Alþýðublaðið - 30.05.1991, Side 2

Alþýðublaðið - 30.05.1991, Side 2
2 Fimmtudaqur 30. maí 1991 MMÐ HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson (í starfsleyfi) Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn: 625538 Dreifing: 625539 Tæknideild: 620055 Fax: 627019 Senuþjófar í Þjj óðleikhúsinu Yfirmenn Þjóðleikhússins hafa gerst sannkallaðir senuþjófar og nú er svo komið að landskunnir leikarar falla algjörlega í skuggann af stjórn- endum sínum. Leikhússtjórafarsinn hefur algjörlega yfirgnæft stykki á borð við Söngvaseið, Ráðherrann klipptur og Leikhúsveisluna. Menn geta eflaust deilt um hvort uppákoma yfirmanna og stjórnenda Þjóð- leikhússins teljist til harmleikja eða gleðileikja. Sjálfsagt er þeim sem var sagt upp, og ekki sagt upp, eftir langt starf í Þjóðleikhúsinu ekki hlát- ur í huga og bíða þess nú að veröa sagt upp aftur. Hætt er hins vegar við að hinum almenna leikmanni komi ástandið hjá leikhúsmönnum spánskt fyrir sjónir. Svo segja menn að deilur í stjórnmálum séu harðar og óvægnar hér á landi. Þær eru þó barnaleikur miöað við það þegar listamenn fara af stað meö illindi. Auk þess sem deilur stjórnmála- manna eru oft hreinn leikaraskapur meðan leikarar deila í fúlustu ein- lægni. En eins og þeir sem fylgjast með skopleikjum vita fylgir öllu gamni nokkur alvara. I því sambandi skiptir litlu máli hvor þjóðleikhússtjórinn ræður og rekur menn, hversu góðir eða slæmir sem einstaka leikarar eru eða hvernig menn meta að einstaka starfsmenn falli að faglegum markmiðum leikhússins. Alvara málsins snýr að hinum almenna rétti launþegans, ekki bara hjá Þjóðleikhúsinu, ekki bara hjá ríkinu, heldur almennt í þjóðfélaginu. Það er að verða æ algengara að fólk sem er búið að vinna hjá sama atvinnurekanda í áratugi og komið af besta skeiöi sé sagt upp. Eðlilega hefur launþegahreyfingin haft af þessu talsverðar áhyggjur og vaxandi. Algengt er að við endurskipulagningu fyrirtækja sé öllum starfsmönnum sagt upp og þeir ekki endurráðnir sem eru komnir yfir miðjan aldur. Þeir þykja ekki lengur passa inn í rekstrarfyr- irkomulagið, það taki því ekki að endurhæfa þá og því er þeim hent út í horn eins og hverri annarri notaðri tusku. Það er staðreynd að erfitt getur reynst fyrir fólk sem komið er yfir miðjan aldur að finna starf við hæfi eftir að því hefur verið sparkað eftir áratuga gifturikt starf, ef til vill hjá sama atvinnurekanda. Það er hart þegar ríkisfyrirtæki á borð við Þjóðleikhúsið telur sig þurfa að reka starfsmenn sína eftir áratuga starf þó svo að gamlingjahlutverkin innan leikhússins séu ekki í réttu hlutfalli við fjölda leikara yfir fimmtugt eða hvað það nú er. Hins vegar er það leikurum og öðru listafólki sjálfsagt hollt að breyta til, vinna ekki alltaf á sama stað eöa fást viö sömu eða sambærileg viðfangsefni. Eflaust er það líka gott fyrir leikhúsin sem stofnanir að ákveðin hreyfing sé á starfsfólki og menn komi og fari. Að- ferðin að reka menn eftir áratugastarf gengur samt ekki sem lausn á því vandamáli. Hins vegar er óþarfi að gráta þótt ungt fólk á besta aldri þurfi aö færa sig um set og skipta um vinnu. Ungir listamenn eins ogannað ungt fólk hefur eflaust gott af því að bregða sér á sjóinn um tíma, vinna við virkj- anaframkvæmdir á hálendinu, kenna eða afgreiða á bar. Þaö víkkar sjóndeildarhringinn og eykur skilning fólks á því samfélagi sem við lif- um í. — TH | Jjfí' Frá Bændaskólanum á Hvanneyri Námskeið á Hvanneyri 6.-7. júní Skjólbelti. 10.-12. júní Verkun votheys í rúlluböggum. Námskeiöið er skipulagt af bútæknideild Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins og Bændaskól- anum á Hvanneyri. 13. júní Matjurtarækt. Skráning og nánari upplýsingar á skrifstofu Bændaskólans á Hvanneyri s. 93-70000. Skólastjóri. Stefán Snævarr Átjándi Brumaire Míkhaíls Gorbatsjovs ? — nýtt einrœöi í Sovét? Byltingarmennirnir frönsku létu sér ekki nægja að bylta stjórnkerfinu, þeir byltu lika dagatalinu. Gömlu rómversku mánaðanöfnin voru aflögð og ný upptekin. Til dæmis var einn mánaðanna nefndur ,,Brumaire". Og það var einmitt þann 18. Brumaire 1799 að Nafla- jón tók sér alræðisvald, þann dag lauk þessu bylting- arskeiði franskrar sögu. Löngu seinua, árið 1851, tók frændi Napóleons, Lúðvík Bóna- parte, forseti Frakklands, sér sama bessaleyfið og lét síðar krýna sig til keisara. Um þennan atburð skrifaði Karl Marx áhrifamikla ádrepu sem ber heitið „Átjándi Brumaire Lúð- víks Bónaparte". Jeltsin Jeltsín