Alþýðublaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 3
I
FRÉTTiR
IHNOTSKURN
GÓÐUR HAGUR LANDSBANKA: Ráðherra banka-
mála, Jón Sigurðsson, staðfesti á dögunum glæsilegan
ársreikning Landsbanka íslands. Árið 1990 var gjöfult á
þeim bæ. A myndinni eru þeir Lúðvík Jósepsson banka-
ráðsmaður, Jón Sigurdsson, Eyjólfur K. Sigurjónsson
formaður bankaráðs Landsbankans og Halldór V. Sig-
urðsson rjkisendurskoðandi.
UMHVERFISMÁL NORÐURSLÓÐA: Finnar hafa
boðið til ráðstefnu ráðherra um umhverfismál á norður-
slóðum og verður hún haldin í Rovaniemi í Lapplandi,
nyrsta hluta Finnlands, dagana 13. og 14. júní. Pertti Pa-
asio, utanríkisráðherra Finna, hefur undirritað boðsbréf
til ríkisstjórna Kanada, Bandaríkjanna, Danmerkur, ls-
lands, Noregs, Sovétríkjanna og Sviþjóðar. Finnar segja að
á heimskautasvæðum eigi sér stað hraðvaxandi hnignun
umhverfisins, og hljóti allir aðilar að hafa áhyggjur af.
Nauðsyn beri til að bregðast skjótt við og sameina kraftana
til að hin köldu og „brothættu" köldu landsvæði verði ekki
mengun að bráð.
SVEITARFÉLÖG OG ATVINNULÍF: Samband ís-
lenskra sveitarfélaga heldur árlegan fulltrúaráðsfund sinn
í Hafnarborg í Hafnarfirði á föstudaginn. Þar munu bera
hæst umræður um sveitarfélögin og atvinnulífið. Fram-
sögu hafa þeir Ásmundur Stefánsson, Einar Oddur
Kristjánsson og Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi,
auk Þórdar Skúlasonar, framkvæmdastjóra Sambands-
ins, sem fjallar um tekjustofna sveitarfélaga og reynsluna
af nýjum lögum og ný viðhorf í þeim efnum. Jóhanna Sig-
urðardóttir mun í upphafi ráðstefnunnar flytja ávarp, en
Vilhjálmur Vilhjálmsson, borgarfulltrúi, formaður Sam-
bands ísl. sveitarfélaga, setur þingið.
HANS PETERSEN VÍKKAR ÚT REKSTURINN:
Frumherjinn meðal ljósmyndavörubúða hér á land Hans
Petersen hf. hefur aukið við rekstur sinn með kaupum á
Ljósmyndaþjónustunni hf. af Bjarna Halldórssyni,
sem rekið hefur fyrirtækið um margra ára skeið, en hann
keypti á sínum tíma hluta af rekstri Mats Wibe Lund. Ljós-
myndaþjónustan hefur flutt starfsemi sína að Laugavegi
163. Með þessum kaupum nær Hildur Petersen í heims-
þekkt umboð eins og Polaroid, Minolta, Durst og margt
fleira.
LEIGJENDASAMTÖKIN FLYTJA: Starfsemi Leigj-
endasamtakanna flutti nýlega í nýtt húsnæði í Alþýðu-
húsinu, Hverfisgötu 8—10, gengið inn frá Ingólfsstræti. í
ráði er að samtökin komi á fót löggiltri leigumiðlun, sem
annist miðlun leiguhúsnæðis, en mikil þörf er á slíkri þjón-
ustu. Leitað hefur verið til Reykjavíkurborgar og Húseig-
endafélagsins með samstarf í huga eða stuðning. Stærsta
baráttumál Leigjendasamtakanna er nú að fá viðurkennd-
an rétt leigjenda til húsnæðisbóta.
STÓRHAGNAÐUR FRAMKVÆMDASJÓÐS:
Framkvæmdasjóður Islands skilaði 314 milljón króna
hagnaði af rekstri síðasta árs samkvæmt ársreikningi sem
forsætisráðherra hefur staðfest lögum samkvæmt. Lán-
veitingar sjóðsins á síðasta ári námu 1.441 milljón króna,
en heildarútlán í árslok námu alls rúmum 22 milljörðum
króna. Af hagnaði síðasta árs var ákveðið að leggja 224
milljónir á afskriftareikning til að mæta töpum á útlánum
og ábyrgðum — nettóhagnaður telst því 90 milljónir
króna.
