Alþýðublaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 4. desember 1992 „Helstu hvatamenn að stofnun starfsgreinafélaga sem starfa á landsvísu eru nú margir komnir í hnút vegna þess að þeir voru búnir að lofa öllu fögru um aukin réttindi og betri kjör þegar þeir voru að ná til sín félagsmönnum út úr BSRB. Við það hafa þeir ekki geta staðið“, segir einn heimildarinaður Alþýðu- blaðsins innan raða opinberra starfsmanna. Kjaradeila sjúkraliða og fjármála- ráðuneytisins nii á sér alllanga forsögu. Ýmsar stéttir innan BSRB þótti sínum hag ekki nógu vel borgið innan þess bandalags en það leiddi til þess að ýms- ar starfsgreinar hafa stofnað eigin sam- tök á landsvísu. Þessi nýju samtök hafa hins vegaralmennt ekki haft erindi sem erfiði í kjaramálum enn sem komið er. Þannig er t.d. Fóstrufélag Islands víða um land með verri kjarasamninga en bæjarstarfsmannafélögin hafa fyrir fóstrur innan sinna vébanda. Klofningur meðal opinberra starfsmanna Það hefur alltaf borið nokkuð á því að í stórum samflotum, þar sem sam- bönd á borð við ASÍ og BSRB eru að semja fyrir marga hópa í einu, að ein- staka hópar telja að sínir hagsmunir hafi verið fyrir borð bomir. Það hefur leitt til að ýmsar starfsgreinar hafa sagt sig úr lögum við BSRB og myndað sér- greinafélög. Það gerðu kennarar á sín- um tíma, það hafa fóstrur gert, lög- reglumenn, slökkviliðsmenn og sjúkra- liðar einnig. Þessi klofningur innan raða launa- manna hefur kostað töluverð átök í gegnum tíðina. Megin röksemdafærsla hvatamanna að nýju sérgreinafélögun- um hefur verið sú að „réttmæt“ leið- rétting á kjömrn stéttarinnar, starfs- greinarinnar, (launahækkun) náist aldr- ei fram í samfloti með öðmm. Vænleg- asta leiðin til bættra kjara sé að standa einn og sér, þ.e. að starfsgreinin sjái al- farið um sin eigin málefni og samn- ingagerð. Þrátt fyrir að ýmis slík sérgreinafé- lög hafi verið stofnuð hafa margir í við- komandi stéttum ekki verið tilbúnir að segja skilið við sín gömlu félög. í þess- um tilvikum hafa t.d. starfsmannafélög sveitarfélaga ógjaman viljað sjá á eftir félögum sínum í önnur stéttarfélög enda veikir það þau vissulega. Þau hafa í áralangri baráttu náð fram ýmsum sérkjörum og byggt upp Iffeyrissjóði, endurmenntunarsjóði og orlofsbústaði. Þegar fólk í ákveðnum stéttum ákveður síðan að stofna ný félög þurfa þau að byrja frá gmnni því réttindin, skyldum- ar og eignimar sitja eftir hjá gömlu stéttarfélögunum en færast ekki til með einstaklingum. Því hafa margir þeirra sem gengið hafa í hin nýju sérgreinafé- lög tapað ýmis konar réttindum án þess að það hafi fært þeim betri kjör í nýjum félagsskap. Eru starfsgreinafélög höfuðborgarfélög? Eitt af því sem fundið hefur verið að við sérgreinafélögin er að þau séu lítið annað en höfuðborgarfélög. Þannig finnist t.d. fóstru eða sjúkraliða á Nes- kaupstað eða Húsavík það löng leið að þurfa að reka, ef til vill smámál, í gegn- um skrifstofu í Reykjavík, gagnvart sínu sveitarfélagi eða ríkisstofnun. Þá þykir eflaust mörgum súrt í brotið að sjá lífeyrisgreiðslur sínar og önnur fé- lagsgjöld renna beint í sjóði í höfuð- borginni. En það þarf ekki að leita langt til afleiðing þess, þ.e. að tvenns konar launakeifi skuli gilda innan sama vinnustaðar. Umtalsverður launamunur innan sömu stéttar Talsverður launamunur var hjá sjúkraliðum eftir því hvort þeir voru starfsmenn ríkisins eða bæjartélaga og er svo enn. I starfsmati sem farið hefur frant á vegum sveitarfélaganna og starfsmannafélaga þeirra hafa sjúkra- liðar komið misjafnlega út úr mati eftir stöðum. Skýrist það af því að víða á fá- mennum stöðum úti á landi þurfa sjúkraliðar meira og minna að ganga inn í störf sem hjúkrunarfræðingar gegna að öllu jöfnu. Þannig á launa- munur innan sömu stéttar sér vissulega skýringar. Sambærilegt starfsmat hefur ekki farið fram hjá starfsmönnum i íkis- ins. Samkvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins hafði ríkisvaldið boðið að þeir sjúkraliðar á landsbyggðinni sem eru í Sjúkraliðafélagi Islands fái sambærileg laun og greidd eru sjúkraliðum sam- kvæmt kjarasamningi við bæjarstarfs- mannafélög ef þeir gengu aftur í starfs- mannafélögin. Þar eru víða og hafa verið í gangi samningar um allnokkuð hærri laun en samkvæmt kjarasamn- ingi við Sjúkraliðafélag íslands. Ríkið hefur hins vegar ekki treyst sér til að semja við eitt og sama félagið um mis- munandi kjör félagsmanna þess eftir því hvar þeir starfa á landinu. Sjúkraliðafélagið og fleiri sérgreina- félög samþykktu ekki í vor þjóðarsátt- arsamningana enda hafði því verið heitið fólki sem gengi úr sínum gömlu stéttarfélögum