Alþýðublaðið - 01.05.1991, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 01.05.1991, Qupperneq 5
Miðvikudagur 1. maí 1991 5 Viðtöl við verkalýðsleiðtoga Þrennt verður uppi i kröfugerð — segir Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusambands Islands Hvaða merkingu hefur 1. maí í þínum huga í dag? „Fyrsti maí er baráttudagur verkalýðshreyfingarinnar og þann dag kemur verkafólk saman, ekki bara á íslandi heldur um heim allan til þess að leggja áherslu á kröfur sínar um réttlátara þjóðfélag, fagna þeim ávinningum sem náðst hafa og leggja á ráðin um það hvernig sótt skuli fram.“ Hverjar verda helstu áhersl- urnar í samningunum sem fram fara í haust? ,,Að mínu mati er það þrennt sem augljóslega mun verða uppi í kröfu- gerð. í fyrsta lagi sérstök kauphækk- un fyrir láglaunafólk. I öðru lagi réttlátari skattlagning og í þriðja lagi launaleiðréttingar fyrir ýmsa hópa sem ekki hafa haft aðstöðu til að taka á sínum málum á undan- förnum árum. Að mínu mati verður jafnframt uppi sterk krafa um að samhliða verði áframhaldandi stöð- ugleiki og séð til þess að umsaminn kaupmáttur verði vel tryggður.“ Nokkur orð um ríkisstjórn Al- þýduflokks og Sjálfstæðis- flokks? „Ég las niðurstöður kosninganna þannig að það væri almenn krafa kjósenda að áframhald yrði á stjórn- arsamstarfinu. Ég harma að ekki skuli hafa verið látið á það reyna Það er ekki orð um samskiptin við svonefnda aðila vinnumarkaðarins í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, segir Asmundur Stefánsson. hvort samkomulag hefði getað orð- ið um það. Ef maður vill meta stefnu nýju ríkisstjórnarinnar þá lendir maður hins vegar í nokkrum vand- ræðum. Stefnuyfirlýsingin er með æði almennu orðalagi og fátt um skýrar yfirlýsingar varðandi einstök mál. Það er tekið undir stefnu Sjálf- stæðisflokksins í sjávarútvegsmál- um, það er að segja að sett verði nefnd í það að búa stefnuna til og þannig virðist vera með ýmsa aðra málaflokka. Það er ekki orð um samskiptin við svonefnda aðila vinnumarkaðarins. Það er hins veg- ar sagt að það eigi að undirbúa starfsáætlun fyrir haustið. Við verð- um því væntanlega að bíða til hausts með það að meta stefnuna." Hlutverk verkalýðshreyfingar- innar það sama og i upphafi segir Jón Kjartansson, verkalýðsleiðtogi í Vestmannaeyjum Almennt um stöðu launamála sagði Jón: „Verkamaður einn skilgreindi fyr- ir nokkru orðið þjóðarsátt þannig: Forsvarsmenn samtaka atvinnurek- enda og launafólks gerðu þjóðarsátt um það að laun hækkuðu ekki og að launafólk tæki að sér að greiða nið- ur verðbólguna. En það virðast vera tvær þjóðir í landinu og er önnur undanþegin þjóðarsáttinni, a.m.k. hefur hluti þjóðarinnar komið sér hjá því að axla sinn hluta byrðanna, enda ber æ ranglátari tekjuskipting vott um það. Því verður að hækka lægstu laun til muna og hætta að skattleggja tekjur undir sultarmörkum.“ Um breytt hlutverk verkalýds- hreyfingarinnar: „Hlutverk verkalýðshreyfingar- innar er það sama nú og þaó var í ár- daga, að gera hag umbjóðenda sinna sem mestan, og þannig á það að vera um ókomin ár. En á seinni árum hefur hreyfingin látið tæla sig í hlutverk ábyrgðar- manns á víxli illa rekins atvinnu- rekstrar og miðað kröfur sínar, eða kröfuleysi, við bága afkomu at- vinnuveganna hverju sinni. Hreyf- ingin er á villigötum þegar hún er farinn að taka meira mið af þörfum fyrirtækjanna en eigin félaga.“ Að lokum var Jón spurður um afstöðu til ríkisstjórnar Alþýðu- flokks og Sjálfstæðismanna. „Viðreisn er í hugum launafólks sem man þann tíma martröð sem það vili ekki upplifa á ný. Vonandi fær hin nýja stjórn ekki- slík eftir- mæli, en samsetningin er ekki traustvekjandi þó að í þeirri stjórn sé margt ágætra einstaklinga.