Alþýðublaðið - 11.10.1991, Page 2

Alþýðublaðið - 11.10.1991, Page 2
FÖSTUDAGSGREIN GUÐMUNDAR EINARSSONAR MÞYÐUBLMÐ HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson (f starfsleyfi) Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Steindór Karvelsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn: 625538 Dreifing: 625539 Tæknideild: 620055 Fax: 627019 Föstudaqur 11. október 1991 Viljum við búa fátæk í faðmi fortíðarinnar? til altra átta Talsvert hefur borið á bölmóð oi» svartsýni meðal stjórnmála- manna og atvinnurekenda að undanförnu svo að almenningi finnst nóg um. Eru samningar framundan? En íslendingar eru með eindæmum bjartsýnir og kjarkmiklir þannig að þeim fallast ekki hendur. Vissulega eru ýmis óveðursský á lofti. Illa horfir í efnahagslífi þjóðarinnar og útlitið í fiskveiðum slæmt. Þá hefur þjóðin um langan tíma verið að safna skuldum erlendis, sem ein- hvern tímann þarf væntanlega að borga. Sé hins vegar litið á þá möguleika sem bjóðast til bættrar afkomu þjóðarinnar þarf ekki að örvænta. Ýmiss konar bruðl og óhagræðing hafa viðgengist í hagkerfi okkar og með því einu að koma í veg fyrir slíkt má bæta verulega afkomu þjóðarinnar. Þjóðin verður hins vegar að gera upp við sig hvort hún vill búa fátæk í faðmi fortíðar eða sækja fram til betri efnahagslegrar afkomu í síbreytilegum heimi. Hér á öldum áður gekk þjóöinni afar illa að brauðfæða sig á sauðkindinni og enn er hún velmegun þjóöarinnar til trafala. Það var ekki fyrr en meö stóraukinni sjósókn að þjóðin fór að rétta úr kútnum og hefur sjávarfang öðru fremur lagt grunninn að þeirri velmegun sem hún býr viö í dag. Þrátt fyrir að þurft hafi að takmarka ásókn í fiskstofnana við landiö verulega má með breyttri skipan fá meira verðmæti fyrir þessa auölind okkar en við fáum í dag. Þá býr þjóðin yfir gnægð óbeislaðrar orku í fall- vötnum landsins, sem getur malað henni gull sé viljinn til að nýta þá orku fyrir hendi. íslendingar standa nú frammi fyrir að velja á milli fátæktar með óbreyttri skipan atvinnumála, sem byggir á gömlum heföum í skjóli hagsmunagæsluhópa annars vegar, eða aukinnar hagsældar og framfara með opnun hagkerfisins inn á við og út á við hins vegar. Hugur flestra er blandinn raunsæi og rómantík og þannig á það að vera. Annars vegar blundar skáldið í mönnum sem vilja sitja við gamla fossinn ósnortinn og yrkja honum lofkvæöi en hins vegar draumur um meiri kaupmátt, hærri laun og aukin ver- aidleg gæði sem krefst virkjunar fallvatnsins. Menn eru sælir meðan þeir þurfa ekki að velja á milli. Nú er hins vegar svo kom- ið að hver og einn verður að taka afstöðu til ýmissa lykilþátta um hvernig við viljum lifa og hvers konar þjóðfélag við viljum byggja. Erum við tilbúin að greiða hæsta matvælaverö í heimi til að viðhalda byggð og bændum í óbreyttu horfi? Ætlum við að halda úti útgerð þar sem aðeins má róa á annaö borð því kvótinn er búinn á hinu? Viljum við láta orku fallvatnanna falla óbeislaöa til sjávar af því að nýtingu hennar fylgir „mannfjandsamlegur" iðnaður. Ekki viljum við vera einhver vélmenni í verksmiöju eða hvað? Er ekki fallegra að vera „frjáls bóndi" starfandi úti í iða- grænni náttúrunni með nið aldanna leikandi um öll vit? Þrátt fyr- ir allt neikvætt tal um stóriðnað og kjarabaráttu suöur í Straums- vík hafa fáir vinnustaðir þótt eftirsóknarverðari en ÍSAL. Hvar svafst þú aðfaranótt sunnudags? Fluggjaldadeilan milli SAS og Flugleiða hefur tekið á sig mjög undarlega mynd. Ekki virð- ist vera deilt um upphæð fargjalda heldur svefnvenjur landans. Sl. laugardag segir Morgunblað- ið: „Samgönguráðuneytið hafnaði í gær beiðni SAS um sex nátta far- gjald til Norðurlanda á sama verði og Flugleiðir bjóða fyrir þriggja nátta helgarferðir. Birgir Þorgeirs- son, ferðamálastjóri og formaður flugeftirlitsnefndar, segir að for- dæmi sé fyrir fjögurra nátta helg- arferðum og hefði nefndin verið tilbúin til að heimila þær. Ferð yfir sex nætur er nýtt fyrirbrigði og myndi ná til stórs hluta utanlands- ferða landsmanna á þessum flug- leiðum, sagði Birgir." Á þriðjudaginn var komið eitt- hvert sáttahljóð í málið. Þá segir