Alþýðublaðið - 06.09.1991, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.09.1991, Blaðsíða 3
Föstudaqur 6. september 1991 IMfll IfiLVSIVÍil R 3 Sveinbjörn Bjömsson, hinn nýi háskólarektor, ávarpar gesti. I baksýn má sjá Sigmund Guðbjarnason, fráfarandi rektor og eiginkonu hans. Útboð Kjalvegur um Gullfoss Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í iagningu 2,0 km kafla á Kjalvegi um Gullfoss í Árnessýslu. Fyllingar og burðarlag 13.000 m3. Verki skal að fullu lokið 15. júní 1992. , 1 Utboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og í Borgartúni 5 (aðalgjaldkera) Reykjavík frá og með 9. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 16. september 1991. Vegamálastjóri. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Siðumúla 39 — 108 Reykjavík — Sími 678500 meðf erða rf ul Itr ú i Þekklnff er auðlind Rektorsskipti við Háskóla Islands „Enda þótt auðlindir náttúru hafi veitt mörgum þjóðum drjúga búbót er mönnum nú orð- ið Ijóst að helsta auðlind hvers nútímaþjóðfélags er fólgin í mannauði þess og þjálfun hans til nýsköpunar,“ sagði Svein- björn Björnsson, sem í gær tók við embætti háskólarektors, m.a. í stefnuræðu sinni. Svein- björn tekur við embætti af Sig- mundi Guðbjarnasyni, sem hef- ur gegnt því frá árinu 1985. í stefnuræðu sinn gerði Svein- björn grein fyrir sjónarmiðum sín- um varðandi þýðingu rannsóknar- starfa og háskólamenntunar al- mennt og sagði: ..Hér á landi virðist skilningur á þessu enn eiga langt í land. Brjóstvitið hefur löngum þótt traustari grunnur en löng skóla- ganga. Frekar hefur verið rætt unr hættu á offjölgun háskólamanna en skort á þeim og atvinnuvegir okkar hafa veriö svo fábreyttir að þeir hafa ekki getaö nýtt sér háskólameiintaö fólk nema í takmörkuðum niæli. Störf fyrir háskólamenn hefur helst verið að finna í opinberum stofnun- um og á seinni árum í margvíslegri þjónustu. A síðasta hausti voru boðuð nokk- ur sinnaskipti í þessu máli með vís- inda- og tæknistefnu ríkisstjórnar- innar. Þar var því heitið að stefnt yrði að þróun þjóöfélagssem byggði á vísindalegri þekkingu og tækni í stað einhliða sóknar í auölindir lands og sjávar." F.ftir inngang og a.l- menna umfjöllun um gildi vísinda- rannsókna og verkefni Háskólans í samfélaginu sagði rektor: „Eftir þessi almennu orð um mannauö. þekkingu og hlutverk Háskólans hlýt ég að fara nokkrum orðum um þá stefnu sem Háskólinn ætti að setja sér til næstu ára. Kevndar er erfitt að festa hugann við þessa framtíðarsýn. þegar upp hrannast þau óveðursský sem móta almenna umræðu þessa dagana. Háskólinn skilur mætavel þá erfið- leika sem við er að glíma í ríkisfjár- málum. Hann væntir einnig skiln- ings stjórnvalda á aö þörf þjóöarinn- ar fvrir háskólamenntun fer ört vax- andi og Háskólinn er því í hröðuni ve.xti og mótun. Skólinn hefur revndar gengiö á undan með góðu fordæmi og getaö meö hagræðingu og sparnaði í rekst ri bætt við sig (500 nemendum. eða sem nemur heilum framhaldsskóla. án þess að raun- gildi fjárveitinga til Háskólans hafi vaxið undanfarin fjögur ár." Ekki lengra komist í hagræðingu Háskólarektor sagði að tæplega yrði komist lengra í almennri hag- ræðingu og frekari niðurskurður á fjárveitingum hlyti því að leiða til takmörkunar þeirrar kennslu sem boðin er eða takmörkunar á fjölda nemenda sem teknir eru til náms. ..Hvort tveggja mundi beina nem- endum til annarra landa til náms og auka byrði Lánasjóðs námsmanna. I umræðum þingflokka um væntan- leg fjárlög hefur komið fram tillaga um skólagjöld sem lögð yrðu á nem- endur til aö mæta skertum rekstrar- fjárveitingum til Háskólans. Háskól- inn telur ekki ráðlegt að fara inn á þessa braut til að ná endum saman í rekstri skólans. Keynslan af slíkum gjöldum er að þau fara hækkandi með tíma og geta oröiö veruleg hindrun fyrir efna minni stúdenta og barnmargar fjölskyldur. Kkki er að svo stöddu Ijóst hvort Lánasjóður námsmanna mundi lána fyrir þess- um gjöldum. þar sem einnig er rætt um verulega skeröingu á ráðstöfun- arfé hans. í þeim Evrópulöndum sem við skiptum mest við tíökast yf- irleitt ekki eiginleg skólagjöld í rík- isskólum. nema i nokkrum tilvikum fyrir erlenda stúdenta. Kf skólagjöld eru reiknuð á heimamenn kemur jafnan á móti hærri styrkur eða námslán frá ríki eða sveitarfélagi. Þessar þjóðir skilja að háskólanám er ekki munaöur velferðarþjóðfé- lags heldur