“ Mesti hátíðisdagur ársins segir Hervar Gunnarsson, verkalýösforingi á Akranesi Gudrún E. Ólafsdóttir, varaformaöur Verkalýds- og sjómannafélags Kefla- víkur og nágrennis. „1. maí er fyrst og fremst dagur verkalýðsins. Fyrir mér er hann mikill hátíðisdagur. Með tilkomu verkalýðshreyfingarinnar var ákveðið að 1. maí skyldi helgaður verkafólki. Hvar værum við stödd án verkalýðshreyfingarinnar? Hvernig væri hér umhorfs ef ekki væru neinar almannatryggingar, ekkert sumarfrí engin ákvæði um lengd vinnudags engin vinnuvernd- arlög, ekkert húsnæðiskerfi, engin veikindaréttur, atvinnuleysisbætur og fleira mætti telja? Þessu öllu og miklu fleira hefur verkalýðshreyfingin beitt sér fyrir og náð fram, ekkert af þessu er sjálf- gefið, þetta hefur náðst fram með baráttu.” Helstu áherslurnar í næstu kjarasamningum? „í næstu samningum verður að lagfæra kjör þeirra lægst launuðu, þetta hefur verið sagt svo lengi sem ég man. Það er auðvelt að hækka þau í krónum talið en ef allir fylgja' á eftir, sem hlutfallslega eru betur launaðir, æðir verðbólgan áfram. Þá hefur ekkert gerst annað en það að fólk hefur fengið í hendur fleiri verðlausar krónur. Launamunurinn í þjóðfélaginu er allt of mikill, það þarf hugarfars- breytingu hjá þeim sem betur eru settir svo eðlilegur jöfnuður geti náðst. Það þarf samhjálparvilja og félagsþroska til þess að þetta geti gerst.“ Nokkur orð um nýja stjórn al- þýðuflokks- og sjálfstæðis- manna? „Ef þessi ríkisstjórn, sem nú er að taka við, tekur ekki tillit til hinna lægst launuðu og þeirra sem minnst mega sín, Guð hjálpi þeim þá. Ég vænti mikils af þessari stjórn og ég vona að jafnaðarstefnan verði höfð að leiðarljósi. Við alþýðu- flokksfólk eigum duglega þing- menn sem ég treysti til að standa vörð um það sem tekist hefur hjá fráfarandi stjórn. Þjóðfélaginu verður ekki stjórnað án samráðs við verkalýðshreyfing- una." Hervar Gunnarsson, formaður verkalýðsmálanefndar Alþýðu- flokksins og verkalýðsforingi á Akranesi, hafði þetta að segja um merkingu hátíðarhaldanna 1. maí: „í mínum huga er 1. maí einn mesti hátíðisdagur ársins. Ég hugsa oft til dagsins þegar hann fer að nálgast og raula þá gjarnan Nallann. Hins vegar vill dagurinn sjálfur oft verða erilsamur þar sem oftar en ekki kemur það í minn hlut að sjá um framkvæmd dagsins eða hluta hátíðarhaldanna. En í stuttu máli sagt er það fyrst og fremst hugsunin um alla þá sem lagt hafa baráttu launafólks lið í gegnum árin sem fyllir hug minn þakklæti. Hvatningarorð mín til allra þeirra „1. maí minnir mig á baráttu eldri kynslóða fyrir bættum kjörum og á það grettistak sem forverar okkar í verkalýðshreyfingunni lyftu, sér- staklega á fyrstu áratugum aldar- innar" Helstu áherslurnar í næstu kjarasamningum? „Sókn til hærri kaupmáttar verð- ur að vera aðalmálið í kjarasamn- ingunum í haust. Finna verður leið til þess meðal annars i gegnum skattakerfið og þá helst að lækkun virðisaukaskatts á nauðsynjar, slíkt skilar sér best til þeirra sem lægst hafa launin." Nokkur orð um nýja stjórn Al- sem vinna að þessum málum í nútíð og framtíð eru að allt launafólk taki þátt í kjarabaráttúnni því aðeins þannig náum við árangri. Helstu áherslurnar í næstu kjarasamningum? „Hækkun lægstu launa fyrst og síðast. Þá mun án efa verða reynt að beita áhrifum á stjórnvöld til að ná fram lækkun á framfærslukostnaði, t.d. með lækkun eða afnámi virðis- aukaskatts á brýnustu nauðsynjar." Nokkur orð um væntanlega stjórn Alþýðuflokks og Sjálf- stæðismanna? „Ég kvíði engu ef baráttumál og áherslupunktar Alþýðuflokksins ná fram að ganga." þýðuflokks og Sjáifstæðis- manna? „Öllu félagshyggjufólki hlýtur að vera raun af myndun þessarar ríkis- stjórnar, ekki síst þar sem fyrri ríkis- stjórn hélt meirihluta þrátt fyrir að tveir flokkanna kæmu ekki að manni. Þjóðarinnar vegna, og þá sérstak- lega launafólks, vona ég að ríkis- stjórninni takist að halda verðlagi í skefjum og auka hagvöxt. Einnig vona ég hin frjálsa samkeppni fari ekki út í öfgar, en einmitt í því sam- bandi er vert að benda á að 1. maí verður æ minna virði eftir því sem fleiri atvinnurekendur, og þá sér- staklega kaupmenn, nýta daginn í kapphlaupið um krónuna." Ekkert er sjálfgefið i verkalýðsbaráttunni Dagurinn minnir á baráttu eldri kynslóða fyrir bættum kjörum segir Þóra Hjaltadóttir, formadur Alþýbusambands Noröurlands.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.