Alþýðublaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 18. september 1992 fimiiinmiin HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Leturval Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuði. Verö í lausasölu kr. 90 Lækkun fasteignamats í miðborginni Þróunarlelag Reykjavíkur hefur sent erindi til Borgarráðs Reykja- víkur þess efnis að endurskoða beri fasteignamat í miðborginni. Borgarráð hefur samþykkt að beina erindinu til Fasteignamats rík- isins. Erindi og áskorun Þróunarfélags Reykjavíkur fela í sér tillög- ur um að fasteignamat í miðborginni verði lækkað þar sem lóðamat í miðborginni sé of hátt en húsamat of lágt og í heild sé matið of hátt miðað við önnur borgarhverfí. I greinargerð Þróunarfélagsins segir að endurskoða þurfí og lækka mat lóða í Kvosinni milli hafnarinnar og Tjamarinnar, í Banka- stræti og við Laugaveg að Hlemmi, á Skólavörðustíg og Hverfis- götu, við þvergötur á Laugaveg og Hverfisgötu; Lindargötu og Ing- ólfsstræti hluta Þingholtsstrætis; Laufásvegi og aðlægum götum; Vesturgötu, Garðastræti og Tryggvagötu. Þetta erindi Þróunarfélags Reykjavíkur og jákvæð afgreiðsla Borgarráðs til Fasteignamats ríkisins, eru einkar jákvæðar fréttir. Alþýðublaðið hefur bent á það í leiðurum, að fasteignagjöld í mið- borginni séu alltof há miðað við önnur verslunarhverfí borgarinnar. Blaðið hefur ítrekað að borgaryfirvöld verði að breyta því óréttlæti að fasteignamat í miðborginni skuli vera margfalt hærra en í öðrum verslunarhverfum borgarinnar. í greinargerð Þróunarfélagsins er komið nákvæmlega inn á þetta óréttlæti. Þar segir orðrétt: „1970 var fasteignaverð í Kvosinni hið hæsta í borginni og lóðaverð einn- ig. Síðan hefur markaðsverð verslunarhúsnæðis í þessum borgar- hluta lækkað mikið samanborið við verð verslana almennt.“ Petta er kjami málsins. Samhliða hinum mikla flutningi verslana frá miðborginni til hinnar nýju verslunarmiðstöðvar Kringlunnar, hefur fasteignamatið staðið óbreytt meðan markaðsverðið hefur fallið. Miðborgin hefur orðið fyrir miklum og þungum höggum á undanfömum ámm. Ekki aðeins hafa verslanir sogast úr miðborg- inni og ný verslunarsvæði risið víða um borgina, heldur hefur gang- andi og akandi verið gert erfítt fyrir að athafna sig í verslunum mið- borgarinnar. Bfíastæði em ókeypis við nýju verslunarsvæðin, eins og í Kringlunni, en harðar og miskunnarlausar stöðumælasektir eru stundaðar í miðborginni. Húseigendum miðborgarinnar sem marg- ir hverjir stunda einnig verslunarrekstur í húsnæði sínu, er gerð samkeppnin erfíð við Kringluna og aðra verslunarmarkaði með því að gera þeim að greiða fasteignagjöld langt yfír markaðsverði hús- anna. Það hefur verið engu líkara en meirihluti sjálfstæðismanna í Reykjavík hafí leynt og ljóst unnið gegn hagsmunum miðborgar- innar. Afleiðingamar em auðvitað ljósar: Fasteignaverð miðborg- arinnar hefur hmnið og framboð á leiguhúsnæði og húsnæði til sölu í miðborginni hefur verið meira en eftirspumin. Nú virðist hins vegar að koma nýtt hljóð í strokkinn. Jákvæð af- greiðsla borgarráðs er fagnaðarefni og vonandi verður fasteignamat miðborgarinnar lækkað til móts við markaðsverð lóða og húsa, þannig að minni álögur verði lagðar á húseigendur og þar með verslunina í miðborginni. Miðborg Reykjavíkur er meira en versl- unarsvæði. Hún