í hið nýja félag, að með því mætti rétta þeirra hag umfram það sem þau gætu fengið innan vébanda BSRB. Það hefur ekki gengið eftir hingað til og því fengu sjúkraliðar hjá Sjúkraliðafélagi íslands ekki l,7% hækkunina sl. vor eins og þorri launa- fólks í landinu. Deilt um grundvallaratriði fremur en krónur og aura Kjaradeila sjúkraliða nú snýst því um miklu rneira en krónur og aura. Hún snýst unt ýmis grundvallaratriði í kjarasamningagerð og er stórverka- lýðspólitískt mál. Málið snýst um hvort hér byggjast upp starfsgreinafélög sem sentji fyrir aíla félagsmenn sína hvar sem þeir búa á landinu á einu bretti, hvort ólíkir hóp- ar semji undir einum hatti líkt og á sér stað í staðbundnum starfsmannafélög- um eða jafnvel livort að vinnustaða- samningar verði gerðir á einstökum vinnustöðum. Svipuö atriði snúa einnig að þeim hluta launþega sem starfa inn- an vébanda ASI. Það er hins vegar eðlilegt að at- vinnurekendur, hvort sem þeir eru op- inberir eða ekki, vilji semja við sína starfsmenn sem mest í einu lagi. Það getur verið mjög erfitt að vera með marga viðsemjendur fyrir sama fólkið, eða fólk sem vinnur sömu störf. Það gæti kallað á eilífðarkjarasamninga þannig að þegar samið hefði verið við einn hluta starfsmanna í ákveðinni starfsgrein, tækju við samningar við annan hluta sömu starfsgreinar og síð- an koll af kolli. Burt séð frá því hvernig launþegar kunna að stýra sínum innri málum og skipulagi hlýtur það að vera megin- krafa viðsemjenda þeirra að ganga frá samningum við stóra hópa í einu til til- tekins tíma. FRÉTTASKÝRING: TRYGGVI HARÐARSON Sjúkraliðar fjolnionna í göngu nifíur á Aiþingi þar sem kjaramái þeirra voru til umræöu 2. nota fréttamannastúkuna til að fylgjast með umræðunum unt kjaramál sjúkraliða. út á land til að finna félög sem telja hag sínum betur borgið í stéttarfélagi heima fyrir en í landsfélagi. Þannig hafa slökkviliðsmenn í Hafnarfirði kosið að starfa áfram í starfsmannafélagi bæjar- ins frekar en ganga í landsfélag slökkviliðsmanna. Fóstrufélag íslands samþykkti kjara- samning við launanefnd sveitarfélaga sem er ntun lakari en gengur og gerist meðal fóstra sem em í starfsmannafé- lögum sveitarfélaga. Fóstrur í Hafnar- firði felldu þann samning að vísu og telja sig hafa sér samningsrétt innan Fóstmfélagsins. Það mál er nú fyrir Fé- Iagsdómi og er í raun prófmál á hvort einstaka deildir innan landsfélaga séu sjálfstæðir samningsaðilar. Fari svo mun það væntanlega þýða að kennarar á Sauðárkróki geta fellt samning sem samþykktur er í Kennarasambandi ís- lands og taki Itann þá gildi einungis á þcim stöðum sem hann er samþykktur. Breytt verkaskipting - ' óbreytt kjór Nú munuum 15sjúkraliðaríSjúkra- liðafélagi Islands vera starfandi á landsbyggðinni en allir aðrir sjúkralið- ar þar eru í öðrum félögum og hafa margir sjúkraliðar gengið aftur í sín fyrri félög. Með breyttri vcrkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga árið 1990 var því heitið að kjör þess fólks, sem þá naut betri kjara en samningur ríkisins við sjúkraliða, skyldu fá að halda sín- um kjömm óbreyttum. Við það hefur verið staðið meðan sjúkraliðar hafa verið innan bæjarstarfsmannafélag- anna en nú er deilt m.a. um hvort fé- lagsmaður sem hefur áunnið sér rétt innan eins félags geti lluti hann yfir í annað. Starfsmannafélögin telja sig ekki hafa neinar skyldur gagnvart því fólki sem hefur kosið að fara í önnur stéttar- félög. Þegar þingpallarnir fvlltust var ráðið að A-mynd E.ÓI. Tifandi tímasprengja Ólafs Ragnars Ríkið telur að skuldbindingar þess um að lækka ekki laun þess fólks sem var í staðbundnum starfsmannafélög- um við verkaskiptinguna nái einungis til þeirra sem innan umræddra félaga eru. Samningurinn taki þannig ekki til einstaklinga heldur til stéttarfélaga. Það er þekkt að fólk sem vinnur sam- bærileg störf en er í tveimur mismun- andi stéttarfélögum býr við mismun- andi kjör frá einum tíma til annars. Ol- afur Ragnar Grfmsson var fjármálaráð- herra þegar breytingin varð á verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga og skyldi við málið óleyst og framtíðinni til úrlausnar. Þeir sem til þekktu vissu að hér var á ferðinni tifandi tímasprengja sem myndi springa fyrr eða síðar. Kjara- deilur sjúkraliða nú eru að stórum hluta Sjúkraliðafélag íslands og nýju staifsgreinafélögin Ekki staðið við betri kjör i nýju félögunum Fullyrðingar hvatamanna um að stofnun staifsgreinafélaga leiði til betri kjör en innan vébanda BSRB hefur ekki gengið eftir en vœntingar félagsmanna þeirra hafa eigi að síður verið til staða

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.