Alþýðublaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 3. mars 1992
3
John F. Kennedy á tali við Robert bróður sinn og Lyndon B. Johnson á flokksþingi demókrata í júli 1960. Síðar átti John-
son eftir að taka við forsetaembætti af Kennedy við sögulegar kringumstæður.
*
Avarp Jóns Baldvins Hannibalssonar,
utanríkisráðherra og forðmanns Alþýðuflokksins
Um þessar mundir er sýnd í
Sögu-bíi í Mjódd kvikmyndin
JFK, kvikmyndin um morðið á
ástsælum forseta Bandaríkj-
anna, John F. Kennedy. Myndin
hefur vakið fádæma athygli víða
um lönd. Ekki aðeins að efnið
sem tekið er til meðferðar sé at-
hyglisvert, heldur einnig að
verkið hefur verið sérlega vel
unnið og er myndin því tiinefnd
til ótal Oskarsverðlauna. Mynd-
in var sýnd boðsgestum fyrir
nokkru. Við það tækifæri ávarp-
aði utanríkisráðherra, Jón Bald-
vin Hannibalsson, boðsgesti
með eftirfarandi ræðu:
„„Megi hverri þjóð, hvort heldur
hún vill oss gott eða illt, verða ljóst
héðan í frá: að vér munum greiða
hvaða verð, sem upp er sett; axla
hverja þá byrði, sem oss er á herðar
lögð; mæta hverri mannraun,
styrkja hvern bandamann og mæta
hverjum fjandmanni sem í vegi vor-
um stendur — til þess að tryggja
framgang frelsisins."
Maðurinn sem mælti svo djarf-
mannlega, þann 20. janúar 1961,
fyrir meira en 30 árum, um leið og
hann tók við embætti sem 35. for-
seti voldugasta ríkis heims, var John
Fitzgerald Kennedy.
Líf hans og dauði er yrkisefni
þessarar umdeildu kvikmyndar,
sem okkur býðst að sjá hér á eftir.
Með valdatöku hans, eftir naum-
an og umdeildan kosningasigur yfir
Richard M. Nixon, kvað við nýjan
tón i bandarískum stjórnmálum,
sem barst um veröld víða.
Hinn ungi forseti sagði, að kyndli
frelsisins hefði nú verið skilað í
hendur nýrrar kynslóðar Banda-
ríkjamanna, sem myndi halda hon-
um hátt á loft; birta hans myndi lýsa
hrjáðu mannkyni veginn, frá ógn
tortímingarhættu, örbirgðar, ótta
og vonleysis — til nýrrar framtíðar.
Það kvað við nýjan tón.
Það var karlmannlegur tónn
bjartsýni, áræði og dirfsku, sem
vakti væntingar og vonir um nýjan
og betri heim.
Orð hans féllu í frjóan jarðveg.
En þessar háleitu vonir rættust
ekki.
Þær féllu fyrir morðingjahendi í
Dallas, Texas, þann 22. nóvember
1963.
Það er úr þeim efnivið, sem goð-
sögnin um John Fitzgerald Kenne-
dy er spunnin. Og sú goðsögn lifir
með oss enn í dag.
„Þeir sem guðirnir elska — deyja
ungir."
Við öll sem hér erum inni og kom-
in voru til vits og ára 1963 munum
nákvæmlega hvar við vorum stödd
og hvað við vorum að gera þann 22.
nóvember 1963.
Ég er jafnviss um það og hitt, að
fæst ykkar gætu svarað því, hvað
túð voruð að gera 22. nóvember í
yrra!
Þennan vetur leigði ég herbergi í
Stokkhólmi hjá ungverskri ekkju,
sem hafði flúið Búdapest undan
skriðdrekum Rauða hersins 1956.
Þegar ég sneri heim af kyrrlátu
bókasafni háskólans mátti þessi
flóttakona undan fláræði og fólsku
kommúnista vart mæla — svo djúp
var sorg hennar og reiði. Hún end-
urtók í sífellu milli ekkasoganna:
„Þeir hafa drepið hann — þeir hafa
drepið hann."
