Alþýðublaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 3
Miðvikudaqur 22. maí 1991 3 Tengist krónan ECU? „óhjákvœmilegt að styrkja ramma peningamála," segir forsætisráðherra Forsætisráðherra sagði á Al- þingi í gærkvöldi að kanna bæri kosti þess að tengja ís- lensku krónuna við evrópska myntkerfið. Það væri liður í að búa íslenskum atvinnuvegum sambærileg kjör og gerist í öðrum iöndum. „Ramminn í peningamálum hefur verið of veikur og óhjákvæmilegt að styrkja hann,“ sagði Davíð Oddsson. Davíð sagði að varanleg lækkun vaxta næðist ekki án þess að dreg- ið væri úr halla ríkissjóðs og láns- fjárþörf. Alþýðuflokkur og Sjálf- stæðisflokkur hefðu ásett sér að gera róttækar breytingar á skipu- lagi efnahagslífsins til að auka verðmæti og bæta lífskjör. Forsætisráðherra sagði að ríkis- stjórnin myndi leggja áherslu á einkavæðingu og að færa verkefni til einkaaðila. Leitast yrði við að ná víðtækri sátt um sjávarútvegs- stefnu, en virða bæri það grund- vallarákvæði að fiskurinn í sjón- um væri þjóðareign. Taka yrði til rækilegrar endurskoðunar allt vinnslu- og dreifingarkerfi land- búnaðarvara og að mikilvægt væri að ná fram hagstæðum samningum um álver á Keilisnesi. Þó yrði ekki gengið fram til samn- inganna með því hugarfari að um væri að ræða „eina úrræðið sem íslenskt atvinnulíf hefúr í náinni framtíð". Evrópska efnahagssvæð- ið væri íslendingum mikilvægt en ekki kæmi til greina að gefa eftir forræði í íslenskri fiskveiðilögsögu í skiptum fyrir tollfrjálsan aðgang að Evrópumarkaðnum. umst með þegar hafnfirskar hús- mæður með Sigurrósu í broddi fylk- ingar unnu með miklum dugnaði við þá erfiðisvinnu frá morgni til kvölds á saltfiskverkunarstöð Bæj- arútgerðar Hafnarfjarðar á kreppu- árunum að vaska fisk til þurrkunar í óupphituðum húsakynnum, oft á tíðum í frosti og kulda. Heimilis- störfin unnu þessar konur þegar flestir aðrir máttu hvíla sig. Einnig vakna minningar um for- stöðukonuna sem rak elliheimili Hafnarfjarðarbæjar að Austurgötu 26 af myndarskap um árabil, en það heimili var til húsa gegnt mínu æskuheimili, þar sem faðir minn rak verslun. Þangað kom Sigurrós for- stöðukona oft og vistfóik elli- heimilisins. Þá var ég vitni að þeim hlýleika og elskulegheitum sem hún sýndi gamla fólkinu. Ég minnist umtals í bænum um það merka og frábæra framtak Verkakvennafélagsins Framtíðar- innar árið 1932 með Sigurrósu og Sigríði Erlendsdóttur í broddi fylk- ingar að setja á stofn dagheimilið að Hörðuvöllum í Hafnarfirði fyrir börn húsmæðra sem unnu utan heimilis — hið fyrsta sinnar tegund- ar hér á landi — og enn er starfandi. Það sem hér hefur verið talið eru að sjálfsögðu æskuminningar. Mikið og gott samstarf okkar Sigurrósar að bæjarmálum Hafnarfjarðar hófst síðar en þar kom hún vissulega við sögu og átti þar farsælan hlut að málum. í því sambandi skal hér minnst á aðeins eitt slíkt. Hún er upphafskona þess, að hafnfirskar húsmæður gátu átt þess kost að eiga sumardvöl á orlofs- heimili á vegum hins opinbera. Hún var varabæjarfulltrúi Alþýðuflokks- ins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á árunum 1954 til 1962. Þaðvareittaf áhugamálum hennar á þessum ár- um, að bæjarfélagið gæfi hafnfirsk- um húsmæðrum kost á nokkurra daga árlegri ókeypis sumardvöl á hentugum dvalarstað. Hún beitti sér mjög fyrir að þessari hugmynd yrði hrundið í framkvæmd og svo varð að bæjarstjórn Hafnarfjarðar tók upp þetta nýmæli 1955. Er Hafnar- fjörður fyrsta bæjarfélagið hér á landi til að hefja slíka starfsemi, sem var undanfari lagasetningar Alþing- is um orlof húsmæðra og fjárfram- laga af hálfu ríkisins og sveitarfé- laga í því sambandi. Var Sigurrós forystukona í því að byggja upp þetta starf í Hafnarfirði sem formað- ur sumardvalarnefndar bæjarins og síðar sem formaður sumardvalar- nefndar, sem tók við þessu verkefni við tilkomu orlofsnefndarinnar samkvæmt hinum nýju lögum. Sigurrós Guðný Sveinsdóttir eins og hún hét fullu nafni var fædd 13. september 1897 að Götu, Garða- hverfi. Foreldrar