Alþýðublaðið - 20.11.1991, Page 2

Alþýðublaðið - 20.11.1991, Page 2
2 Miðvikudaqur 20. nóvember 1991 riw n iiii ii iii n HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson (í starfsleyfi) Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Siguröur Jónsson Dreifingarstjóri: Steindór Karvelsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. Sfmar eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn: 625538 - Dreifing: 625539 — Fax: 627019 Tæknideild: 620055 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 90 Jákvæður tónn í álmálinu Fyrstu viðbrögð íslensku þjóðarinnar við frestun á byggingu ál- vers á Keilisnesi voru vonbrigði. Talað var um frestunina sem „áfall" og almenn svartsýni hefur ríkt um framtíð málsins. Þrátt fyrir að frestun framkvæmda eigi sér eðlilegar skýringar, sem felast í óhagstæðum ytri skilyrðum, hafa margir viljað afskrifa ál- ver á Keilisnesi. Stjórnarandstaðan hefur gert tilraun til að nýta sér þessa bölsýni og reynt að stilla málinu þannig upp með að- stoð stjórnarandstöðublaðanna, að álmálið væri dautt og grafið. Einkum hefur verið veist ómaklega að persónu Jóns Sigurðsson- ar ráðherra og frestunin skrifuð á vinnubrögð ráðherra og hann nánast gerður ábyrgur fyrir því að álmálið væri allt. Þessum hrakspám og ódrengilegu árásum á iðnaðarráðherra hefur nú verið hrundið. Stöð 2 gerði skoðanakönnun um síðustu helgi þar sem spurt var hvernig Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra hefði staðið sig í álmálinu. Um helmingur þjóðarinnar telur að ráðherrann hafi staðið sig mjög vel eða vel. Það verður að teljast góð útkoma með tilliti til að skoðanakönnunin var tekin beint of- an í hin dökku tíðindi og þegar svartsýnin var sem mest í álmál- inu. Skoðanakönnunin sýnir, að iðnaðarráðherra hefur fullt traust íslensku þjóðarinnar í álmálinu, þrátt fyrir allar hrakspár og árásir stjórnarandstöðunnar. Pað eru ennfremur gleðilegar fréttir að forsvarsmenn Alumax hafa fullan hug á að reisa hér álverksmiðju. Þeir Allen Born, stjórnarformaður Alumax, Paul Drack, aðalforstjóri Alumax, og Bond Evans, forstjóri Alumax. eru nú staddir á íslandi og hafa átt fundi með forsætisráðherra, iðnaðarráðherra og formanni Landsvirkjunar. Heimsókn þeirra hefur staðfest þann ásetning Alumax að vilja byggja álver á íslandi. Paul Drack segir orðrétt í viðtali við Morgunblaðið í gær: ,,Þú mátt trúa því, að ekkert bandarískt fyrirtæki legði í þann milljón dala kostnað til undir- búnings á svona verkefni eins og við höfum gert, án þess að dauðans alvara væri að baki ásetningnum um að ráðast í fram- kvæmdir." í viðtali við sama blað segir Allen Born orðrétt: ,,Það er aðeins spurning um tíma, hvenær við hefjumst handa." Stjórn- arformaður Alumax bætir við, að lsland sé þegar komið inn í framleiðsluáætlanir fyrir næstu 5 til 6 árin. í máli álforstjóranna bandarísku kemur einnig fram. að eitt prósentustig hafi borið á milli þess sem álfyrirtækin töldu ásættanlega vexti og þess sem lánastofnanir hefðu verið reiðubúnar að bjóða. Það gefur góða mynd af umfangi verkefnisins, að þetta eina prósentustig hefði kostað álfyrirtækin allt að þremur og hálfum milljarði króna. Fjárfestingin við álver á Keilisnesi er um 900 milljónir Banda- ríkjadala og eitt prósent af þeirri upphæð er 9 milljónir dollara eða um 540 milljónir íslenskra króna. Lán til 12 ára hefði þýtt út- gjaldaaukningu fyrir Atlantsálsfyrirtækin upp á 50 til 60 milljón- ir dollara eða um 3—3,6 milljarða íslenskra króna. Þessar stað- reyndir gefa skýra mynd af mikilvægi hagstæðra lánakjara fyrir álfyrirtækin og auka skilning á frestun álversins. Að gagnrýna frestun, sem byggist á endurmati varðandi lántökur vegna fjár- festinganna, er auðvitað óábyrg pólitík. Það sýnir þvert á móti rétt og vönduð vinnubrögð að undirbúa vel fjármögnun og fram- kvæmdir. Þetta ættu stjórnarandstöðuflokkarnir að