Á ELLEFTU STUND:
Úrvalsbækur — Frjáls fjöl-
miðlun hf. hafa sent á
markað fimmtu bók sína, Á
elleftu stund. Hér er um
að ræða reyfara, spennu-
sögu, þar sem tekið er á
nokkuð óvenjulegan hátt á
málum. Höfundurinn er
David Laing Dawson, sál-
fræðingur að mennt, enda
kafar hann stundum dýpra
í sálarlíf persóna sinna en
almennt gerist í spennu-
sögum.
f INNLENDAR FRÉTTIR
1 7 í 1
Evrópska efnahagssvœdið og EB
Reginmunur á
þessu tvennu
— segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra
Utanríkisráðherra segir að yfirgnæfandi l^kur séu á að samning-
ar náist um EES.
„Af máli ýmissa stjórn-
málamanna og frambjóð-
enda mætti ætla að þeir
stæðu í þeirri trú að við
værum að semja um inn-
göngu í Evrópubandalag-
ið. Það er mikill misskiln-
ingur. Við erum að semja
um aðild Islands að innri
markaði bandalagsins,
stofnun evrópsks efna-
hagssvæðis. Á þessu
tvennu, aðild að EB og að-
ild að evrópska efnahags-
svæðinu er reginmunur
því EB er allt annars konar
fyrirbæri en fyrirhugað
evrópskt efnahagssvæði,"
sagði Jón Baldvin Hanni-
balsson utanríkisráð-
herra í samtali við Alþýðu-
blaðið í gær.
Að undanförnu hefur nokk-
uð borið á því í pólitískum
málflutningi að ruglað er
saman aðild að evrópska
efnahagssvæðinu, EES, og að
Efnahagsbandalaginu, EB.
Utanríkisráðherra ítrekaði að
reginmunur væri á þessu
tvennu og sagði meðal ann-
ars:
„Evrópubandalagið er
tollabandalag, það hefur
sameiginlega tollskrá fyrir öll
aðildarlöndin, tolltekjur
renna í sameiginlega sjóði,
það rekur sameiginlega við-
skiptastefnu gagnvart öðrum
ríkjum og hefur samræmda
ytri tolla. Það rekur sameig-
inlega sjávarútvegs- og land-
búnaðarstefnu, hefur afnum-
ið innri landamæri og innan
EB starfar sérstakt þing sem
er kosið beinni kosningu.
Bandalagið hefur digurt
sjóðakerfi sem kenna má við
byggðastefnu innan þess.
Evrópubandalagið er nú að
móta grundvallarbreytingar
á stofnskrá sinni, Rómarsátt-
málanum, á tveimur sviðum.
Þar fara fram umræður um
að breyta EB í póiitískt
bandalag, nánast sambands-
ríki sem hafi sameiginlega ut-
anríkisstefnu og sameigin-
lega stefnu i utanríkis- og
varnarmálum. Önnur ráð-
stefna er að móta tillögur um
breytingar á stofnskrá sem
myndi breyta því í sameigin-
legt myntbandal4g þar sem
gjaldmiðlar einstakra þjóð-
ríkja yrðu lagðir niður.
Stjórnkerfi Evrópubanda-
lagsins er þannig að þjóðþing
og ríkisstjórnir hafa framselt
mikið vald, þar á meðal lög-
gjafarvald, í hendur á fram-
kvæmdastjórn og ráðherra-
ráði og þar eru teknar meiri-
hlutaákvarðanir í mörgum
mikilvægum málum," sagði
Jón Baldvin Hannibalsson.
Óráðstal og út i hött
Utanríkisráðherra sagði að
allt þetta sem hann hefði
nefnt og meira til ætti við um
EB en ekki um evrópska
efnahagssvæðið, EES. „Þegar
meira að segja stjórnlaga-
fræðingar hvað þá pólitíkus-
ar segja að hér sé um einn og
sama hlutinn að ræða þá vita
þeir greinilega ekkert hvað
þeir eru að tala um. Það er
dálítið slæmt ekki síst þegar
dregur að kosninguin," sagði
ráðherra ennfremur.