hennar voru Helga Kristín Davíðsdóttir og Sveinn Gíslason. Þau fluttust í Sveinsbæ í Hafnarfirði 1903. Sigurrós dvaldist í Noregi í 6—7 ár en fluttist þaðan til Hafnarfjarðar 1923. Hún giftist eig- inmanni sínum Magnúsi Kjartans- syni 2. júní 1918 en hann var sonur Guðnýjar Nikkelinu Olafsdóttur og Kjartans Jónssonar. Þau skildu 1937. Börn Sigurrósar voru: 1) Lilly f. 6. júlí 1917, d. 7. mars 1981, 2) Sveinn f. 27. feb. 1919, 3) Harry f. 1. janúar 1921, d. í maí sama ár, 4) Helga Kristín f. 21. febrúar 1924, 5) Erna Fríða Berg f. 2. sept. 1938. Á uppvaxtarárunum kynntist Sig- urrós vel hinum kröppu kjörum, sem öll alþýða manna átti þá við að búa, og var henni fljótt ljóst að þar var úrbóta þörf. Hún skipaði sér í raðir þeirra, er hófu baráttu í verka- lýðshreyfingunni og Alþýðuflokkn- um fyrir bættum lífskjörum almenn- ings. Var hún strax ung að árum í fararbroddi í þeirri baráttu, enda var hún óvenju dugleg og áhuga- söm um hvert það verkefni sem hún tókst á hendur að vinna. Á hana hlóðust því margs konar trúnaðar- störf á vegum verkalýðshreyfingar- innar og Alþýðuflokksins. Sigurrós var ein af stofnendum Verkakvennafélagsins Framtíðar- innar í Hafnarfirði. Hún var fundar- stjóri á stofnfundinum 3. desember 1925 og i fyrstu stjórn félagsins og síðan í fjölda mörg ár — lengst af formaður félagsins eða samtals í 38 ár. Þá var hún í stjórn Alþýðusam- bands íslands, í flokksstjórn Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði í 40 ár, í mið- stjórn Alþýðuflokksins, ein af stofn- endum Kvenfélags Alþýðuflokksins í Hafnarfirði og fyrsti formaður fé- lagsins, svo nokkuð sé nefnt af hin- um fjölmörgu trúnaðarstörfum, sem Sigurrós hefur sinnt í þágu verka- lýðshreyfingarinnar og Alþýðu- flokksins. Sigurrós hafði einnig forgöngu um stofnun Kvenfélagsins Sunnu sem beitti sér m.a. fyrir að sett var á laggirnar mæðrastyrksnefnd í Hafnarfirði árið 1963. Hér á undan hefur verið minnst á nokkur af þeim fjölmörgu verkefn- um, sem Sigurrós vann að í félags- starfi á liðnum árum. Sem forystu- kona í slíku starfi varð hún að leggja hart að sér og oft varð hún að heyja margvíslega baráttu til að ná þeim markmiðum sem að var stefnt. Það er ekki vandalaust að vinna fyrir fjöldann. Þeir sem hafa með höndum forystu í félagsstarfi og á opinberum vettvangi mæta stund- um takmörkuðum skilningi hjá þeim sem unnið er fyrir og fá ósann- gjarna og ómilda dóma fyrir óeigin- gjörn störf. Skortir þá oft mikið á, að lagt sé sanngjarnt mat á störf þeirra, er til forystu hafa valist. Þetta fékk Sigurrós að reyna, eins og svo marg- ir aðrir. En hvað svo sem því líður, þá er það staðreynd, að sú barátta og það þrotlausa starf sem Sigurrós og sam- herjar hennar lögðu fram bar vissu- lega mikinn árangur. Ekki aðeins breytti Verkakvennafélagið Fram- tíðin í Hafnarfirði undir forystu Sig- urrósar kjörum verkakvenna frá ör- birgð til lífvænlegrar afkomu heldur hefur einnig verið veigamikill þátt- ur í hinni stórstigu og öru framþró- un, sem átt hefur sér stað í Hafnar- firði á síðastliðnum áratugum. Sjálf- sagt hefur Sigurrós átt bjartar og góðar endurminnigar um gott sam- starf við fjölmarga sem með henni unnu að sameiginlegum áhuga- málum. Sá sem þessar línur ritar átti með henni ánægjulega samvinnu á vett- vangi bæjarmála Hafnarfjarðar um árabil sem ég nú þakka við leiðar- lok. Sigurrós lést á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Sólvangi, Hafnarfirði, 13. maí sl. Hún verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 13.30 í dag, miðvikudaginn 22. maí. Blessuð sé minning hennar. Stefán Gunnlaugsson. Þá er ég hóf störf hér í Hafnarfirði í marsmánuði 1945 kynntist ég brátt fjölda af nýju fólki. Bæði ungu og öldnu, konum og körlum og voru þau kynni yfirleitt hin bestu. Meðal kvennanna vöktu þrjár konur fljót- lega athygli mína öðrum fremur. Þær voru Sigurrós Sveinsdóttir, Sig- ríður Erlendsdóttir og Soffía Sigurð- ardóttir. Það kvað að þeim öllum ekki lítið. Þó voru þær mjög mis- munandi