Alþýðublaðið - 06.09.1991, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.09.1991, Blaðsíða 1
ÞREFALDUR1. vinningur Kratar samþykkja fíárlagarammann Þrír þingmenn með fyrirvara um skólagjöld Þingflokkur Alþýðu- flokksins hefur samþykkt þann fjárlagaramma sem samkomulag náðist um á ríkisstjórnarfundi fyrr í vikunni. Jóhanna Sigurð- ardóttir varaformaður Al- þýðuflokksins sem taldi sig ekki bundna af sam- komulaginu í rikisstjórn- inni hefur nú fallist á það. Nokkrir þingmenn Al- þýðuflokksins gerðú þó fyrirvarða varðandi skóla- gjöld. Össur Skarphéöinsson þingflokksformaður Alþýöu- flokksins sagöi viö Alþýöu- blaðið í gær að þrír þing- menn flokksins hefðu gert bókun við afgreiðslu fjárlaga- rammans. Þeir hafi þar lýst því yfir að þeir gætu ekki staðið að þeim þætti fjárlaga- tillagna sem gerði formlega ráð fyrir skólagjöldum á tekjuhliö fjárlaga. ,,Auk þess áskyldum við okkur rétt til leggja fram á Alþingi breyt- ingar á lögum sem komi tryggilega í veg fyrir að námsgjöld verði ekki í ríkari mæli en nú tíðkast látin standa undir rekstri skóla," sagði Össur. Að öðru leyti ríkir sátt um niðurstöðuna í þingflokki Al- þýðuflokksins sagði Össur. Össur Skarphéðinsson, for- maður þingflokks Alþýðu- flokksins segir sátt ríki um niðurstöðu fjárlagaramm- anns í þingflokknum Hann kvaðst vænta þess aö þessi fyrirvari þingmanna Al- þýðuflokksins yrði til þess að Sjálfstæðisflokkurinn sæi til þess að skólagjöld verði ekki tekinn inn í tekjuhlið fjárlag- anna. Deilurnar um skólagjöld- inn hafa ekki snúist um upp- hæðir heldur hvort rétt væri að samþykkja þau formlega sem tekjupóst á fjárlögum til rekstrar skólunum. Að því er blaðið hefur fregnað voru það auk Össurar þingmenn- irnir Rannveig Guðmunds- dóttir og Sigbjörn Gunnars- son sem geröu fyrirvara varðandi skólagjöldin. A putianum norður Þessi ungi maður frá eystri hluta Þýskalands lét það ekki fara á milli mála hvert för hans væri heitið svo bílar á leið í Mosfellsbæ væru ekki að ómaka sig við að taka hann uppí. Færri forstjóra - fleira fólk í vinnu Jafnaðarmenn í Noregi œtla sér að vinna Osló úr höndum borgaraflokk- anna í kosningunum um helgina — Það má spara med því að fækka toppum í bæjar- félaginu og senda reikn- ingana fyrr út af borgar- skrifstofunum, segir Ann-Marit Sæbönes, fram- bjóðandi Verkamanna- flokksins í Noregi til for- seta borgarstjórnarinnar í Osló. Borgaraflokkarnir hafa lagt niður skóla og fækkað ieguplássum á sjúkrahúsum og á barna- heimilum frá því þeir tóku völdin fyrir fjórum árum. Kratar eru ósáttir við þetta og ætla sér að vinna Osló úr höndum borgara í sveitarstjórnarkosning- unum, sem fara f ram í Nor- egi á mánudag. Ann-Marit vill skera niður stjórnunarkostnað. Bætt stjórnun og minna bruðl er lyfið sem jafnaðarmenn munu gefa. Reikningar eru sendir of seint út. — Það tekur frá einum og upp í sex mánuði að koma þeini út af bæjarskrifstofun- um til þeirra sem eiga að borga. Miiljaröur fengist í borgarsjóð ef betur væri haldið á innheimtu. Tveir milljarðar eru á næsta leiti ef birgðir eru við hæfi og ef borgin nýtir sér þá yfirburði að vera stórneytandi. Þá stendur húsnæði autt sem vel má nýta handa húsnæöis- lausum. segir Ann-Marit. Reikningana fyrr út af borgar- skrifstofunum, er meðal þeirra ráða sem Ann-Marit, væntan- legur forseti borgarstjórnar Oslóar, ætlar aö beita. Samtals telja jafnaðarmenn sig geta sparað 350 millj. norskar krónur eða um 3,5 milljarða ísl. kr. með því að halda rétt á spöðunum