Sem stjórnmálamanni í dag er
spurningin, sem mér er efst í huga,
ekki: Hver myrti hann? Trúlega
verðum við jafnnær um það að lok-
inni þessari kvikmynd.
Spurningin sem ég velti fyrir mér
er annars eðlis — og ég veit að
henni verður aldrei svarað úr þessu.
En hún er þessi: Hefðu vonirnar
ræst — hefði hann haldið lífi?
Hefði hrun nýlenduveldis komm-
únismans borið að með skjótari
hætti? Hefðu vonir mannkyns um
lok vígbúnaðarkapphlaups, um af-
vopnun og frið, ræst fyrr en ella —
hefði hann lifað til að halda um
stjórnartaumana eitt kjörtímabil
enn?
Við þessum spurningum fáum við
engin óyggjandi svör.
Það reyndi á hann þegar Berlín-
armúrinn var reistur í ágúst 1962.
Þetta sýnilega tákn harðstjórnar og
mannfyrirlitningar kommúnista:
Kennedy fékk ekki rönd við reist.
Engu breytti fræg ræða sem hann
flutti af svölum ráðhússins, við hlið
Willy Brandt, þegar múgurinn hyllti
hinn unga forseta að sögðum þess-
um orðum: „Ich bin auch ein Ber-
liner" — Einnig ég er Berlínarbúi.
Og það reyndi á hann í Kúbudeil-
unni árið 1962. Dagana 16.—28.
október 1962 horfðust þeir í augu,
Kennedy og Krústsjoff, leiðtogar
risavelda, sem höfðu allt líf jarðar-
búa í hendi sér. Kennedy hafði bet-
ur. Rússneski björninn skildi að
hann hafði ætlað sér of stóran bita,
og sneri urrandi til baka í máttvana
bræði — í híði sitt.
Og ein spurning enn: Hvernig
hefði hinn djarfmælti boðberi frejs-
isins brugðist við, hefði hann enn
setið á forsetastóli, þegar Banda-
ríkjamenn sukku æ dýpra í fen Me-
kong-óshólmanna í Víetnam?
Enn og aftur: Ekkert óyggjandi
svar, þótt sagnfræðingar margir
haldi því fram að upphaf ógæfunnar
í Víetnam megi rekja til valdatíma
Kennedys.
Meðal stjórnmálamanna eru fáir
útvaldir, sem skipta sköpum í ver-
aldarsögunni. Til þess þurfa þeir að
vera réttir menn á réttum stað, á
réttum tíma. Þeir þurfa að hafa
framtíðarsýn og kjark til að ganga
gegn hagsmunavörslu fortíðarliðs-
ins. Slíkir menn eru efniviður goð-
sögunnar — einkum ef þeim mis-
tekst sögulegt ætlunarverk sitt.
Miðjumoðarar meðalmennskunnar
lifa frá degi til dags, eftir loftvog vin-
sældalista vikunnar. Af slíkum
mönnum eru engar sögur sagðar.
John F. Kennedy var öllum hæfi-
ieikum búinn til að fylla hinn fyrri
flokkinn. Hann dreymdi. stóra
drauma, sem rættust ekki, — fyrr en
löngu eftir hans dag. En minning
hans lifir í heimi goðsögunnar: Sitt
er hvað gæfa og gjörvuleiki.
En þegar við, sem lifðum hann, lít-
um nú yfir sviðið, sjáum við okkur
til undrunar, að draumarnir hafa
ræst.
Berlínarmúrinn er fallinn.
Nýlenduveldi kommúnista er
hrunið.
Hugsjón amerísku byltingarinnar
— þeirrar einu sem hefur lukkast —
um að frelsi mannsins sé ekki náðar-
samleg eftirgjöf valdsins, heldur frá
Guði komið, helg mannréttindi — sú
hugsjón fer sigurför um heiminn.