ein af mikilvægustu for- sendum þess. Háskólinn væntirþess að Alþingi og stjórnvöld marki stefnu með framsýni í huga þrátt fvrir tímabundna erfiðleika í ríkis- fjármálum." Kektor kom víða við í ræðu sinni og fjallaði m.a. um bætt launakjör háskólakennara. sem hann taldi for- sendu þess að hinir hæfustu fengust til starfa. Þá vék hann að nauösyn aukinnar þekkingarmiðlunar til al- mennings og þýðingu þess að lirað- að vröi framkvæmdum við bygg- ingu Þjóöarbókhlööunnar. svo fátt eitt sé nefnt. Háskóli íslands og fullveidi þjóðarinnar andi rektor, kom víða við í ræðu sinni og sagði m.a.: „Við lifum nú á örlagatímum þegar þjóðin er ugg- andi um framtíðina, um stjórnmála- legt. efnahagslegt og menningar- legt sjálfstæöi sitt og um innri gerð þjóðfélagsins. Við upplifum nú örar breytingar i íslensku samfélagi, vax- andi misskiptingu þjóðartekna og þar við bætist ótti við þverrandi þjónustu velferðarkerfisins, sem mun auka enn á aðstöðumun ríkra og fátækra í landinu." Sigmundur sagöi að þótt hagfræö- ingar samtímans væru ekki ýkja bjartsýnir um þessar mundir væri ástæðulaust aö óttast framtíöina, því við ættum enn auölindir okkar, fiskimið, orkulindir, óspillta náttúru ; og góða almenna menntun. „Kn við þurfum sem þjóð vissulega aö vinna markvissar og skilgreina markmiö okkar og leiöir betur en áður og taka þá smærri skref ef þurfa bykir til að hrasa síöur á grýttri leiö at- vinnuþróunar. H áskólasamfélagiö hefur verið samstiga og einhuga um aö styrkja starf sitt. getu. gæði og af- köst. Meö markvissu vinnulagi hef- ur okkur miðað vel á veg. Káð væri að forystumenn fy rirtækja og stofn- ana nýttu sér á svipaðan hátt lið- tæka sérfræðinga Háskólans við uppbyggingu og þróun nýrra at- vinnuvega. Kf íslenska þjóðin glatar fullveldi sínu þá munu síðari kynslóðir spyrja: Hvað gerði Háskóli Islands á þeim örlagatímum? Hvað gerði Há- skólinn til að efla efnahagslegt sjálf- stæði þjóöarinnar og hvernig vildi hann styrkja menningarlegt og stjórnmálalegt sjálfstæði hennar? A næstu árum mun reyna á okkur, dug okkar og dirfsku, sjálfstraust og sjálfsaga, jrví mikið er í húfi. Við veröum að vinna að því að treysta þá þræði sem íslenskt samfélag er ofið úr. Þann vefnaö viljum við styrkja og varöveita, en Háskóli Is- lands er einn af vefstólunum. Há- skólinn hefur það hlutverk aö bæta lífið i landinu með menntun lands- manna og með jrví að virkja vísindi og tækni í þeirra þágu. Þess ber að gæta aö Háskóli íslands, bæði kenn- arar og stúdentar, verði í farar- broddi í baráttu fyrir varöveislu frelsis og fullveldis íslensku þjóðar- innar í framtíðinni," sagöi Sigmund- ur Guðbjarnason. fráfarandi há- skólarektor. Fjölskylduheimili fatlaöra barna, Akurgeröi 20, ósk- ar eftir aö ráöa þroskaþjálfa og meöferöarfulltrúa. Æskilegt er aö umsækjandi hafi reynslu af starfi með fötluðum börnum. Um er aö ræöa 90% starf, dag-, kvöld- og helgar- vaktir og 35% starf viö seinnipartsvaktir. Nánari upplýsingar veitir forstööumaður í síma 681311 og 21682. Umsóknarfrestur er til 20. september nk. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Síöumúla 39, á umsóknareyðu- blöðum sem þar fást. Forval Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. bygginga- deildar borgarverkfræðings, óskar eftir umsóknum verktaka, sem hefðu áhuga á að hanna og byggja loftræstikerfi í íþróttamiðstöð í Grafarvogi. Forvalsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík. Þeir verktakarsem áhuga hafa leggi inn upplýsingar svk. forvalsgögnum fyrir miðvikudaginn 11. sept- ember 1991, kl. 16.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 F.U.J. Aðalfundur Félags ungra jafnaöarmanna í Reykja- vík verður haldinn kl. 20.30 föstudaginn 27. septem- ber 1991 í Rósinni Hverfisgötu 8—10. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnin. Sjóstangaveiðiferð F.U.J. F.U.J. félagar! Félag ungra jafnaöarmanna í Reykjavík stendurfyrir sjóstangaveiöi laugardaginn 14. september. Farið veröurfrá Reykjavíkurhöfn kl. 14.00 meö m/s ÁRNESI (gamla flóabátnum Baldri). Félagar hringið í Dóru á skrifstofu flokksins s. 91-29244 eða Gylfa s. 91-689778 og látið munstra ykkur á dallinn. Þátttökugjald kr. 3.000. Innifalið í veröi erferöin með bátnum og leiga á sjóstöng. ATH! Takmarkað pláss um borð. Stjórnin. Sigmundur (íuðbjarnason. fráfar-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.