Alþýðublaðið - 05.07.1991, Side 2
2
H.WiniliB
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Blaö hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson (í starfsleyfi)
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson
Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson
Setning og umbrot: Leturval sf.
Prentun: Oddi hf.
Eftir lokun skiptiborðs:
Ritstjórn: 625538
Dreifing: 625539
Tæknideild: 620055
Fax: 627019
Jákvæðar
vísbendingar
Viöeyjarstjórnin tók viö afar þungu búi. Fáir draga þaö lengur í efa, nema ef
vera skyldi nokkrir rosknir framsóknarmenn sem halda því fram í daglegum
viðtölum við Tímann, að erfiðleikarnir í efnahagslífinu séu engum að kenna
nema núverandi stjórn. Pólitískt skammtímaminni þeirra er með slíkum ein-
dæmum, að þeir steingleyma, að enn hefur Viðeyjarstjórnin ekki setið nema
tæpa tvo mánuði, og meira að segja þurft að eyða þriðjungi þess tíma í skækla-
tog við menn fortíðar á sumarþingi.
Snjallasta pólitíska leiktjaldasmið íslenskra stjórnmála, fyrrverandi fjármála-
ráðherra, tókst að vísu í kosningunum að bregða upp Pótemkíntjöldum sem
blekktu heila þjóð. Hann náði skamma hríð að telja kjósendum trú um, að allt
væri í stakasta lagi í fjármálum ríkisins. Þau hefðu í raun aldrei staðið betur en
undir hans stjórn. En í byrjun maí svipti Viðeyjarstjórnin leiktjaldasmiðnum fyr-
irvaralítið af stóra sviðinu, og þegar ráðherrann náði ekki lengur að tjasla sam-
an tjöldunum komu gloppurnar undraskjótt í Ijós. Og að baki hinum listilega
máluðu leiktjöldum birtist að lokum veruleikinn — og þar stóö ekki steinn yfir
steini:
Þrátt íyrir stóru orðin um góða stöðu ríkisfjármálanna hafði rekstrarhalli rík-
issjóðs tvöfaldast frá því sem fjárlög gerðu ráö fyrir. Lánsfjárþörf ríkisins hafði
sömuleiðisaukist herfilega, ogþað svoað um það leyti sem málarinn góði gekk
úr ráðuneytinu var hún komin langt umfram gervallan innlendan sparnað. Er-
lend eyðslulán voru þar meö komin á dagskrá, aö tilhlutan Alþýðubandalags-
ins.
Svo herfileg var aökoman að ríkisfjármálunum aö meira að segja fyrrverandi
ráðherrar Framsóknarflokksins höfðu ekki gert sér grein fyrir ástandinu. Hall-
dóri Ásgrímssyni ofbauð svo hvernig hinn leikni leiktjaldasmiður skildi við í
Arnarhváli, að í eldhúsdagsumræðum lýsti hann því skorinort yfir, að ráðherrar
Framsóknarflokksins hefðu ekki gert sér grein fyrir aö viðskilnaður fjármála-
ráðherrans væri jafn slæmur og raun bar vitni.
Viö þessar aðstæöur var hin nýja ríkisstjórn knúin, nauðug viljug, til að gera
erfiðar — og skiljanlega óvinsælar — ráðstafanir í efnahagsmálum. Þaö þurfti
kjark til að gera þær. Það var vitaö fyrirfram, að þær fleyttu með sér óvinsæld-
um. En þær voru eigi að síður framkvæmdar, af því núverandi stjórnarflokkar
sækjast fremur eftir varanlegum árangri en stundarhylli fjöldans.
Viöbrögö stjórnarandstöðunnar voru á eina lund. Aögeröirnar voru dæmdar
rangar, þær voru vondar, og myndu efalítið leiða til þess að verðbólgan færi úr
böndunum. Þar með væri fótum kippt undan veikum efnahag þjóðarinnar.
Það er aö sönnu rétt, að óvinur þjóðarinnar númer eitt, tvö og þrjú er verö-
bólgan. Efnahagslegt heilbrigði okkar stendur og fellur meö því, að ríkisstjórn-
inni takist að hefta viögang hennar. Og þar er líka kominn sá kvarði, sem notað-
ur verður til að mæla, hvort ríkisstjórnin dugar — eða dugar ekki.