í Osló. Sú sem á að halda utan um allt er Ann-Marit, sem líkleg- ast er að setjist i forsetastól borgarstjórnar Oslóar eftir helgina. Þó að kosningarnar í Nor- egi séu til sveitarstjórna hafa landsmálin og heimsmálin áhrif. Gro forsætisráðherra hefur verið á yfirreið fyrir jafnaðarmenn. Sigri Verka- mannaflokkurinn á mánudag er það óbeinn stuðningur við ríkisstjórn Gro og stefnu hennar í Evrópumálunum. Eimskip áfullum dampi Eigið fé vex um milljarð Hagnaður Eimskips og dótturfélaga þess var 265 milijónir fyrri helming ársins og í lok júní var munur eigna og skulda 4.240 milljónir króna. Eig- ið fé var þannig einum milljarði króna hærra á miðjuári 1991 en þaðvar á sama tíma í fyrra. Halldór H. Jónsson, stjórn- arformaður Eimskips, segir að miklir flutnigar í áætlunar- siglingum og góð nýting skipastólsins hafi myndaö hagstætt rekstrarumítverfi. Rekstrargjöld voru um 200 milljónir króna að jafnaöi á dag en rekstrartekjur 4.130 milljónir króna, eða um 11% hærri en gjöldin. Starfsmönn- um hafði fjölgað um 105 frá því í fyrra, en sú fjölgun varð aðallega vegna kaupa fyrir- tækisins á umboðs- og flutn- ingafyrirtæki í Bretlandi og að skrifstofur voru opnaðar í Eæreyjum og á Nýfundna- landi. Hagnaður Eimskips fyrir skatt var 442 milljónir króna en hagnaður eftir skatt varð 265 milljónir króna. Forráöa- menn skipafélagsins gera ráð fyrir að hagnaöurinn eftir skatt veröi um 400 milljónir á árinu 1991 samanboriö viö 341 milljón króna í fyrra. Fimmta árið í röð án hagvaxtar - segir í dlyktun framkvœmdcistjórnar Vinnuveitendasambandsins Hlutur ríkis og sveitarfé- laga ■' íslensku atvinnulífi hefur vaxið óðfluga á liðn- um árum samtímis því að hlutur atvinnuveganna hefur dregist saman, segir m.a. í ályktun sem fram- kvæmdastjórnarfundur Vinnuveitendasambands- ins sendi frá sér í gær. Jafnframt segir að frá ár- inu 1987 hafi umsvif ríkis- sjóðs aukist um 23% en verðmætasköpun í land- inu á sama tíma dregist saman um 3,5%. I ályktuninni segir að opin- berum starfsmönnum hafi fjölgaö en störfum á almenn- um vinnumarkaði fækkaö. Þá segir að fyrirsjáanlegur aflasamdráttur á næsta ári muni valda því að allt að 1.500 færri störf verði í boði í tengslum við sjávarútveginn. Framkvæmdastjórnarfund- urinn lýsir yfir áhyggjum vegna vaxtastefnunnar og segir að gríðarleg lánsfjáreft- irspurn ríkissjóös og opin- berra sjóða, einkum húsnæð- iskerfisins, hafi knúið svo fram hækkun raunvaxta að engin von sé lengur til ný- sköpunar í atvinnulífinu. Þá segir að fimmta áriö í röð stefni í efnahagslíf án hagvaxtar, en á þessum tíma hafi hið opinbera stækkað hlut sinn og á þessu ári stefni vöxtur ríkisumsvifa í að verða meiri en nokkru sinni fyrr. Vinnuveitendur segjast ekki sjá fram á nein teikn þess að raunvextir lækki á næstu mánuðum nema ríkis- sjóður dragi stórlega úr iáns- fjárþörf. Því þurfi að taka ákvarðanir sem minnki fram- boð ríkistryggðra skulda- bréfa og beinast liggi viö að endurskoða reglur um hús- bréf, bæði hvað varöar upp- hæðir þeirra og rétt einstakra aðila til að fá slík bréf. I lok ályktunarinnar segir að vegna fyrirsjáanlegs sam- dráttar í hagkerfinu og minnkandi atvinnu og einka- neyslu hljóti atvinnulífið að gera þá kröfu til ríkisvaldsins, að það gefi undirstöðum vel- ferðarkerfisins, atvinnulífinu í landinu, svigrúm og dragi stórlega úr lántökuþörf ríkis- sjóðs, húsnæðiskerfis og ann- arra opinberra aðila og það án skattahækkana.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.