er prýði höfuðborgarinnar og þar liggur kjami hennar og elsta menning. Það er því gleðilegt að unnið sé að því að blása lífí í miðborgina á ný svo aðdráttarafl hennar megi vaxa og lífið í miðborginni dafna. IM Jón Þór Sturluson, FUJ-Vesturlandi, skrifar: STJÓRNMÁL Eifitt starfsem einhver verður að sinna Póiitík er leiðinleg. Það skiptir ekki máli hverjir stjórna vegna þess að það er sami rassinn undir þeim öllum. Spilling og spjátrungsháttur eru samheiti yFir stjórnmál. Þetta eru þau viðhorf sem oft á tíðum heyrast, sérstaklega meðal ungs fólks. Ekki ætla ég að fullyrða um sann- leiksgildi þessara tilvitnana í Þjóðarsál- ina, en hinu er ekki hægt að neita að þessi viðhorf eru ríkjandi hjá ungurn sem öldnum. A grunni þessara hug- mynda ákveður þorri ungs fólks að best sé að halda sig fjarri öllu pólitísku vaf- stri. En ég spyr þetta sama fólk, hvers vegna ekki að auka vægi jákvæðra áhrifa á pólitíkina? Að taka þátt er að hafa áhrif. Það skiptir nefnilega ekki máli hvað það er sem einstaklingurinn gerir eða segir, hann er alltaf háður pól- itískum ákvörðunum úr nútíð eða for- tíð. Þannig koma stjómmál okkur öll- um beint við. Spumingin er aðeins þessi: Viljum við hafa áhrif? Og síðast en ekki síst, þorum við að taka þátt? ÞÚ GETUR HAFT ÁHRIF Pólitík varð snemma áhugamál hjá mér. Ég hef alltaf fylgst vel með og reynt að mynda mér sjálfstæða skoðun á hinum ýmsu málum. En það er ekki nóg að hafa skoðanir, vettvang þarf til að koma þeim á framfæri. Kjami minna hugsjóna samræmist jafnaðar- stefnunni og lá þá beinast við að ganga til liðs við Alþýðuflokkinn - Jafnaðar- mannaflokk íslands. Eftir að hafa tekið þátt í starfmu í kringum síðustu Al- þingiskosningar, sem var góður og skemmtilegur skóli, tók ég þátt í stofn- un Félags ungra jafnaðarmanna á Vest- urlandi. Sfðar, þegar ég fluttist til Reykjavík- ur, til að stunda nám við Háskólann, hóf ég fulla þátttöku í starfi Sambands ungra jafnaðarmanna, SUJ, sem er samband FUJ-félaga um land allt, og þá sem meðlimur í framkvæmdastjóm SUJ. Hvers vegna er ég að segja ykkur þetta? Jú, ég skynjaði mikilvægi stjóm- málanna og áhrif þeirra á tilveru okkar. Ég vildi taka þátt, hafa áhrif, og steig skreftð því til fulls. En hvaða áhrif get ég haft og hvem- ig? SUJ og FUJ-félögin em lýðræðis- legar „stofnanir“, þar sem ólík sjónar- mið og skoðanir koma upp á yfirborð- ið. Um þær er rætt og fjallað á viðeig- andi hátt og komist að skynsamlegri niðurstöðu. Hugmyndafræðileg sam- staða er ríkjandi í SUJ og er ástæðan einföld. Jafnaðarstefnan er gmndvöllur allra ákvarðana og öllum efst í huga. SUJ OG ALÞÝÐUFLOKKURINN Félagar í SUJ og FUJ-félögunum em aðeins óbeint félagar í Alþýðu- flokknum og mynda sér sjálfstæðar skoðanir algjörlega óháð hinni svoköll- uðu „opinbem flokkslínu". Óhjá- kvæmilega skarast oft á tíðum hug- myndir flokksins og SUJ um ýmis mál- efni. Óneitanlega verðum við, SUJ-ar- ar, að sætta okkur við ýmislegt sem okkur er á móti skapi. Þung áhersla er þó ætíð lögð á að koma okkar skoðun- um á framfæri í sérstökum málefnum unga fólksins og að fá flokkinn til að meðtaka þær. SUJ verður þar oft nokk- uð ágengt. Sem lítið dæmi um áhrif SUJ má nefna baráttu gegn auknum skólagjöld- um í framhaldsskólum sl. vetur. Þegar allt útlit var fyrir að skólagjöld til