„Allt tal þess vegna um
framsal valds í hendur evr-
ópska efnahagssvæðinu frá
þjóðþingum EFTA-ríkjanna
eða frá ríkisstjórnum eða inn-
lendum dómsstólum er þess
vegna óráðstal og út í hött,“
sagði Jón Baldvin Hannibals-
son og gerði jafnframt frekari
grein fyrir aðalatriðum varð-
andi EES:
„Á evrópska efnahags-
svæðinu verða tvær mikil-
vægar stjórnarnefndir. Önn-
ur pólitísk, skipuð ráðherr-
um. Hin fastanefnd sem fylg-
ist með og ber ábyrgð á fram-
kvæmd þessa milliríkjasamn-
ings sem samningurinn raun-
verulega er. Allar ákvarðanir
verða að takast með sam-
stöðu. Þar eru engar meiri-
hlutaákvarðanir. Engar nýjar
reglur verða samþykktar án
þess að aðildarriki, ríkis-
stjórnir og þjóðþing, sam-
þykki það. Það er ekki fram-
sal á valdi. Það er vissulega
eftirlitsstofnun eins og gerist
með milliríkjasamninga og
það er dómstóll þar sem
menn geta leitað réttar síns
samkvæmt hinum alþjóðlega
samningi eins og við gerum í
ótal mörgum öðrum tilvik-
um. Frægust eru dæmin af
því þegar ASÍ og BHMR hafa
kært íslensk stjórnvöld fyrir
mannréttindadómstóli eða
vinnumálastofnuninni í
Genf,“ sagði ráðherra.
Gerbreyting á
starfsskilyrðum_________
innlendrar
fiskvinnslu
Jón Baldvin Hannibalsson
var beðinn að greina frá
helstu kostum þess fyrir okk-
ur að eiga aðild að EES. Hann
svaraði á þessa leið:
„Fyrst sjávarútvegur. Ef
samningar takast eins og
samningsgrundvöllur EFTA
stendur til þá myndum við fá
tollfrjálsan aðgang að stærsta
markaði heims fyrir fiskaf-
urðir sem myndi spara okkur
20—25 milljarða króna á
þessum áratug. /Aðalatriðið
er þó það að afnám tolla á
unnar fiskafurðir myndi gjör-
breyta í einu vetfangi öllum
starfsskilyrðum innlendrar
fiskvinnslu. Þá er loksins
komið skilyrði fyrir því að
flytja fullvinnslu sjávarafurða
heim í stað þess að flytja
meira og minna óunnið hrá-
efni úr landi á uppboðsmark-
aði sem hráefni í fiskvinnslu
Evrópubandalagsins.
Vinnsluvirðið yrði í miklu
ríkara mæli eftir í höndum
innlendra aðila og þetta opn-
ar markaðinn þannig að ís-
lendingar gætu farið að fram-
leiða fullbúna fiskrétti með
því að stofna fyrirtæki eða i
samstarfi við erlenda aðila. í
framhaldi af þessu væri mjög
skynsamlegt að leiða í lög að
allur fiskur sem hér berst á
land færi um fiskmarkaði
sem skapaði meðal annars ný
tækifæri fyrir fjölda fyrir-
tækja sem vildu sérhæfa sig á
einhverju sérstöku markaðs-
sviði þegar tollahindranir
væru úr vegi. Þá er það sam-
ræmdur fjármagnsmarkaður.
í honum felst að eftir 1993
yrðu íslenskir bankar, verð-
bréfafyrirtæki og fjármagns-
þjónustufyrirtæki að sæta
samkeppni frá erlendum aðil-
um er kynnu að vilja bjóða
þjónustu sína hér á þessum
markaði. Það er eina trygg-
ingin sem við höfum fyrir því
að lenda ekki aftur í einhverj-
um vaxtaslysum þar sem
þetta tryggir fólki og fyrir-
tækjum hér aðgang að fjár-
magni á heimsmarkaðskjör-
um og gæti verið sterkasta
aðhaldið sem við gætum
fengið gegn því að hér verði
aftur horfið til molbúaháttar í
hagstjórn," sagði utanríkis-
ráðherra.
