íþróttakennari, Egilsstöbum Sigfús Guðlaugsson, rafveitustjóri, Reyðarfirði Alþýðuflokkurinn á Austurlandi heldur opinn stjórnmálafund í Félagslundi Rey&arfir&i fimmtudaginn 21. febrúar kl. 21.00 Gunnlaugur Sfefánsson og Hermann Níelsson munu hafa framsögu og svara fyrirspurnum. Fundarstjóri Sigfús Gu&laugsson Verslunarstjórinn í Bónus í Faxafeni sýnir hér hvernig tékka viðskiptavinar er rennt í gegnum sérstakan prentara, sem styttir biöina eftir því að fólk Ijúki viðskiptum sínum. A-mynd: E.ÓI. Bónus tekur upp nýjung í greiöslumidlun: Tölva skrifar tékkann Á sama tíma og bankarnir kvarta yfir óheyrilegum kostn- aði við tékkaskriftir lands- manna, sem þar að auki séu leiðigjarn greiðslumáti í önnum matvörumarkaðanna, tekur Bónus upp nýjung. í Bónusbúð- unum taka afgreiðslumenn við óútfylltum tékkaeyðublöðum, setja í tölvu sína og fá á svip- stundu útprentaðan tékka, sem viðskiptavinurinn skrifar síðan undir. Eins og kunnugt er vilja bankarn- ir koma á debetkortakerfi hér á landi. Ekki eru allir á því að þau kort verði vinsæl. Magnús E. Finnsson, framkvæmdastjóri Kaupmanna- samtakanna sagði að vissulega væri allt gott um debetkortin að segja. Samtökin hefðu á sínum tíma viljað fá þau innleidd hér — á undan kred- itkortunum. Nú væru hins vegar kreditkortin orðin staðreynd og þau mikið notuð í greiðslumiðlun. „Okkur sýnist að það gæti orðið erfitt fyrir verslanir að hætta við kreditkortin og taka upp debetkort í staðinn. Fólk er orðið vant því að fá allt að 45 daga lán — og þau vaxta- laus. Það er erfitt að taka af fólki það sem að því hefur verið rétt,“ sagði Magnús. Magnús sagði að Kaupmanjia- samtökin fylgdust náið með nútíma- greiðslumiðlun. Þar væri ýmislegt að gerast víða um lönd, minni pen- ingagreiðslur, og meira um viðskipti um símalínur. Flokksstarfid Frá SUJ Sambandi ungra jafnaöarmanna hefur boðist að senda nokkra fulltrúa á Friðarráðstefnu ungs fólks í Evrópu, sem haldin verður í borginni IEPER í Belgíu dagana 7,—13. apríl. Umsóknir og nánari upplýsingar fást hjá SUJ, Hverfisgötu 8—10, 2. hæð. Umsóknum skal skilað fyrir 1. mars. SUJ. FELAGSMALASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Síðumúla 39 — 108 Reykjavík — Simi 678500 Breytt aðsetur — breytt símanúmer Þann 22. febrúar nk. flytja skrifstofur fjölskyldu- deildar fyrir mið- og vesturbæ úr Vonarstræti 4 í Skógarhlíð 6. Sama dag flytja skrifstofur unglinga- deildar úr Vesturgötu 17 í Skógarhlíð 6. Símanúmer fyrir báðar deildir verður 625500. Vegna flutninganna verða ofangreindar skrifstofur lokaðarföstudaginn 22. febrúar, og mánudaginn 25. febrúar, en opna þiðjudaginn 26. febrúar í Skógar- hlíð 6.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.