Enn er vissulega of fljótt að spá í hvernig niðurstaðan verður, þegar reikning-
unum veröur endanlega lokað. En fyrsta milliuppgjöriö er komiö — Seðlabank-
inn hefur birt spá um þróun verðbólgunnar út árið. Og spá bankans sýnir ein-
faldlega, að ríkisstjórnin virðist vera á réttri leiö, þrátt fyrir hrakspár reikni-
meistara stjórnarandstööunnar.
Seölabankinn telur, að á ársgrundvelli veröi veröbólgan nær hin sama á
þessu ári og í fyrra, eða innan við átta prósent að meðaltali. Meðaltalið segir
hins vegar ekki alla söguna, þvi spá Seölabankans gerir ráð íyrir að í lok ársins
veröi verðbólgan enn minni, eða lægri en fimm prósent.
Gangi þetta eftir, þá er Ijóst, að ríkisstjórnin hefur náð verulegum árangri í
upphafi ferils síns — sem mörgum bölsýnismönnum stjórnarandstöðunnar
kemur væntanlega á óvart.
Sölva Helgasyni tókst að vísu aö reikna barn í konu. En Sólon Islandus var
bersýnilega meiri talnaspekingur en reiknimeistarar stjórnarandstöðunnar,
sem ná ekki að reikna líf í neitt af þeim efnahagsdæmum. sem þeir hafa lagt
fyrir þjóðina til þessa. Þeir mega reikna og reikna, en spá Seðlabankans talar
sínu máli.
Ríkisstjórnin er á réttri leiö.
-ÖS
Póstur og sími óskar
að ráða
Umdæmistæknifræðing til afleysinga,
með þekkingu á veikstraum.
Verður að hafa aðsetur á Akureyri.
Upplýsingar gefur umdæmisstjórinn á
Akureyri í síma: 96-26000.
PÓSTUR OG SÍMI
Föstudaqur 5.júlí1991
FÖSTUDAGSGREIN GUÐMUNDAR EINARSSONAR
REKTORREK
Háskólarektor hefur talað.
Sigmundur Guðbjarnason hef-
ur á undanförnum árum sagt
margt athyglisvert úr ræðustól
á háskólahátíð. Sérstaklega
hafa ummæli hans um Evrópu-
mál vakið athygli.
Og ekki brá hann útaf venjunni
að þessu sinni, því ræða hans frá
29. júní sl. hefur verið á allra vör-
um.
Undir lok hennar taldi hann að
nú væri hafin öld alþjóðahyggju
með auknum viðskiptum, sam-
skiptum og samkennd milli landa.
Þar á meðal taldi hann að aukins
umburðarlyndis gætti gagnvart
sérstöðu og sérkennum þjóða.
Þetta er líklega rétt hjá Sig-
mundi. I okkar heimshluta hefur
alþjóðahyggjan birst okkur m.a. t
þróun EB til aukinna samskipta
innan bandalagsins og samninga-
tilraunum EB og EFTA.
En þar þraut rektorinn umburð-
arlyndi, því með einu handbragði
spyrti hann saman Sovétríkin og
Evrópubandalagið með því að
leggja starfshætti þeirra að jöfnu.
Það er einnig ljóst af máli hans að
ekki treystir hann EB-ríkjum til
„aukins umburðarlyndis gagnvart
sérstöðu og sérkennum þjóða“. Al-
þjóðahyggjan sem hann segir vax-
andi er þá á einhverjum öðrum
stað á jarðarkringlunni.
í Bretlandi er blaðamaður, Pere-
grine Worsthorne, sem er sam-
mála Sigmundi Guðbjarnasyni um
EB. Peregrine minnir stundum dá-
lítiö á Jónas Kristjánsson í vondu
skapi og skrifar í Sunday Tele-
graph, sem er hægra megin við
Magnús Þórðarson, upplýsinga-
stjóra NATO á íslandi. Magnús er
skemmtilegur íhaldsmaður eins
og Margrét Thatcher, sem er sam-
mála þeim Peregrine og Sigmundi
um að í EB sé upprennandi komm-
únismi.
En þeim Peregrine og Margréti
hefur gengið afar illa að telja fólk
í Bretlandi á sitt mál. Margrét
missti raunar forsætisráðuneytið
vegna þessarar afstöðu sinnar.
Margar aðfinnslur andstæðinga
og efasemdarmanna um aðild Is-
lendinga að EES eiga sér ákveðn-
ar forsendur, sem hægt er að
ræða. Þeir segja t.d. að hingað
mundi streyma fólk í leit að vinnu,
fyrirtæki i leit að auðlindum og
fjármagn í leit að ávöxtun og áhrif-
um.
