Alþýðublaðið - 31.12.1991, Side 5

Alþýðublaðið - 31.12.1991, Side 5
Þriðjudaqur 31. desember 1991 5 Telur þú af fenginni reynslu að það hafi verið rétt ákvörðun að hafna stjómarforystu Alþýðu- flokksins í nýrri vinstri stjórn eft- ir seinustu kosningar og taka þess í stað upp stjómarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn? Sú ákvörðun byggði aðallega á tveimur forsendum: Annars vegar mati okkar á reynslunni af sam- starfinu í fyrri ríkisstjóm og reynd- ar kosningabaráttunni, en fyrrver- andi samstarfsflokkar beindu spjót- um sínum þá ekki hvað síst gegn Alþýðuflokknum. Hins vegar treystum við okkur ekki, að vand- lega athuguðu máli, að eiga fram- gang helstu umbótamála á þessu kjörtímabili undir andstöðuöflum í núverandi stjómarandstöðuflokk- um, einkum í Alþýðubandalaginu. Hér á ég ekki einungis við EES- samninginn og álmálið, heldur einnig nauðsynlega hreingemingu í ríkisfjármálum og nýja stefhu í landbúnaðar- og sjávarútvegsmál- um. Flest það sem síðan hefur gerst bendir til þess, að þetta hafí verið rétt stöðumat. Fyrrverandi sam- starfsflokkar vilja nú varla kannast við sinn hlut við undirbúning EES- samningsins, þótt vonir okkar um að geta snúið vöm í sókn í atvinnu- líftnu séu helst honum tengdar. Al- þýðubandalagið hefúr farið hamför- um gegn samningnum á þingi og ruglað þar saman reitum sínum með Kvennalistanum. Formaður Al- þýðubandalagsins, sem reyndi í seinustu ríkisstjóm að yfirspila aðra í fjálglegri boðun nútímalegrar hag- stjómar, spilar nú aðra fiðlu í fortíð- arsinfóníu Hjörleifs Guttormssonar. Mig satt að segja hryllir við þeirri tilhugsun að hafa átt staðfestingu EES-samningsins og fylgifrum- varpa hans undir fulltingi þessara aðila á Alþingi. En fleira kemur til. Fyrir kosn- ingar gerðu flestir sér nokkrar vonir um að við værum að sjá fyrir end- ann á fjögurra ára hnignunar- og samdráttarskeiði í íslensku atvinnu- lífi. Þær vonir hafa því miður ekki rætst. Við íslendingar höfum orðið fyrir hveiju áfallinu á fætur öðm á s.l. hálfu ári. Á grundvelli mats fiskifræðinga á ástandi helstu nytja- stofna hefur sjávarútvegsráðherra skorið niður þorskveiðiheimildir um fimmtung. Þetta rýrir þjóðarframleiðsluna á næsta ári um 10 milljarða. Og það sem verra er; fiskifræðingar reikna með að stofnamir nái sér ekki á strik á næstu ámm. Þetta staðfestir að við emm komin að endimörkum vaxtar í sjávarútveginum. BÚSIFTAR Þess vegna vom það þungar bú- sifjar í ofanálag þegar við þurftum að slá á frest nýframkvæmdum vegna virkjana og nýs álvers á Keil- isnesi. Þar með bmstu vonir okkar um að eiga vís a.m.k. 2000 ný vel launuð störf á framkvæmdatíman- um. frá og með seinni hluta árs 1992. Við bundum vonir okkar við að þessar framkvæmdir myndu duga til að bægja frá hættunni á auknu atvinnuleysi. Þessar fram- kvæmdir hefðu bætt okkur upp í hagvexti og atvinnustigi það sem hallaðist á við sjávarsíðuna. Nýjustu spár Þjóðhagsstofnunar um samdrátt í þjóðarframleiðslu og þjóðartekjum staðfesta. að sam- dráttarskeiðið frá 1988 er ekki ein- asta það lengsta í lýðveldissögunni. heldur er hér um að ræða dýpra fall í þjóðarframleiðslu og þjóðartekj- um en á síldarleysisárunum eftir 1967. Við þurfum að fara 40 ár aft- ur í tímann til þess að finna hlið- stæðu. Þetta gerist á sama tíma og hagvöxtur og þar með lífskjör fara ört batnandi meðal helstu viðskipta- þjóða okkar. Við getum ekki lengur lokað aug- unum fyrir viðvörunarmerkjunum. sem hvarvetna blasa við. Það þýðir ekki lengur að láta eins og allt leiki í lyndi. Við getum ekki lengur hald- ið áfram að lifa langt um efni fram og að hlaða upp erlendum skuldum. til þess að standa