Alþýðublaðið - 31.12.1991, Síða 7

Alþýðublaðið - 31.12.1991, Síða 7
Þriðiudaqur 31. desember 1991 7 fram sem talsmaður einokunarhags- muna landbúnaðarkerfisins. Þar gilti einu hvort um var að ræða hefðbundinn landbúnað, fiskeldi, loðdýr eða nnur gæludýr þessa kerfis, sem gengið hafa sjálfala í ríkissjóð áratugum saman. Og eiga einna stærstan hlut í því að halda niðri lífskjörum almennings í land- inu. Sama máli gegndi um útgjalda- frumvörp Svavars Gestssonar. Þau voru öll því marki brennd að vera kosningavíxlar, sem áttu að skila Alþýðubandalaginu fylgi hags- munahópa innan ríkisgeirans, burt- séð frá því að víxlamir féllu allir eftir kosningar. Núverandi ríkis- stjóm varð að aftengja þessar tíma- sprengjur allar, því að þar gætti hvergi hófs né raunsæis. Ólafur Ragnar vakti í fyrstu nokkrar vonir sem aðhaldssamur fjármálaráðherra. En þegar líða tók á kjörtímabilið snéri hann við blað- inu og gekk í lið með flokkseig- endafélagi sínu og breytti sjálfu fjármálaráðuneytinu í kosninga- skrifstofu, rétt eins og hinir. Þetta framferði kann að hafa skilað þeim einhverju skammtímafylgi í kosn- ingunum. En það kostaði þá eðli- lega framhald ríkisstjómarþátttöku. Þannig verður hönd sjaldan höggi fegin. FORTÍÐARVANDINN Sá „fortíðarvandi“ sem núver- andi ríkisstjóm verður nú að takast á við, til viðbótar hallarekstri ríkis- sjóðs, hefur verið að hlaðast upp á löngum tíma. Hann á rætur sínar í misheppnaðri byggðastefnu undan- farinna áratuga og því pólitíska for- sjárkerfi, einkum landbúnaðar og sjávarútvegs, sem Framsókn og Al- þýðubandalag, og óneitanlega hluti Sjálfstæðisflokksins, hafa komið upp og staðið vörð um. Minnisvarð- amir um misheppnuð fjárfestinga- ævintýri þessa kerfis blasa hvar- vetna við. Á ári hveiju hefur einokunarkerfi landbúnaðarins sogað til sín upp- hæðir sem samsvara öllum tekju- skatti einstaklinga á ári. Þrátt fyrir þennan fjáraustur er verð á Iand- búnaðarafurðum eitthvert hið hæsta í heimi. Arðurinn af þessum fjá- raustri er því enginn; reyndar er þetta tapað fé. Sama máli gegnir um gegndarlausar fjárveitingar undir ríkisforsjá, í fiskeldi, loðdýrarækt, rækjuvinnslu, ullariðnaði o.s.frv. Við þetta bætist sfðan offjárfesting í sjálfum skipastólnum, í frystiiðnað- inum, í verslunarrými á höfuðborg- arsvæðinu, í bankakerfinu og víðar. Á sl. sex ámm má ætla að glataðar fjárfestingar, sem ekki skila þjóðar- búinu krónu til baka, í slík gælu- verkefni, nemi um 60 milljörðum króna. Þetta er vel að merkja að iandbúnaðinum frátöldum. Alþýðuflokkurinn, með rúmlega 15% atkvæða. hefur ekki haft bol- magn til að stöðva þessa vitleysu. Ég held að kjósendur verði að líta í eigin barm, þegar þeir fárast yfir af- leiðingum þessarar óstjómar. Al- þýðuflokkurinn hefur reyndar þá sérstöðu, að forystumenn hans hafa varað við og beitt sér gegn þessu bruðli, án þess þó að hafa fengið rönd við reist. Á þeim málasviðum, þar sem við höfum haft pólitíska verkstjóm á hendi, hefur verið unn- ið að varanlegum umbótum. Al- þýðuflokksmenn hafa ekki skilið eftir sig minnismerki um óstjóm af þessu tagi. Hefurðu trú á því, Jón Baldvin, í Ijósi reynslunnar af stjórnar- samstarfinu í rúmlega hálft ár, að stjórnarfiokkarnir hafi til að bera nægilega samstöðu og næg- an pólitískan kjark til þess að valda þessum risavöxnu verkefn- um? Svarið er það að mistakist okkur ætlunarverkið. er ekki öðmm stjómmálaöflum eða stjómmála- mönnum til að dreifa til að vinna þessi verk. Þetta er forystumönnum