er margslunginn maður og erfitt að átta sig á því hvort hann er einlægur lýðræðissinni eða bara lýðskrumari. Hann segir aö tími Gorbatsjovs sé liðinn, Gorbi hafi aldrei verið neitt annað en komm- únisti sem vildi lappa upp á kerfið. Ef til vill er Jeltsín eini maöurinn sem getur bjargað „perestrojku" Gorbatsjovs, sá síðastnefndi er rú- inn öllu fylgi en Jeltsín nýtur feiki- legra vinsælda enn sem komið er. Gleðimaðurinn og karlremban Jeltsín er Rússum meir að skapi en bindindismaðurinn Gorbatsjov sem sagður er búa við konuríki. Og fáa einstaklinga hata Sovétmenn jafn innilega og Ræsu Gorbatsjóvu. En vandinn er sá að ekki er víst að nómenklaturan leyfi Jeltsín að setj- ast á valdastól í Kreml. Og nú skul- um viö bregða á leik: Gorbi i klipu Ekki þarf mikla skarpskyggni til að sjá hvað ég er að fara með yfir- skrift þessa pistils. Miklar blikur eru á lofti austur í Rússíá, sovéskir hermenn frömdu voðaverk í Litháen og Armeníu og tekið er að þrengja að tjáningarfrelsi. Spurningin er hvort Gorbatsjov ber ábyrgöina á þessum uppákomum eoa hvort hann er orðin leikbrúða í höndum afturhaldsins. Tók liann þátt í að skipuleggja aögeröirnar í Litháen eða ber Bóris l’úkó, innanríkisráðherra, höfuðábyrgðina? Sjevardnadse sagöi er hann hætti sem utanríkisráðherra að mikil hætta væri á nýju einræði í Sovét. Og víst er um að ástandið þar minnir óhugnanlega mikið á Rússlandárið 1917, Þýskaland í byrjun fjórða tugarins og Chile rétt fyrir valdarán. Rétt eins og í |)essum löndum á þessum tímum er efnahagskerfiö í rúst, blóöug átök milli stríðandi fylkinga, og almennt stjórnleysi. Því eins og írska skáldið William Butler Yeats yrkir: „The falcon cannot hear the falconeer" (Fálkinn heyrir ekki fálkatemjarann). Ekki er örgrannt um að Gorbat- sjov minni á tsarinn Bóris Gódúnov sem var maöur góðviljaður en end- aði með því að fá alla upp á móti sér. Aöallinn þoldi illa að Gódúnov var kjörinn keisari en haföi ekki erft krúnuna eins og alsiða var. Grunur lék á að hann hefði komið krón- prinsinum fyrir kattarnef. Og til að gera illt verra hófst uppreisn undir forystu manns er sagðist vera krón- prins þessi. Ef til vill er Bóris Jeltsín uppreisnarseggurinn endurborinn en Jeltsín telursignánast réttborinn til ríkis í Sovét. aidarán í Moskvu r 1. júlí. er meö kyrrum kjörum t ,u eftir að herinn steypti tsjov forseta af stóli i nótt. igubann ríkir í öllum stærstu m landsins. Snemma í morg- lt fyrirliöi uppreisnarmanna Grömov, hershöfðingi. ræðu ^arpi og iýsti því yfir að hann formaður „þjóðbjörgunar- is" og að herinn hefði tekið n til að foröa landinu frá upp- , og borgarastríði. Allt er a j um afdrif Gorbatsjovs og i konu hans en óstaöfestar íir herma að Bóris Jettsín og leiðtogar frjálslyndra hafi > bandteknir. Tblisi í Georgíu berast þær aðstjórn landsins hefur lyst jálfstæði og kveður alla full- i karlmenn til voþnaaðverja ð. Von er á svipaðri yfirlys- frá Armeníu innan tíðar en /irðist sem herinn hafi töghn agldirnar í Lettlandi og Eist- i. Fréttir (rá Vilnu herma aö isbergis forseti sé í felum og ,art sé barisl í öllum helstu »um Uthaens. Sovéskir flóttamenn streyma yí- ir landamærin og er tahð að um tíu búsund manns seu a leiö yfir til Noregs. Finnska strandgæslan hefur ekki við að bjarga Eistlend- ingum sem reynt hafa að komast yf'ir finnska flóann a smakænun . Fullkomiðöngþveititíkirapolsku landamærunum og reyna landa rnæraveröir þar að stugga sem ÍU'ohug' liefur slegið á menn a Vesturlöndum við þessi böindiog sagði George Bush. Bandarik afor seti þessa atburði „hormulega . Hann hefur skipað Bandankjaher að vera í viðbragösstoðu. Von er a vfirlýsingu frá íslensku rikisstjorn- fnni innan tíðar. En við annan ton kveður suður í Bagdag. Saddam Hússein hefur sent Gromov hers- hSgja heillaóskaskeyti og minnir á „sögulega samstoðu íraka og Sovétmanna . Og Fidi l Castro hefur lýst yfir stuðnmgi við valdaránið og sagði i.sjonvar^ ávarpi að gagnsokn sosiahsmans værihafin. Kínverjar eru enn sem komiö er þögulír en talið er að» þeir muni leitá eftir góðu samstarfil við nýju valdhafana. Lokaorð_______________________________________ Vissulega hefur rússneski herinn aldrei leikið sjálfstætt hlutverk í rússneskri sögu. En einu sinni verður allt fyrst. Og viö skulum enda þennan pistil með því að vitna í lokaorð fyrsta bindis ævisögu Trotskis eftir Isaac Deutscher: „The dictator was waiting in the wings.”

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.