Þetta segja þeir óumflýjanlega
fylgifiska tengslanna við EB vegna
þess að EB-samstarfið byggist á
frelsisþáttunum fjórum, þ.e. að
ekki megi leggja höft á flutning
fólks, vöru, þjónustu og fjármagns
milli ríkja. Þeir segja að EB geri
kröfur um að önnur ríki virði
þessa frelsisþætti í EES-samstarf-
inu og þess vegna muni okkur
stafa háski af.
Gott og vel, þarna eru rök sem
menn geta deiít um.
En samlíking rektorsins milli
stjórnarhátta Sovét og EB er frá-
leit. Enda er hún órökstudd og
ósamboðin hinum glæsilega vís-
indamanni, sem við höfum öll lært
að virða. Hún er líka ósamboðin
hinu virðulega embætti og tilefn-
inu, háskólahátíð 1991.
Ef lagður er saman málflutning-
ur efasamdarmanna í heild sést að
hann er harla ósamstæður. Hvern-
ig má það t.d. vera að okkur sé í
senn ógnað af frelsiskröfum í anda
EB og forsjárhyggjunni í anda Sov-
ét?
Hér þarf augljóslega betri kynn-
ingu á málinu öllu. Sú upplýsing
þarf að ná til þjóðarinnar allrar,
lærðra og leikra. Ekki síður
lærðra. Þá fækkar vonandi tor-
meltum ræðum á borð við ræðu
rektors, rektorræðum.
Dr. Sigmundur í hópi erlendra doktora — hann teiur að EB sé upprennandi
kommúnistakerfi
Vardberg um 50 ára stjórnmálasamband við Bandaríkin
Mikilvægur áfangi í
iok sjálfstæðisbaráttu
Ástkær eiginkona mín
Þóra Sveinsdóttir
Funafold 59, Reykjavfk
andaðist aðfaranótt 2. júlí á Landspítalanum.
Útförin fer fram í Dómkirkjunni 9. júlí kl. 10.30.
Fyrir hönd barna okkar og annarra aðstandenda.
Hákon Hákonarson
Varðberg sendi frá sér
stjórnarályktun í gær þar sem
minnst er hálfrar aldar stjórn-
málasambands við Bandarík-
in, sem hafi verið mikilvægur
áfangi á lokastigum sjálfstæð-
isbaráttu þjóðarinnar. Þá er
minnt á að hálf öld er liðin frá
því að herverndarsamningur-
inn milli Islands, Bretlands og
Bandaríkjanna var gerður.
„Með honum var öryggi ís-
lands tryggt í síðari heims-
styrjöldinni og á fyrstu árun-
um eftir hana,“ segir í ályktun-
inni. Þá er minnt á 40 ára af-
mæli veru landsins í NATO.
,,Hrun kommúnismans, frelsi
þjóðanna í Mið- og Austur-Evrópu
og breytingar á stjórnskipan og
stjórnarháttum í Sovétríkjunum
breyta engu um mikilvægi þeirra
ákvarðana, sem íslendingar tóku
fyrir hálfri öld eða fjörutíu árum til
að tryggja öryggishagsmuni sína.
Enn sem fyrr er nauðsynlegt að
gæta þessara hagsmuna, og það
verður áfram best gert í nánu sam-
starfi við vinaþjóð eins og Banda-
ríkjamenn og innan vébanda Atl-
antshafsbandalagsins. Samhliöa
því þurfa íslendingar að vera virk-
ir þátttakendur í samstarfi Evr-
ópuþjóða og skipa sér þann sess í
evrópskri samvinnu, sem sam-
ræmist stjórnmálalegum og efna-
hagslegum hagsmunum þeirra,"
segir í stjórnarályktuninni.
Ennfremur segir að kommúnist-
ar hafi reynst hafa haft rangt fyrir
sér um áhrif aðildar að NATO á ís-
lenskt þjóðlíf og íslenska þjóðar-
hagsmuni, þegar þeir unnu gegn
aðild að varnarbandalaginu á sín-
um tíma. Sagan sanni þetta. Nú sé
samstaðan um grundvallarstefn-
una í íslenskum öryggismálum
meiri en nokkru sinni frá því hún
var mótuð.
Dr. Manfred Wörner, fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbanda-
lagsins, er væntanlegur í heim-
sókn til Reykjavíkur í næstu viku
og mun hann halda fyrirlestur hjá
Varðbergi, samtökum um vest-
ræna samvinnu. í Súlnasal Hótels
Sögu á föstudaginn kl. 16.30.