Alþýðublaðið - 01.05.1991, Page 6
6
Viðtöl við verkalýðsleiðtoga
Miðvikudagur 1. maí 1991
l.maí má ekki bara verða venjulegur fridagur
segir Pétur Sigurdsson, formaður
Verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafirði
„Þegar verkafólk sameinaðist um
að taka sér frí frá störfum 1. maí og
ganga um stræti og torg undir
merkjum og táknum alþjóðlegrar
samstöðu um kröfur til þjóðfélags-
ins um betra líf, frelsi og bræðralag,
má segja að skriður hafi komist á
kjara- og réttindabaráttu verkafólks
sem skilað hefur ótrúlegum árangri
á þessari öld.
Barátta sem skilað hefur fólki
möguleikum til að semja um laun
sín og réttindi. Gefið fólki rétt til að
hafa áhrif á mótun þjóðfélags sem
það hefur allt lagt til með vinnu
sinni og átt þátt í að byggja upp.
Það þurfti ótrúlegan kjark og þor
þegar verkafólk á lslandi hóf merk-
ið á loft í skrúðgöngurh 1. maí 1923.
Hátíðarhöldin eru í dag sem
endranær með hefðbundnum
hætti, skrúðgöngum, þar sem hefð-
ir um þær hafa skapast; útifundum,
samkomum innan húss og kaffisam-
sætum eða öðru sem minnir á starf
verkalýðsfélaganna á liðnum árum
og baráttumál í nútíð og framtíð.
Þetta fyrirkomulag hefur lítið breyst
og mun sennilega vara um langan
aldur.
Táknin um frelsi, jafnrétti og
bræðralag gilda áfram. Þótt þokast
hafi í rétta átt verður aðalverkefni
samtaka verkafólks að varðveita
frelsið, bæta lífskjörin og ná meiri
jöfnuði í lífsgæðunum.
Verkalýðshreyfingin má aldrei
missa sjónar af þeirri bræðralags-
hugsjón, að rétta þeim hjálparhönd
sem halloka fer í lífsbaráttunni.
1. maí má ekki bara verða venju-
legur frídagur."
Helstu áherslurnar í næstu
kjarasamningum?
„Kjarasamningarnir á haustdög-
um, þegar tilrauninni með þjóðar-
sáttina lýkur, munu einkennast af
þeirri reynslu sem tilraunin hefur
skilað launafólki og þjóðarbúinu. Þá
mun verða tekist á um hverjir eigi
raunverulega tilkall til uppskerunn-
ar. Engum blöðum er um það að
fletta, að hagnaðurinn er verulegur
og að atvinnuvegirnir hafa notið
góðs af lækkun verðbólgunnar, og
stöðugleika í efnahagsmálum. Það
verður því svigrúm til launahækk-
unar þegar líða tekur á árið.
í samningunum í haust verður að
hafa efst í huga hækkun lægstu
launa umfram önnur og án viðmið-
unarskriðu sem oftast hefur eyðilagt
slíkar tilraunir.
Jafna þarf ýmis kjaraatriði sem al-
mennt verkafólk innan A.S.Í. hefur
ekki náð inn í sína samninga, en
aðrir launþegahópar hafa búið við í
langan tíma. Þar má nefna orlofs-
uppbót, desemberuppbót, lengra
orlof, reglur um yfirvinnugreiðslur,
lengri veikindarétt, fæðishlunnindi
og fleira og fleira.
Lagfæra verður skattkerfið svo að
hægt sé að minnka það bil sem er á
milli ráðstöfunartekna láglauna-
fólks og hinna sem meira bera úr
býtum.
Höfuðáherslu verður að leggja á
að gangrimlahjól verðbólgunnar
fari ekki af stað á ný. Ef slíkt gerist
þá tapa allir og þeir lægst launuðu
mest. Við verðum í næstu samning-
um að afstýra slíku, en þó heimta
réttláta launaleiðréttingu og meiri
launajöfnuð í landinu.
Markmiðum þessum verður að ná
með kjafti og klóm. Verja síðan ár-
angurinn með öllum vopnum.“
Krafa verkafólks er um
brauð, frelsi, frið og
bræðralag allra þjóða
segir Björn Grétar Sveinsson, formaður Verka-
lýðsfélagsins Jökuls á Hornafirði
Um merkingu 1. maí sagði Björn:
„Hinn 1. maí 1923 fór íslensk al-
þýða í fyrsta sinn út á götuna til að
bera fram kröfur sínar um jöfnuð og
þjóðfélagslegt réttlæti.
Er þessi athöfn aöeins táknræn
eða býr eitthvað að baki? Eru þær
orðnar úreltar, kröfurnar um brauð,
frelsi, frið og jafnrétti? Viö heyrum
og sjáum að allt að helmingur
mannkyns býr við sult og sára neyð.