Morgunblaðið: „Sömgönguráðu- neytið hefur að tillögu flugeftirlits- nefndar ákveðið að heimila SAS féiaginu að bjóða fjögurra nátta og fimm daga fargjald til Norður- landa á sama verði og Flugleiðir bjóða þriggja nátta og fjögurra dajja helgarferðir." I fréttaflutningi af þessari deilu kom líka fram hversu mikilvægt var að fólk svæfi í útlöndum að- faranótt sunnudags. Þannig er hægt að fá miklu ódýrari ferðir ef maður sefur ekki heima hjá sér að- faranótt sunnudags. Þá er nú alltaf verið að tala um að fjölskyldan eigi undir högg að sækja. Ég verð að segja að það er hreint ekki til að styrkja fjöl- skylduböndin að flugfélög skuli á þennan hátt hvetja til þess að fólk sé ekki heima hjá sér um helgar. Það er líka alveg ósvarað þeirri grundvallarspurningu hvers vegna kostar minna að flytja fólk til útlanda og aftur heim ef það sef- ur í útlöndum einhverja tiltekna nótt. Þetta stríð um nætursvefninn er kjánalegt, því í einfeldni sinni gæti maður haldið að það kostaði jafnmikið að fljúga með mann, hvort sem hann er úthvíldur eða ósofinn. En sú er ekki raunin. Það verður dýrara að fljúga eftir því sem mað- ur sefur fleiri nætur að heiman, nema ef síðasta nóttin er aðfara- nótt sunnudags. Hvað með þá sem fara út og halda áfram að skemmta sér allan sólarhringinn? Það er þó gott að vita að ennþá skiptir ekki máli hvað menn gera á daginn. Öll elskum við Flugieiðir, en ég þekki marga sem eru orðnir flug- ieiðir á því að tilraunum sem gætu lækkað flugkostnað landsmanna sé hafnað því það hentar ekki hagsmunum fyrirtækisins. Og samgönguráðuneytið virðist lita á landsmenn sem hjörð, sem tiltekið fyrirtæki njóti sérstakrar aðstöðu til að nytja. Rökin til stuðnings fyrirkomulaginu eru þau að það sé hjörðinni til hags- bóta. Þetta eru auðvitað röksemdir sem ætíð hafa verið notaðar til stuðnings einokunarstöðu, hvort sem hún er á hendi einkaaðila eða hins opinbera. Málsvarar Flug- leiða eru snarpir menn, sem mað- ur hefur trú á að gætu rekið fyrir- tæki sitt í almennri, opinni sam- keppni. FLUGLEIDIR — eru hinir snörpu talsmenn félagsins að tapa stríðinu um nætursvefninn? Hvað kostar soðningin? Utcmborgarmenn fá ódýrari fisk Þess hefur talsvert i»ætt að menn lei»i»i fagurfræöilegt mat á at- vinnustarfsemi hér á landi. Þei»ar upp er staðiö vilja menn hins vegar vinna þar sem best er borgað að jafnaði. Ýmsir hafa þá trú að Islendinga bíði glæstust framtíð með því að virkja hugvitið. Það mengar ekkert og á það þarf engan hreinsibúnað. Sennilega vantar bara rétta markaðssetningu fyrir þaö eins og svo margt annað sem við viljum selja en getum ekki selt. Það er hins vegar ekki loku fyrir það skotið að viö getum virkjað og markaðssett hyggjuvit þjóðarinnar eftir að við höfum fengiö hagnýta reynslu af virkjum fallvatnanna og markaðssetningu raforkunnar sem þannig fæst. — TH - og þar munar talsvert miklu, segir könnun Verðlagsstofnunar Medalverð á nýjum fiski hefur hækkað um 4% á einu ári, segir Verðlagsstofnun. Stofnunin kannaði verð á fiski til neytenda í 21 fiskbúð og í 22 matvöru- verslunum á höfuðborgarsvæð- inu. Á sama tíma var verðlag kannað í tveimur fiskbúðum og 19 matvörubúðum utan höfuð- borgarsvæðisins. í Ijós kom að utanbæjarmenn njóta sann- gjarnara verðs á soðningunni en höfuðborgarbúinn. Fram kom í könnuninni að verð- munur getur verið ótrúlega mikill á nýjum fiski. en bæta má við að gæðamunur er oft mikill og er ekki tekið tillit til ferskleika og með- höndlunar í könnuninni. Sem dæmi um verðlag má nefna að heil rauð- spretta kostaði allt frá 180 krónum kílóið og upp í 360 krónur. Úti á landi mátti fá rauðsprettu, heila með haus, á 49 krónur í HN-búðinni á ísafirði, þegar hún kostaði sama dag 360 krónur í Kjötbúri Péturs við Laugaveg í Reykjavík. í langflestum tilfellum var fiskur ódýrari utan höfuðborgarsvæðisins. Meðalverð á ýsu og ýsuflökum var þannig 114% hærra á höfuðborgar- svæðinu, smálúðuflök 36% dýrari og stórlúða 29% dýrari. Hækkunin milli kannana Verð- lagsstofnunar, þ.e. á einu ári, er sem fyrr greinir 4%. hin sama og reiknað er með í framfærsluvísitölunni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.