Alþýðublaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 1
Friðun Landnám Ingólfs fyrir lausagöngu búf jár - segir íþingsályktunartiliögu sem Rannveig Guðmundsdóttir hefur lagtfram ásamt þingmönnum úr öllumflokkum „Ég legg áherslu á, að í nágrannalöndum okkar er litið á það sem sjálfsagðan hlut að lausaganga búfjár sé takmörkuð og það leiki t.d. ekki lausum hala við þjóðvegi," sagði Rannveig Guðmundsdóttir alþingis- maður, sem hefur lagt fram þingsályktunartil- lögu um friðun „Land- náms Ingólfs“ fyrir lausa- göngu búfjár, ásamt þing- mönnum úr öllum flokk- um. ,,Eg vil alls ekki loka á allan búskap í nálægð við þéttbýli, en suðvesturhornið er það þéttbýlt svæði að við hljótum að byrja þar að koma þessum málum í gott horf. Eg legg einnig mikla áherslu á það að þessi áætlun um friðun „Landnáms Ingólfs" sé unnin í góðri samvinnu viðkomandi ráðuneyta og sveitarstjórna á svæðinu. ,,Ég vænti þess að í þeirri áætlun, sem verður unnin af ráðuneytunum, komi m.a. fram hvort að til komi að ríkisvadið greiði fyr- ir þessari framkvæmd með hlutdeild í kostnaði," sagði Rannveig ennfremur. Tillaga Rannveigar og fleiri gengur út á að fela umhverf- isráðherra og landbúnaðar- ráðherra að vinna að áætlun í samvinnu við viðkomandi sveitarfélög, sem miði að því að koma í veg fyrir lausa- göngu búfjár í „Landnámi Ingólfs". Það landsvæði af- markast af línu sem dregin er úr Hvalfjarðarbotni í þjóð- garðinn á Þingvöllum og það- an suður Þingvallavatn, Úl- fljótsvatn, Sog og Ölfusá til sjávar. Reykingabann í Norðurlandaflugi Ekki reynt að blóta á laun Reykingamenn lands- ins, sem eiga leið til Norð- urlanda með Flugleiðum og SAS, verða nú að sæta því að sitja í góða loftinu með öðrum farþegum. Þetta bann giidir til reynslu frá því um miðjan síðasta mánuð og fram til loka janúar á næsta ári. „Þessu hefur verið vel tek- ið, það eru fyrstu viðbrögð- in," sagði Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, í gær. Hann sagði að menn hefðu ekki orðið varir við að blótað væri á laun, hvorki í farþega- rými né heldur á salernum. Einar sagði að til stæði að gera könnun meðal farþega á reykbanni og framtíðarskip- an mála tekin í samræmi við það. Þá sagði Einar að svo virtist sem margir reykinga- menn hefðu óskað eftir að sitja í reyklausu rými flugvél- anna, en geta skroppið aftur í vélarnar til að fá sér reyk. í Bandaríkjunum er komið á reykbann í flugvélum, en þar er flugtími innanlands allt upp í 6 tímar. Á Norður- landaleiðum er flugtíminn yf- irleitt undir þrem tímum. Stjórn Krabbameinsfélags ísiands hefur fagnað reyk- banni flugfélaganna og kveðst vonast til að þetta sé fyrsta skrefið í átt til reyklauss millilandaflugs til hagsbóta fyrir þá sem ferðast til og frá landinu. Rannveig sagði að ekki hefðu verið sett fram nein ákveðin tímamörk um hve- nær umrædd áætlun ætti að vera komin til framkvæmda. Taldi hún hér aðeins vera fyrsta skrefið á langri braut til að koma í veg fyrir óhefta beit búfjár um land allt sem takmarkaði mjög möguleika til gróðurverndar og land- græðslu. Siúdentahverfi i Skildinganeshólum Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, settist undir stjórntæki traktorsgröfu í úrhellinu á sunnudaginn og tók fyrstu skóflustungu að framkvæmdum Félagsstofnunar stúdenta, stúdentahverfi í Skildinganeshólum. Þar rísa ellefu hús á næstu árum, þar sem 4- 500 manns munu búa. A-mynd E.ÓI. Plastúrgangur fró bændum þúsund tenn Umhverfisráðuneytið og Stéttarsamband bœnda leita leiða um hvernig rneð skulifara Um þúsund tonn af pla- stefnum falla til í landbún- aði á hverju ári. Vegur þar þyngst að rúlluplast við heyverkun hefur aukist mjög og talið að á þessu ári hafi verið seld um 650—700 tonn af plast- filmum til rúllböggunar. Hingað til hefur megninu af þessu plasti verið brennt heima við bæi eða á haugum við opinn eld. Á blaðamannafundi í gær kom fram að umhverfisráðu- neytið og Stéttarsamband bænda vilja nú beina því til bænda og sveitarfélaga að Þórður Skúlason, framkv,- stjóri Sambands ísl. sveitar- félaga, Unnar Stefánsson, ritstjóri Sveitarstjórnarmála, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga, á blaðamanna- fundinum í gær. A-mynd E.ÓI. rúlluplastinu verði safnað saman og það geymt þar til frekari ákvarðanir verða teknar um hvernig með það skuli farið. Er í því sambandi einkum horft til þess að end- urvinna plastið eða brenna það í háhitaofnum. Á fundinum var einnig kynntur bæklingur um sorp og sorphirðu sem að standa umhverfisráðuneytið, Sam- band íslenskra sveitarfélaga, Hollustuvernd ríkisins, Land- vernd og Náttúruverndarráð. Stendur til að dreifa honum um allt land að höfuðborgar- svæðinu undanskildu eða á starfssvæði Sorpu b/s. Er þar m.a. gerð grein fyrir spilliefn- um og fólk beðið að snúa sér til heilbrigðiseftirlits hvers sveitarfélags eða áður- greindra stofnana eða sam- taka um frekari upplýsingar um hvernig með skuli fara. ■HMpBMBma Skoilan Ótrúlegt kynningarverð á 240 GLASGÖW CENTRAL HOTEL Með morgunverði. Brottfarardagar: 21.nóv. fullbókað, biðlisti - 28.nóv. fá sæti laus - - 12.des. aukaferð, laus sæti - lá í flean 17.900 sætum í aukaferðum. EÐINBÖRG HOLIDAY INN Með morgunverði. - 5.des. aukaferð, laus sæti - 9.des. fullbókað, biðlisti 16.des. fá sæti laus Alltaf með lægsta verðið FIUGFERÐIR SGLHRFLUG Vesturgata 17, Sími 620066 Vegna einstaklega hagstæðra samninga okkar um flug og gistingu bjóðum við takmörkuðum fjölda fólks upp á ótrúlega ódýrar og eftirsóttar ferðir til Edinborgar og Glasgow. íslenskur fararstjóri - farþegar okkar fá sérstakt leyfi til að versla á heildsöluverði í stóru vöruhúsi. Hagstætt verð i verslunum. Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir. Edinborg, höfuðborg Skotlands er heillandi og fögur. Þar er margt að sjá, kastala, sögufrægar byggingar og listasöfn. Edinborg og Glasgow eru líflegar borgir með fjölbreytilega skemmtistaði og menningu. Öll verð eru staðgreiðsluverð én flugvallaskatta og forfallatryggingar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.