hafa í huga næst áður en þeir blása til umræðna utan dagskrár á Alþingi til að nýta sér tímabundið bölsýniskast í fjölmiðlum til að koma höggi á iðnaðarráðherra eða ríkisstjórnina. Það er ekki þörf á svartagallsrausi í álmálinu, heldur þjóðarsamstöðu um þetta mikilvæga verkefni sem auka mun hagvöxt íslendinga. Hinn já- kvæði tónn forsvarsmanna Alumax um framtíð álmálsins er því mikilvæg tíðindi fyrir íslendinga. - IM Hver á orkulindir íslands? Orka vatnsfalla eða jarðhita tald- ist ekki til hlunninda við upphaf hyggðar hér á landi og lengst af síð- an, enda ekki tækni til að nýta hana. þó’tt heitar uppsprettur hafi í smáum stíl verið notaðar til þvotta. Það er fyrst á þessari öld sem vatnsafl verð- ur verðmætt og hófst þá alda brasks og spákaupmennsku um land allt. Árið 19Í7 flutti Gísli Sveinsson, þingmaður Vestur-Skaftfellinga. þingsályktunartillögu á Alþingi um riftun á samningum um nýtingu vatnsfalla er sýslur og hreppar kunni að hafa gert við einstaka menn eða félög og í bága komi við rétt Lindssjóðs. Benti hann í fram- söguræðu á það. að dæmi væru um að seld hefðu verið vatnsréttindi við fossa í óbyggðum og almenningum. sem enginn einstaklingur gæti átt tilkall til. Tillaga Gísla varð til þess að Alþingi kaus fimm manna milli- þinganefnd til að gera úttekt á eign- arrétti að vatnsréttindum og var nefndin kölluð Fossanefndin, skip- uð tneð konungsúrskurði hinn 22. október 1917. Réð nefndin Kinar Arnórsson, þáverandi prófessor í lögum, sem ráðgjafa nefndarinnar og samdi hann ítarlega álitsgerð um vatnsréttindi. Var það niðurstaða hans. að vatn væri ekki almennt undirorpið eignarrétti þeirra sem land ættu undir þvi. Landeigandi adti rétt til að nýta vatn til heimilis- þarfa, jarðræktar eða iðnaðar. en að öðru leyti væri öllum frjálst að nota vatnið endurgjaldslaust. Fossa- nefndin lauk störfum 1919, en klofn- aði í afstöðu sinni. Vildi meirihluti nefndarinnar. sem þeir Bjarni Jóns- son frá Vogi. Jón Þorláksson verk- fræðingur og Guðmundur Björns- son landlæknir skipuðu. fallast á sjónarmið Kinars Arnórssonar um að öll vatnsorka væri almennings- eign, en minnihluti nefndarmanna. sem í voru þeir Guðmundur Kggerz og Sveinn (Mafsson frá Firði. taldi að vatnsorkan va-ri undirorpin eignar- rétti landeigenda. Nefndarmenn voru þó allir sammála því, að flutt vrði þingsályktunartillaga um rétt ríkisins til vainsorku í almenningum og afréttum. Var síðan flutt á Al- þingi 1919 þingsáiyktunartillaga. j)ar sem skorað var á landstjórnina ,.að lýsa alla vatnsorku á almenn- ingum og afréttum eign ríkisins og að gera. ef með þarf, ráðstafanir til þess að rifting fari fram á gerning- um milli einstaklinga eða félaga er í bága kynnu að koma við þennan rétt þjóðfélagsins". Bjarni Jónsson frá Vogi. sem innan nefndarinnar hafði ávallt haldið fram þeirri skoð- un að ríkið ætti öll vatnsréttindi. jafnt á löndum einstakra manna sem annars staðar. flutti hrevtingar- tillögu við þingsályktunartilloguna þess efnis. að í stað orðanna ,,í af- réttum" kæmi:....i afréttum þeim er eigi heyra til neinni ákveðinni jörð einstakra manna eða sveitarfé- laga." Þegar tillagan var svo sam- þykkt á Alþingi 27. september 1919 var ekki minnst á afréttir. en liins vegar almenninga. Fossanefndin og vatnalögin frá 1923 Nú tóku við nokkurra ára deilur um fossamálin. en frumvarp til vatnalaga var endanlega samþykkt á Alþingi 1923. Þar var reynt að bræða saman sjónarmið meiri- og minnihluta Fossanefndarinnar og var niðurstaðan sú að ákvæðin um eignarrétt vatnsréttinda voru af ásettu ráði höfð óljós. Segir þannig 2. HLUTI Björns Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri. í 2. gr. vatnalaganna: „Landareign hverri fylgir réttur til umráða og hagnýtingar því vatni, straumvatni eða stöðuvatni. sem á henni er. á þann hátt, sem lög þessi heimila." Síðan eru réttindi landeiganda tal- in upp í