Ungbarnadauði er á sumum svæð-
um á jörðinni óhugnanlegur. Millj-
ónir manna búa víða um heim við
ófrelsi og áþján. Okkur berast tíð-
indi um ókyrrð og átök þjakaðra
þjóða, sem berast á banaspjót.
Skuggar stríða og múgmorða hvíla
á mannkyninu.
Lönd eru setin hermönnum og
drápsmaskínum annarra þjóða eða
hernaðarbandalaga undir hinum
ýmsu formerkjum, þar á meðal
landið sem við höfum til afnota, ís-
land. Aðeins hefur rofað til í kjarn-
orkuvopnakapphlaupinu. En krafan
um að hætta framleiðslu og notkun
kjarnavopna er sannarlega í fullu
gildi.
Þrátt fyrir óupptaldar kröfur sem
eiga við brauðstrit og efnahags-
vanda á okkar litla landi, þá er Ijóst
að kröfuganga sem gengin er í fót-
spor þeirra er gengu 1. maí 1923 er
meira en táknræn athöfn. Hún er
krafa um brauð, frelsi, frið og
bræðralag allra þjóða."
Helstu áherslurnar í næstu
kjarasamningum?
„Áherslurnar í næstu kjarasamn-
ingum verða um tekjujöfnun. Þær
leiðir sem þar verða færar eru milli-
færsla í skattakerfinu. Það er nauð-
synlegt að leita allra leiða til að við-
halda þeim stöðugleika sem verið
hefur að undanförnu, en það verður
ekki lengur gert á kostnað launa-
fólks.
Um það verður að nást samstaða,
að öðrum kosti verða engar þjóðar-
sættir."
Nokkur orð um nýja stjórn Al-
þýðuflokks og Sjálfstædis-
manna?
„Myndun þéssarar ríkisstjórnar
olli mér persónulega miklum von-
brigðum. Þessi leið var í alla staði
óþörf. En nú er að sjá og bíða hvern-
ig til tekst. Stjórnin mun fá eðlilegan
tíma til sýna hver stefnumál hennar
eru. Þegar þessari spurningu er
svarað er allt óljóst í þeim efnum.
Við vonum það besta en búum
okkur undir hvað sem er. Þeirra er
mátturinn, svo er það spurning um
dýí^ina."
Nokkur orð um nýja stjórn Al-
þýðuflokks og Sjálfstæðis-
manna?
„Þetta er engin jafnræðisstjórn.
Það eru að vísu jafnmargir hausar
og hendur frá hvorum flokki en ann-
ar helmingurinn, Sjálfstæðisflokk-
urinn, stendur uppi með öll vopnin
en hinn flokkurinn hefur í besta falli
skaftið eitt.
Mér sýnist hlutur Alþýðuflokksins
í atvinnu- og byggðamálum það lítill
að enginn sannur jafnaðarmaður
geti við unað. Jón Baldvin hefur al-
deilis samið af sér í verkaskipting-
unni, því ráðuneytin eru nú einu
sinni drifkrafturinn í framkvæmd-
um á vegum ríkisvalds og Alþingis.
Mér finnst að hlutskipti Alþýðu-
flokksins líkist því að hann sé í hús-
mennsku hjá Sjálfstæðisflokknum.
Ný stjórn á að hafa starfsfrið
fyrstu misserin og vonandi fær þessi
stjórn að sanna getu sína. Erfið við-
fangsefni blasa við þótt stöðugleiki í
efnahagsmálum létti þeim róður-
inn. Það getur Iíka verið erfitt að
þola góða daga.
Ef bæta á kjör almenns launafólks
í haust, þurfa einhverjir að láta af
sínum hlut. Það mun því fljótt reyna
á það hvort peningaöflin í landinu
verða látin gefa eitthvað úr askinum
svo jafna megi kjörin í landinu. Ef
slíkt gerist ekki fær stjórnin engan
vinnufrið."
Við eigum innistæðu
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB
Hvaða þýðingu hefur 1. maí?
1. maí er baráttudagur launafólks.
Þá fylkja menn liði, koma saman til
funda til að leggja áherslu á baráttu-
mál verkalýðshreyfingarinnar um
jöfnuð og' mannréttindi öllum til
handa. í heimi þar sem allt of mikið
ranglæti og misrétti er að finna hef-
ur slíkur dagur mikla þýðingu.
Hvaða áherslur verða uppi í
kjarasamningum í haust?
„Áherslan verður á að sjá til þess
að launafólk verði ekki hlunnfarið
um þá innistæðu sem það nú óum-
deilanlega á.
Formaður Alþýðuflokksins bend-
ir réttilega á að nú sé batnandi hag-
ur, fyrirtækin skiluðu hagnaði og
viðskiptakjörin bötnuðu að sama
skapi. Það var launafólk í samvinnu
við samningsaðila sem bjó til þessa
innistæðu. Nú er komið að því að
uppskera árangur erfiðisins. Nú
verður það einnig hlutverk viðsemj-
enda okkar að sjá til þess að svo
verði.
