Alþýðublaðið - 23.07.1991, Side 1

Alþýðublaðið - 23.07.1991, Side 1
Útgefendur bókar um lyfiaverð LÆKNAR ALMENNT FÁ- FRÖÐIR UM LYFJAVERÐ - álagningarkerfi apótekanna löngn gengið sér til húðar STRAUMNESID HREINSAÐ í gær hófu björgunarsveitarmenn á Vestfjörðum að taka til á Straumnesfjalii þar sem bandaríski herinn rak ratsjárstöðvar til 1960. Bandarískar risaþyriur voru notaðar til að flytja stórvirkar vinnuvélar upp á fjallið. Þeir Eiður Guðnason umhverfisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra fóru vestur til að fylgjast með framkvæmdunum og virða hér fyrir sér útsýnið af Straumnesfjallinu með eina af risaþyrlunum í baksýn. Myndina tók Sigurjón J. Sigurðsson, Bæjarins besta, ísafirði. • • / Olvunarakstur algengastur á Islandi Læknar almennt eru af- ar fáfróðir um Iyfjaverð að sögn Magnúsar Jóhanns- sonar prófessors. Magnús sagði ennfremur á blaða- mannafundi í tilefni af út- komu bókar um Iyfjaverð, að hann væri þeirrar skoð- unar áð álagningarkerfi það sem verið hefur við lýði hjá apótekunum væri fyrir löngu úr sér gengiö. Útgefendur þessarar nauð- synlegu bókar héldu því enn- fremur fram á fundinum að allt benti til þess að allnokk- uð væri um að fólk fleygði lyfjum fyrir umtalsvert fé á ári hverju. Bestukaupalistinn svo- nefndi var gagnrýndur af út- gefendum bókarinnar á fundi með blaðamönnum. Þeir segja óvarlegt að fylgja hon- um í blindni, yfirvöld verði að treysta læknum, jafnvel þótt það sé staðreynd að obbinn af íslenskum læknum er afar fáfróður um verðlagningu lyfja. Bent var á að oft gleym- ist það í umræðunni að lyfja- notkun, svo kostnaðarsöm sem hún getur orðið, getur orðið til þess að draga úr stærri og dýrari aðgerðum, sem framkvæma þarf á sjúkrahúsum. í þessu sam- bandi nefndu þeir að hér á landi væri minna um upp- skurði vegna ýmissa sjúk- dóma en tíðkast í ýmsum ná- grannalöndum okkar. Þetta mætti m.a. rekja til þess að hér hafa verið notuð betri lyf. Bókina Lyfjaverð skrifa þeir Helgi Kristbjarnarson læknir, Bessi Gíslason lyfja- fræðingur og Magnús Jó- hannsson prófessor. Aðstand: endur bókarinnar sögðu að almenningur gæti helst stuðl- að að sparnaði með réttri notkun og hófsemi og með því að gera sér grein fyrir því að réttur skammtur lyfs er minnsta magn sem gerir fullt gagn. FJÖLMIÐLAHASAR Sighvatur Björgvinsson segir að fréttir ýmissa fjölmiðla af lyfjamálinu séu æsifréttir, þegar baksvið „fréttanná' er skoðað nánar. — SJÁ BLS. 3 Neyðarástand á gjörgæsludeildum Kemur til m.a. vegna tíðra umferðarslysa á síðustu vikum segir Olafur Ólafsson landlœknir Ástand gjörgæsludeilda höfuðborgarinnar er þannig ad eitt alvarlegt siys myndi setja allt úr skorðum, segir Ólafur Ól- afsson landlæknir. Heil- brigðisyfirvöld í Reykja- vík eru áhyggjufull vegna neyðarástands sem skap- ast hefur á spítölum borg- arinnar m.a. vegna tíðra slysa á síðustu vikum. Þórarinn Ólafsson, yfir- læknir á . gjörgæsludeild Landspítalans, segir að allur mannskapur og tæki séu full- nýtt og fresta hafi þurft að- kallandi aðgerðum vegna skorts á starfsfólki og tækj- um. Alvarlegustu meiðslin sem íslenskir læknar þurfa að fást við og þau algengustu eru þau sem verða í umferðinni. Það er einkum ungt fólk sem lendir í þessum slysum og slysatíðni er hærri hér á landi en þekkist í öðrum löndum. Þessar upplýsingar komu fram á fréttamannafundi sem landlæknir boðaði, til að kynna m.a. viðbúnað sjúkra- húsanna vegna slysaöldu sem gengið hefur yfir að und- anförnu. Þá kom og fram að hvergi í heiminum eru teknir eins margir grunaðir um ölv- un við akstur og á íslandi, þegar öivun og akstur eru mæld miðað við 100 milljón ekna kílómetra. Tæplega 200 fslendingar eru teknir grunaðir um ölvun en í Frakklandi er þetta sama hlutfall um 20 tilfelli á hverja 100 milljón ekna kólómetra. í Svíþjóð, Noregi, á írlandi og í Kanada er þetta hlutfall um 40 tilfelli, í Danmörku um 50, í Finnlandi um 90 og Banda- ríkjamenn komast næst ís- lendingum með 170 tilfelli á hverja 100 milljón ekna kíló- metra. Þá kom og fram að öflugt Iögreglueftirlit virðist draga verulega úr ölvunarslysum í umferð. Jafnframt kom fram að slysatíðni ungra öku- manna er hærri á Islandi en þekkist í nokkru öðru landi. Landlæknir segir að það sé fyrst og fremst aukið forvarn- arstaf sem geti breytt þessu ástandi og bendir á að á árun- um 1968 og 1983, þegar sér- stök áhersla var lögð öflugt áróðursstarf fyrir bættri um- ferð hafi stórlega dregið úr slysum. Fram kom í máli Brynjólfs Mogensen að slysakostnaður á íslandi árið 1987 hefði num- ið rúmum sjö milljörðum. í læknishjálp fóru um 150 milljónir, í sjúkravist um 650, í slysabætur 1.500 og í eigna- bætur meira en 5.000 millj- ónir. Brynjólfur sagði að á sama tíma hefði aðeins nokkrum milljónum verið veitt í forvarnarstarf. RITSTJÓRN © 625566 - 625538 • FAX 627019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR © 625566

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.