lögunum. en þar er honum m.a. bannað að virkja íallvatn, sem er yfir 500 eðlishestöfl, nema með leyfi ráðherra. Jafnframt var ráð- herra heimiiað skv. 54. gr. laganna að taka sérhvert fallvatn. virkjað eða óvirkjað, lögnámi til að vinna úr því orku til almenningsþarfa. en landeigandi skyldi eiga rétt til end- urgjalds vegna tjóns. sem hann yrði fyrir af vatnstökunni eða vegna missis orkuvers eða orkuveitu. sem hann hefði þegar byggt. Þessi ákvæði hafa síðan verið ítrekuð í síðari lögum og þarf nú skv. gildandi orkulögum leyfi Alþingis til þess að reisa og reka raforkuver stærra en 2000 kW og leyfi ráðherra til þess að reisa og reka raforkuver á bilinu 200—2000 kW. í lögum um raforkuver frá 19X1 með breyting- um frá 1990 hefur Alþingi svo ákveðið stórvirkjanir á vatnsafli. Þegar þetta er virt, er Ijóst að ein- staklingur eða félag, sem á land undir vatnsfalli, ræður ekki yfir orku vatnsfalls. setn er yfir 200 kW að afli. Slíkur aðili á því tæpast rétt á öðrum bótum fyrir virkjun vatns- afls en sem svarar möguleika til slíkrar smávirkjunar og síðan fyrir sannanlegt óhagræði, sem virkjun eða virkjunarlramkvæmdir valda honum sérstaklega. Kg tel að niðurstaða meirihluta Fossanefndarinnar standi í raun óhögguð, þ.e. að orkan í fallvötnum landsins sé með smávægilegum undantekningum almannaeign. sem ríkisvaldið fer með forræði á. Eignarréttur að jarðhita Fyrstu lagaákva'ði um hveri og laugar hér á landi eru í 9. og 10. gr. vatnalaganna frá 1923 þar sem gert er ráð fyrir að þessi náttúrufyrir- bæri fylgi landareign. Þó eru þar þegar lagðar kvaðir á eignina. þar sem landeiganda er óheimilt að spilla hverum. laugum og ölkeldum í landi sínu nema við ákveðnar að- stæður og jafnframt er sú skylda lögð á landeiganda að láta af hendi nauðsynlegt vatn, land og efni til sundlauga og sundskála til afnota í almenningsþarfir. Þessi lög voru sett fyrir daga jarðvarmaveitna hér á landi, en eftir að bygging jarð- varmaveitna til upphitunar hús- næðis hófst að marki voru sett log um eignar- og notkunarrétt jarð- hita. í lögum nr. 98 frá 1940 segir að landareign hverri fylgi réttur tií um- ráða og hagnýtingar á hverum og laugum (jarðhita) sem á henni eru. Skv. lögunum er landeiganda rétt að hagnýta sér hveri og laugar eins og honum þykir best henta. til heimilis- þarfa. framleiðslu og iðnaðar. Þá segir í lögunum. að ef landamerki liggi um hverasvæði þannig að ein- hver hluti hveragufunnar eða lofts- ins eða laugarvatns liggi svo í land- areign tveggja eða fleiri landeig- enda að ekki verði aðskilið þegar hagnýtt er, þá skuli skorið úr þvi með mati, hvern hlutfallslegan rétt hver hefur til jarðhitaorkunnar. Kkki er í lögunum almenn eignar- námsheimild á jarðhitaréttinum. en í þeim er þó gert ráð fyrir eignar- námi hvera- og laugarvatns. Bjarni Benediktsson um takmörkun á eignarréttinum Arið 1945 flutti Bjarni Benedikts- son á Alþingi frumvarp um viðauka við lögin frá 1940. Var þar lagt til að jarðboranir. er ná dýpra en 10 metra. megi ekki framkvæma án leyfis ráðherra, sem skyldi synja leyfis. ef hætta kynni að vera á því. að með jarðborun væri spillt hag- nýtingu jarðhita á eign annars manns. sem þegar er hafin, eða hag- nýtingu síðar meir. enda sé sú hag- nýting jarðhitans mun verðmeiri en sú hagnýting sem stefnt er að með hinni fyrirhuguðu jarðborun. Kkki var í frumvarpinu ákvæði um bætur i því tilviki að leyfis væri synjað. enda segir í greinargerð með frum- varpinu m.a.: ,,Hér er aðeins um almenna tak- mörkun á eignarréttinum að ræða. sem löggjafarvaldinu er heimilt að setja. þrátt fvrir ákva'ði stjórnar- skrárinnar um fríðhelgi eignarrétt- arins." Félag frjálslgndra jafnaðarmanna heldur fund í kvöld, miðvikudagin n 20. nóvember, kl. 20.30 á Holiday Inn-hótelinu, efstu hæð. Gestur fundarins verður Davíð Oddsson forsœtisráðherra.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.