Alþýðublaðið - 31.12.1991, Síða 9

Alþýðublaðið - 31.12.1991, Síða 9
Þriðjudagur 31. desember 1991 9 - Jón Baldvin Hannibalsson ræðir við Frank Andriessen framkvæmdastjóra Evrópubandalagsins. Jón Baldvin varði miklum tíma og fyrirhöfn í undirbúning að þátttöku íslands að Evrópska efnahags- svæðinu á árinu sem nú er að liða. Þeir vita sem er, að þeir gengu ekki til liðs við Alþýðubandalagið, af því að þeir væru jafnaðarmenn - heldur einmitt vegna þess að þeir voru það ekki. Og hafa einatt skil- greint sig í pólitískri hugsun og starfi sem svama fjandmenn lýð- ræðisjafnaðarmanna. Menn mega ekki gleyma því að í stjómmálum sameinast menn í flokkum á grundvelli lífsviðhorfa og til baráttu fyrir tilteknum mál- efnum. Alþýðuflokkurinn berst nú fyrir uppskurði á ofvöxnu ríkis- bákni, til þess að koma velferðar- kerfinu á varanlegan íjárhagslegan gmnn. Þessir menn skilgreina sig sem andstæðinga þessarar baráttu. Alþýðuflokkurinn berst fyrir opnun íslensks þjóðfélags og aðlögun þess að samtímaþróuninni í Evrópu. Þessir menn skilgreina sig sem and- stæðinga þess. sem þrönga þjóðem- is- og einangrunarsinna. Alþýðu- flokkurinn berst fyrir þátttöku er- lends Qármagns við nýtingu orku- Iinda okkar, sem vænlegri leið til að halda uppi fullri atvinnu og halda til jafns við grannþjóðir í lífskjörum. Flestir þessara manna skilgreina sig sem andstæðinga í því máli. Al- þýðuflokkurinn berst fyrir mark- aðstengingu landbúnaðarins með sjónarmið neytenda og skattgreið- enda að leiðarljósi. Þessir menn skilgreina sig því næst allir með tölu sem andstæðinga þeirrar bar- áttu. Um hvað ætla þessir menn að sameinast? Og hveijum ætla þeir að sameinast - hinum framsóknar- mönnunum? Ég hef áður bent þeim á að leita fyrir sér um aðild að Al- þjóðasambandi framsóknarmanna. Mér sýnist af verkum þeirra, að þar eigi þeir einna helst heima. Sagan sýnir okkur, að þar sem Alþýðu- bandalagið er annars vegar sýna umbúðimar minnst af innihaldinu. Og þegar umbúðunum hefur verið svipt af blasir við allt annað inni- hald en á umbúðunum stendur. HAPPDRÆTTI STYRKTARFÉLAGS VANGEFINNA VINNINGSNÚMER 1. vinningur Volvo 940 nr: 18028. 2. vinningur Subaru Justy nr: 3848. 3. -12. vinningur bifreið aó eigin vali 6 krónur 650.000.- nr: 13496 39998 42249 50574 71486 74460 79658 81638 82335 95539 ÞÖKKUM VEITTAN STUÐNING. GLEÐILEGT NÝÁR. STYRKTARFÉLAG VANGEFINNA. Vörusvik þekkjast víðar en í við- skiptum. * * * Alþýðuflokksfólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því, þótt Alþýðu- bandalagið fitni eitthvað í skoðana- könnunum þessi misserin, eins og púkinn á fjósbitanum forðum. Ekk- ert er eðlilegra en að pólitísk óánægja, vegna vonbrigða þjóðar- innnar yfir framtíðarhorfum, bijóti sér leið í þann farveg um sinn. Þess er skemmst að minnast að Kvenna- listinn rauk upp undir 30% í tíð fyrri ríkisstjómar. Og sú ríkisstjóm var lengst af einhver sú óvinsæl- asta. sem setið hafði að völdum frá því að mælingar hófust. Sá árangur sem að lokum náðist. einkum í við- ureign við verðbólgu og vaxtafár, breytti þeirri mynd um það er lauk. Við skulum því spyija að leiks- lokum. Þau verk, sem þessi ríkis- stjóm vinnur að, em flest þess eðlis, að þau fara ekki að skila mælanleg- um árangri fyrr en undir lok kjör- tímabils. Við skulum því ekki æðr- ast, þótt það gefi á bátinn um sinn. Hitt verður hver og einn að gera •**- upp við sig, hvort hann eða hún finnur hjá sér þörf til að leggja bar- áttumálum okkar jafnaðarmanna lið - fremur en að gera hróp að okkur úr klisjusöfnum fortíðarinnar. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FL. B.1985 Hinn 10. janúar 1992 er fjórtándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl.B.1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 14 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 5.000,- kr. skírteini = kr. 524,00 ■ " 10.000,-kr. " = kr. 1.048,00 " " 100.000,- kr. " = kr. 10.484,00 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1991 til 10. janúar 1992 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 3196 hinn 1. janúar 1992. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 14 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1992. Reykjavík, 31. desember 1991. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.