gerðar. En þær stóðu allar fyrir sínu. Nú eru þessar konur gengnar fyrir ætternisstapa. Sú síðasta þeirra, Sig- urrós, lést að Sólvangi 13. maí sl. Sigurrós var mjög gjörvuleg kona og það sópaði að henni. Hún var framarlega í verkakvennamálum og skipaði þar öndvegi lengi. Hún naut mikiis trausts og var örugg til forustu. Er ég kynntist henni var hún for- stöðukona aldraðra að Austurgötu 26, Hafnarfirði. Það var að nokkru undanfari Elli- og hjúkrunarheimil- isins Sólvangs. Ekki voru salarkynni að Austur- götu 26 ýkja mikil miðað við þann fjöjda, er þar átti dvöl. Ég leit þar inn einstöku sinnum og minnist margra elliþreyttra og slit- inna sjómanna og verkamanna er sátu þétt saman á rúmum sínum í ullarpeysum hlýlegum. Þeir ræddu málin og rifjuðu upp liðna daga og sögðu léttar sögur ef svo bar undir. Þarna var furðulega félagslegt um að litast. Og þeir báru forstöðukon- unni einkar gott orð. Fannst hún umhyggjusöm, skilningsrík og sköruleg. Þá vann ég um tíma að máli, er Sigurrósu varðaði og dóttur hennar Ernu Fríðu Berg, og leystist það vel eins og efni stóðu til. Mín síðari starfsár á Sólvangi varð Sigurrós vistkona þar. Er ég lét af forstjórastarfi var kaffi drukkið með vistfólki staðarins. Þá hafði Sigurrós orð fyrir vistfólkinu. Ræddi störf mín af vinsemd, er gladdi þann, er þá var orðinn 70 ára, og færði hon- um að gjöf góðan hlut frá mann- skapnum. Þetta gerði hún með virðulegri reisn, af hlýhug og með glæsibrag. Hin síðustu ár hennar á Sólvangi var orkan þorrin, fjörið farið og bið- in eftir hvíldinni tekin við. Nú er hennar ganga á þessum vettvangi öll. Við sem henni kynntumst og fylgdumst með störfum hennar kveðjum nú mikilhæfa konu, verka- mikla og stóra í sniðum. Við árnum henni fararheilla inn á svið nýrrar tilveru. ,,Og upphiminn fegri en auga sér mól öllum oss fadminn breidir." (E.Ben). Gott er þrevttum að hvílast. Eiríkur Pálsson. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. borgarverk- fræðingsins í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í gatna- gerð, lagningu holræsa, gerð bílastæða og vinnu fyrir veitustofnanir í nýju hverfi í Borgarholti. Verkið nefnist: Borgarholt I, 5. áfangi. Helstu magntölur eru: Heildarlengd gatna u.þ.b. 1300 m. Heildarlengd holræsa u.þ.b. 3000 m. Verkinu skal lokið fyrir 15. október 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 22. maí 1991, gegn kr. 20.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 30. maí kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 21. maí 1991, kl. 13—16 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík og víðar. Tegundir Árgerð 1 stk. Chrysler Cherokee Limited 4x4bensín 1990 1 stk. Jeep Wagoneer 4x4bensín 1987 1 stk. Ford Bronco 2 4x4bensín 1984 1 stk. Subaru 1800 Gl station 4x4 bensín 1987 3 stk. Subaru 1800 Pick up 4x4bensín 1982-83 2 stk. Lada Sport 4x4bensín 1987-88 1 stk. Volvo 240 GLI bensín 1988 1 stk. Volvo 245 station bensín 1982 2 stk. Toyota Corolla 1300 bensín 1987 1 stk. Toyota Corolla 1300 DX bensín 1986 1 stk. Ford Escort 1300 bensín 1986 1 stk. Mazda B-1800 pick up bensín 1982 1 stk. Scania Vabis 76 vörubifreið diesel 1966 1 stk. Kawasaki KZ 1000 bifhjól P1 1982 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Reyðarfirði. 1 stk. Champion 740 A veghefill 1981 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins ísafirði. 1 stk. Toyota Tercel station 4x4bensín 1987 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins (vélaverkstæði) Borgartúni 5. 2 stk. Leyland 600 dieselvélar Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. Innkaupastofnun ríkisins. IIMNKAUPASTOFIMUIM RIKISIIMS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Sigurrós Sveinsdóttir fyrrum formaður Verkakvennafélagsins Framtiðarinnar í Hafnarfirði sem lést á Sólvangi 13. maí verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, miðvikudaginn 22. maí kl. 13.30 Sveinn Magnússon Kristín Magnúsdóttir Erna Fríða Berg tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.