Verkefni fyrlr__________
visindamenn_____________
Ráðherrann benti einnig á
að í þeim áætlunum sem við
hefðum á næstu árum og ára-
tugum um stórfyrirtæki við
að nýta innlenda orkugjafa,
ekki bara álbræðslu, heldur
til dæmis útflutning orku
gegnum sæstreng eða
vinnsla á vetni sem eldsneyti
fyrir farartæki, myndu stór-
fyrirtæki varla sjá sér hag í að
leggja í miklar fjárfestingar á
þessu sviði nema tryggður
yrði hindrunarlaus aðgangur
að Evrópumarkaðinum. Þar
með að þau nytu samræmdra
reglna sem mipiu gilda um
ailt EES-svæðið og væru þar
með vernduð gegn undirboð-
um en gætu treyst á sam-
ræmdar samkeppnisreglur.
„Þá er eitt mjög mikilvægt
atriði sem varðar fólkið í
iandinu sérstaklega sem er
að þetta verður eitt búsetu-
og atvinnuréttarsvæði. Það
þýðir að íslendingar verða
ekki útilokaðir frá framhalds-
námi, störfum eða starfsþjálf-
un hvar sem er í Evrópu. Við
munum hafa þar sama rétt og
aðrir og verðum ekki annars
flokks borgarar í Evrópu. Það
þýðir líka rétt til að taka þátt
í fjölmörgum rannsókna- og
vísindaverkefnum sem mikl-
um fjármunum er varið til.
Þetta gæti verið spurningin
um það hvort við þyrftum í
vaxandi mæli að sjá á eftir
okkar bestu vísindamönnum
til starfa erlendis eða hvort
verkefnin koma heim á þeim
sviðum sem við gætum lagt
eitthvað sérstaklega að
mörkum, til dæmis í hafrann-
sóknum, rannsóknum á líf-
ríki sjávar, rannsóknum á
orkulindum eða rannsóknum
tengdum sjávarútvegi eða
orkugeiranum. Þar ættum
við að geta fengið verkefni
þar sem íslenskir vísinda-
menn hefðu frumkvæði og
verkstjórn á hendi. Þetta get-
ur numið verulegum fjár-
hæðum,“ sagði Jón Baldvin
Hannibalsson.
Yfirgnæfandi likur
á samningi
Utanríkisráðherra sagði
einnig að mjög brýnt væri að
ná þessum samningum. Ef
önnur lönd næðu þeim, til
dæmis Noregur, en við ekki,
hefði það herfileg áhrif á
samkeppnisstöðu okkar sem
fiskútflytjendur fyrir utan
það að við biðum heim þeirri
hættu að einangrast hér og
staðna og missa af þeim vaxt-
artækifærum sem eru að ger-
ast í tækni og framförum í at-
vinnu- og efnahagslífi í Evr-
ópu allri.
Um líkur á að samningar
takist um evrópska efnahags-
svæðið sagði Jón Baldvin
Hannibalsson að það væru
yfirgnæfandi líkur á að samn-
ingar tækjust. Það væri mat
beggja aðila að 98% af efni
þessa samnings lægi ágrein-
ingslaust á borðinu og ekki
yrði aftur snúið. Hins vegar
váeri ekki Ijóst hvort við næð-
urnj þessum samningum því
okkar sérstaka vandamþl
hvað varðar sjávarútveginn
væri erfiðasta vandamálið í
samningunum í heild. Hins
vegar hefðu pólitískir for-
ystumenn flestra Evrópu-
þjóða ítrekað gefið út yfirlýs-
ingar um það að þeir skilji
sérstöðu íslendinga. Það
mætti nefna sem dæmi að
bæði Þýskalandskanslari og
Frakklandsforseti hefðu látið
orð falla á þá leið að næðust
samningar í heild þá muni
Evrópubandalagið beita sér
fyrir sérlausn sem tæki tillit
til þessara hagsmuna íslend-
inga. Það væru uppi margar
vísbendingar um að við næð-
um sérlausn en það væri pól-
itískt ekki gerlegt fyrr en á
lokadögum þessara samn-
inga.
V'