undir neyslu okk- ar, í von um að allt reddist með stóra vinningnum: Nýrri aflahrotu, eða batnandi viðskiptakjörum. Við verðum einfaldlega að taka okkur á sem þjóð og búa okkur undir sárs- aukafullar skipulagsbreytingar í at- vinnulífi og stjómarfari; breytingar, sem allt of lengi hefur verið slegið á frest. Þetta þýðir t.d. að stöðvun sjálf- virkrar útþenslu í ríkisbúskapnum verður ekki lengur slegið á frest. Við getum ekki rekið velferðarkerf- ið á erlendum lánum; við erum orð- in of skuldug fyrir, sem þjóð. Og við emm komin að þeim mörkum varðandi skattlagningu til ríkis og sveitarfélaga þar sem okkur ber að staðnæmast, ekki síst með hliðsjón af reynslu annarra Norðurlanda- þjóða. AÐ RÓTUM MEINSINS Uppskurður á djúpstæðum mein- semdum í ríkiskerfinu, þar sem sér- hagsmunahópar hafa hreiðrað um sig á kostnað almennings, er ein- hver sársaukafyllsta aðgerð, sem um getur í pólitík. Það er óumflýj- anlegt skylduverk, sem ekki er til vinsælda fallið. Reynslan af samstarfmu í síðustu ríkisstjóm við Framsókn og Al- þýðubandalag kennir okkur, að því em takmörk sett, hvað þessir flokk- ar treysta sér til að gera varðandi uppskurð í ríkiskerfinu. Framsókn og Alþýðubandalag em bæði njörf- uð á klafa sérhagsmuna í landbún- aðarmálum. Alþýðubandalagið er að hluta til orðið að sérhagsmuna- afli fyrir tiltekna hópa opinberra starfsmanna. í ljósi þessa skilur maður betur, hvemig ráðherrar og þingflokkur Alþýðubandalagsins líta á hlutverk sitt í ríkisstjóm: Ráðherramir kveðja til hópa opinberra starfs- manna í sínum röðum til að semja fmmvörp sem em óbrigðult ávísan- ir á stóraukin ríkisútgjöld, í þágu sérhópa. Á seinasta árinu í fyrra stjómarsamstarfi ljöldaframleiddu ráðherrar Alþýðubandalagsins slíka kosningavíxla svo nam mörgum milljörðum króna. Ráðuneytin breyttust einfaldlega í kosninga- skrifstofur Alþýðubandalagsins. Eg hef ekki trú á því að flokkar, sem svona hegða sér, eða em of ná- tengdir sérhagsmunum, sem em þungir á fóðmn skattgreiðenda, geti agað sig til að gera það sem skyldan bíður, á samdráttartímum eins og þeim, sem við nú göngum í gegn- um. Við þessar kringumstæður skiptir það sköpum fyrir árangur ríkis- stjómar til frambúðar. að hún hafi burði og kjark til að ganga gegn rót- grónum sérhagsmunum og kerfi- svörslu. Vissulega geta menn, í ljósi reynslunnar. haft sínar efa- semdir um að Sjálfstæðisflokkurinn geti staðið heill og óskiptur í slíkri baráttu og gengið f berhögg við hagsmunaaðila. sem telja sig eiga mikið undir sér í flokknum. Margir hugsandi menn í mínum flokki spyija sjálfa sig t.d.: Benda ítrekað- ar yfirlýsingar núverandi sjávarút- vegsráðherra til þess, að hann muni vinna með okkur af heilindum að því verkefni, að gera ákvæðið um sameign þjóðarinnar á fiskistofnun- um virkt í reynd? Eða ætlar hann að láta stjómast af sérhagsmunum kvótakónganna með því að við- halda forréttindum þeirra? Það em spumingar af þessu tagi. sem helst vekja mönnum efasemdir um. að núverandi ríkisstjóm muni valda verkefnum sínum. Hins vegar heyri ég enga draga það í efa. af fenginni hálfs árs reynslu. að vilji forsætisráðherra og annarra helstu forystumanna Sjálfstæðisflokksins til þess að keyra í gegn nauðsynleg- ar umbætur og láta þessari ríkis- stjóm þannig takast ætlunarverk sitt. sé heill. Forystumenn beggja flokka vita. hvað í húfi er. Mistakist okkur. þá mun allt sækja í sama far- ið á ný. Fulltrúar annarra stjómmála- flokka em satt að segja ekki líklegir „Benda ítrekaðar yfirlýsingar núverandi sjávarútvegsráðherra til þess, að hann muni vinna með okkur af heiiindum að því verkefni, að gera ákvæðið um sameign þjóðarinnar á