stjómarflokkanna ljóst. Þetta þarf öllum stuðningsmönnum þessara flokka, fólkinu í landinu, að verða jafn ljóst á næstu misserum. Þvf að það er hvorki meira né minna en pólitískt og efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar í framtíðinni, sem er í húfi. Fulltrúar forréttinda og sér- hagsmuna munu áreiðanlega vilja þessa stjóm feiga sem fyrst og hvergi til spara fé né fyrirhöfn, að koma henni á kné. Reynslan ein getur skorið úr um það hvort við, sem axlað höfum þessar byrðar. höfum til að bera þann manndóm og það þrek, sem til þarf að standast þessa eldskím. KTARNI EFNA- HAGSSTEFNUNNAR Sumum vex í augum að þessi verk verður að vinna við hinar verstu aðstæður, þegar þjóðarbúið er að sigla inn í fimmta árið á sam- dráttarskeiði. Að sumu leyti kann það hins vegar að reynast betra. Fólki er smám saman að verða ljóst að það er alvara á ferðum og mikið í húfi. Stífasta kröfugerðarpólitík á hendur öðmm og hefðbundið hags- munapot gengur ekki lengur. Eftir kosningar lágu í loftinu væntingar um betri hag framundan. Nú er mönnum að verða ljóst, að þeir draumar munu ekki rætast. Við þessar kringumstæður veltur á miklu, að byrðunum sé réttlátlega jafnað niður. Að allir - og þá meina ég allir þjóðfélagshópar - verði að axla sínar byrðar, eftir efnum og ástæðum. Það á líka við um kvóta- kóngana, landbúnaðarkerfið og þá sérhópa. sem best hafa komið ár sinni fyrir borð, innan hins vemd- aða ríkisgeira. Átakapunkturinn í efnahags- stefnu núverandi ríkisstjómar er á sviði ríkisijármálanna. Fjárlögin em fyrst og fremst, við þessar kringumstæður. tæki til þess að styðja við stöðugleika í gengi. Það er aftur forsenda lágrar verðbólgu og ört lækkandi vaxta. Gengisfell- ing er einfaldlega úrelt tæki, þegar fyrirtækin jafnt sem heimili og ríki. em öll skuldug upp fyrir haus og skuldimar em beint eða óbeint gengistryggðar. Einu úrræðin sem duga til að stuðla að jákvæðri afkomu fyrir- tækja er að skapa þeim starfsskil- yrði við lága verðbólgu og vexti. Það er líka eina leiðin til að forða kaupmáttarhruni. Þetta dæmi geng- ur ekki upp ef áfram á að reka ríki og ríkisþjónstu á erlendum lánum. Eða með því að ríkið taki til sín all- an innlendan spamað í formi hóf- lausrar lánsijárþarfar. Við eigum þess vegna engra kosta völ annarra en þeirra, að ná jöfnuði í ríkisfjár- málum á tveimur ámm, eins og við höfum sett okkur. Þegar fjárlagavinnan hófst fyrir alvöru á miðju sumri stefndi í tæp- lega 19 milljarða hallarekstur ríkis- sjóðs. Til þess að ná því marki að halda hallarekstrinum innan við 4 milljarða 1992, var ráðuneytunum gert að skera niður útgjöld upp á tæpa 15 milljarða; með lækkun út- gjalda, lækkun tilfærslna til hinna efnameiri og gjaldtöku fyrir veitta þjónustu, bæði hjá atvinnufyrir- tækjum og einkaaðilum. Þrátt fyrir hrakspár hefur þetta í stómm drátt- um tekist. FTÁRLÖG Sem dæmi má nefna að heil- brigðisráðuneytinu var gert að ná niður útgjöldum um 3,6 milljarða, félagsmálaráðuneytinu um tæpa 3 milljarða, menntamálaráðuneyti um 2 milljarða. samgönguráðuneyti um 1,5 milljarða, landbúnaðarráðu- neyti ásamt með búvömsamningi um tæpa 2 milljarða o.s.frv. Láns- fjárþöif hins opinbera var minnkuð úr 36 milljörðum 1991 í innan við 18 milljarða 1992. Hlutfallslega varð niðurskurður- inn mestur í byggingasjóði verka- manna (yfir 70%) og hjá sjávarút- vegsráðuneytinu (milli 50 og 60%). Þar tókst samkomulag um að afla- heimildir hagræðingarsjóðs skyldu seldar á gangverði, til