Hvernig við stöndum að samning-
um á enn eftir að koma í ljós. í BSRB
er samningsrétturinn í hendi ein-
stakra aðildarfélaga og það er
þeirra að ákveða með hvaða hætti
gengið verður að samningaborð-
inu, hvort farið verður saman eða
sundur. Hitt er Ijóst, og að enginn
ætti að ganga að því gruflandi, að
menn ætlast til að fá kaupmáttar-
aukningu.
Þetta þarf að gerast með beinum
kauphækkunum. En að auki þarf að
færa til fjármagn í Jajóðfélaginu i
Spurningiit er um stefnu en
eklci með hverju er stjórnað
segir Valgeir Ingólfsson í Borgarnesi
Valgeir, sem sæti á í Verkalýðs-
málanefnd Alþýðuflokksins, sagði
að 1. maí væri ekki sami baráttu-
dagurinn og áður var, dagurinn
væri miklu frekar hátíðisdagur. „Ég
tel að nú fari baráttan fram á allt
öðrum grundvelli en áður var. Nú
fer baráttan fram á fundum og skrif-
stofum þar sem reikniskúnstin ræð-
ur mestu."
Helstu áherslurnar í næstu
kjarasamningum?
„Helstu áherslurnar verða að
sjálfsögðu að auka kaupmátt þeirra
sem eru undir skattleysismörkum.
Það verður þó að gera það þannig
að atvinnurekendur geti ekki velt
því út í verðlagið því þá væri betur
heima setið."
Nokkur ord um væntanlega
stjórn Aiþýðuflokks og Sjálf-
stæðismanna?
„Það er erfitt að segja nokkuð um
nýja stjórn áður en maður hefur
nokkuð haldbært í höndunum.
Maður verður að sjá stjórnarsátt-
malann aður en maður kveður upp ekki öllu máli með hverjum stjórnað
dóm. Ef stefna og áherslur Alþýðu- er."
flokksins komast til skila þá skiptir
tekjujöfnunarskyni. I BSRB höfum
við lagt áherslu á hækkun skattleys-
ismarka, neikvæða skatta fyrir þá
sem eru undir skattleysismörkum,
og til að fjármagna þetta höfum við
m.a. lagt til skattlagningu á fjár-
magnstekjur og hærra skattþrep.
Menn mega þó ekki gleyma sér í
þessu skattatali. Ég ítreka að einnig
þarf að auka kaupmáttinn með því
að hækka kaupið. Fyrr mætti nú
vera í dúndrandi góðæri."
Hvad finnst þér um vidreisn?
„Ég vil vita hvað þessi stjórn ætlar
að gera áður en ég felli mína dóma.
Enn sem komið er hafa menn bara
talað um niðurskurð, eins og launa-
málin hafi gleymst, sem þó voru
orðin aðalmálið á lokaspretti kosn-
ingabaráttunnar. En varðandi við-
reisn þá heyrist mér menn vera að
reyna með siglingum í sjógangi að
koma öðru nafni á þessa stjórn.
Enda fráleit tímaskekkja að vera
með viðmiðanir af þessu tagi aftur í
fortíð. Að sjálfsögðu var sitt hvað
fært til betri vegar í þjóðfélaginu á
Viðreisnarárunum. En mér er
spurn. Að hvaða marki var sú vel-
sæld, sem þá var um tíma, stjórn-
visku að þakka eða hvern þátt átti
síldin í því ævintýri? Og þegar hún
brást þá varð hér kreppa með at-
vinnuleysi og landflótta. Þegar
menn leggja dóm á ríkisstjórnir
fyrri ára þá þurfa menn að sjálf-
sögðu að hafa allar ytri aðstæður í
huga.
En tímaskekkjan í þessari um-
ræðu er þó fyrst og fremst af öðrum
toga. Fram hefur komið í umræðu
síðustu daga að stjórnmálaforingj-
arnir eru ekki allir í jarðsambandi.
Menn hafa verið að bisa við að sam-
eina flokka. Það hefur ekki tekist.
En það er annað sem hefur tekist.
Það hefur tekist að sameina kjós-
endur. Mín sannfæring er að kjós-
endur félagshyggjuflokkanna séu
sameinaðri en foringjana hefur
grunað, þess vegna eru ekki allir
sáttir nú. Leikfléttur á taflborði
stjórnmálanna — þar sem duttlung-
ar foringja ráða — ganga ekki leng-
ur. Nema náttúrulega menn vilji lifa
í fortíðinni. Spurning er hvort þeir
eigi sér þá viðreisnar von.
Það verður athyglisvert að sjá
hvern eftirmála þessi þróun mun
hafa í íslenskum stjórnmálum."