fiskistofnunum virkt í reynd“? Myndin sýnir sjómenn að störfum í „sameigninni“. „Það er reyndar athyglisvert, að verðbólga hefur aldrei verið iág á íslandi, nema þegar Aiþýðufiokkurinn hefur verið í ríkisstjórn“, segir Jón Baidvin í viðtalinu. til að vinna þessi verk fyrir okkur. Það er því ekki annarra kosta völ en að duga eða drepast. Pólitískt og efnahagslegt sjálfstæði íslensku þjóðarinnar er í húfi. Forystumenn Sjálfstæðis- flokksins hafa málað feril ríkis- stjórnar Steingríms Hermanns- sonar mjög dökkum litum. Var reynslan af þeirri ríkisstjórn svo slæm? Hver var hlutur Alþýðu- flokksins í þeirri ríkisstjórn? Var það kannski rangt af forystu Al- þýðuflokksins á sínum tíma að taka þátt í þeirrí ríkisstjórn? Nei, reynslan hefur sýnt að það var rétt ákvörðun. Ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar var mynduð haustið 1988 vegna þess að þáverandi forysta Sjálfstæðis- flokksins kom sér ekki saman um úrræði í efnahagsmálum. Við þær kringumstæður var eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn viki í stjóm- arandstöðu. Eg var hins vegar á þeim tíma staðráðinn í að láta ekki hrekja Alþýðuflokkinn úr ríkis- stjóm, frá hálfkláruðum verkum. Við það hefði flokkurinn beðið var- anlegan álitshnekki, ekki síst í ljósi stjómarslitanna 1978-79. Það er ekki spuming í mínum huga, að þetta var rétt ráðið. þessa örlagaríku haustdaga. RÍKISSTTÓRN STEINGRlMS~ HERMANNSSONAR Það er rétt sem þú segir að for- ystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa dregið upp mjög einhliða og dökka mynd af ráðuneytum Steingríms Hermannssonar 1988-91. Þeir vom í stjórnarandstöðu á þessu tímabili og þessi málflutningur er auðvitað í beinu framhaldi af þeirri stjómar- andstöðu og til réttlætingar þeim ákvörðunum, sem þeir tóku haustið ‘88. Eigum við ekki að segja að það sé mannlegt? En það er enginn áfellisdómur um þátttöku Alþýðu- flokksins í þessum ríkisstjómum. Þar er best að staðreyndirnar tali sínu máli. Það er staðreynd að þessari vinstri-stjóm tókst að koma verð- bólgu úr 35-40% niður í eins stafs tölu, í fyrsta sinn frá því á viðreisn- arárunum. Það er reyndar athyglis- vert, að verðbólga hefur aldrei ver- ið lág á íslandi, nema þegar Al- þýðuflokkurinn hefur verið í ríkis- stjóm. I kjölfar lækkandi verðbólgu lækkuðu nafnvextir úr 40% í um 15% og raunvextir úr yfir 10% í 6- 8%. Þetta er öfugt við reynslu okkar af fyrri vinstri stjórnum á lýðveldis- tímanum. Þetta tókst. eftir að raun- gengið hafði verið lækkað í áföng- um og rekstrargrundvöllur útflutn- ings- og samkeppnisgreina hafði þannig verið styrktur. Þannig vom skapaðar forsendur fyrir „þjóðar- sáttarsamningunum" frægu. sem byggðu á forsendum um stöðug- leika í gengi. Með þeim samningum var stöðv- að kaupmáttarfall. sem ella hefði verið fyrirsjáanlegt. og reyndar varð þróun kaupmáttar jákvæðari við þessi stöðugu skilyrði. en samn- ingamenn gerðu upphaflega ráð fyrir. Þetta þýddi að afkoma fyrir- tækja fór batnandi undir lok kjör- tímabilsins sem aftur vakti vænt- ingar um nýtt framfaraskeið að loknum kosningum. eftir fjögurra ára stöðnun. Þær væntingar hafa því miður orðið sér til skammar. vegna snöggversnandi ytri skilyrða. sem ég hef áður rakið. Þótt ekki væri nema vegna þessa árangurs í verðbólgumálunum mun ríkisstjómar Steingríms Hermanns- sonar verða minnst sem farsælustu vinstri stjómar lýðveldistímans t.d. í samanburði við ríkisstjóm Her- manns Jónassonar 1956-’58. ríkis- stjóm Ólafs Jóhannessonar 1978- '79 og ríkisstjóm Gunnars Thor- oddsens 1980- ‘83. ÁRANGUR ALÞÝÐUFLOKKSINS Við skulum ekki gleyma því að

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.