þess að kosta verulegan hlut af þjónustu ríkisins við sjávarútveginn, sem lengst af hefur verið endurgjaldslaus eða stórlega niðurgreidd. Það er athygl- isvert, að þau ráðuneyti sem ná fram mestum spamaði, umfram meðalbreytingar milli ára, em sjáv- arútvegsráðuneytið (vegna sölu veiðiheimilda. sem í ljárlagafmm- varpi em metnar á 525 milljónir). utanríkisráðuneytið (255 milljónir) og iðnaðarráðuneytið. Það er einnig athyglisvert að raunvemleg lækkun útgjalda milli ára er langsamlega mest í þeim ráðuneytum. sem ráð- herrar Álþýðuflokksins stýra. Þessar tölur sýna að nokkur ár- angur hefur náðst þegar á fyrsta ári, m.a.s. að því er varðar sjávarútveg og landbúnað og hlut þeirra í ríkis- búskapnum. í árslok ‘92 falla út- flutningsbætur endanlega niður. Þá er þess að geta, að náist hinir víð- tæku samningar innan GATT um skipulagðan niðurskurð á ríkis- stuðningi við landbúnað og opnun fyrir innflutning á ódýrari landbún- aðarvömm, hefur vemlegur árangur náðst einnig á því sviði. Jarðræktar- og búfjárræktarstyrkir vom skertir vemlega, sem og framlög í fram- leiðnisjóð. Sjálfvirk lánsloforðaút- gáfa gamla húsnæðiskerfisins hefur verið stöðvuð. Fmmvarp um upp- skurð á LÍN liggur fyrir þingi. Und- irbúningur að sölu ríkisfyrirtækja er kominn nokkuð á veg. Sighvatur Björgvinsson stendur nú, í fram- haldi af uppstokkun á einokunar- kerfi Iyfjaverslunarinnar, fyrir meiriháttar kerfisbreytingum í heil- brigðismálum, sem ég er sannfærð- ur um að mun skila vemlegum ár- angri þegar fram í sækir. Við það hafa margir glímt á undan honum, en enginn náð árangri. Auðvitað er hreingeming af þessu tagi í ríkisfjármálum síst af öllu til vinsælda fallin. Stjómar- flokkarinir þurfa þvf ekki að búast' við miklum árangri í vinsældakönn- unum, enda væri það þá vísbending um, að þeir hefðu tapað þessu stríði. Það verður vissulega ekki heiglum hent að vinna þetta stríð. Þetta er hins vegar skylduverk. ef veija á velferðarkerfi fólks fyrir forrétt- indakerfi sérfræðinga og forða því frá greiðsluþroti í framtíðinni. Þetta er með sannindum sagt barátta fyrir því að treysta velferðarríkið á var- anlegum gmnni. Þetta ætti líka að vera skylduverk þeirra sem vilja í alvöru koma í veg fyrir að skatt- heimta elti stjómlausa útgjaldaþörf. Því að þarfir kerfisins em óseðj- andi. VELFERÐ Á VARANLEGUM GRUNNI Það er ekki hvað síst á vettvangi velferðarmálanna sem Alþýðuflokkurinn, og þá sérstak- Iega heilbrigðisráðherra, Sig- hvatur Björgvinsson, hefur sætt hörðum árásum andstæðinga Al- þýðuflokksins. Hverju svarar þú þeim sem halda því fram að Ál- þýðuflokkurinn vegi nú að rótum velferðarkerfisins? Þetta em öfugmælavísar eins og reyndar mun koma á daginn, þegar áróðursmoldviðrinu slotar. Menn mega ekki mgla saman annars vegar sjálfvirkri útþenslu ríkisbáknsins, sem einatt stjómast af útþensluáráttu kerfiskónga og sérfræðingahópa, og hins vegar raunvemlegum tekjujöfnunarað- gerðum í þágu þeirra, sem verst em settir. Sannur jafnaðarmannaflokk- ur gengur ekki á hönd neinum kerf- ishagsmunum. Gildir einu, hvort þar á í hlut einokunarkerfi í kring- um landbúnað eða einokunarkerfi í kringum lyfsala eða sérfræðinga- hópa. Alþýðuflokkurinn hefur öll- um öðmm fremur byggt upp vel- ferðarríkið á íslandi. Það stendur engum öðmm nær en íslenskum jafnaðarmönnum, að koma í veg fyrir misnotkun kerfisins og að tryggja framtíð þess á traustum fjár- hagslegum gmnni. Lítum á nokkrar staðreyndir. Ég nefndi áðan að við undirbúning