al- menns reksturs framhaldsskóla yrðu sett á, fór SUJ í gang með undirskrifta- söfnun í skólunum og beitti þingmenn flokksins þrýstingi. Og viti menn, ár- angur náðist. Annað dæmi um áhrif SUJ er barátta sambandsins á síðasta flokksþingi Alþýðuflokksins (júní 1992) fyrir breytingum á nýsettum lög- um um Lánasjóð íslenskra náms- manna. Þessi barátta okkar skilaði því að skipuð var nefnd innan tlokksins til að endurskoða nýsett lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Undirritaður er reyndar annar tveggja fulltrúa SUJ í þessari fjögurra manna nefnd sem von- andi á eftir að skila jákvæðum niður- stöðum fyrir íslenska námsmenn. HÁVÆR FRAMTÍÐARTÓN- LIST I dag em ungir jafnaðarmenn mikið með hugann við spumingar varðandi framtíðina. Eitt af helstu einkennum stjómmála á Islandi undanfama áratugi hefur verið skammsýni. Aðgerðir stjómvalda hafa gjaman miðast við að leysa vanda dagsins í dag og stundum virðist ekki vera lengra skyggnst inn í framtíðina en í mesta lagi fram að há- degi næsta dag. Stærsta vandamál ís- lensku þjóðarinnar er eyðsla þeirrar kynslóðar sem undanfarin ár hefur ráð- ið ríkjum um efni fram. Ef þessi kyn- slóð væri hófsamari gætu kjör komandi kynslóða orðið betri en ella. Stað- reyndin er sú að enginn hugsar um Is- lands ófæddu böm. Þessu viljum við, unga fólkið í SUJ, breyta áður en við festumst í sarna farinu og foreldrar okkar (ekki það að mér líki ekki við foreldra mína, þvert á móti). Tími sterkrar fjöldahreyfingar í íslenskum stjómmálum sem lætur sig framtíð unga fólksins varða er runninn upp. LOKAORÐ Þrír málaflokkar skipta ungt fólk hvað mestu máli: Menntun, atvinna og húsnæði. Það er nauðsynlegt að við, unga fólkið, höfum bein áhrif á skipan þessara mála svo framvegis verði horft til framtiöar. Hvaða framtíðarsýn felst til dæmis í öfgakenndum spamaði í menntamálum og innihaldsrýrri og ómálefnalegri andstöðu gegn EES? Ég hvet þig að lokum til að láta þig eigin máleftti varða. Ekki láta hugfall- ast af neikvæðri umræðu um pólitík. Stjómmálin hafa margar slæmar og ljótar hliðar, en mundu að gæði stjóm- málanna, og stjómvalda hverju sinni, ráðast af fólkinu sem tekur þátt í þeim. Ef ÞU tekur þátt þá hefurðu bein áhrif, annars ekki. Breytingar nást fram með áhrifum. Kynntu þér starfssemi SUJ og stefnu þess. Breiðfylking ungra jafnaðarmanna er staðreynd.Vittu til hvort þú átt ekki samleið með fjölda- hreyfingu fólks sem lætur sig framtíð sína varða. Höfundur er ritari SUJ og varaformaður FUJ-Vesturlandi. ORÐSENDING ORÐSENDING TIL SVEITARSTJÓRNA, FÉLAGASAMTAKA OG FYRIRTÆKJA, VEGNA UMSÓKNA UM LY\N TIL BYGGINGAR/KAUPAÁ FÉLAGSLEGUM ÍBÚÐUMÁÁRINU 1993 Lánsumsóknir þurfa, lögum samkvæmt (nr. 70/1990), að berast Húsnæðisstofnun ríkisins fyrir 1. október ár hvert, vegna framkvæmda næsta ár á eftir. LÁNAFLOKKAR í BYGGINGARSJÓÐI VERKAMANNA ERU: 1. Lán til félagslegra kaupleiguíbúða. 2. Lán til félagslegra eignaríbúða. 3. Lán til félagslegra leiguíbúða. 4. Lán til almennra kaupleiguíbúða. UPPLÝSINGAR OG UMSÓKNAREYÐUBLÖÐ FÁST HJÁ FÉLAGSlBÚÐA- DEILD HÚSNÆÐISSTOFNUNAR RlKISINS. Reykjavík 10. sept. 1992 Cpb HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD ■ SUÐURtAÍ'JDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK SÍMI 696900

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.