I upphafi máls míns vitnaði ég til
Sra orða Kennedys forseta úr
uræðu hans hann 20. janúar
1961. Undir lok sömu ræðu má finna
þessi orð, sem boða okkur framtíð-
arsýn hins nýja forseta. Þau eiga er-
indi við okkur enn í dag:
„Ætlunarverkinu verður ekki lok-
ið á fyrstu 100 dögunum. Ekki held-
ur á fyrstu 1.000 dögunum, né held-
ur á kjörtímabili þessarar ríkis-
stjórnar. Jafnvel ekki á æviskeiði
okkar, sem nú lifum á jörðinni. En
látum það ekki aftra oss frá að hefj-
ast handa: „Let us begin“.“
Opin samkeppni um
HÖNNUN Á MERKI
fyrir íslenskan landbúnað
Markaðsnefnd landbúnaðarins hefur
ákveðið að gangast fyrir opinni sam-
keppni, í samráði við FÍT og skv. sam-
keppnisreglum þess, um hönnun merkis
fyrir íslenskan landbúnað. Öllum er heimil
þátttaka, jafnt félögum innan FÍT sem öðr-
um.
Verklýsing og hlutverk
1. Merkið skal vera stílhreint og gjaman
með alþjóðlegum auðkennum.
2. Merkinu er m.a. ætlað að minna á
hreinleika og gæði íslenskra landbún-
aðarafurða.
3. Heimilt er að notast við allt að 4 liti við
hönnun merkisins en jafnframt skal það
geta staðið í einum lit á hvítum grunni
án þess að tapa stíl eða táknrænum
skilaboðum. Merkjunum skal skilað í
tveimur stærðum (ca. 2 cm og 15 cm í
þvermál), bæði í lit og svarthvítu.
4. Hugmyndin er að merki íslensks land-
búnaðar verði notað til auðkenningar í
auglýsingum og á annað kynningar- og
fræðsluemi, með sérstaka áherslu á
samkeppni við innfluttar landbúnaðar-
afurðir. Hafa ber í huga að til greina
kemur að heimila notkun þess á um-
búðir.
Frágangur og skilafrestur
5. Tlllögum skal skilað til Markaðsnefnd-
ar landbúnaðarins, landbúnaðarráðu-
neytinu, Rauðarárstíg 25,150 Reykja- \
vík. THlögumar sjálfar skulu merktar
„leyninami" höfundar, en raimverulegt
nam, ásamt heimilisfangi og símanúm-
eri viðkomandi, skal fylgja með í lok-
uðu umslagi, merktu „leyninafninu".
6. Skilafrestur er til 30. mars nk.
Dómnefnd og verðlaun
7. Sérstök dómnefnd, sem í eiga sæti tveir
fulltrúar úr Markaðsnefnd landbúnað-
arins, tveir frá FÍT og myndmenntaður
oddamaður, mun skera úr um endan-
legt val á því merki sem verður notað
og hlýtur verðlaun.
8. Þegar endanlegt val á merki liggur fyr-
ir, verða viðkomandi umslög opnuð,
vinningshafa tilkynnt úrslit og verð-
laun afhent við hátíðlegt tækifæri, þar
sem öll þau merki sem berast í sam-
keppnina munu verða til sýnis.
9. Veitt verða ein verðlaun, 350.000,-
krónur, fyrir besta merkið, ásamt eðli-
legri greiðslu til höfundar fyrir hönmrn
og frágang.
Réttindi og skyldur
10. Markaðsnefnd landbúnaðarins áskilur
sér ótímabundinn fullkominn notkun-
ar- og ráðstöfunarrétt á því merki sem
hlýtur verðlaun í samkeppninni án
þess að aukagreiðslur komi til umfram
það sem getið er um í lið 9. Dómnefnd-
inni er heimilt að hafna öllum tillögum
ef þátttaka og gæði þeirra merkja, sem
send verða í keppnina telst að mati
dómnefndar vera ófullnægjandi.
Markaðsnefnd
landbúnaðarins
_____________________________________I