fjárlaga fyrir 1992 hefðum við stað- ið frammi fyrir „Ijárlagagati" upp á tæpa 20 milljarða. Fjárþörfin var ekki hvað síst rökstudd innan heil- brigðiskerfisins, til félags- og menntamála, fyrir utan hina marg- nefndu botnlausu hít landbúnaðar- kerfisins. Þetta þýðir að ríkið er farið að veita þjónustu. sem kostar miklu meira en stjómmálamenn þora að skattleggja fyrir. Vemlegur hluti opinberrar þjónustu er með öðmm orðum rekinn á erlendum lánum. Það á við um fleira en Lánasjóð ís- lenskra námsmanna. Þeir stjómmálamenn, sem boða í síbylju aukningu ríkisútgjalda, um- fram það sem þeir þora að leggja á í sköttum, em einfaldlega lýðskmm- arar. Þeir em sannarlega ekki lýð- ræðisjafnaðarmenn. Fái þeir að ráða er stutt í það að helstu stofnan- ir velferðarkerfisins komist fjár- hagslega á vonarvöl. Það er of seint að verja velferðarkerfið. eftir að það er hmnið fjárhagslega. Lítum enn á nokkrar tölur: Opin- bemm starfsmönnum hefur á und- anfömum árum fjölgað iangt um- fram fjölgun starfsmanna annars staðar á vinnumarkaði. Umsvif heilbrigðisþjónustunnar (útgjöld vegna sjúkrahúsa. annars læknis- kostnaðar, lyfja) hafa áttfaldast að raungildi frá árinu 1960. Útgjöld til heilbrigðismála á íbúa vom orðin hin hæstu á Norðurlöndum árið 1988. Sem hlutfall af vergri þjóðar- framleiðslu vom þau orðin hærri en í Svíþjóð frá og með því ári (á sam- bærilegu verðlagi). Lyfjakostnaður á mann var árið 1988 að nálgast að vera tvöfaldur á við Danmörku. Þannig mætti lengi telja. Stór hluti af útgjöldum ríkisins er margvísleg- ar tilfærslur eða bótagreiðslur. Gríðarlegum fjárhæðum hefur verið varið af skattpeningum almennings, til þess að greiða bætur ti) fjöl- skyldna, sem em vel efnaðar, hvort heldur er á mælikvarða eigna eða tekna. Og þurfa ekki á neinni fjár- hagsaðstoð að halda. KTARNI MÁLSINS Kjaminn í því sem við emm að gera er að draga úr óþörfum fjár- stuðningi við bjargálna einstaklinga og fjölskyldur, m.a. til þess að geta aukið stuðninginn við þá einstak- linga og fjölskyldur, sem raunvem- Iega þurfa á slíkri aðstoð að halda. tímabundið eða varanlega. Til dæmis hefur félagsmálaráðherra á undanfömum ámm kerfisbundið stóraukið fjárhagslegan stuðning við lamaða og fatlaðra, svo dæmi sé nefnt. Menn hafa smám saman verið að átta sig á því, ekki síst í ljósi reynslu velferðarríkisins annars staðar á Norðurlöndum, að þjónusta hins opinbera, sem veitt er ókeypis, er lítils metin og misnotuð í stómm stíl. Sú aðferð, að krefjast lág- marksþjónustugjalda fyrir veitta þjónustu (með vel skilgreindum undanþágum fyrir t.d. aldraða og öryrkja) er nauðsynlegt til þess að koma kostnaðaraðgát inn í þennan risavaxna ríkisrekstur. Og forsenda þess að unnt sé að koma við hag- ræðingu og spamaði. Það er aftur á móti nauðsynlegt ef koma á í veg fyrir að sjáífvirk útgjaldaþörf knýi skattheimtuna upp í þær hæðir, að hún lami framtak manna og dugn- að, þannig að verðmætasköpunin sjálf standi ekki lengur undir of- vöxnu ríkisbákni. Við íslendingar em nú komnir að vegamótum í þessum efnum. Við þurfum hreingemingu í þessu kerfi. Þcgar fjárlagavinnan hófst á miðju sumri stefndi í 19 milljarða hallarekstur ríkissjóðs. Ráðuneytunum var gert að skera niður útgjöld um 15 milljarða, sem hefur tekist í stórum dráttum, þrátt fyrir ýmsar hrakspár. Heilbrigðisráðu- neytið hefur náð niður útgjöldum um 3,6 milljarða og þurít að glíma við óvægið lýðskrum í fjölmiðlum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.